Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 íþróttir__________________________________________________ dv * LANDSSÍMA Arnór Gunnarsson, Valsmaður, hefur betur í slag við Anton Björn Markússon, Framara, sem virðist beita ýmsum brögðum. Á litlu myndinni gengur Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, hnípinn í burtu eftir brottvísunina. Myndir BG l'C 'o 19-6 16 7-7 13 8-3 11 12-7 10 6-9 10 7-10 8 9-9 7 6-9 7 3-9 5 8-16 3 Markahæstir: Steingrimur Jóhannesson, iBV Jens Paeslack, ÍBV........... Sigurður R. Eyjólfsson, ÍA . . . Jón Þ. Stefánsson, Val ...... Guömundur Steinarsson, Kefl. Hreinn Hringsson, Þrótti . ... Kári S. Reynisson, Leiftri . . . . Sinisa Kekic, Grindavík...... Tómas Ingi Tómasson, Þrótti . . 9 . 4 .4 . 4 . 3 . 3 . 3 . 3 . 3 Þróttur og ÍR leika síðasta leik 7. umferðar á Valbjamarvelli kl. 20 i kvöld. í 1. deild leika Breiöablik-Þór, KA- FH, Stjarnan-Skallagrímur og Vík- ingur-Fylkir. Reimt hja Val - falldraugurinn ríöur enn húsum á Hlíðarenda eftir tap í botnslag viö Fram Valur (0)1 Fram (2)2 0-1 Baldur Bjarnason (19.) fékk boitann rétt utan markteigs eftir tvö skot Framara í varnarmenn í teign- um og skoraði af öryggi. 0-2 Ásmundur Amarsson (32.) með skalla úr miðjum vitateig eftir fyrirgjöf Baldurs. 1-2 Jón Þ. Stefánsson (62.) með skalla eftir fyrirgjöf Harðar Más Magnússonar frá vinstra kanti. Lið Vals: Lárus Sigurðsson @ - Arnór Gunnarsson (Tryggvi Valsson 82.), Ágúst Guömundsson, Bjarki Stef- ánsson Grímur Garðarsson - Vil- hjálmur Vilhjálmsson, Ólafur Stígs- son @, Sigurbjöm Hreiðarsson (Daði Ámason 76.), Guðmundur Brynjólfs- son (Ólafur Júlíusson 54.), Hörður Már Magnússon @ - Jón Þ. Stefáns- son. Lið Fram: Ólafur Pétursson @ - Sævar Guðjónsson, Hallsteinn Amar- son @, Þórir Áskelsson @ - Kristó- fer Sigurgeirsson (Ágúst Ólafsson 76.), Jón Þ. Sveinsson @@, Þorvald- ur Ásgeirsson, Ásmundur Arnarsson (Freyr Karlsson 80.), Árnilngi Pjet- ursson (Þorbjöm Atli Sveinsson 76.), Anton Bjöm Markússon - Baldur Bjamason @. Markskot: Valur 21, Fram 13. Hom: Valur 8, Fram 2. Gul spjöld: Þórir (F), Baldur (F), Anton (F), Ásmundur (F), Arnór (V), Sigurbjöm (V), Jón Þorgrímur (V), Ólafur S. (V). Rautt spjald: Kristinn Bjömsson, þjálfari Vals. Dómari: Bragi Bergmann, mis- tækur og greinilegt að HMruglar hann og fleiri dómara þessa dagana. Áhorfendur: 255, dapurt þegar þessi gömlu stórveidi eiga i hlut. Hvar eru stuðningsmennimir þegar illa gengur? Skilyrði: Rigning, gola, háll en sæmilegur völlur. Maður leiksins: Jón Þ. Sveins- son, Fram. Gamli vamarjaxlinn stjómaði umferðinni á miðjunni og gerði þaö með miklum ágætum. Stöðvaði tjölda sókna Vals og spil- aði af mikilli skynsemi. Salih Heimir Porca lék ekki með Val vegna meiðsla í læri. Hann sagði við DV að líklega yrði hann frá í tvær vikur til viðbótar. Stefán M. Ómarsson, vamarmaður- inn öflugi hjá Val, var í leikbanni. Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, sagði engu líkara en Bragi Bergmann dómari legði sig í einelti. „Hann rak mig líka af bekknum í leik við Stjöm- una í vor,“ sagði Kristinn. Kristinn mótmælti fyrra marki Fram hressilega, með þessum afleið- ingtun. „Það var greinilega brotið á okkar manni áður en boltinn var sendur fyrir markið," sagöi Kristinn. Sú var tíðin að Valur og Fram bit- ust um meistaratitlana. í gærkvöld mættust gömlu Reykjavíkurrisamir hins vegar sem botnlið úrvalsdeild- arinnar og einu liðin án sigurs. Framarar höfðu betur á Hlíðarenda, 1- 2, og höfðu sætaskipti við Vals- piltana sem enn eitt árið þurfa að glíma við falldrauginn, sem vissu- lega glottir líka áfram við Frömur- um þó staða þeirra sé eilitið skárri en áður. Framarar höfðu ekki skorað nema eitt mark í fyrstu sex leikj- unum. Eftir 32 mínútur voru þeir hins vegar komnir í þægilega stöðu, 2- 0 yfir, og búið að reka Kristin Bjömsson, þjálfara Vals, af bekkn- um fyrir að mótmæla fyrra mark- inu kröftuglega. Þessi staða endurspeglaði ekki leikinn því Valsmenn höfðu sótt nær látlaust. En Framarar léku mjög skynsamlega, með 3ja manna vöm og sex manna vamarsinnaða miðju, og fóm varla fram nema til að skora. Á meðan komust Vals- menn ekki mikið áleiðis þrátt fyrir pressuna en skutu þó ótt og títt að Frammarkinu. Svona gekk leikur- inn fyrir sig lengst af, Valsmenn minnkuðu muninn á ágætum tíma i seinni hálfleik en þrátt fyrir nokk- um sóknarþunga komust þeir ekki DV, Eyjum: Það tók íslandsmeistara Eyja- manna tæpar 70 mínútur að brjóta niður sterkan vamarmúr Grindvík- inga í gærkvöld. Þá skallaöi Þjóð- verjinn Jens Paeslack í netið og ÍBV vann að lokum, 2-0. Eyjamenn vom með boltann meira og minna í fyrri hálfleik með vindinn i bakið en náðu sjaldan að ógna marki gestanna. Meira fjör færðist í síðari hálfleikinn. Grind- víkingar breyttu ekki um leikað- ferð, þeir lágu aftarlega og reyndu þegar færi gafst að sækja hratt. Minnstu munaði að þeim tækist að skora í upphafi hálfleiksins en þá skaut Þórarinn fram hjá úr opnu færi. Eftir að heimamenn skoraðu efldust þeir og sóttu stíft. Rútur inn- siglaði sigurinn með góðu marki, nýkominn inn á sem varamaður. „Þetta var vinnusigur" „Það má segja að þetta hafi verið vinnusigur. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik enda bökkuöu Grindvíking- ar mikið. Við gerðumst á köflum óþolinmóðir og gáfum okkur ekki tíma til að framkvæma hlutina. Við ræddum þetta í hléinu og í seinni nær. Færin gáfust, en nýttust ekki, og Kristófer Sigurgeirsson var rétt búinn að skora þriðja mark Fram þegar hann skaut í markvinkilinn úr aukaspymu. Áður small boltinn í þverslá Valsmarksins eftir skot Árna Inga í varnarmann. Sigurinn var auðsjáanlega mikill léttir fyrir Framara. „Já, það var óhemju mikilvægt að vinna og skora loksins tvö mörk. Menn vom vel stemmdir og lögðu sig fram, og þegar við gerum það erum við með gott lið. Staðan er áfram erfið en við eigum mikilvæga leiki fram undan við lið sem em rétt fýrir ofan okk- ur,“ sagði Jón Þ. Sveinsson, fyrirliði hálfleik gekk betur. Grindavíkurlið- ið er sterkt og ég heföi ekki viljað lenda undir gegn því,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, við DV. Eyjamenn voru með tögl og hagldir allan leikinn og sigur þeirra verðskuldaður. Undirritaður hefur þó oft séð liöið leika betur en spak- mælið „enginn leikur betur en and- stæðingurinn leyfir" átti vel við. Lítið reyndi á vörnina enda gestim- ir fáliðaðir frammi. Steinar og ívar Ingimars voru duglegir á miðjunni og Ingi sprækur á kantinum. Stein- grímur lét lítið að sér kveða, enda í strangri gæslu. „Ég er auðvitað ósáttur við að tapa og mörkin vom af ódýrari gerðinni. Það er einbeitingarleysi að fá á sig mark úr homspymu og aukaspymu. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Þórarinn hefði skorað en Eyja- menn áttu sigurinn skilið,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grind- víkinga, við DV eftir leikinn. Grindvíkingar léku af mikilli skynsemi og vörðust fimlega. Eftir að Eyjamenn brutu ísinn var eins og allur vindur færi úr Grindvík- ingum og þeir virtust ekki hafa trú og þor til að færa sig framar á völl- inn og freista þess að jafna. -GH Fram og besti maður vallarins, við DV. „Við erum komnir í erfiða stöðu sem við þurfúm að horfast í augu við. Það tekur nokkra leiki að koma okkur úr henni, og þetta krefst ákveðinnar úrvinnslu. Amór Guð- johnsen er á leiðinni, ég vonaðist eftir því geta boðið honum upp á þægilegri stöðu en þetta, en við get- um vonandi nýtt krafta hans til að lyfta liöinu upp á ný. Við tókum áhættu og sóttum af krafti en feng- um á okkur ólöglegt mark. Liðið var síðan enn í sjokki þegar Framarar skomðu aftur,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals. -VS ÍBV (0)2 Gríndavík (0)0 1- 0 Jens Paeslack (68.) með hörkuskalla eftir fasta homspymu Inga Sigurðssonar. 2- 0 Rútur Snorrason (85.) með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Inga Sigurðssonar frá hægri kanti. Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson - ívar Bjarklind @, Hlynur Stefánsson @, Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhannes- son - Ingi Sigurösson @, Steinar Guðgeirsson @, ívar Ingimarsson @, Kristinn Lárasson (Kristinn Haf- liðason 76.) - Steingrímur Jóhannes- son, Jens Paeslack (Rútur Snorrason 82.) Lið Grindavíkur: Albert Sævars- son - Júlíus Daníelsson, Milan Stefán Jankovic @, Guðjón Ásmundsson @, Bjöm Skúlason (Sigurbjöm Dag- bjartsson 87.) - Óli Stefán Flóvents- son, Vignir Helgason, Scott Ramsey @, Zoran Ljubicic, Þórarinn Ólafs- son (Árni S. Bjömsson 76.) - Sinisa Kekic. Markskot: ÍBV 19, Grindavík 7. Horn: ÍBV 10, Grindavík 0. Gul spjöld: Engin. Dómari: Eyjólfur Óiafsson, sæmi- legiu. Skilyrði: Austan stinningskaldi á annað markið og rigning á köflum. Hásteinsvöllur blautur en góður. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Ingi Sigurðsson, ÍBV, duglegur að vanda á hægri kantinum og lagði upp bæði mörk sinna manna. Þaö var mikió um dýrðir í Eyjum í gærkvöld. Auk leiks ÍBV og Grinda- víkur var hið sívinsæla Shellmót 6. flokks drengja sett með tilheyrandi hátíðahöldum en það stendur yflr í Eyjum allt til sunnudagskvölds. HM-leikur Spörtu í síma 905 5050 Kemst þú í HM-liðið? Ellefu bestu vinna HM-treyju frá Spörtu, Laugavegi 49 Þú svararfjórum HM-spurningum. Þeir ellefu sem komast oftast í pottinn vinna HM-landsliðstreyju að eigin vali. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPABTA Laugavegi 49 • Sími 551 2024, 66.50 mínútan Varnarmúrinn gaf sig loksins - og ÍBV lagði Grindavík, 2-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.