Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Side 19
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 27 DV Iþróttir IA KR (0)1 (0)1 0-1 Andri Sigþórsson (78.) lyfti boltanum létt yfir Þórö markvörð eft- ir að Eiöur Smári haíði spilað hann algjörlega frían. 1-1 Kristján Jóhannsson (89.) tók boltann viðstöðulaust með vinstri upp í fjær homið utan úr teig eftir góða aukaspymu Heimis Guðjóns- sonar. Lið lA: Þórður Þórðarson - Stur- laugur Haraldsson, Reynir Leósson ®, Steinar Adolfsson ®, Slobodan Milisic (Sigursteinn Gíslason 46.), (Kristján Jóhannsson 75. ®) - Jó- hannes Harðarson, Heimir Guðjóns- son, Alexander Högnason, Pálmi Har- aldsson - Zoran Ivsic @, Ragnar Hauksson (Sigurður Ragnar Eyjólfs- son 71.). Lið KR: Kristján Finnbogason (Gunnleifur Gunnleifsson 47.) - Þor- móður Egilsson, Bjami Þorsteinsson @, David Winnie @, Birgir Sigfús- son - Sigþór Júliusson (Bjöm Jakobs- son 68.), Sigurður öm Jónsson, Þor- steinn Jónsson @, Einar Þór Daníels- son - Guðmundur Benediktsson @ (Eiður Smári Guðjohnsen 71. @), Andri Sigþórsson. Markskot: ÍA 12, KR 8. Horn: ÍA 5, KR 4. Gul spjöld: Sigþór (KR), Winnie (KR), Sigurður (KR), Heimir (ÍA). Dómari: Guðmundur Stefán Mari- asson. Ragur bæði á flautu og spjöld. Áhorfendur: Um 1.000. Skilyrði: Skúrir og gola á annað markið. Völlurinn ágætur. Maöur leiksins: Reynir Leósson, ÍA. Hinn ungi miðvörður vex með hverjum leik og er orðinn mjög öflugur. Bland í poka Afturelding vann Hamar, 6-0, i Hveragerði í vikunni og er með fullt hús stiga í A-riöli 3. deildarinnar i knattspymu. Afturelding er með 15 stig en næst koma KFS frá Eyjum og Léttir meö 9 stig hvort. Njaróvík vann GG, 7-2, í Grindavík og er efst í B-riðli með 9 stig úr 3 leikjum. Haukar era með 9 stig úr 4 leikjum og Ármann 6 stig úr 4 leikj- um. Magni frá Grenivík vann Neista á Hofsósi, 3-1, og er meö fullt hús, 12 stig, í D-riðli. Hvöt vann Nökkva á Akureyri, 1-0, og er næst með 9 stig. Þróttur í Neskaupstaö vann Ein- herja, 5-1, og Höttur vann Leikni frá Fáskrúðsfirði, 2-0,1 E-riöli. Sindri er þar með 12 stig, Leiknir 7, Þróttur 6 og Höttur 6 stig. Grótta, með margar gamlar stjömur úr kvennafótboltanum innanborðs, vann mikilvægan sigur á Grindavík, 4-3, í A-riðli 1. deildar kvenna. Grótta er efst með 7 stig eftir þrjá leiki en Grindavik og Selfoss em með 3 stig eftir tvo leiki. ÍBA er efst eftir þrjár umferðir i B- riðli 1. deildar kvenna með 6 stig. Leiftur/Dalvík er með 5 stig, Tinda- stóll 4 og Hvöt 1 stig. Einherji vann KVA, 3-0, í C-riöli 1. deildar kvenna og er meö sex stig eft- ir tvo leiki. Höttur vann Leikni frá Fáskrúðsfirði, 2-1, og er með 3 stig eins og KVA. ÍBA sigraöi KVA, 7-0, i bikarkeppni kvenna á Akureyri í gærkvöld. Ing- unn Högnadóttir skoraði tvö marka Akureyrarliðsins. -VS Andlitinu bjargað - Skagamenn rétt sluppu við annað KR-tap á stuttum tíma Skagamenn náðu inn einu stigi á síðustu stundu er liðið gerði 1-1 jafntefli við KR-inga á Akranesi í gær. Leikur þessara fornu fjenda var annars rólegur mestallan timann og liðin gerðu sig alls ekki heimakær upp við mark andstæðinganna. Nær komust þó KR-ingar og næstur þeirra var Andri Sigþórsson sem skaut í slána á 27. mínútu eftir góð- an undirbúning Guðmundar Bene- diktssonar. Þriðji vinstri bakvörðurinn bjargaði hlutunum Litil töfrabrögð frá Eiði Smára Guðjohnsen, er hann lagði glæsilega upp mark Andra Sigþórssonar, 7 mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður, virtust ætia að skila KR-ingum 3 stigum til baka í Frostaskjólið. En þriðji vinstri bak- vörður Skagamanna í þessum leik, Kristján Jóhannsson, jafnaði á lokamínútunni. Hann hafði komið inn á sem varamaður 15 minútum áður fyrir Sigurstein Gíslason sem meiddist eftir að hafa leyst Slobod- an Milisic af sem vinstri bakvörður í hálfleik. Verðum að skapa okkur færi „Við verðum að vinna leiki til að gera eitthvað í þessari deild en þá verðum við að skapa okkur færi og leggja meira í leikina," sagði marka- skorarinn Kristján Jóhannsson sem var orðinn leiður á deyfðinni i sókn- arleiknum og brá sér fram í lokin til að bjarga andliti Skagamanna. „Við erum sáttir við að ná inn stiginu en við ætluðum okkur og lögðum upp með að vinna leikinn. Menn spUa varfærnislega því við máttum alls ekki tapa 2 sinnum i röð fyrir KR og náðum inn mikil- vægu marki í lokin,“ sagði Steinar Adolfsson, fyrirliði ÍA. KR er eina liðið í deildinni sem er taplaust og liðið var örstutt frá því að vinna leikinn. Skagamenn eru aftur á móti enn að vinna sig út úr bikartapinu um daginn til að komast aftur á skriðið sem þeir voru á um daginn. -ÓÓJ „Sofnuðum á verðinum í lokin" „Austurríkismenn hafa sannað það að leikurinn er aldrei búinn fyrr en flautið gellur og það nýttu Skagamenn sér. Við sofnuðum á verðinum í lokin og erum enn að fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum þar sem hlutimir virðast detta fyrir andstæðinga okkar en ekki fyrir okkur. All- ir hefðu getað sætt sig við 1-0 sigur okkar enda ef annað liðið átti skilið að vinna þá vorum það við. Við förum áíram okkar veg enda höfum ákveðið að gefa okkur tíma meö þetta lið,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálf- ari KR, við DV eftir leikinn á Akranesi í gærkvöld. „Við þurftum að vinna okkur aftur inn eftir ákveðið vinnuslys gegn KR í bikarnum. Þeim leik verður ekki breytt og við ætluðum að halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta deildarleik. Það er mjög erfltt að brjóta vöm KR á bak aftur, enda liggja þeir aftarlega og em með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn tapað í sumar. Úr því sem komið var vor- um við kannski heppnir að ná jafntefli og markið í lokin bjargaði okkur í kvöld,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna. -ÓÓJ Kristján Finnbogason fékk byltu á Akranesi í gærkvöld. Kristján fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi Kristján Finnbogason, markvörður KR, fékk slæma byltu í leiknum á Akranesi. Hann lenti illa eftir mikinn árekstur við Alexander Högnason í upphafi síðari hálfleiks, var borinn af velli og fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi. Hann fékk að fara þaðan fljótlega eftir skoðun og ekki er útlit fyrir að hann hafi orð- ið fyrir alvarlegum meiðslum. Þó gat verið um einhverja tognun á hálsi að ræða. Gunnleifur í markið Gunnleifúr Gunnleifsson tók stöðu Kristjáns í marki KR og lék sinn fyrsta leik í efstu deild. -VS Leiftursmálið: Úrskurði UEFA áfrýjað Knattspymusamband Evrópu, UEFA, úrskurðaði i gær að Vorskla Poltava frá Úkraínu teldist sigur- vegari, 3-0, í leiknum við Leiftur í UEFA-Totokeppninni, sem Leiftur vann, 1-0, í Ólafsfirði á laugardag- inn. Leiftur var jafnframt sektað um 350 þúsund krónur. Leiftursmönnum láðist að skrá ncifn Sindra Bjarnasonar á leik- skýrsluna, skrifuðu annan leik- mann í staðinn, en Sindri kom síð- an inn á sem varamaður í leiknum. „Við áfrýjum þessum úrskurði, enda var Sindri löglega skráður í keppnina sjálfa og aðeins um mann- leg mistök að ræða við útfyllingu skýrslunnar sem við tilkynntum sjálfir. Leiftur fer í seinni leikinn í Úkraínu á laugardag með því hugar- fari að verja 1-0 forystuna og heiður íslands. Niðurstöðu í málinu er hins vegar ekki að vænta fyrr en eftir helgi,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspymudeildar Leift- urs, í samtali við DV. -VS Verálaunaafhending Verðiaunaafhending í ritgerðarsamkeppninni Tíqrapenninn Verðlaunaafhending í ritgerðarsamkeppninni Tígrapenninn '98 verður haldin í Sundlaugunum í Laugardal laugardaginn 27. júní, kl. 11.00. Allir verðlaunahafar hafa nú þegar fengið sent bréf frá Krakkaklúbbi DV þar sem tilkynnt er um úrslit keppninnar. Krakkaklúbbsfélagar fá frítt í sund! I tilefni af verðlaunaafhendingunni er öllum krökkum í Krakkaklúbbi DV boðið frítt í sund í Sundlaugunum í Laugardal næstkomandi r laugardag. Félagar í klúbbnum jturfa eingöngu að framvísa skírteininu sínu við innganginn. Krakkaklúbbur DV, íþrótta- og tómstundaráð og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur jtakka öllum jteim sem sendu inn sögur, myndir og Ijóð í V keppnina kærlega fyrir þátttökuna. * Fiœðslunúðsfcið 11! IícykjavTkur í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð og Fræðsiumiðstöðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.