Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
Fréttir
Uppsveitir Ámessýslu:
Kosið um sameiningu
Kosiö verður um sameiningu
hreppa í uppsveitum Ámessýslu á
laugardaginn, 27. júní.
Þetta er önnur kosningin um sam-
einingu. í fyrri umferð samþykktu
Hmnamannahreppur, Skeiðahreppur,
Biskupstungnahreppur, Laugardals-
hreppur og Þingvallahreppur. Kosið
verður aftur í þessum hreppum á
laugardaginn. Gnúpveijahreppur og
Grafningshreppur felldu sameining-
una. Grímsneshreppur og Grafnings-
hreppur höfðu samþykkt að ef annar
felldi gilti það fyrir þáða. Þannig kusu
í rauninni 8 sveitarfélög i fyrri kosn-
ingunni.
Hótel Húsavík:
Páll Þór selur
meirihluta sinn
DV, Akureyri:
„Þetta hefúr verið mikil töm en
skemmtileg vinna og ég er mjög sátt-
ur við þessa niðurstöðu. Það eru
sterkir aðilar sem kaupa af mér. Þeir
eiga eftir að standa sig vel og ég óska
þeim velfamaöar," segir Páll Þór
Jónsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík,
en hann hefúr selt meirihluta sinn í
hótelinu.
Páll Þór hefúr átt 52% hlutafjár í
hótelinu en aðrir stórir eigendur hót-
elsins era Ferðamálasjóður, sem á
22%, Flugleiðir með 10%, Kaupfélag
Þingeyinga með 8% hlut og ýmsir að-
ilar sem eiga minna. Þeir sem kaupa
52% hlut Páls Þórs era Amar Sigurðs-
son, sem rekur Sjóferðir Amars, Frið-
rik Sigurðsson, sem hefúr rekiö veit-
ingastaðinn Bakka, og fjölskyldur
þeirra. Eigendaskiptin munu fara
fram mjög fLjótlega og er reiknað með
að nýir eigendur taki við rekstrinum
um mánaðamót. -gk
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
lega á Skeiðum og munaði þar 5 at-
kvæðum. Annars staðar var niður-
staðan nokkuð afgerandi. Við vitum
ekki hvort það hefur breytt afstöðu
haft áhrif, t.d í Hrunamannahreppi,
að Gnúpverjahreppur dettur út,“ segir
Loftur Þorsteinsson, oddviti Hruna-
mannahrepps.
„Það eina sem ég er hræddur við er
að þátttakan verði léleg, að fólk hrein-
lega nenni ekki að kjósa. Margir eru
farnir í frí og komnir hreint út um
allt. Það eru þeir sem hafa mestan
áhuga, era harðastir með og á móti,
sem væntanlega kjósa. Þeir sem láta
sig þetta litlu varða sitja væntanlega
heima.“
Loftur telur hagræði sameiningar
felast fyrst og fremst í að betra verður
að takast á við stærri og viðkvæmari
málaflokka eins og félagsmál og skóla-
mál.
„Við náum kannski einhverri pen-
ingalegri hagræðingu en ég held að
hún verði ekki mjög mikil, þetta verð-
ur dreift sveitarfélag. Þó getur verið
að viö getum nýtt peningana aðeins
betur. Okkur vantar óneitanlega brú
yfir Hvítá til að tengjast Biskupstung-
unum betur. Þetta eru langstærstu
sveitarfélögin, 700 manns í Hruna-
mannahreppi og Biskupstungur með
500. Það era sterkir byggðakjarnar á
Flúðum og i Reykholti. Ef við gætum
fengið tengingu þar beint á milli
myndi það gjörbreyta öllu,“ segir Loft-
ur. —sf
Sjúkrahús Reykjavíkur:
Meinatæknar æfir
- yfir slæmu ástandi, lágum launum og
störf hjá íslenskri erfðagreiningu
innan skamms en samkvæmt heim-
Ellefu af fjörutíu meinatæknum á
rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur hafa sagt upp undanfarna
mánuði og hafið störf annars staðar.
Ástæður uppsagnanna eru gífurlegt
vinnuálag, bágt og ónógt húsnæði og
lág laun. Fimm af þessu ellefu hefja
I DAG
HM í knattspyrnu - beinar útsendingar á visir.is ■ dag:
Kl. 14.00 Belgía-Suður-Kórea
Kl. 14.00 Mexíkó-Holland
Kl. 19.00 Þýskaland-íran
Kl. 19.00 Bandaríkin^Júgóslavía
íslenski boltinn -stöðugar fróttir af gangi mála:
Kl. 20.00 -LANDSSIMADEILDIN- Þróttur-IR
ildum DV er launamunur á þessum
tveimur stöðum talsverður, i sumum
tilvikum allt að 60 þúsund krónum.
„Okkur er sýnd mikil litilsvirðing
með því hvernig ástandið er orðið
hérna. Það er hreint út sagt hræði-
legt. Mér væri skapi næst að segja að
stjórn sjúkrahússins gæfi skít í okk-
ur,“ sagði meinatæknir á SR í sam-
tali við DV. „Við vinnum undir tvö-
fóldu álagi, miðað við það sem eðli-
legt er, og fáum ekkert borgað auka-
lega. Plássleysið er svo mikið að þaö
er meira að segja búið að taka af
okkur kaffistofuna okkar og hvíldar-
aðstöðu. Við vitum nálega ekki neitt
um launin okkar því að eftir breyt-
inguna skv. síðustu kjarasamning-
um hefur láðst að raða okkur inn í
nýjan launaramma. Það eru allir
búnir að fá sig fullsadda á þessu og
aðgerðaleysi stjórnar
við erum nýbúin að senda stjóminni
mjög harðort bréf þar sem úrbóta er
krafist."
Magnús Skúlason, framkvæmda-
stjóri fjármála- og rekstrarsviðs
sjúkrahússins sagði að verið væri að
vinna að skipulagsbreytingum á
deildinni og hann vonaðist til að úr-
bætur næðust hið allra fyrsta enda
ástandið algerlega óviðundandi. „Ég
get samt ekki verið sammála því að
stjórnin níðist af ásettu ráði á þessu
fólki. Okkur skortir sárlega peninga
þó við séum að sjálfsögðu öll af vilja
gerð til þess að færa þetta slæma
ástand til betri vegar. Við verðum
hins vegar öll að horfa á málið raun-
hæfum augum: Deildin verður þarna
eitthvað áfram og það verður að gera
lágmarkslagfæringar en eins og stað-
an er í dag er lítið annað hægt að
gera.“ -fm
Það er þetta með Þjóðviljann
„Sæll vertu, herra bankastjóri," sagði Jó-
hann Ársælsson, bankaráðsmaður Alþýðu-
bandalagsins í Landsbankanum. „Ég er
héma kominn til að ræða við þig lítillega um
bankann og bankaviðskiptin almennt.“
„Já, Jóhann, þó það nú væri,“ sagði banka-
stjórinn hinn blíöasti og horfði á Jóhann
rannsóknaraugum, svona eins og þegar kenn-
arinn er að búa sig undir að ávíta nemanda.
„Og hvað er það svo sem ég gert fyrir ykk-
ur i Alþýðubandalaginu?"
„Ja, þetta er nú ekki beinlínis fyrir Al-
þýðubandalgið sem ég ætla aö tala við þig
heldur almennt um stöðu bankans, okkur
finnst hún slæm,“ sagði Jóhann nokkuð kok-
hraustur.
„Jæja, Jóhann minn, svo þið viljið tala um
stöðu bankans. Já hún mætti vera betri en þú
veist eins vel og ég, Jóhann minn, að við höf-
um ýmislegt misjafnt þurft að gera til að
bjarga málum og þú manst vel eftir Þjóðvilja-
málinu og þeim reddingum sem bankinn
þurfti að taka á sig til að bjarga mannorði
ykkar og Alþýðubandalagsins. Ef menn vilja
tala um stöðu bankans verður auðvitað að
hafa þetta Þjóöviljamál og önnur slík björg-
unarstörf í huga. Það skiljið þið í Alþýðubanda-
laginu, vona ég,“ sagði bankastjórinn og var nú
oröinn nokkuö hvassari í málrómnum, svona í
umvöndunarstíl.
„Já, mér er þetta Ijóst,“ sagði Jóhann, en nú er
búið aö standa ykkur bankastjórana að bruðli í
laxveiðum og utanferðum og þetta hefur áhrif á
stöðu bankans og er óskylt Þjóðviljamálinu."
„Um hvað ertu að tala, Jóhann góður?“ sagði
bankastjórinn og var nú orðinn byrstur. „Hvað
eru laxveiðiferðir í samanburði við fyrirgreiðslu
okkar í sambandi við Þjóðviljann? Ertu búinn að
gleyma þeirri reddingu? Skilja alþýöubandalags-
menn að einmitt vegna vonlausrar lánafyrir-
greiðslu þurfum við bankastjóramir að bjóða
mönnum úr öðrum flokkum og annars staðar
úr kerfinu til að hafa þá góða svo þeir séu
ekki að fletta ofan af þessari spillingarfyrir-
greiðslu sem veitt var Þjóðviljanum."
„En finnst þér þá ekki eðlilegt að Ríkisend-
urskoðun taki málið fyrir og setji gæðastimp-
il sinn á laxveiðamar og Þjóðviljamálið til að
ímynd bankans batni? Það er þetta sem ég
vildi tala um við þig og ykkur bankastjór-
ana,“ sagði Jóhann Ársælsson og var nú kom-
inn í vöm.
„Ríkisendurskoðun kemur þetta mál ekk-
ert við og enginn má vita hvemig við björg-
uðum Þjóðviljanum, nema þið hjá Alþýðu-
bandalaginu viljið kannske að flett sé ofan af
ykkur í spillingunni. Það eru ekki við sem
bemm ábyrgð á Þjóðviljamálinu heldur Al-
þýðubandalagið," sagði bankastjórinn og
haföi nú tögl og hagldir.
„Hvað er það eiginlega sem þið gerðuð fyr-
ir Þjóðviljann?" spurði Jóhann greyið sem
kom af fjöllum, enda nýr i bankaráðinu.
„Það kemur þér ekki við, Jóhann sæll, það
má ekki nokkur maður vita og ekki Alþýðu-
bandalagið heldur. Vertu bara þægur og góður og
spyrðu einskis. Þá verður þú farsæll í bankaráð-
inu,“ sagði bankastjórinn og klappaði á kollinn á
Jóhanni.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Tölfræði um trú
73 þús. íslendingar gengu til alt-
aris árið 1998. Mikil fjölgun hefur
verið síðustu 10 ár. Um 4700 guðs-
þjónustur voru haldnar og 1056
sögðu sig úr þjóðkirkjunni á ár-
inu. Bylgjan sagði frá.
Kirkjulögin skýr
Að mati Hjör-
dísar Hákonar-
dóttur héraðs-
dómara eru hin
nýju kirkjulög
skýr. Undan-
tekning frá
þessu er sú
grein laganna
sem veitir kirkjuþingi heimild til
þess að sefja bindandi starfsregl-
ur. Hjördís telur, í ljósi þessa
valds, að það hefði átt að setja
þingskaparreglur samfara. RÚV
sagði frá.
Mikil velta
Hagnaður Hagkaups og Bónuss
var yfir 350 millj. kr. í fyrra. Fyrir-
tækin veltu samtals 16,8 milljörð-
um króna. Heildarvelta hins nýja
sameinaða fyrirtækis er talin
verða vel yfir 20 milljarða króna.
Viðskiptablaðið sagði frá.
Fasanar
Fyrstu íslensku fasanaungamir
hafa skriðið úr eggjum sínum. Það
er á bænum Hafrafelli á Fljótsdals-
héraði sem verið er að rækta fúgl-
ana. Veitingamenn og skotveiði-
menn bíða spenntir eftir fleiram
fuglum. Bylgjan sagði frá.
Lítil röskun
Veikindi for-
setafruarinnar
og dvöl forseta-
hjónanna er-
lendis í kjölfarið
mun hafa óveru-
leg áhrif á dag-
skrá Ólafs Ragn-
ars Grímssonar,
forseta íslands. Hann verður þó að
sleppa fyrirhugaðri för á heims-
sýninguna í Lissabon og hátíðar-
höldum vegna afmælis Siglufjarö-
ar.
Kosningabarátta
Skv. Vestra, hinu óháða viku-
blaði á Vestijörðum, mun Sverrir
Hermannsson koma til ísafiarðar í
júlí. Tilgangurinn með ferðinni er
að undirbúa ffamboð vegna al-
þingiskosninga á næsta ári.
Uppbygging MR
Alls eiga fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við Menntaskólann í
Reykjavík að kosta 600-700 millj-
ónir króna. Miðað við þau tilboð
sem bárust í fyrsta hluta verksins,
en þau voru öll yfir kostnaðar-
verði, gæti talan hækkað.
Menntaskólaþorp
Framkvæmdimar viö MR eru
byggðar á hugmyndum arkitekt-
anna Helga Hjálmarssonar og
Lenu Helgadóttur. Þau fóra með
sigur af hólmi í samkeppni sem
byggingamefnd MR hélt fyrir
þremur áram. Verðlaunahug-
myndin snýst um svokallað
menntaskólaþorp.
Eldsvoði
Eldsvoði í timburhúsi viö
Rauðavatn. Eldur kom upp í timb-
urhúsi við Rauðavatn um níuleyt-
ið í morgun. Einn maður var i
húsinu þegar eldurinn kom upp og
sakaði hann ekki. Talið er að eld-
urinn hafi kviknað út frá kamínu.
Hættur
Ævar Peter-
sen fuglafræð-
ingur hefur
sagt sig úr
nefnd um villt
dýr. Hann vill
með þessu mót-
mæla vinnu-
brögðum um-
hverfismálraráðherra sem Ævar
segir ekki hafa gætt lögboðinnar
samráðsskyldu við nefndina.
Bylgjan sagöi frá.
Miðnæturmessa
Húsfyllir var við miðnætur-
messu á Jónsmessunótt i Hall-
grímskirkju. Messan var nýjung á
prestastefnu því hún var opin al-
menningi. JP