Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og Crtgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstiórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Torgið, Taívan og Tíbet Rómverjar og Bretar kirnnu að varðveita heimsveldi um aldir. Rómverjar deildu og drottnuðu með því að styðja önnur ríki gegn keppinautum sínum. Bretar gerðu það sama með því að styðja öflug Evrópuríki gegn rík- inu, sem var þeim erfiðast á hverjum tíma. Þannig studdu Bretar Prússa fyrst gegn Habsborgara- veldi Austurríkis, þegar það hafði teygt sig um Ítalíu, Spán og Niðurlönd og síðan gegn Napóleonsveldi Frakk- lands, þegar það hafði teygt sig austur og suður um alla Evrópu. Bretar borguðu heilu stríðin fyrir Prússa. Ef Kína er á eins mikilli stórveldissiglingu og menn Clintons Bandaríkjaforseta vilja vera láta, ættu þeir að efla samskipti við öflug ríki á borð við Sovétríkin, Ind- land og Japan, sem þurfa að rýma til fyrir áhrifum Kína, fremur en að hvetja Kínastjórn til aukinna afskipta. Ofan á það, sem sagnfræðin ætti að geta kennt fávísu liði Clintons, bætist sú augljósa staðreynd, að Sovétrík- in, Indland og Japan eru eins konar lýðræðisríki, þar sem flokkar skiptast á um völd, en Kína er alræðisríki, sem vinnur gegn bandarískri hugmyndafræði. Bandaríkin hafa ekki aðeins truflað valdajafnvægi Asíu með Kínagælum sínum, heldur einnig með gælum við alræðisríkið Pakistan, sem studdi Talebana til valda í Afganistan. Með bandarískum peningum, sem fóru um Pakistan, var komið á hryllingsstjórn í Afganistan. Þegar Indverjar sáu þann kost í herkví Kínverja og Pakistana að gera tilraunir með kjamorkuvopn, ætlaði aHt vitlaust að verða í Bandaríkjunum. Nú beita þau Ind- land efnahagslegum refsiaðgerðum, meðan Kína nýtur beztu kjara í viðskiptum, þrátt fýrir sínar tilraunir. Komið hefur í ljós, að stuðningur Bandaríkjanna við japanska jenið í síðustu viku var ekki liður í samkomu- lagi um íj ármálaúrbætur í Japan, svo sem venja er við slíkar aðstæður. Þetta var pólitísk ákvörðun, sem tekin var af mönnum Clintons í þágu Kínastjómar. Ef japanska jenið hefði faUið, hefði kínverska júanið og doHarinn í Hong Kong faUið líka. Það hefði verið áfaU fyrir Kína eftir nýlega gengislækkun þar árið 1995. Kína- stjóm hvatti Bandaríkjastjóm tU að styðja jenið, svo að röðin kæmi ekki næst að eigin gjaldmiðlum. Kínastjóm hefúr Clinton og menn hans að flflum í hverju málinu á fætur öðm. Hún fékk ferð Clintons færða fram á afmæli ofbeldisins á Torgi hins himneska friðar og fékk hann tU að skoða torgið. Hvort tveggja er táknræn framganga samkvæmt kínverskri hefð. Dagskrá ferðar Clintons undirstrikar, að Bandaríkin hafi faUizt á atburðina á Torgi hins himneska friðar, rétt eins og viUimennsku Kínastjómar gegn sérkennUegum menningarheimi Tíbets og sífeUdar tilraunir hennar tU að grafa undan stjómvöldum eyríkisins Taívans. Kínastjóm notar fávísi og siðleysi Clintons tU að efla kröfu sína um, að Kína taki við af öxli Bandaríkjanna og Japans sem Asíuveldið mikla. Þessa eUdu stöðu mun hún nota tU að láta vestræna hugmyndafræði víkja fyrir hugmyndafræði kínverska kommúnistaflokksins. Samt er Kína ekkert stórveldi í raun. Stærð efnahags- ins er sama og Spánar. Erlendar fjárfestingar em svipað- ar og í BrasUíu, ef frá em taldir brottfluttir Kínverjar. Fjárhagsleg þátttaka Kína í vömum gegn gengishruni gjaldmiðla í Asíu er einn tíundi af framlagi Japans. Samt hafa menn Clintons Bandaríkjaforseta ákveðið að líma sig á ráðamenn Kína og vaða eldinn tU að þjónusta þá sem bezt í stórveldisdraumum þeirra. Jónas Kristjánsson „Á landsfundi Alþýðubandalagsins helgina 3.-4. júlí nk. mun það ráðast hvers konar samstarf verður milli fé- lagshyggjuflokkanna í næstu kosningum og á komandi kjörtímabili." Tími uppstokkun- ar er kominn Kjallarinn Jóhann Ársælsson fyrrv. alþingismaður Islenskum stjórnmál- um, nýrri flokkaskipan til frambúðar. Svar þeirra sem eru á móti slíkri uppstokkun er að leggja til að gefnar verði út stefnuyfirlýs- ingar sem bindi flokk- ana saman um stjómar- samstarf eftir kosning- ar. Þeir vilja ekki grundvallarbreytingu á flokkakerfmu. Það er einungis mikill stuðn- ingur hinna almennu stuðningsmanna flokks- ins við samstarf sem hefur komið í veg fyrir að þessir aðilar leggist cdfarið gegn þeim sam- fylkingartilraunum „Þaö eru ekki sömu forsendur fyrir skiptingu fólks í pólitískar fylkingar nú og voru um miöja öldina þegar flokkaskiptíngin mótaöist í aöalatriöum.“ Á landsfundi Al- þýðubandalagsins helgina 3.-4. júlí nk. mun það ráðast hvers konar sam- starf verður milli félagshy ggj uflokk- anna í næstu kosn- ingum og á kom- andi kjörtímabili. í Alþýðuflokki og Kvennalista virðist ríkja samstaða um að skynsamlegasta formið á samstarf- inu sé að fylking- amar bjóöi fram sameiginlega lista í öllum kjördæmum. í Alþýðubanda- laginu er ágreining- ur um málið. Þar eru aðallega tvær skoðanir á lofti. Önnur er sú að best sé að bjóða fram sameiginlega lista, hin er að flokkamir gefi út sameiginlega stefnuyfirlýsingar og myndi bandalag á Alþingi eftir kosn- ingar en bjóði fram hver sinn lista í kosningunum. Það er tekist hart á um þessar tvær leiðir. Hvers vegna? Svarið við spumingunni er ein- falt. Átökin um þessar tvær leiðir skipta mönnum í fylkingar um það hvort þeir vilja gera alvörutil- raun til að mynda öflug samtök fé- lagshyggjufólks til frambúðar eða ekki. Þeir sem vilja að boðnir verði fram sameiginlegir listar eru að berjast fyrir slíkri alvörutil- raun tU algjörrar uppstokkunar í sem hafa verið til umræðu. Þeir fóru tilneyddir þessa millileið vegna þess að hún er vænlegri til nokkurs fýlgis en hin, að leggjast alfarið gegn samfylkingartilraun- um. Baráttutæki en ekki hugsjón Verkefni landsfundarfulltrúa er að skera úr um stefnu flokksins í þessu mikilvæga máli. Það er mjög mikilvægt að landsfúndar- fulltrúar geri sér vel grein fyrir því að í vali milli þessara tveggja leiða felst afstaðan til þess hvort menn vilja eða vilja ekki gera til- raun til samfylkingar félags- hyggjuflokkanna. Það er mín skoðun að nú sé kominn tími til uppstokkunar í ís- lenska flokkakerfmu. Það eru ekki sömu forsendur fyrir skiptingu fólks í pólitískar fylkingar nú og voru um miðja öldina þegar flokkaskiptingin mótaðist í aðalat- riðum. Það er auðvitað erfið ákvörðun fyrir þá sem lengi hafa tekið þátt í pólitískri baráttu að snúast til fylgis við hugmyndir sem munu líklega verða til þess að sá flokkur, sem fyrir var barist, hverfur af sjónarsviðinu í nálægri framtíö. En flokkamir sjálflr eru baráttutæki en ekki hugsjón og hugsjónunum þarf að velja þau baráttutæki sem best duga á hverjum tíma. Málefnaviðræður félagshyggju- aflanna hafa leitt í ljós að góð samstaða getur orðið um verkefni næstu fjögurra ára. Við skulum sameinast um stuðning við sam- eiginleg framboð félagshyggju- fólks í næstu kosningum. Næstu fjögur ár skulum við nota til að skapa öfluga samstæða fylkingu á grundvelli félagshyggju. Fylkingu sem ver rétt aldraðra og sjúkra til samfélagsaöstoðar. Fylkingu sem er tilbúin að verja rétt launafólks í samstarfi við verkalýðshreyfmg- una. Fylkingu sem er tilbúin að takast á við auðhyggju og sér- hyggju stjórnarflokkanna. Fylk- ingu sem ver almannarétt í land- inu bæði til lands og sjávar. Ég lýsi hér með yfir fullum stuðningi við slíka fylkingu. Jóhann Ársælsson Skoðanir annarra Enginn öryggur „I kvótakerfmu er enginn öruggur um hagsmuni sína nema útgerðannaðurinn. Hann getur selt kvót- ann hverjum sem er hvert á land sem er. Fólk í sjáv- arþorpum býr við þá óvissu að hvenær sem er geti það orðið atvinnulaust og að húseignir þess falli í veröi vegna þess að útgerðarmaðurinn ákveður að selja kvótann.“ Kristinn H. Gunnarsson í MBL 24. júní. Eiga að greiða fyrir þjónustuna „Þaö er álit mitt að ferðamenn eigi ekki að greiða gjald fyrir að skoða landið heldur að greiða fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt og hef ég ekki legið á þeirri skoðun minni og m.a. hefur það verið skýr af- staða mín innan stjórnar Náttúruvemdar ríkisins þar sem ég á sæti.“ Guðný Sverrisdóttir í MBL 24. júní. Ælupoka handa Keikó „Ástæðan fyrir því að allir vilja fá Keikó til sín er ekki sú göfuga mann- eða hvalgæska sem svo marg- ir guma af, heldur einfaldlega sú að menn ætla að græða á skepnunni." Jóhannes Sigurjónsson i Degi 23. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.