Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Qupperneq 12
26 knyndbönd *★★ MYNDBANDA Event Horizon: *★★* “ Út fyrir mörk alheimsins Árið 2047 leggur hðpur fólks um borð í björgunarskipinu Lewis & Clark af stað í ferðalag. Takmarkið er að finna geimskipið Event Horizon, sem nokkrum árum áður hafði horflð sporlaust, og bjarga því ásamt áhöfninni ef einhver er enn á lífi. Event Horizon var tilraunaskip sem átti að nýta sér ormagöng til að ferðast á einu augnabliki milli tveggja fjarlægra staða. Það hefur þvi farið út fyrir mörk hins þekkta alheims og tók eitthvað úr annarri vídd með sér til baka. Björgunarleiðangurinn lendir fljótt í vandræðum, gat kemur á björgunarskipið og leiðangursmenn þurfa að hírast um borð í Ev- ent Horizon, óhugnanlegar ofskynjanir þjaka þau og spennan magnast. Myndin er með þeim óhugnanlegustu sem kvikmyndaeftirlitið á íslandi leyf- ir. Styrkur hennar liggur í vel heppnaðri uppbyggingu óhugnaðar og spennu og hún nær aö skapa stemmningu sem ætti að valda einhverjum martröð. Því miður spila einhver gróðasjónarmið inn í og myndin fær ekki að ein- beita sér að þessum hætti. Hasaratriði og fimmaurabrandarar eyðileggja stemmninguna stundum en ef þessum atriðum hefði verið sleppt hefði mögulega mátt flokka myndina með tímamótaverkum eins og Alien og The Exorcist. Þrátt fyrir gallana er myndin með því allra besta sem kemur þessi árin í hryllingsmyndageiranum. Event Horizon. Útgefandi: CIC- myndbönd. Leikstjóri: Paul Anderson. Að- alhlutverk: Laurence Fishburne og Sam Neill. Bandarísk, 1997. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Her Majesty mrs. Brown: *** Drottningin og hálendingurinn Myndin gerist á valdatíma Viktoríu drottningar á 19. öldinni. Þegar sagan hefst hefúr drottningin syrgt lát- inn eiginmann sinn í þrjú ár og ekki tekið þátt í nein- um opinberum athöfnum. Þá kemur til hirðarinnar há- lendingurinn John Brown og þjónar í fyrstu sem hesta- sveinn hennar hátignar. Honum tekst að brjótast í gegn- um sorgarmúr hennar og með þeim tekst mikil vinátta. Hann er ekki seinn á sér að taka völdin í þjónaliði drottningar en margir áhrifamenn óttast áhrif hans á drottninguna og hann ávinnur sér marga óvini. Mynd- in er ansi skemmtileg lýsing á mannlegum hliöum fólks i æðstu stöðum og teflir þeim gegn tveimur einkennum lífs þeirra, annars vegar hinni pólitísku refskák og hins vegar hinum stífu hefðum og siðaregl- um. Afburðaleikur Judi Dench og Billy Connolly ber myndina uppi sem án þeirra hefði bara verið enn eitt búningadramað. Anthony Sher er skemmti- lega lævís forsætisráðherra og Geoffrey Palmer er mátulega kaldhæðinn hirðstjóri sem veit varla hvaðan á sig stendur veðrið og verður að sætta sig við að hálendingurinn ýti honum til hliðar. Mrs. Brown er bresk gæðamynd og ágæt skemmtun. Her Majesty mrs. Brown. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Madden. Að- alhlutverk: Judi Dench og Billy Connolly. Bresk, 1997. Lengd: 99 mín. Öll- um leyfð. -PJ Career Giris: ★★* Skyggnst aftur á veginn Mike Leigh er einn af virtustu óháðu leikstjórum Bretlands og hefúr gert margar athyglisverðar kvik- myndir. Hann vakti mikla athygli með mynd sinni, Naked, sem kom David Thewlis á framfæri, og sló síð- an í gegn með hinni frábæru Secrets and Lies. Career Girls kemur í kjölfar velgengni Secrets and Lies og virkar satt að segja fremur aum í samanburðinum. Katrin Carthdge og Lynda Steadman leika tvær konur sem voru herbergisfélagar í háskóla. Þær hittast tíu árum síðar í London og eyöa einum degi saman. Hug- ann rekur aftur til námsáranna og við fáum að fylgjast með þeim atburðum sem þeim eru minnisstæðir og per- sónum sem þær komust í kynni við. Persónurnar eru ansi litríkar eins og við má búast af Mike Leigh og oft er gaman að fylgjast með þeim. Stundum virka atriðin þó groddaleg og ofleikin. Athyglisverðar persónur, góður leik- ur og vel skrifuð samtöl gera myndina vel þess virði að sjá en við hliðina á Naked og Secrets and Lies er hún heldur tilkomulítil. Career Girls. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Katrin Cartlidge og Lynda Steadman. Bresk, 1996. Lengd: 96 mín. Öllum leyfð. -PJ Chasing Amy: Ástin sigrar... eða hvað? ★★★* Holden McNeil og Banky Edwards eru æskuvinir og semja saman vinsæla teiknimyndasögu. Þeir kynnast kollega sínum, Alyssu Jones, á teiknimyndasagnaráð- stefnu og Holden verður yfir sig ástfanginn af henni. Það er honum því skiljanlega mikið áfall þegar hann kemst að því að hún er lesbía. Henni líkar þó vel við Holden og þau verða góðir vinir en hann á erfitt með að halda tilfinningum sínum í skefjum og Banky líst ekk- ert á blikuna. Kevin Smith á að baki myndimar Clerks og Mallrats sem báðar túlka hans eigin reynsluheim og eru uppfullar af skrýtnum pælingum og skemmtilegum hugmyndum. Slíkt er einnig að finna í Chasing Amy en hann hefur þó full- orðnast svolítið og fer út í miklu meira tilfinningadrama en áður. Hann not- ast við ramma hinnar hefðbundnu rómantísku gamanmyndar en það sem hann setur inn í hann er mjög óhefðbundið. Persónulega fannst mér hann skemmtilegri þegar hann var óþroskaðri og óheflaðri en óneitanlega er ánægjulegt að sjá ástarsögu sem ekki er tilgerðarleg. Ben Afileck úr Good Will Hunting leikur Holden en i hinum tveimur aðalhlutverkunum eru Joey Lauren Adams og Jason Lee sem bæði fóru á kostum í Mallrats. Öll standa þau sig vel í hlutverkum sem reyna mikið á tilfinningatúlkun. Chasing Amy. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kevin Smith. Aðalhlutverk: Ben Af- fleck, Joey Lauren Adams og Jason Lee. Bandarísk, 1997. Lengd: 113 mín. Bönn- uð innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar SÆTI j FYRRI i VIKA i VIKUR ; A LISTA J ) J TITILL j ÚTGEF. j ,! ;teg. j 1 ] 1 J ^ { Face/Off ■ Sam-myndbönd ; Spenna 2 i i 3 i ! 3 ! j j Peacemaker, The J CtC- Myndbönd ) j J Spenna J 3 ! 2 : 4 : My Best Frend's Wedding J Skrfan ] Gaman 4 j ; 4 j j : 3 : G.l. Jane I ; j Myndfoim ) ; Spenna 5 | Ný : i : Event Horizon J j CIC- Myndbönd J j Spenna 6 i ! 5 ’j j 1 5 1 j 3 J Nothing To Lose J Sam- Myndbönd j J Gaman l 7 í 2 J Excess Baggage j J Skifan J > Gaman j i Gaman i 8 UMMM Mfl ! Ný i j J ! i ! V' '' J " Life Less Ordinary J ] Skífan J 9 ! 6 ! s ! Full Monty, The Skrfan j Gaman 10 ) ! 7 ! 4 ! 1 J Shooting Fish j J Stjömubíó J i J Gaman J 11 J 8 j o 1 ! L J Fire Down Below ! WamerMyndir ! Spenna 12 ! w J J : 7 : Air Force One J J Sam-Myndbönd ! Spenna 13 J i 9 : s : Money Talks J j Myndform ) j Gaman 14 Í 19 npv i j j j 2 1 j L J l ’ 1 Sling Blade J ! Skrfan m j WmBBBBumœ 8 J ,,f; J Spenna 1 SBHrHBÍ í-- 15 !, 13 i J 12 j J 1 < 6 J Volcano J Skffan J Spenna 16 J J J C j 6 j j j Contact J j WamerMyndir j J ! Spenna j 17 ! 16 ! io ! Conspiracy Theory j WamerMyndir J Spenna 18 i. ! 9 ! i < Austin Powers i J Háskólabíó J j J Gaman j 19 j i 14 1 7 1 J ' J Beverly Hills Ninja ! Skrfan ] Gaman 20 j ! 20 J . J ! 4 ! Breaking The Waves ! Háskólabfó J 1 Drama J Myndin Face/off meö John Travolta og Nicolas Cage í aöalhlutverkum er enn í fyrsta sæti. Það viröist ekkert lát verða á vinsældum þeirrar myndar. Peacemaker, þar sem „barnalæknirinn" úr Bráðavaktinni og Nicole Kidman eru í aöalhlutverkum, er komin í annað sæti. My best Friend’s Wedding, sem skartar stjörnunum Julia Roberts og Dermot Mulroney, er komin í þriöja sæti. G.l. Jane meö Demi Moore í aðalhlutverki er enn í fjóröa sæti en spennumyndin Event Horizon vermir þaö fimmta. Þaö er augljóst aö spennan kitlar land- ann. TRAVOLTA'CflGE FACÉ/OFF Face/off Aðalhlutverk: John Travolta og Nicolas Cage Sean Archer (Tra- volta) stjórnar úr- valssveit manna sem berst við hættuleg- ustu glæpamenn í heimi. Einn þeirra er hinn samviskulausi moröingi Castor Troy (Cage). í mörg ár hefur Sean reynt að handsama Castor en án árangurs. Nú er komið að því en Castor er ekki mað- ur sem gefst upp fyr- irhafnarlaust. I ljós kemur að áður hafði hann komið fyrir öfl- ugri sprengju sem var ætlað að valda miklum mannskaða. Peacemaker Aðalhlutverk: Geor- ge Clooney og Nicole Kidman Þegar rússnesk lest sem flytur kjamaodda ferst við afar grunsamlegar aðstæður er kjarn- eðlisfræðingurinn dr. Julia Kelly (Kid- man) fyrst allra að átta sig á því að „slysið“ var sett á svið til að hylma yfir djöfullegar ráðagerð- ir hryðjuverka- manna. Um leið verður öllum ljóst að tilgangur hryðju- verkamannanna er að koma kjarnorku- sprengju fyrir ein- hvers staöar í Banda- ríkjunum. G.l. Jane My best Fri- end s Wedding Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dermont Mulroney, Cameron Diaz og Rubert Ev- erett Fyrir níu árum gerðu þau Julianne og Michael með sér samning. þau ákváðu að hætta að vera elskendur en vera þess í stað „bara vinir“. En samningur Julianne og Michaels innihélt svolítið meira. Þau hétu því nefnilega að ef þau yrðu ekki gengin út þegar þau næðu 28 ára aldri myndu þau giftast hvort öðru. Og nú eru þau alveg að verða 28 ára. Aðalhlutverk: Demi Moore, Viggo Mortensen og Anne Bancroft Þegar þess er kraf- ist að sjóherinn opni fyrir þann mögu- leika að konur geti sótt um inngöngu í sérsveit hans er ákveðið að bjóða Jor- dan O’Neil að spreyta sig á verk- efninu. Það felst í því að komast í gegnum afar erfiða þjálfun sem reynir ekki síð- ur á andlegu hliðina en þá líkamlegu. En Jordan tekur áskor- uninni og þrátt fyrir að enginn telji að hún eigi nokkurn möguleika þá er hún ákveðin í að gera sitt besta. Event Horizon Aðalhlutverk: Sam Neill, Laurence Fis- hburne, Kathleen Quinlan og Joley Richardson Arið er 2047. Nokkrum árum áður hafði eitt fullkomn- asta geimskip sög- unnar, könnunar- skipið Event Horizon, horfið spor- laust úti í geimnum ásamt allri áhöfn. Nú hefur geim- ferðastofnun Banda- ríkjanna numið hljóðmerki sem geta ekki verið frá öðru geimskipi en Event Horizon. Hljóðmerki þessi eru dularfull en skýr og því er ákveðið að senda bj örgunarleiðangur á staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.