Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 9
Hafnfirðingnum Söru Guðmundsdóttur lætur best að syngja. Það segir hún að minnsta kosti sjálf. Samt finnst henni leiðinlegt að koma fram og þótt henni þyki vænt um bæinn sinn segir hún hann mesta slúðurbæjarfélag landsins. Sara er í hljómsveitinni Lhooq sem vakti fyrst athygli þegar hún hitaði upp fyrir David Bowie í íslandsheimsókn hans. _ * ' t Vallarslræti Kæmnergade Man bara það sem hún vill Síöasta sumar voru hengd upp rústrauö götu- skilti i gamla miöbænum þar sem gömul nöfn gatna og stræta voru skrifuö smáu letri undir hinu opinbera heiti þeirra. Þannig geta þeir sem horfa í kringum sig komist aö því aö Vall- arstræti (sem er reyndar ekkert stræti) hét eitt sinn Kamnergade. Gallinn viö þessi skilti er hins vegar sá aö þessi tilvisun til sögu Reykjavikur er frekar eintóna - það er eins og borgin muni aðeins þaö sem hún vill muna. Ef borgin vildi kannast viö sögu sina ætti því aö koma fram á Vallarstrætis-skiltinu aö þarna var eitt sinn kallaö Hallærisplan. Og áöur en þaö fékk þaö gööa nafn hét þaö Hótel íslands- planið. En hvorugt þessara nafna kemurfram, frekar en Steindórsplaniö eöa önnur nöfn úr nýliöinni sögu. Þeir sem bjuggu til skiltin hafa viljað hefja sögu Reykjavíkur upp á dálítiö finna plan. Krókódílarnir svæfðir Leikrit Hallgrims H. Helgasonar, Vorkvöld meö krókódílum, sem var sett á dagskrá Þjóöleik- hússins áriö 1996 og 1997, án þess aö kom- ast upp á sviö, er nú enn og aftur í hættu. Ástæöan er ekki sú að Stefánl Baldurssynl þyki leikritiö vont heldur er hann hræddur viö starfsaðferöir Hallgrims sem vill ekki Ijúka verkinu nema í samráöi viö leikara meöan á æfingatímabilinu stendur. Slíkt er ekki þekkt hjá stóru leikhúsunum hér á landi en er vel þekkt erlendis. Stefán vill prufa þetta en á erfitt meö aö taka af skariö. Bowie bara imii kall „Það er sorglega lítið gert fyrir tónlistarfólk á íslandi. Enginn á möguleika á að verða hálaunaður á tónlist hér og þorri góðra tónlistar- manna flytur af landi brott til að fá notið sín. Þetta er slæmt fyrir ís- lendinga sem eiga frjóa tónlistar- menn í hveiju homi,“ segir Sara Guðmundsdóttir, söngkona hljóm- sveitarinnar Lhooq. Sara er aðeins tæplega tvítug en hefur verið viðriðin hljómsveitir frá unglingsaldri. Fyrst söng hún bakrödd í Bubbleflies og síðar var hún í hljómsveitinni Funkstrasse sem var tíu manna band. Hljóm- sveitin Lhooq hefúr verið til í þijú ár og hana skipa þrír fyrrverandi meðlimir Funkstrasse, Pétur Hall- grúnsson, Jóhann Jóhannsson og Sara. Rugluð í London „Ég er samt langt því frá óánægð með ísland. Reyndar finnst mér ís- land æðislegt land og ég vil alltaf eiga heima héma. Ég kann svo vel að meta kyrrðina. í stórborg eins og London er til dæmis svo mikill erill að ég verð rugluð þar,“ segir Sara og ekki að ástæðulausu að hún nefliir London. Þar býr nefhilega kærastinn hennar, Chris. „Nú hef ég ekki hitt hann í heil- an mánuð. Helst vildi ég að hann gæti flust hingað til mín. Það er bara miklu iíklegra að ég flytji út til hans í allan erilinn. Sérstaklega ef okkur gengur vel í Lhooq því úti er miklu meiri markaður fýrir okk- ur.“ Frægar frænkur Sara segir sönginn hafa fylgt henni alla ævi og heldur því fram að hún hljóti að hafa verið óþolandi, syngjandi bam. í foðurættinni era margar söngkonur og má þar nefna Möggu Stínu, Margréti Ömólfsdótt- ur og Kötiu Maríu. „Þessi söngáhugi virðist þó loða við kvenfólkið í ættinni. Ég man bara ekki eftir neinum syngjandi frænda. Pabbi flautaði mig alltaf í svefn, hann er góöur í því og ég man hvað það var notalegt að sofha við blísturtónana hans.“ Indæll snillingur Hljómsveitin Lhooq vakti fyrst at- hygli fjöldans þegar David Bowie valdi hana til að hita upp fyrir sig á tónleikum hans hér á íslandi. Þá var Sara aðeins sautján ára og segist ekki hafa gert sér almennilega grein fyrir því þá hversu mikill heiður það var að hita upp fyrir hann. „Ég var enginn sérstakur aðdá- andi hans og hafði eiginlega aldrei hlustað á tónlistina hans. Þess vegna fannst mér ekki mjög tilkomumikið að hitta hann. Mér fannst hann bara lítill en minnist þess samt sérstak- lega hvað hann var kurteis og in- dæll. Hann var ofsalega áhugasamur um það sem við vorum að gera og sagði meira að segja að hann hefði lengi verið að reyna það sama og okkur hafði tekist Viö vorum mjög hissa á þessu og auðvitað pínulítið upp með okkur. Það er samt ekki fyrr en núna að ég geri mér almenni- lega grein fyrir að ég hitti þama snilling. Engan annan en David Bowie. Vá!“ Slúðurbæjarfélag Lhooq hefúr aðeins tvisvar komið fram og þá em Bowie-tónleikamir taldir með. Hins vegar er von á diski frá sveitinni í september. „Mér finnst svo leiðinlegt að koma fram. Þetta er einhvers konar fælni sem ég ræð ekki við. Það er miklu betra að vera í stúdíói. Ég er skít- hrædd við allt og alltaf að passa mig á öllu í sambandi við tónlistina. Þetta væri miklu minna mál ef við værum í útlöndum. ísland er svo lít- ið land, allir þekkja alla og það er svo hrikalega auðvelt að verða fræg- ur. Þá er maöur líka um leið lentur á milli tannanna á fólki. Ég hef þeg- ar heyrt margar kjaftasögur af mér sem líklega era sprottnar af öfúnd. Ekki bætir úr skák að ég bý í mesta slúðurbæjarfélagi landsins," segir Sara og á þá við Hafnarfjörð. „Hafnatijörður er samt yndislegur bær og ef ég mun koma til með að búa á íslandi þá verður það í Hafn- arfirði. Þetta er svo mikill bær og Hafnfirðingcir era opnir og skemmti- legir upp til hópa. Það er að minnsta kosti almenn skoðun ferðamanna sem hingað koma,“ segir Sara sem stundaði nám sitt í Hafnarfirði og vinnur að sjálfsögðu þar líka. Á sumrin í golfekála Keilis en á vet- uma í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þar lék hún eitt sinn stórt hiutverk í Bugsy Malone en í golf fer hún ekki af ótta við að meiða einhvem. Sara syngur Sara er alin upp í bahá'í trú. Hún segist hafa kynnt sér ýmis trúar- brögð og á endanum komst hún að því að bahá'í er það sem hentar henni best „Þetta era yngstu trúarbrögð heimsins og þess vegna era þau nær samtímanum og þeim raunveruleika sem við lifúm í. Þar er allt byggt á einingu kynþátta og trúarbragða og jafnrétti kynjanna. Kristur hefði til dæmis aldrei getað sagt „Ókey. Nú vil ég sjá jafnrétti á milli kynjanna." Það hefði aldrei virkað þar sem hann var uppi á vonlausum tíma fyr- ir svoleiðis yfirlýsingar,“ segir Sara. Samstarf hljómsveitarmeðlima Lhooq er með afbrigðum gott, að sögn Söra. Hlutverkaskiptingin er þannig að strákamir semja og Sara syngur. „Ég hef aldrei þorað að prófa að semja góða tónlist. Ég er svo rög við allt svona. Eflaust gæti ég það alveg en strákamir standa sig vel og því skyldi ég þá blanda mér inn í það? Mér lætur best að syngja.“ -ILK Astró eignast útibú í ágúst mun veröa opnaöur nýr skemmtistaö- ur á fyrstu hæöinni í Egils Jacobsen-húsinu í Austurstræti - þessu meö Davíösstjömunni á mæninum. Síöastliöiö haust stefndi Tömas Á. Tómasson á Borginni aö því aö opna þama staö en þaö strandaði á leyfisveitingum og öörum leiöindum borgaryfirvalda. Nú ætla Astró-menn, með Einar Báröarson í broddi fylkingar, aö gera aöra tilraun og opna þama eins konar klúbb þar sem fastagestir njóta ýmissa sérréttinda. Það er orðið ár og dagar síöan þetta var reynt hér síöast - eöa þegar neösta hæöin á Óöal var lokaður klúbbur um 1980. Á nýja staðnum veröur hægt aö boröa, drekka og reykja vindla, en sérstakir vín- og vindlakjallarar veröa undir staönum þar sem dekraö veröur viö smekkmenn á þessar vörur. Einn lítill indíáni á heimleið Torfi Frans Ólafsson, sem sett hefur upp heimasíöur One Little Indian I vetur, mun hafa fengið nóg af vistinni í London og ætlar aö flytja heim I haust. Félagi hans, Elnar Öm Benediktsson, er hins vegar kátari I vistinni og ætlar aö flytja út með fjölskylduna. Einar er að taka upp eigiö efni sem koma mun út í haust auk þess sem hann sér um netsíður One Little Indian og dótturfyrirtækja. 17. júlí 1998 f Ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.