Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Side 11
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998
nlist
£<
-
Gefa út Version 2.0:
Garbage
- snúið út úr gömlum stefum
Fáir áttu von á að plata Garbage
árið 1995 myndi vekja athygli margra.
Hópurinn samanstóð af frægum hljóð-
stjómanda, Butch Vig, tveim ná-
grönnum hans frá miðríkjum Banda-
ríkjanna og óþekktri skoskri söng-
konu. í fyrstu beindist kastljósið ein-
göngu að Butch en smám saman fór
hróður Garbage vaxandi, almenning-
ur tók við sér og keypti plötuna í
skipsfórmum. Þegar upp var staðið
höfðu 4 milljón eintök selst og lög eins
og „Stupid Girl“ og „Only Happy
When It Rains“ eru Vesturlandabúum
að góðu kunn úr útvarpinu. Nú gefur
Garbage út sína aðra plötu og því er
tilhlýðilegt að taka púlsinn á þeim og
kíkja á bakgrunninn.
Sáu söngkonuna í sjón-
varpinu
Steve Marker (gítar, bassi), Duke
Erikson (gítar, hljómborð) og Butch
Vig (trommur og tölvuásláttur) em
allir um og yfir fertugt og höfðu bauk-
að ýmislegt saman áður en Garbage
varð til. Þeir höfðu verið saman í
óþekktum pönkhljómsveitum,
Spooner og Firetown, og áttu saman
hljóðverið Smart Studios í Wisconsin.
Butch hafði getið sér gott orð á þess-
um tíma sem hljóðstjórnandi, sérstak-
lega eftir að hann hljóðvann plötuna
„Nevermind" með Nirvana sem gerði
gruggrokkið vinsælt næstum á einni
nóttu. Árið 1994 voru þremenningam-
ir farnir að vinna saman í hljóðver-
inu, aðallega við endurhljóðblandanir
á lögum, t.d. með Depeche Mode,
Nine Inch Nails og House of Pain.
Eitt leiddi af öðm og þeir fóm að
semja lög saman meðfram því að
vinna fyrir aðra. Þá bráðvantaði
söngkonu til að fullkomna blönduna
og komu auga á Shirley Manson þar
sem hún söng í þættinum 120
Minutes á MTV. Shirley er frá Edin-
borg og hafði verið í ýmsum sveitum,
þ.á m. Goodbye Mr. MacKenzie og
Angelfish sem var hljómsveitin sem
hún var að syngja með þegar Gar-
bage-karlarnir komu auga á hana.
Þeir stálu henni frá Angelfish og
vinna við fyrstu plötuna hófst fyrir
alvöru.
Málað í hljóðverinu
„Margir höfðu efasemdir um okkur
þegar fyrsta platan kom út,“ segir
Butch. „enda dálítið gervilegt ferli
þegar þrír hljóðstjórnendur koma
saman og finna söngkonu. Samt erum
við nær þeirri mynd sem maður hefur
um fyrirmyndarhljómsveit en nokk-
urt band sem ég hef unnið með.“
Hann viðurkennir að fyrsta platan
hafi verið „eins konar hlaðborð hug-
mynda" en eftir nær tveggja ára tón-
leikaferðir hefur hópurinn hrist sam-
an bæði á tónlistarsviðinu og sem ein-
staklingar. „Okkur líður vel saman,
við tökum allar ákvarðanir saman,
við semjum saman og hljóðvinnum
saman. Það getur oft verið erfitt að
vinna í svona miklu lýðræði. Hver og
einn fær að setja sinn persónuleika og
hugmyndir í tónlistina og svo er
Shirley fremst og í miðjunni og ein-
hvern veginn gengur þetta upp.“
Shiriey Manson: „Ég verð tilbúin þegar poppbransinn hrækir mér út úr sér.“
taka upp tónlist er eins og að mála
mynd, það er alltaf hægt að bæta
einni stroku við. En takmarkið með
þessu er auðvitað að koma út plötu,
svo fyrr eða síðar þurftum við að láta
fólk heyra útkomuna."
Garbage ber aldurinn vel.
Frá því í apríl í fyrra hafa fjór-
menningarnir lokað sig af í Smart
hljóðverinu og unnið að „Version 2.0“.
Stundum var farið út og trommu-
grunnar teknir upp í risastórri yfir-
gefinni sælgætisverksmiðju (til að
nýta bergmálið) en mestmegnis var
hangið í hljóðverinu enda meðlimirn-
ir yfirlýstir vinnualkar.
„Við myndum aldrei hætta ef við
þyrftum þess ekki,“ segir Duke. „Að
Aðgengilegt en furðu-
legt í fyrstu
„Version 2.0“ er mettuð af áhrifum
úr öllum áttum. „Við vildum ekki
gera plötu sem einblíndi bara á fram-
tíðina," segir Shirley. „Við eigum ræt-
ur í tónlist risa eins og Beach Boys,
Ný plata frá Saint Etienne:
Klassískt popp með
sænskum keim
Það hefur verið hljótt um popptríó-
ið Saint Etienne i mörg ár. Síðasta
plata með nýju efni, „Tiger Bay“, kom
út 1994 en árið eftir kom safnplata
með bestu lögum sveitarinnar og sam-
starfsverkefni með franska popp-
söngvaranum Etienne Daho. Úr því
kom vinsælt lag, „He’s on the Phone“.
Sarah Cracknell, hin leggjalanga ljós-
hærða söngkona sveitarinnar, gerði
sólóplötuna „Lipstick", sem nánast
ekkert fór fyrir, en piltamir, Pete
Wiggs ög Bob Stanley, fóru sér hægt,
stofnuðu plötufyrirtækið Emidisc í
samráði við EMI og gáfu m.a. út plöt-
ur með Kenickie og Denim. Einnig
hafa þeir verið duglegir plötusnúðar
víðs vegar um heiminn, spila þá aðal-
lega 7“ plötur frá sjöunda og áttunda
áratugnum og bræða saman diskó,
fónk og sætt popp.
Nú vænkast hagur poppstrympu
því ný Saint Etienne-plata, „Good
Humor“, er komin út. Gáfulegt popp
sveitarinnar hefur verið öðrum sveit-
um leiðarljós; bönd eins og Mono,
Broadcast og Dubstar hefur leitað í
smiðju þeirra en einna oftast hafa
Svíamir í Cardigans farið i smiðjuna
án þess þó að stela neinu. Góður
kunningsskapur hefur tekist á milli
Cardigans og Saint Etienne og var
Sænska loftið hefur greinilega haft góð áhrif á Saint Etienne.
„Good Humor" tekin upp á sex mán-
uðum á heimaslóðum Cardigans, í
Tramboline-hljóðverinu r Malmö.
Saint Etienne-fólkið hefur verið að
sniglast dálítið í Svíþjóð fyrir utan að
taka þar upp plötuna og Pete Wiggs
segir að hreint og kalt loftið í Malmö
hafi góð áhrif á heilabúið í þeim.
Lögin semur hljómsveitin saman.
Bob og Pete hittast oft við píanóið og
henda á milli sin hugmyndum og svo
er hlaðið og slípað. Textarnir verða
oftast til á pöbbum þegar þremenn-
ingarnir hittast og fá sér í staupinu.
Miðað við „Tiger Bay“ er nýja platan
mun einfaldari að allri gerð. „Við
missum okkur dálítið út í hlaðnar
skreytingar á Tiger Bay“, viðurkenn-
ir Pete. „Strengirnir og sömplin voru
dálítið yfirdrifin. Á nýju plötunni not-
um við nær eingöngu lifandi hljóð-
færaleik. Hún er afturhvarf til elstu
áhrifavaldanna okkar; enskrar sálar-
tónlistar og popps. Þetta er klassísk
poppplata."
-glh
Bitlanna og Stones og jafnvel lengra
aftur, í Bessis Smith og Elvis.“
Butch reynir líka að útskýra tónlist
Garbage: „Við erum rokkband sem
semur popplög og hleður á þau sömpl-
um og aÚs konar raftrixum. En við
reynum alltaf að semja lögin þannig
að það sé hægt að spila þau á kassagít-
ar. Ég held að nýja platan sé aðgengi-
leg, jafnvel þó hún kunni að hljóma
dálítið furðulega í fyrstu.“
Steve blandar sér í umræðuna:
„Við fórum ekki af stað og sögðum:
„Nú ætlum við að gera eitthvað alveg
nýtt og fá okkur úkraínsk hringdansa-
hljóðfæri". Þetta eru ennþá gítarar,
trommur og sömpl. Eina leiðin til þess
að við höldumst áhugaverð er að gera
tónlist sem okkur sjálfum finnst vera
fersk. Vonandi getur útkoman orðið
eitthvað sem hljómar ólíkt öllu öðru.“
„Ég held þó að við séum ekki að
finna upp neitt nýtt,“ segir Butch,
glottandi. „Ég held það sé ekki hægt
lengur í nútíma rokktónlist nema ef
þú vilt gera einhverja fáránlega fram-
úrstefnu. í poppinu hefur allt verið
gert svo margoft áður og það eina sem
hægt er að gera er að endurtaka göm-
ul stef með nýjum hljómi, snúa út úr
svo poppið verði ferskt og svalt á ný.“
Spennandi óvissa
„Líf okkar hefur svo sem ekkert
breyst," segir Shirley. „Ég hef verið í
hljómsveitum síðan ég var fimmtán
og er vön þessum lífsstíl og strákarn-
ir hafa verið að lengi. Velgengnin
kom seint og hún hefur ekki breytt
okkur neitt, eins og hætta er á hjá
yngra tónlistarfólki. Þegar músík-
bransinn hrækir mér út úr sér, eins
og mun örugglega gerast, vil ég geta
snúið aftur til fyrra lífs og komast
ósködduð út úr þessu. Eina leiðin til
að það sé hægt er að hafa húmor fyr-
ir því hvað maður gerir og hvernig
maður gerir það.“
„Við vitum alveg hvernig popp-
bransinn virkar," segir Butch. „Það
er ekkert gefið. Það eina sem maður
getur gert er að gera þá bestu plötu
sem maður getur og vonandi nær hún
til fólks. En hver veit? Óvissan gerir
þetta spennandi." -glh
o
Krumpreður
í dag kl. 17 spilar hljóm-
sveitin Krumpreður á
síðdegistónleikum Hins
Hússins á Geysi kakóbar.
Hljómsveitin er skipur
þrem 16 ára Reykjavíkur-
drengjum sem spila rokk
af hráustu gerð.
Útkall á
Suðurnesjum
Éjáröflunardansleikur
björgunarsveitanna á
Suðurnesjum verður
haldinn annað kvöld. Þar
verður glæsileg skemmti-
dagskrá og í lokin leikur
hljómsveitin Mávarnir
fyrir dansi.
Broadway
I kvöld verður Vestmanna-
eyjakvöld á skemmtistaðn-
um Broadway. Þar mun
m.a. hin fornfræga hljóm-
sveit Logar stiga á stokk.
Margt verður fleira sprell-
að að hætti Eyjamanna.
Gullöldin
Á Grafarvogspöbbnum
Gullöldinni munu félag-
arnir Svensen og Hall-
funkel halda uppi stuðinu
fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Kringlukráin
Hljómsveitin Sín mun
leika í aðalsal Kringlu-
krárinnar fóstudags-, laug-
ardags-, og sunnudags-
kvöld. í Leikstofunni verð-
ur hins vegar Rúnar Guð-
mundsson.
Kos og Eva Ás-
rún
í Danshúsinu í Glæsibæ
leikur hljómsveitin KOS
ásamt Evu Ásrúnu fyrir
dansi annað kvöld.
Sangría og
Karma
Þaö verður fiörugt á Kaffi
Reykjavík um helgina
sem endranær. í kvöld
leikur hljómsveitin
Sangría en annað kvöld
mætir Labbi í Glóru
ásamt nýuppgerðri
hljómsveit sinni, Karma.