Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Síða 15
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
15
Röskun varðar refsingu
Margir þeirra sem
leggja land undir fót
um víðáttur landsins
hcifa eflaust rekist á
fyrirsögn þessarar
greinar á skilti á fom-
um vegi. í því tilviki
snertir röskun mann-
virki en orðið röskun
höfðar engu að síður
til haga almennings og
hinna margvíslegu
verka hans og reglna.
Siðmenntuð þjóðfé-
lög setja vissar hömlur
á athafnir þegna sinna
og mynda lagalegan
ramma um starfsemi
og framferði þeirra,
hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Ávallt
er þó matsatriði
hversu miklir fjötrar eru á frelsi
þegnanna. Þegar frelsi íbúa akveð-
inna ríkja er metið er þó oftast
miðað við frelsi til orðs og æðis,
frelsi til athafna, verslunar og við-
skipta innan ramma menningar
og siðferðis. Þessar reglur virðast
gilda í flestum samfélögum, ekki
aðeins meðal manna heldur einnig
dýra merkurinnar. Til þess að
reglum sé hlýtt eru sett boð og
bönn til að fara eftir og viðurlög-
um í formi einhvers konar refsing-
ar beitt sé út af brugðið. Álitamál
er hvaða refsing hentar hverju
broti. Brot eru refsiverð á meðan
það sem vel er gert er umbunar-
vert. Almenna reglan er því sú að
hið fornkveðna ríki að með lögum
skuli land byggja en með ólögum
eyða. Andstaðan, stjómleysi, hef-
ur hlotið takmarkaðan hljóm-
grunn.
Snýst upp í andhverfu sína
í sumum tilvikum virðast lög og
reglur snúast upp í andhverfu
sína. Fyrir nokkru var frá því
greint í fjölmiðlum að óþekkum
grunnskólanemum á ferðalagi, er
ekki virtu boð og bönn yfírboðara
sinna, hefði í raun
verið umhunað fyrir
atferli sitt og sendir
heim með leigubif-
reið í stað þess að
þurfa að beygja sig
undir aga hópsins
ferðina á enda. Ekki
fylgdi fréttinni hvort
kostnaður yrði
greiddur af sveitar-
félaginu eða að-
standendum. í ann-
an stað gerðist sá at-
burður að tveir
snáðar voru að fljúg-
ast á og var leikur-
inn ójafn. Var annar
lítill og grannur en
hinn stór og þéttvax-
inn. Hafði sá stærri
hinn minni undir.
Lærifaðir piltanna reyndi að stía
þeim í sundur til að forðast að sá
minni yrði fyrir meiðslum. Gellur
þá í þeim stærri að verði við sig
komið skuli kennarinn kærður.
Atburður þessi er í fullu samræmi
við frétt um að stjóri einn í grunn-
skóla á Vesturlandi, er varð það á
að leggja hendur á nemanda í tí-
unda bekk, tvímælalaust ekki af
mannvonsku einni heldur aga-
leysi, eigi yfir höfði sér kæru fyrir
framferðið vegna brota á lögum og
reglum um vernd
barna og ung-
linga. í þriðja
lagi safnast sam-
an um hverja
helgi í miðborg
Reykjavíkur,
einni af verðandi
menningarborg-
um Evrópu, hóp-
ur unglinga um
og undir lögaldri,
að sögn lögreglu
í þeim eina til-
gangi að áreita hana, efna til
óspekta og viðhafa önnur skríls-
læti. Verðir laganna eru fáliðaðir
og hafa orðið að grípa til táragass
til að verja hendur sínar. Þó hér sé
um skýlaust lögbrot að ræða virð-
ist í raun lítið aðhafst og sami
leikurinn endurtekur sig helgi eft-
ir helgi, hlutaðeigandi til ævar-
andi vanvirðingar. Sögur herma
að fyrir nokkrum árum hafi slíkur
lýður vaðið uppi í nokkrum höfuð-
borgum nágrannalanda okkar en
nú sé búið að stemma stigu við
slíku framferði sem var jafnt íbú-
um miðborganna sem annarra, er
þar áttu leið um, til sárrar ar-
mæðu.
Kristjón Kolbeins
Um hverja helgi safnast saman í miðborg Reykjavíkur hópur unglinga að sögn lögreglu í þeim eina tilgangi að
áreita hana, efna til óspekta og viðhafa önnur skrílslæti.
Kjallarinn
hagfræðideild Seðla-
banka íslands
„Brot eru refsiverð á meðan það
sem vel er gert er umbunarvert.
Almenna reglan er því sú að hið
fornkveðna ríki að með lögum
skuli land byggja en með ólögum
eyða.u
Samfylkingar er þörf
A næstu vikum ræðst hvort fé-
lagshyggjuöflunum tekst að stilla
saman strengi sína fyrir komandi
alþingiskosningar. Margt bendir
tO að næstu alþingiskosningar geti
ráðið miklu um möguleika félags-
hyggjufólks á að hafa áhrif á mót-
un hins íslenska samfélags á
næstu öld. Unnið er að samstiU-
ingu málefha í starfshópum sem
myndaðir eru af fulltrúum þeirra
stjórnmálaafla sem nú mynda
stjórnarandstöðu á Alþingi. Þessi
málefnavinna mun ráða úrslitum
um hvaða leið verður valin inn í
framtíðina.
Enginn efast um að mOli þess-
ara flokka og innan þeirra eru
skiptar skoðanir um mörg mál.
Hins vegar skiptir mestu að þeir
geti stUlt saman strengi í hinum
stærri málum sem móta samfélag-
ið, þ.e. hvemig breyta megi samfé-
laginu þannig að það mótist af
jöfnuöi og samhjálp. TU að slíkum
markmiðum megi ná þurfa aUir
sem taka vUja þátt í því háleita
markmiði að breyta samfélaginu í
anda félagshyggju að nálgast verk-
efnið opnum huga, án fordóma og
með umburðarlyndi gagnvart
skoðunum armarra að leiðarljósi.
Ef slík viðhorf ráða för, eins og
víða var reyndin í síðustu sveitar-
stjómarkosningum, þarf ekki að
spyija að leikslokum. Sameinuð
félagshyggjuöfl munu þá verða
mótandi afl inn í nýja öld og snúa
aUt of langri vamarbaráttu félags-
hyggju hér á landi í sigurvissa
sókn j afnaðarstefnunnar. Hinn
gamli draumur um sameiningu
vinstri manna getur verið skammt
undan ef rétt er á málum haldið.
Þannig getur verið stutt í að upp-
hafleg markmið Alþýðubanda-
lagsins nái fram þrátt fyrir þá
undarlegu stöðu að innan Alþýðu-
bandalagsins virðast enn finnast
menn sem ekki þekkja eða vUja
þekkja hin upphaflegu markmið.
Hvað ber að varast
Ef litið er til sögunnar má ljóst
vera hvað ber að varast því saga
þeirra framboða
sem stofnað hef-
ur verið tU með
klofningi í nafni
sameiningar
hafa ætið fært
félagshyggjufólk
fjær markmið-
inu um samein-
að og sterkt afl.
Þó ekki væri
nema í ljósi
þessara sögulegu
staðreynda verð-
ur að álykta sem svo að þeir sem
lengst ganga gegn þeirri tilraun
sem nú stendur yfir um samfylk-
ingu félagshyggjuaflanna séu í
raun á móti sterku afli félags-
hyggjufólks.
Ástæður þessa geta verið ýmsar
og á stundum skUjanlegar, t.d. ef
menn aðhyUast svokaUaða „hrein-
trúarstefnu" í stjómmálum. Þá er
vænlegra að starfa ekki í stórum
og áhrifamiklum
flokki heldur miklum
mun frekar í smáum
flokki sem rúmar
ekki aðrar skoðanir
en þær sem henta
„hreintrúarstefh-
unni“ hverju sinni.
Þeir stjórnmálamenn
sem þannig hugsa og
starfa eiga hins vegar
ekki að taka þátt í
þeirri tilraun sem nú
stendur yfir heldur
bíða niðurstöðu og
taka þá ákvörðun um
stöðu sína í íslensk-
um stjórnmálum.
Þátttaka þeirra við
þær aðstæður sem nú
eru uppi skapar
óþarfa erfiðleika,
jafnt fyrir þá sjálfa
sem aðra sem starfa af heUum hug
að tilrauninni.
„Hreintrúarmenn" munu aldrei
geta sætt sig við þá niðursföðu
sem fæst ef þeir telja að stór og
sterk samfylkingarhreyfing félags-
hyggjufólks eigi að taka mið af
„hreintrúarstefnu" í stjórnmálum.
Hreyfing sem gerir slíkt dæmir sig
úr leik við mótun samfélagsins en
meginmarkmið samfylkingar eru
þveröfug, þ.e. að hafa mótandi
áhrif á samfélagið inn í hina nýju
öld. Til að svo megi verða þarf að
vanda hvert skref og mynda hreyf-
ingu sem getur í raun orðið mót-
vægi gegn ofurvaldi Sjálfstæðis-
flokksins í íslensku samfélagi.
Áfram saman
Undanfarnir mánuðir hljóta að
vera ákveðið leiðarljós inn í fram-
tíðina. Um aUt land hefur grasrót-
in í þeim stjómmálaflokkum sem
kenna sig við félags-
hyggju unniðsamaní
sveitarstjómarkosn-
ingum og náð víða
mjög góðum árangri
en aUs staðar átt
ánægjulegt og gott
samstarf. Sá lands-
hluti sem sker sig úr
fyrir bestan árangur
er Austurland þar
sem félagshyggju-
framboð í þremur
stærstu sveitarfélög-
unum, með um 2/3
hluta íbúanna, ná um
40% af atkvæðamagn-
inu. Austurland hef-
ur áður sýnt sterka
stöðu félagshyggju-
afla, jafnt í sveitar-
stj ómarkosningum
sem alþingiskosning-
um, þó heldur hafi haUað undan
hin síðari ár í kosningum tU Al-
þingis.
MikU og sterk rök þarf tU að
taka ekki mið af slíkum vísbend-
ingum og gera ekki raunhæfa tU-
raun tU samfylkingar í anda þess
sem grasrótin framkvæmdi í
sveitarstjómarkosningunum. Það
er verkefni forystu félagshyggju-
flokkanna á næstu vikum að stiUa
saman strengi á þann hátt að
tryggt verði að samfylking félags-
hyggjuflokka verði að raunveru-
leika í næstu alþingiskosningum.
Þannig er hægt að tryggja áfram-
haldandi samstarf þeirra sem tóku
höndum saman í anda félags-
hyggju í vor til að skapa framtíð.
Djúp verða söguleg spor þeirra
sem slíka samfylkingu skapa -
megi áhrif þeirra verða sem mest.
Einar Már Sigurðarson
„Hreintrúarmenn“ munu aldrei
geta sætt sig við þá niðurstöðu
sem fæst ef þeir telja að stór og
sterk samfylkingarhreyfíng fé-
lagshyggjufólks eigi að taka mið
af „hreintrúarstefnu“ í stjórnmál-
um. “
Kjallarinn
Einar Már
Sigurðarson
miðstjórnarmaöur í Al-
þýöubandalaginu
Með og
á móti
Á að skylda ökumenn til
að nota handfrjálsan bún-
að fyrir farsíma í bílum?
Bjöm Pótursson
hjá FÍB.
Verra en fyllirí
„Fyrir rúm-
um tveimur
árum birist í
FÍB-blaðinu
Ökuþóri grein
um notkun far-
síma samhliða
akstri og var
fyrirsögnin
„Verra en fyU-
erí“. Þar var
sagt frá
norskri könn-
un sem leiddi í ljós að viðbragðs-
tími símabUstjóra þrefaldaðist.
Það er ekki bara það að þurfa að
halda á símanum heldur drepur
umræðuefnið athyglinni á dreif.
Þegar gerður var samanburður á
ökumönnum undir áhrifum
áfengis og þeirra símatalandi
voru viðbrögð þeirra kenndu
hraðari.
Með handfrjálsum búnaði get-
ur ökumaður svarað hringingu
og beðið viðkomandi að hinkra
uns ökumaður getur rætt í sim-
ann. í sumum löndum hafa verið
sett lög er banna símanotkun
samhliða akstri.
Einnig er ósköp hvimleitt að
lenda á eftir ökumanni sem hef-
ur gíraö niður, gripið símann í
höndina og lúsast svo eftir
mjórri götu eða vegi. Enn verra
er að lenda við hlið ökumanns
sem heldur á símanum með
annarri hendi og steytir hinn
hnefann út í loftið. Slíkir tilburð-
ir hafa sést og umferðarslys af
völdum símatalandi ökumanna
eru líka staðreynd.
Handfrjáls símabúnaður eykur
því öryggi í umferðinni sé hann
notaður rétt, þ.e. til stuttrar svör-
unar en ekki til lengri símtala.
Ökumanni veitir ekkert af allri
sinni athygli þegar hann er á
akstri í þéttri umferð."
Val en ekki
skylda
„Við höfum
nú svo sem
ekki mikið
íjallað um
þessi mál hér
og erum þar af
leiðandi ekki
mikið inni í
þessari um-
ræðu. En í Hallkell Þort<el>-
íljótu bragöi ««, framkvæmda-
tel ég þó ekki Bw^*r,eK>*'
skynsamlegt
að skylda fólk
til að setja upp svona handfrjáls-
an búnaö fyrir farsima í bíl með
þeim tilkostnaði sem því fylgir.
Ég tel það einfaldlega ekki
raunhæfan kost og í raun ekki
inni í myndinni í dag að skylda
fólk tilað setja upp svona búnað
- svona lagað á miklu frekar að
vera val.
Hins vegar sér maður allt of
marga ökumenn tala lengi í sím-
ann á ferð. En fólk á eftir að
halda áfram að tala i bilasima og
það er því spuming hvort fólk
verði einbeittara við aksturinn
ef það notar svona handfrjálsan
búnað. Ég tel þó ljóst að þessi
mál krefjast talsverðar umræðu
og vandlegrar skoðunar."
-glm
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is