Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 11
FIMMTUDAGUR 25. JUNI1998
11
Fréttir
Hilmar „Nínon“ Sigurbjörnsson, trillukarl i Eyjum, afar gagnrýninn á komu Keikós:
Keikó átti aö fara
til Eskifjarðar
- hefur áhyggjur af klóaki, slysahættu, hávaða og olíubrák í Klettsvík
„Þessi háhymingur mun ærast og
veröa snarvitlaus þegar hann kemur
hingað. Frá skipum og bátum stafar
hvinur héma í sjónum sem við menn-
imir heyrum ekki. Það fara upp í 50
skip hér fram og til baka um víkina á
dag. Hvemig haldið þið að þessu dýri
muni líða? Það verður snarbrjálað.
Svo er olíubrákin stundum slæm
þama úti á víkinni, frá skipum.
Heyrðu! Upp úr þessu mun Keikó
baða sig, að ekki sé minnst á klóakið
og úrganginn sem berst frá Eiðinu
austur fyrir klett og út í Klettsvík.
Svo þegar örtröðin kemur í haust
og fólk fer að skoða dýrið þá myndast
slysahætta. Gúmmíbátar, kajakar og
e.t.v. fólk sem kann ekki að leggja bát-
um í sjó munu verða þama. Síðan
sigla skip og stórir bátar fram hjá
með tilheyrandi boðafóllum. í þessu
munu smákoppamir lenda og slysa-
hættan myndast.
Svo kemur einhver veðurviti og há-
skólamaður að utan og segir: „Ég veit
um fallega vik í Vestmannaeyjum sem
passar akkúrat fyrir þetta dýr. Það er
ekki hægt að hugsa sér verri stað en
þetta fyrir þennan háhyming.”
Þetta sagði Hilmar Sigurbjömsson
trillukarl, gjaman ne&dur Nínon í
Vestmannaeyjum, þegar hann fór
með DV í ferð út i Klettsvík við
Heimaey til að skoða aðstæður þar
sem Keikó og kvíin hans verða.
Hilmar hefur ákveðnar skoðanir og
er ekkert að skafa utan af hlutunum.
Hann segir að fyrir vikið flýi sumir
undan sér. „Það er eins og þeir sjái
sjálfan andskotann," segir Hilmar.
„En við sem erum hér á vettvangi
þekkjum þessi dýr út og inn. Ég hugsa
að flestir trillukarlar séu á svipaðri
skoðun og ég.“
Ekki stætt hér í 10 vindstigum
- Hilmar. Hvemig er kvikan hér í
Klettsvík, t.d. á vetuma?
„Kvikan? Það er kvika héma. En
rokin geta orðið óskapleg. Ég skal
ekki segja um hvort það kemur að
sök. Ég held að kvíin fari ekkert af
stað út af því. En vindurinn getur orð-
ið óskaplegur héma. Hann skrúfar
upp sjóinn og sveiflar honum inn í
höfn. Héma með berginu magnast
vindurinn um helming. í tíu vindstig-
um er ekki stætt héma.
- Em háhymingar oft hér í ná-
grenninu?
„Já, þeir era oft héma úti í flóanum
eins og við köllum. Þeir koma ekki
héma inn á víkina. Þeir era hér fyrir
utan því þar er bullandi síld og mikið
líf. Ég efast ekkert um að Keikó fer að
mjálma til þeirra. Háhymingar geta
sent hljóðmerki frá sér sem berast
fleiri mílur. En svo er það hvort þeir
koma þegar þeir fara að heyra í
Keikó. Þá getið þið ímyndað ykkur
hvemig þetta verður héma.
Einu sinni voru smáhveli rekin hér
inn í höfnina. Þar vora þau drepin,
skorin og alla vega. Svo eru þeir að
koma með eitt dýr hingað sem kostar
milljónir. Á sama tima eru böm að
deyja úti í heimi. Það er ekkert verið
að hugsa um það.“
Þá býð ég ekki í Ameríkanana
„Ég er hræddur um að dýrið geti
verið dautt eftir mánuð,“ segir Hilm-
ar. „Svo geta háhymingur líka stokk-
ið yflr girðinguna sem verður á
kvínni. Annað eins hefúr nú sést.“
- Hvemig líst þér á aðstöðuna hjá
bandarískum þjálfuram Keikós sem
hyggjast vera á kvínni allan ársins
hring?
„Aha, ha. Ég ætla ekkert að bjóða í
þá. Þeir halda kannski að það sé alltaf
logn héma. En hér geta orðið 12-14
vindstig. Háhymingurinn verður síð-
an að svamla hér í yfirborðinu.
Ég býst við að dýrið geti ekki nokk-
um tímann sofið - bara fyrir hávaða
héma af umferðinni í innsiglingunni
og höfhinni. Ég hef séð hvernig hval-
ur sefúr. Hann er að koma upp úr haf-
inu og er lóðréttur. Þetta era ósjálf-
ráðar hreyfingar. Ég held að þessir
veðurvitar hafi ekki tekið þetta allt
með í reikninginn. En þeir sem vilja
peninga verða ánægðir."
Bestur fyrir austan
„Það væri best ef háhyrningurinn
færi bara austur á firði. Á Eskifjörð.
Þar væri hann a.m.k. í hreinum sjó.
En þá tapa aðrir náttúrlega spæni úr
aski sínum hér. Það virðist aðalatrið-
ið.
Ég er bara að hugsa um skepnuna.
Svo segja menn bara „Frjáls Willy“!
Hann verður bara sperrtur inni í
fangelsi. Ég veit hvað vakir fyrir þess-
um mönnum. Þetta er veiðimennska.
Menn era að veiða peninga. Það var
bannað fyrir mörgum
árum héma að hafa
bandingja. Þá vora
menn að veiða lunda
héma uppi i bergi. Og
þeir bundu illfuglinn til
að vekja forvitni hjá hin-
um. Nú erum við að
brjóta þessi lög. Við ætl-
um að hafa bandingja
héma til að veiða pen-
inga.“
Þegar honum verö-
ursleppt . . .
„Ég er sannfærður
um að þegar þessari
skepnu verður sleppt þá
byrjar hún að bjarga sér
eins og skot,“ segir
Hilmar. „Fleiri alda eðli
verður ekkert skafið af
dýrum. Keikó á eftir að
byrja að veiða eins og
skot. Þetta era tígrisdýr
hafsins. Hér vora eitt
sinn tveir háhymingar
suður i Höfðavík. Þeir
vora að kasta og slá sel á
milli sin. Þeir leika sér
með bráðina. Háhyrn-
ingar geta lika drepið hvíthákarl. Ég
er nú hræddur um það. Þeir ráðast
lika tugum saman á skíðishval. Ég er
ekki hissa að þeir heita drápshvalir á
ensku (killer whale).“
Ég verö tekinn á færi
Hilmar kveðst ekki einungis hafa
áhyggjur af hávaða, slysahættu og ol-
íubrák frá bátum og skipum sem
fram hjá Klettsvík fara. Þegar harm
rennir trillu sinni, Sigurbimi, inn í
Friðarhöfn á ný eftir ferð út i Kletts-
vík verður hann hugsi og segir:
„Allur úrgangur sem rennur frá
Vestmannaeyjabæ fer hér botnleiðina
yflr höfnina og norður fyrir Eiði. Þar
er grútur og allt sem til fellur, klóak
og sót frá gúanóunum og lifrarbræðsl-
unum. Síðan flýtur þetta með
straumnum allt í kringum Heimaey
og berst austur fyrir klettinn og inn á
Klettsvíkina. Þá er þetta komið í þetta
dýr.
Ég veit ég verð tekinn á færi fyrir
að segja þetta. En þetta er bara stað-
reynd," segir Hilmar Sigurbjömsson.
-Ótt
Hilmar „Nínon“ kveðst langt í frá hrifinn af því aö Keikó komi til Vestmannaeyja. Fjórar
meginástæður liggja þar að baki. Hann fór með DV í fróölega ferö tii Klettsvíkur, t.v. á
myndinni. DV-mynd Pjetur
SAN YL ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöruverslunum lan
0ÁLFABORG?
KNARRARVOOI4 » »568 6755
'MEífiA AFÖLLU
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Baleno Wogon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Góður í ferðalagið
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
Baleno Wagon GLX:
1.445.000 kr.
SUZUKI
•m*------
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
ALLIR
SUZUKI BÍLAR
ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS-
LOFTPUÐUM.
SUZUKI1
AFLOG i
ÖKYGGI j