Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 13 DV Fréttir Bjarki Brynjarsson hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja bjartsýnn á ferðamannastraum: Tugþúsunda aukning? - komi eitt prósent Keikóskoðenda þýðir það 7,5 prósent heildaraukningu hér „Við gerum ráð fyrir að aukning í ferðaþjónustu verði gífurleg til ís- lands. Við erum að skoða þessa þætti. Ég er bjartsýnn. Þetta verður vissulega mikil kynning fyrir Vest- mannaeyjar. Auðvitað vitum við ekki hver aukningin verður en hugs- anlega, og þá miðað við forsendur sem t.d. Bandaríkjamenn hafa gefið upp, gæti aukning á ferðamönnum til Islands orðið einhverjir tugir þús- unda á ári,“ sagði Bjarki Brynjars- son, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags Vestmannaeyja, við DV. í dag eru margir íslendingar, þó eðlilega sér í lagi Vestmannaeyingar, talsvert að velta því fyrir sér hvort koma Keikós muni á næstu misser- um skapa aukinn ferðamanna- straum til íslands. Gert er ráð fyrir að í kjölfar komu hans í september muni 700-800 erlendir fréttamenn beina kastljósi heimsins að íslandi. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði við DV að eftir það, eins og aðrar miklar umfjallanir, fari fyrir- spurnir að berast víða að úr heimin- um, væntanlega sérstaklega frá Bandaríkjunum þar sem Keikó er sennilega þekktastur, bæði sem kvikmyndahetja og dýr úr sædýra- safni á vesturströnd Bandaríkjanna. „Bomban kemur í september," segir Bjarki Brynjarsson hjá Þróunarfé- lagi Vestmannaeyja. í kjölfar fyrirspurnanna er ekki óeðlilegt að ætla að þá fyrst komi hugsanlega einhver raunveruleg mynd á það sem koma skal. Bjarki segir að um 1,5 milljónir ferðamanna hafi skoðað Keikó á ári þar sem hann er nú. Fólkið leggur talsvert á sig til að koma og skoða dýrið þvi það er á norð- vestasta hluta Banda- ríkjanna. Frá flugvell- inum þar er tveggja klukkustunda akstur. Aðeins lítill hluti þessa flölda myndi þýða mikla fjölgun ferða- manna til íslands. Sé leikið sér með töl- ur eru tíu prósent þessa fjölda 150 þúsund manns sem er um 75 prósent aukning á komu erlendra ferða- manna til íslands. Eitt prósent er 15 þúsund manns - það þýddi 7,5 prósent heildaraukn- ingu sem vissulega er stór og vel þegin stærð. „Bomban kemur í september," segir Bjarki. „Ég held að það sé alveg ljóst að með haustinu fari menn að undirbúa það sem koma skal.“ -Ótt Kvíin hans Keikós veröur nánast jafnlöng Herjólfi, um 70 metrar. Hún verbur í Klettsvík sem er í baksýn á myndinni. Frá svokölluöum Flakkara, útsýnisstaö i hrauninu í Eyjum, þaöan sem myndin er tekin, veröur hæglega hægt aö skoöa kvína og Keikó greinilega, sérstaklega meö kíki. Hægt er aö komast enn nær ef farið er niður í steinafjöruna fyrir framan nýja hraunið í Heimaey. Bátsferö út í Klettsvík er því ekki bráönauösynleg til að skoöa Keikó. DV-myndir Pjetur Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum: Keikó mun gleðjast yfir nýjum hljóðum - stutt er í bros út að eyrum hjá Eyjafólki þegar minnst er á sjávardýr Þegar farið er til Vestmannaeyja í dag er ekki erfiðleikum bundið að heQa samræður við innfædda. Til að framkalla bros á peyjum og pæj- um þarf vart að klára orðið Kei . . . - þá kemur bros út að eyr- um. Eyjamenn leika við hvem sinn fingur. Og það er ekkert skrýtið. Nánast allt er jákvætt við komu há- hyrningsins. Sviðsljósið er fram- undan. Spennan er að aukast. „Koma Keikós verður vonandi til þess að Vestmannaeyjar verða val- kostur númer eitt á íslandi fyrir er- lenda ferðamenn í stað þess að við verðum aftast á listanum eins og gjaman hefur verið. Þetta verður einnig vonandi til þess að fólk kem- ur hingað til þess að dveljast lengur en einn dag,“ sagði Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum. Guðjón segir að þegar hann hugs- ar til þess starfs sem er framundan þangað til Keikó kemur til íslands þá hafí það í samanhurði í raun ver- ið smámunir einir að „fá Keikó til Vestmannaeyja". Verr við skerandi hljóð Aðspurður um hljóð frá bátum og skipum, sem talsvert hefur verið gagnrýnt, m.a. í DV í dag, sagði Guðjón: „Keikó gleðst yfir nýjum hljóðum." „Hljóöin sem hann á eftir að heyra em ekkert meiri en þau sem koma frá dælunum þar sem hann er núna.“ Hallur Hallsson hjá Free Willy Keikó sagði á hinn bóginn: „Það eru frekar skerandi hljóð sem Keikó er illa við.“ Gert er ráð fyrir að um 10 starfs- menn muni gæta og þjálfa Keikó í kvínni í Vestmannaeyjum. Þar verði að jafnaði einhver allan sól- arhringinn. Guðjón segist reikna með að rekstrarkostnaður verði Guöjón bæjarstjóri með mynd af Keikókvínni. Starfs- vettvangur hans er í dag aö miklu leyti helgaöur háhyrningi í Bandaríkjunum sem er á leiö til Eyja. Kirk Vasey frá Alaska er hvergi banginn viö íslenskt veðurfar gagnvart kvínni sem hann er aö byggja ásamt fjölda annarra sérfræöinga á sínu sviöi. Á henni veröa sérstakar „akker- isfestingar" og festingar sem veröa boraðar niöur f fast land í botni Klettsvíkur. Hann seg- ir aö til greina komi aö byggja eins konar „heimsóknarpall“ viö kvína úti f Klettsvfk. ekki undir 40-45 milljónum króna á ári. Dýpkunarfram- kvæmdir í Klettsvík munu hefjast á næst- unni. Hve margar milljónir bæjarsjóð- ur þarf að greiða fyr- ir þá framkvæmd liggur ekki fyrir enn- þá en gert er ráð fyr- ir að framkvæmdim- ar taki einungis um 5 sólarhringa. Verk- takar „ofan af landi“ sjá um dýpkunar- framkvæmdir. -Ótt Heimili að heiman í Kaupmannahöfn Vandaðar ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Verð á mann frá dkr. 187 á daq. Allar íbúðirnar eru með eldhúsi og baði. Akstur til og frá Kastrup aðeins dkr. 400. Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar!!! Mafðu samband viö ferðaskrifstofuna þína eða £7/i £7raoel<Scandinaoút' SímiOO 45 33 12 33 30, fax OO 45 33 12 31 03 ’Verö á mann miðað viö 4 í íbúö i viku www.simaskra.is SÍMASKRÁIN gefin út daglega! SÍMINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.