Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Heilbrigðisráðherra: Áhersla á að ná samningum Fundað er stíft í ráðherranefnd- inni þessa daganna, þriggja manna nefnd sem hefur umboð ríkisstjórn- arinnar til að leita lausna i launa- málum hjúkrunarfræðinga. Fundað er með stjórnendum Ríkisspítal- anna og hjúkrunarfræðinga. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra segir að þrír möguleikar blasi við: „I fyrsta lagi leggjum við megin- áherslu á að semja á breiðum grund- velli eins og við er- um að reyna núna. Takist það ekki er Ingibjörg um það að ræða að Pálmadóttir. koma með ákveðið tilboð til hjúkr- i jS unarfræðinga. Gangi hvorug þess- ara leiða kemur úrskurðarnefndin til skjalanna en hún bíður átekta og fylgist með framvindu mála.“ Ingibjörg vildi ekki tjá sig um innan hvaða fjárhagsramma væri samið, núverandi fjárlaga eða hvort aukafjárveitingar kæmu til. Hún sagði málið vera í farvegi. Á spítölunum er verið að ganga frá neyðaráætlun varðandi vinnu eftir að uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gUdi. Þannig mun hafa samist um lífsbjargandi aðgerðir eins og gervi- nýra. Þar munu hjúkrunarfræðingar vinna nauðsynleg störf. -hlh Fleiri löggur í miðbæ „Við munum fjölga á miðborgar- vaktinni. Aukningin verður bæði i einkennisklæddum og óeinkennis- klæddum lögreglumönmim. Við munum einnig setja tímabundið upp eftirlitsmyndavélar sem við eig- um sjálfir. Þetta eru ekki varanlegu vélamar sem koma til með að vera þarna,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ástandið í miðborginni versnar alltaf á vorin. Það eru einstaklingar sem sækja í miðbæinn sem virðast vera að leita sér að slagsmálum. Málið er að finna þá og taka þá úr þessum hópi. Meirihluti þeirra sem eru í miðbænum er ágætis fólk og ekki til neinna vandræða." -sf Missti trollið DV, Ólafsfirði Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF 1 frá Ólafsfirði varö fyrir því óláni á þriðjudag að missa trollið i hafíð. Slíkt gerist reyndar en oftar en ekki nær áhöfnin að krækja í trollið. Það tókst ekki í þetta sinn, en áhöfnin mun samt halda áfram að reyna. Verðmæti trollsins er um 8 miiljón- * ir. -H.J. : Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á breytingar á Laugaveginum en þær hafa staðið yfir að undanförnu. Ekki er langt í það að opnað verði fyrir bíla umferð og fagna því eflaust margir að hægt verði að aka allan Laugaveginn að nýju. DV-mynd BG tekur breyti t f i - l y. \ Sk ■ kHb Wíl Arngímur Blöndahl, fráfarandi bæjarstjóri á Eskifirði: Free Willy-sam tökin skulda okkur svör „Við höfum engar skýringar fengið af hálfu Free Willy/Keikó- samtakanna aðrar en þær sem hafa komið fram í fjölmiðlum. Að teknu tilliti til þess að við erum búin að vinna með samtökunum frá árinu 1993 - og verið bakhjarl þeirra alian þann tíma til þess að vinna Keikó brautargengi gagn- vart íslenskum stjórnvöldum - þá væntum við þess nú að fá skýr svör um það á hvaða forsendum ákvörðun um að koma háhyrn- ingnum fyrir í Vestmannaeyjum er byggð. Við teljum samtökin skulda okkur þau svör,“ sagði Arngrímur Blöndahl, fráfarandi bæjarstjóri á Eskifirði, i samtali við DV í gær. Arngrímur segist einungis vera að tala um „sanngjarna afgreiðslu". Sé farið yfir forsögu málsins og þær væntingar sem samtökin hafi gefið Eskfirðingum ástæðu til að byggja upp, sérstaklega á síðustu mánuð- um, þá sé heldur dapurlegt til þess að hugsa að þau hafi ekki svo mik- ið sem sent Eskfirðingum bréf um lokaákvörðun sína um staðarval í Keikó- málinu. „Ég segi þetta einnig í ljósi þess að það hefur enginn mótmælt því að aðstæður gagnvart verkefninu og sleppingu dýrsins séu til mikillar fyrirmyndar hér á Eskifirði og að miklu leyti betri en í Vestmannaeyj- um. A.m.k. þarf ekki að breyta nein- um aðstæðum. Einnig er mun hag- stæðara fyrir flugvélar að koma dýrinu til Austfjarða með hliðsjón af Egilsstaðaflugvelli. Honum þarf ekki að breyta. Auk þess er gisti- rými meira og betra gagnvart ferða- og fréttamönnum og aðstæður fyrir skemmtiferðaskip góðar við hafnar- bakkann. Við bíðum því eftir skýr- ingum og rökstuðningi. Þó ekki væri nema að senda stutt bréf. Ef það gerist er þessu væntanlega lok- ið af okkar hálfu,“ sagði Amgrímur Blöndahl. -Ótt Líkamsleifar fundnar vestra Líkamsleifar Charles Egils Hirt, sem umfangsmikil og árangurslaus leit var gerð að á Snæfellsnesi í júní 1993, eru fúndnar. Leifamar fundust neðarlega í fjallinu Tindfelli, skammt suður af Ólafsvík, aðfara- nótt 17. júní. Charles Egill var 29 ára og úr Kópavogi. Hann hafði tekið áætlun- arbíl og haldið til Ólafsvíkur í byrj- un júní 1993. Þar var síðast vitað um ferðir Charles þegar farið var að sakna hans. Sá staður þar sem líkamsleifarn- ar fundust voru á sínum tíma merktar sem leitarsvæði, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík í morgun. -Ótt Nautaat í Hrútafirði Óður boli á lausagangi var skot- inn með riffli eftir þó nokkum elt- ingaleik um sveitina í Staðarhreppi í Hrútafirði. Nautið hafði sloppið frá bónda sínum og hélt í átt til Reykjaskóla. Það var komið í grennd við sumarbúðir bama í Reykjaskóla, nálægt þjóðveginum, og engin leið var að ráða við dýrið og var því ákveðið að fella það. -hb Veðrið á morgun: Hlýjast suðvestan- lands Á morgun verður norðaustan- kaldi og þokusúld á annesjum norðan til, súld eða rigning suð- austanlands og á Austfjörðum en annars skýjað með köflum og úr- komulítið. Hiti verður á bilinu 4 tO 15 stig, kaldast alira nyrst en hlýjast suðvestan til. Veörið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.