Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 5
JL>"Vr FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 helgina 19 Dauðir fuglar, fiskar og tré eru myndefni Roberts Devriendt. Gallerí Gangur: Dauðir fuglar, fiskar og tré í kvöld opnar listamaðurinn Ro- bert Devriendt sýningu á olíumál- verkum sínum í Gallerí Gangi á listahátíð. Þama er um að ræða röð smárra málverka af dauðum fugl- um, fiskum og trjám. Listamaðurinn segir að verk sín séu um náttúruna, skynjun á henni og um málverkið sjálft. Þau eru þvi eins konar aðferð til að geta talað við áhorfandann. Robert segir mál- verkið vera skýrslu sína og yfirlýs- ingu sem breytist dag frá degi. Sýningin kemur beint frá Lista- safninu í Gent, Belgíu, og stendur út júnímánuð. Eva Benjamínsdóttir sýnir verk sín í húsnæöi Bílaleigunnar Geysis. DV-mynd Hilmar Þór Sýning í bílaleigu: Ýmsir reitir Evu Eva Benjamínsdóttir myndlistar- maður opnar í dag kl. 17 einkasýn- ingu í glænýju húsnæði Bílaleig- unnar Geysis að Dugguvogi 10. Verkin sem Eva sýnir að þessu sinni eru flest unnin á síðustu tveimur árum. Þau bera yfirheitið „Reitir“ og eiga að túlka þá ýmsu reiti sem fólk er statt á í lífinu, bæði tilfinningalega og landfræðilega. Þessi sýning markar tímamót á myndlistarferli Evu þar sem alda- mótin eru höfð til hliðsjónar og lit- imir í verkunum birtast í fersku formi til framtíðar. Málverkin eru flest unnin með akrýl og vinyl á birki, krossvið og MDF. Hallgrímskirkja: Jarteikn og Víðsýni Eftir messu i HaUgríms- kirkju á sunnudaginn verð- ur opnuð sýning á málverk- um Eiríks Smith. Þar mun hann sýna fimm stór mynd- verk í anddyri kirkjunnar. Verkin sem sýnd verða eru eins konar óður til lífs- ins og náttúrunnar. Stærstu myndimar nefnast Jarteikn og Víðsýni og eru málaðar með olíulitum. Enn fremur eru þar stórar vatnslita- myndir sem bera nöfhin í birtingu, Vomótt og Regn. Myndimar eru valdar með það í huga að nú er hvíta- sunnan í nánd og hækkandi sól. Eiríkur Smith er í röð fremstu myndlistarmanna þjóöarinnar. Hann vakti fyrst athygli með sýningu á verkum sínum árið 1952 og fullyrða má að síðan hafi hver sýning sem hann hefur efnt til vakið eftirtekt og um- tal vegna framsækinna vinnubragða og nýstárlegr- ar myndsýnar. Eiríkur Smith sýnir fimm stór verk í anddyri Haltgrímskirkju. Listamiðstöðin í Straumi: Sverrir Ólafsson myndhöggvari heldur 1 tilefni 50 ára afmælis síns yfirlitssýningu á nokkrum verka sinna frá sl. 30 ára tímabili. Sýn- ingin var opnuð í Listamiðstöð- inni í Straumi við Reykjanes- braut fyrir stuttu og mun standa fram á sunnudag. Sverrir hefur tekið þátt í fiölda sýninga víða um heim og eru verk hans að finna í fiölmörgum opin- berum söfnum hérlendis sem er- lendis. Þá eru verk hans í fiölda einkasafna í mörgum löndum. Sverrir hefur hlotið fiölda viður- kenninga fyrir störf sín að menn- ingarmálum á alþjóðlegum vett- vangi. Sverrir Ólafsson hefur átt farsælan listamannsferil og sýnir valin verk síöustu 30 ára í Listamiðstööinni f Straumi. Dregið hefur verið í iyrsta skipti af þremur í happaleik Bylgjunnar og Bílabúðar Benna. Vinningshafar eru: 1. Guðmundur Asgrímsson, Heiðarbraut 4, 540 Blönduós Vinningur: Wheeler fjallahjól frá Fálkanum. 2. Þorgeir Richardsson, Logafold 22, 112 Reykjavík. Vinningur: 4 stk. BFGoodrich fólksbiladekk. 3. Ljlja Sigurðardóttir, Álfheimum 4, 104 Reykjavík. Vinningur: Ævintýraleg jöklaferð f. tvo með ísherja. 4. Stefán Skarphéðinsson, Helgugata 5, 310 Borgarnes. Vinningur: 4 stk BFGoodrich fólksbiladekk. Næsti útdráttur vinninga verður í dag 15. maí á Bylgjunni hjá Hemma Gunn. Munið að hafa DAEWOO blaðið við hendina þegar Hemmi Iiringir í heppna hlustendur. Síðasti útdráttur vinninga verður á Bylgjunni 22. maí. Gjaldgengir þáttakendur eru allir áskrifendur DV. Munið að geyma DAEWOO blaðið. Ef blaðið hefur glatast hjá þér, þá getur þú sótt nýtt eintak hjá Bflabúð Benna. Þekmmó Wevmsiá ÞjömósIa FALKINN •Aíe Ú Benedikt Eyjólfsson afhendir Þorgeiri Richardssyni BF Goodrich dekk í verðlaun í Happaleik Bylgjunnar og Bflabúðar Benna. Með á myndinni eru Richard Þorgeirs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.