Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Síða 20
Bíóborgin Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn í Hollywood f mynd þar sem frammistaöa tæknimanna er það eina sem hrós á skilið. Leikstjðrinn Michael Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK Mad Clty ★★★ Sterk kvikmynd um þaö hvern- ig fjölmiðlar búa til stórfrétt. Þótt deila megi um hvort gíslatakan í myndinni geti staðið yfir í þrjá sólarhringa kemur það ekki að sök. Costa-Gavras hefur styrka stjórn á þvf sem hann er að fjalla um og hefur ekki gert betri kvikmynd i mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggið uppmálað í aðaihlutverk- unum. -HK Mouse Hunt ★★★ Músaveiðimynd sem segir frá vitgrönnu bræðrunum Smuntz sem erfa snæraverksmiöju og niöurnftt hús (með mús) eftir fööur sinn. Sjálf músin er aðalhetja mynd- arinnar þar sem hún klífur og stekkur og sveifl- ar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsiö, sigrast bæði á banvænum ketti og meindýra- eyöi og hvomsar í sig kflói af osti án þess að svo mikið sem gildna um miðbikið. -úd Bíóhöllin/Saga-bíó Six Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hugmynda- snauð en þó skemmtilega rómantfsk gaman- mynd sem gerist f fallegu umhverfi á eyjum f Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af góöum leik aðalleikaranna Harrisons Fords og Anne Heche sem ná einstaklega vel saman. Aörir leikarar standa sig ágætlega en hverfa f skuggann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK Lltla hafmeyjan ★★★ Teiknimyndir Walts Dis- neys eru klassískar og þegar ný kynslóð rís eru þær settar á markaöinn á ný og er ekkert annað en gott um það að segja. Litla hafmeyj- an kom með ferskan blæ inn f þetta kvik- myndaform eftir aö teiknimyndir í fullri lengd höföu verið í lægö um nokkurt skeið og hún á fullt erindi enn til ungu kynslóðarinnar. ís- lenska talsetningin er vel heppnuð. -HK Háskólabíó Rökkur ★★★ Gamaldags krimmi með mátu- lega flókinni fléttu sem gengur ágætlega upp. Rökkur er kvikmynd leikaranna. Mestur er fengurinn að Paul Newman sem heldur enn reisn þrátt fýrir aldurinn. Gene Hackman og Susan Sarandon standa einnig fyrir sinu. -HK Grease ★★★ Oft haföi ég á tilfinningunni að þaö eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli Grease væri að hún hefði með árunum tekið á sig „kampMmynd Rocky Horror Picture Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að þessu sögöu má sfðan bæta viö að lögin standa enn fyrir sfnu og dansatriðin eru skemmtileg. -GE Piparkökukalllnn ★★★ Frá Robert Altman koma alltaf athyglisveröar kvikmyndir og þótt Piparkökukallinn sé ekki meistarverk á borð við MASH, Nashville, The Player og Short Cut þá er hér um afar athyglisverða sakamála- mynd að ræða sem hefur áhugaverðan sögu- þráð og góðan leikarahóp sem stendur vel fýr- ir sínu. -HK Kringlubíó Swltchback ★★ Sakamálamynd um raömorö- ingja sem gerist að mestu að vetri til f Utah í Bandaríkjunum. Dennis Quaid og Danny Glover sem eru sinn á hvorum endanum f flét- tunni gera sitt besta en myndin er of hæg og fýrirsjáanleg til að hún sé eins spennandi og tilefniö gefur til kynna. -HK Laugarásbíó Lost In Space ★★ Framtföarkvikmynd sem byggð er á gamalli sjónvarpsseríu sem ekki þótti merkileg. Myndin er stór f sniöum og stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla meö henni viö alla fjölskylduna sem er meira en hægt er viö aðrar framtíöarmyndir sem sýndar eru f kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar. -HK Regnboginn The Object of My Afectlon ★★★ Nicholas Hytner ætlar sér mikiö meö þessari mynd, enda hefur hann leikstýrt metnaðarfullum kvikmyndum á borð við The Madness of King George og The Crucuble. Honum tekst að sneiöa fram hjá ýmsum gildrum en handritið kemur f veg fyrir að honum takist ætlunarverk sitt. -úd Scream 2 ★★★ Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti þá held ég að ég geti ekki annað en kallað þetta þriggja stjörnu hroll- vekjuskemmtun. Eftir magnaöa byrjun fór Scr- eam 2 of hægt af stað en síðan tók hún kipp og brunaði af staö og hélt uppi þessari líka fínu spennu án þess að slaka á drepfyndnum hroll-vísununum og skildi við áhorfandann ánægjulega hrylltan. -úd Tltanlc ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Cameron að koma heilli f höfn dýrustu kvik- mynd sem gerö hefur verið. Fullkomnunar- árátta Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetn- ingu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le- onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK Stjörnubíó The Blg Hlt Sjá sfðuna hér á móti. 1 meira á. [ www.visir.is f Ó k U S 17. júlí 1998 Wynona berst við Mark Wahlberg í hlutverki Mels í The Big Hit. Wynona Ryder, sem síðast sást berjast við ýmsar ófreskjur i Alien: Resnrrection, fær enn hættulegri óvin í Lost Souls sem hún er að hefja leik í. Er það sjálfur satan sem hún berst við. Leikur Ryder fyrrtnn bóhem sem orðin er virt kennslukona. Hún kemst á snoðir um að nái hún ekki að sannfæra lögfræðing einn um samsæri sem í gangi er muni djöfsi geta athafnað sig að vild í mannheimum sem einn af okkur. Leikstjóri Lost Souls er Janusz Kaminski, þekktur kvikmyndatökumaður sem er að fara að leikstýra sinni fyrstu kvik- mynd. Meðal afreka hans sem tökumanns niá nefna Schindler's List. í upphafi átti Meg Ryan að leika aðalhlutverkið enda er hún einn framleiðenda myndarinnar en þegar til kom þótti Ryan ekki sniðugt að leika í henni þar sem í City of Angels, nýjustu mynd hennar, er einnig verið að fjalla um anda og endurfæðingu þótt það sé á mun jákvæðari nótum. Mark Wahlberg:. Leigumorðingjarnir flórlr, Crunch (Bokeem Woodbine), Cisco (Lou Diamond Phillips), Mel (Mark Wahlberg) og Vlnce (Antonio Sabato, jr.). Skotmarkið í Stjörnubíói: Einkalíf leigumorðingja Fyrrum rappari meikar það í Hollywood Skotmarkið (The Big Hit), sem Stjömubíó frumsýnir í dag, er hressileg hasarmynd sem tekur sig þó ekkert of alvarlega. Fjallar hún um fjóra imga leigumorð- ingja sem lenda í ýmsu í starfi sínu. Við fáum að kynnast hvem- ig daglegt líf þeirra gengur fyrir sig því auk starfsins þurfa þeir að fást við litrík einkamál. Þeir sem fara með hlutverk leigumorðingj- anna fjögurra em ungir leikarar með mismikla reynslu að baki. Fyrstan ber að telja Mark Wa- hlberg, sem sló eftirminnilega 1 gegn í Boogie Nights, sá sem kem- ur næstur Wahlberg að frægð er Lou Diamond Phillps sem varð frægur á einni nóttu þegar hann lék söngvarann Richie Valens í La Bamba. Hefur hann síðan leik- ið í fjölmörgum kvikmyndum, nú síðast í Courage Under Fire þar sem mótleikarar hans vora Meg Ryan og Denzel Washington. Minna þekktir eru Bokeem Woodbine og Antonio Sabato jr. en þeir hafa báðir verið að leika í minni háttar kvikmyndum á und- anfomum árum auk þess sem Sabato hefur verið eitt af eftirsótt- ustu herramódelum í nokkur ár. Leikstjóri Skotmarksins er Che-Kirk Wong sem kemur úr hasarmyndaiðnaðinum í Hong Kong. Hefur hann vakið athygli fyrir frumlegar sviðssetningar og það hlýtur að vera meðmæli með honum að sjálfur John Woo flutti hann yfir hafið til að leikstýra Skotmarkinu en Woo er einn framleiðenda myndarinnar. Che- Kirk Wong er enginn nýliði í fag- inu. Hann gerði sína fyrstu kvik- mynd, The Club, árið 1980 og var hún ein af fyrstu hasarmyndun- um frá Hong Kong sem vakti at- hygli út fyrir eyjuna. -HK Mark Wahlberg leikur stærsta hlutverkið í Skotmarkinu (The Big Hit) og er þetta sjötta kvikmyndin sem þessi athyglisverði leikari kemur fram í. Það var í táninga- tryllinum Fear sem athygli um- heimsins beindist fyrst að Mark Wahlberg. í þeirri mynd lék hann sitt fyrsta burðarhlutverk. Þar náði hann sér vel á strik í hlut- verki sálsjúks ungmennis sem herjar á unga stúlku. Áður hafði Wahlberg leikið lítil hlutverk i Renaissance Man og The Basket- ball Diaries. Fjórða kvikmyndin, sem Mark Wahlberg lék í, var Tra- veller, kvikmynd sem Bill Paxton leikstýrði og lék í. Fékk sú mynd ágæta dóma en fór samt nánast beint á myndbandamarkaðinn. Það var svo í hlutverki klámstjömunn- ar í Boogie Nights sem stjama Marks Wahlbergs fór hátt á loft og var hún ein athyglisverðasta kvik- mynd sem kom frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Þrátt fyrir að Mark Wahlberg sé aðeins tuttugu og sex ára gamall á hann að baki athyglisverða fortíð. Þegar hann var tvítugur tók hann sér nafnið Marky Mark og gerðist rappari með góðum árangri. Undir nafni Marky Marks gaf hann út tvær plötur, Music For the People og You Gotta Believe, sem seldust í milljónaeintökum. Þá var hann um skeið aðalauglýsingafyrirsæta Cal- vins Klein í undirfataaug- lýsingum. Mark Wahlberg segist þó lengi hafa stefht að því að verða leikari: „Þegar ég fór að leita fyrir mér eftir hlutverkinn í kvik- myndum var ég alls ekki tekinn alvarlega, tilboöin fólust aðallega í því að ég átti að vera hlaupandi á nærbuxunum eða syngjandi rapplög.“ Þetta breyttist þegar leikstjórinn James Foley, sem var að undirbúa Fear, óskaði eftir að hafa tal af honum: „Allt í einu kom náungi til mín sem gat notað mig í alvöru- hlutverk og að sjálfsögðu tók ég boðinu fegins hendi.“ Eftir hinar góðu viðtökur sem Boogie Nights fékk var Mark Wahlberg spurður hvort hann væri hættur í tónlistinni fyrir fullt og allt: „Þessa shmdina hef ég meiri áhuga á kvik- myndum en tónlist. Þetta tvennt getur alveg farið sam- an og það er aldrei að vita nema sá dagur renni upp að ég verð leiður á kvikmynda- leik og snúi aftur að tónlist- inni en sú tónlist mun ekki vera 1 sama formi og ég hef áður gert.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.