Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 8
matur Mold, stærsta „alternativecc band Færeyja: Argentína ★★★ Barónsstíg lla, s. 5519555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað. Dýr- ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og áöur." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Einar Ben ★★ Veltusundl 1. 5115090. „Fremur þemahús en veitingahús og leggur meiri áherslu á umhúðir en innihald. Einar Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafn vinsæll og Fashion Café eða Planet Hollywood." Opið 18-22. Hótel Holt ★★★★★ Bergstaðastræt! 37, s. 552 5700. „Listasafniö á Hótel Holti ber í matargerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerir jafnvel baunir aö Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óðinstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafn- vel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18- 23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Ítalía ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítaiskir, gæðaþjðnustan er hálfítölsk, vel valið vínið er aö mestu rtalskt og tilviljanakenndar veggskreytingarnar eru ítalskar. Þaö, sem tæpast hangir í ítölskunni, er matreiöslan. Bakaðar kartöflur og amerískar pítsur er ein- kennistákn hennar." Opiö 11:30-11:30. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg- ur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda í kvöid, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða- menn utan að landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastrætl 2, s. 5514430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram- bærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en með hinni er fariö eftir verstu heföum." Opiö md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Mirabelle ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í profiteroles og créme brulée. Mirabelle er komin á gott skriö." Opiö 18-22.30. ísland í dag - heimurinn á moraun Þrátt fyrir nálægðina og ýmiss konar samnorræn átök er músiklíf frænda okkar í Færeyj- um nánast óþekkt á íslandi. Fyrir viku kom hingað hljómsveitin Mold frá Þórshöfn og lék á Ingólfs- torgi. Fáir létu sjá sig, enda næð- ingur, en fjölmargir Færeyingar mættu, enda voru meðlimir Mold- ar hér staddir sem hluti af ein- hverju samnorrænu átaksverk- efhi. Mold hefur starfað í ein sex ár og gefið út tvær plötur hjá „plátu- fjelaginu" Tutl sem er stærsta plötufyrirtæki eyjanna. Þeir spila sólóstíft rokk með hippa- og gruggáhrifum, geysifærir „spæli- menn“ og söngvarinn Niclas er frísklegur tappi og ekki mjög ólík- ur Eddie Vedder í söngstíl. Þeir tóku bara fimm lög á Ingólfstorgi, þ.á.m. Iggy Pop-lag- ið blik til að fá skýrslu af færeysku rokklífi hjá meðlimunum fimm. Þrátt fyrir að aðeins 45.000 manns búi í Færeyjum segja strákamir mikið vera að gerast í rokkinu: „Það eru miiljón bönd í gangi en ekki mörg tækifæri til að spila opinberlega nema maður spili dansmúsik á krám en það er annar hver maður að æfa rokk í skúr.“ Tvær „Rokk í Færeyjum“- safnplötm- eru komnar út með böndum eins og Fróði í Dali, Sigrið, Jú Men og Hatespeech - og þjóðin státar m.a.s. af tölvuband- inu Sum sem dregur áhrif frá hipp-hoppi og jungle og flytur sitt efni á færeysku. Niclas í Mold syngur hins vegar á ensku en seg- ist samt elska móðurmálið. „Ég tel mig bara hafa ýmislegt að segja og vil ná til sem Destra svo þess vegna Moldarmenn segja að hljóm- sveitimar Moirae og Kjólar séu vinsælustu hljómsveitimar í Fær- eyjum; „Þær spila popptónlist en meðlimirnir yrðu þó ekkert ánægðir með það sjálfir að vera kenndir við popp.“ Mold segja þeir hins vegar stærsta „altemati- ve“ rokkbandið á svæðinu. Strák- amir hituðu upp þegar Blur spil- aði í Þórshöfn og hafa einu sinni spilað í Danmörku. Tutl selur dá- lítið af efni þeirra út fyrir land- steinana í gegnum Netið. Nú er búið að pakka græjunum og meðlimir Moldar á hlaupum í rútuna því samnorræna menning- arátakið heldur áfram af fullum þimga. „Við stefnum bara hærra og hærra,“ segir Niclas að lokum og fær sér gúlsopa af Tuborg grön- dós, „ísland í dag - allur heimurinn . á morgun!“ -glh fatlaða Til er tvenns konar raunvem- leiki. Annars vegar þessi venju- legi og hins vegar raunveruleik- inn sem bírókratamir í kerfinu lifa í. Á Kaffibrennslunni í Póst- hússtræti má sjá þessa tvo raun- veruleika mætast á klósettimum. Eitt af klósetfunum er SEunkvæmt lögum og reglugerðum stærra en hin og með víðari dyrum og er, eins og reglugerðir gera ráð fyrir, ætlað fotluðum. Til þess að ná á þetta klósett þarf hins vegar að komast niður mjóan og brattan stiga - ekki beint árennilegan fyr- ir aðra en fullfríska. En þótt eng- inn fatlaður komist að sérmerkta klósettinu þá skal það vera þama engu að síður. Það er skylda sam- kvæmt lögum og því verður að hlíta - þótt það hafi engan raun- verulegan tilgang. Játvarður ★★★ Naustið O Vesturgötu 66, s. 551 7759. „Hamborgarastaðurfrá þjóðvegi eitt, sem hef- ur rambað á vitlausan staö á notalegar og sögufrægar innréttingar og þykist vera enn fín- ni en Holtið." Opiö 12-14 ogl801 v.d„ 12-14 og 18-03 fd. og Id. Rauðará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið góð, en hún getur llka verið óæt. Yfirþjónninn er svo önnum kafinn við að vera kammó aö hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að nautakjöt sé skemmt." Opiö fré kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fin, vönduð og létt, en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hóf- söm." Opiö fré kl. 18 alla daga. Thailand 0 Laugavegl 11, 551 8111. „Óvenjuljótur kvöldverðarstaður með fremur dýrum mat, stundum bragðgóðum en oftar grimmilega ofelduðum." Opiö fré kl. 18-23 alla daga. Upplyfting á Akureyri Lifnað hefur yfir matargerð á Akureyri meðan Reykjavík hefur árum saman staðið í stað. Fiðlar- inn hefur batnað og kominn er til sögunar Játvarður á homi Strand- götu og Glerárgötu, skemmtilega hannaður staður með finlegri mat- reiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu, sem getur svarað spumingum um matinn. Játvarður er þrauthannaður niður í smáatriði á borð við stíl- hreinan matseðil og framsetningu rétta á diski. Fallegur vínrekkur blasir við anddyri. Veitingasalur- inn er allur á mjóddina til beggja hliða, skiptur að endilöngu með súlnaröð og svörtum skermum. Grófar flísar í gólfi og fínleg örljós í lofti falla að smekkvísi heildar- innar. Hér er milliverð á matseðli, að- alréttir á 1.610 krónur að meðal- tali og þríréttað með kaffi á 3.150 krónur. Undir sefandi tónum Frankie Boy og Bing Crosby gát- um við því sætt okkur við gler- plötu, óbrjótanleg vatnsglös og pappírsþurrkur ofan á dúklögðu borði. Fagrir og fínir forréttir nutu sín vel á kryddlegnum grænmetis- þráðum. Pönnusteiktur humar og skötuselur rann á tungu með fín- lega kryddaðri hvítlaukssósu þunnri. Sama var að segja um ristaða hörpuskel með sterkri sojasósu og eldsteikta snigla með bragðmildri hvítlauks- og engi- fersósu. Lárperu og fetaost skorti að mestu í jöklasalat, sem kailað var ferskt sumarsaiat, en þurrkaðir tómatar og hæfileg edikolía björg- uðu réttinum næstum fyrir hom. Lakasti rétturinn var harðsteiktur karfi í smjöri, borinn ffam með mildri mandarínusósu og langsteiktum kartöflum. Raunar er ekki auðvelt að fá góðan fisk utan Reykjavíkur. Aðra og betri sögu er að segja af kjötréttunum. Afar gott var ofn- bakað og mjúkt kálfainnanlæri með mildri scdvíusósu og milt hvítvínsoðnu grænmeti. Sama var að segja um feitar og safaríkar lambahryggsneiðar með þunnri og sterkri rósmarínsósu. Léttsteiktar og rósrauðar svartfuglsbringur vora í svipðum gæðaflokki, með þunnri og bragðmildri sól- berjasósu. Ostadiskur var ómerkilegur eft- irréttur. Góður var hins vegar létt- ur súkkulaðifroðutum með skóg- arberjasósu og og góð var sæt konfektterta með ferskum ávöxt- um og ástríðualdinsósu. Kafíl var gott. Játvarður er í steyptri jarðhæð, sem varð til við að tékka upp tví- lyft timburhús. Hann er upplyft- ing í bókstaflegri merkingu eins og í menningu og matargerð. Jónas Kristjánsson „Skemmtilega hannaður staður með fínlegri mat- reiðslu, efsneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu, sem getur svarað spurning- um um matinn." meira á. www.visir.is 8 f Ó k U S 17. júlí 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.