Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 21
V
Danny Glover kemst
undan kraftmikilli
bílsprengingu á síðustu
stundu.
I , fL Lethal Weapon 4 frumsýnd í dag:
iggs og Murtaugh enn
íariflræðum eftir tólf ár
Samfir dómar um gömlu myndimar________________________________________________
Lethal Weapon 1987 ★★★★
Besta mynd seriunnar og ein glæsilegasta spennumynd áratugarins. Mel Gibson leikur lögreglu-
foringjann Martin Riggs sem er svo langt leiddur eftir fráfall eiginkonu sinnar að hann gefur
dauðann og djöfulinn í allt. Riggs er sendur í morðrannsókn meö fjölskyldumanninum Roger
Murtaugh (Danny Glover). Murtaugh er nýorðinn fimmtugur og vill helst taka lífinu með ró. Þeir
félagar eiga í höggi við hættulega eiturlyfjasmyglara sem stjórnað er af herra Joshua, einu
besta illmenni hasarmyndanna (Gary Busey). Italski leikstjórinn Franco Zeffirelli var svo hrifinn
af túlkun Gibsons að hann fékk hann til að leika Hamlet í samnefndri kvikmynd frá 1990.
Lelkstjóri: Richard Donner. Handrit: Shane Black.
Lethal Weapon 2 1989 ★★★i
Riggs og Murtaugh (Gibson og Glover) eiga í höggi við harðsvíraðan hóp glæpamanna sem
starfar í skjóli suður-afriska sendiráðsins. Aðskilnaðarstefnan er í hámarki á þessum árum og
Joss Ackland og Derrick O'Connor eru frábærir þrjótar. Joe Pesci er skemmtileg viðbót, en hann
stígur nú fyrst fram í hlutverki smákrimmans Leo Getz. Spennan er enn sem fyrr I hámarki, en
nú er slegið á léttari strengi. I einni af fyndnustu senum myndarinnar reynir Danny Glover að
sækja um rikisborgararétt I sendiráði Suður-Afrfku.
Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Jeffrey Boam.
Lethal Weapon 31992 ★★i
Slakasta mynd seriunnar. Lögreglukonan Lorna Cole (Rene Russo) er eina nýjungin en Riggs
og Murtaugh eiga í höggi við spilltan lögreglumann (Stuart Wilson) sem er langt í frá eins eft-
irminnilegur og glæpamennirnir í fyrstu tveimur myndunum. Meira að segja Joe Pesci sýnir
þreytumerki I þessari mynd. Grinið snýst fyrst og fremst um það að aðeins vika er I eftirlaunin
hjá Murtaugh.
Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Jeffrey Boam og Robert Mark Kamen. -ge
„í tólf ár hafa kvikmyndaáhorf-
endur lifað með þessum körlum.
Þetta eru kaldir kallar sem öllum
fellur við og er ekki laust við að
mörgum sé farið að þykja vænt um
þá,“ segir Richard Donner sem leik-
stýrt hefur öllum fiórum Lethal Wea-
pon kvikmyndunum, en í dag er Let-
hal Weapon 4 frumsýnd í öllum Sam-
bíóunum og Borgarbíói á Akureyri.
Myndirnar fjórar hafa allar náð
miklum vinsældum en engin þó jafn-
miklum og sú þriðja sem kom á
markaðinn árið 1992 og þótt Lethal
Weapon 4 hafi langt í frá valdið að-
standendunum vonbrigðum mun
hún ekki ná vinsældum þeirrar
þriðju. í fyrstu myndinni voru það
lögreglumennirnir tveir, Martin
Riggs (Mel Gibson) og Roger Mur-
taugh (Danny Glover), sem voru
kynntir til sögunnar. í mynd númer
tvö bættist við hinn hraðmælti og
varasami Leo Getz (Joe Pesci) og í
þriðju myndinni hitti svo Riggs fyrir
jafningja sinn í glætraleiknum, lög-
reglukonuna Lornu Cole (Rene
Russo). Þau eru öll mætt til leiks aft-
ur og fá liðstyrk hjá nýliðanum Lee
Butters (Chris Rock) í baráttu sinni
gegn nútima þrælasölum.
Fyrsta Lethal Weapon myndin var
mikil lyftistöng fyrir Danny Glover
sem þá var lítt þekktur leikari: „Ég
var að leika í leikriti í Chicago
haustið 1996 þegar ég fékk boð um að
fljúga til Los Angeles og þiggja heim-
boð hjá Richard Donner til að sjá
hvernig það gengi að láta okkur Mel
Gibson leika saman. Satt best að
segja þurftum við ekki nema nokkr-
ar mínútur til að sannfæra Donner
um að við ættum vel saman og ég hef
alla tíð undrast það hversu auðveld-
lega við féllum hvor að öðrum.“
Fyrir Mel Gibson var það strax
erfið ákvörðun að gera mynd númer
tvö: „Það er mjög erfitt að gera sömu
hlutina tvisvar svo vel fari og enn
verra í þriðja skiptið og á að vera
ómögulegt í það fjórða. Það sem hef-
ur gert það að verkum að þetta hefur
allt gengið upp er að við öll höfum
mjög gaman af að vera í félagsskap
hvers annars og það að við skiljum
orðið persónumar mjög vel. Má segja
að þegar við erum komin af stað þá
séu þær hluti af okkur sjálfum."
Bæði Mel Gibson og Danny Glover
telja það ekki svo litlu máli skipta
hversu vel hefur tekist að sami leik-
stjórinn, Richard Donner, hefur leik-
stýrt öllum kvikmyndunum, sem er
sjaldgæft í gerð framhaldsmynda í
Hollywood (Steven Spielberg er
undantekning, en hann leikstýrði öll-
um Indiana Jones myndunum): „Ég
er mjög heppinn að hafa Dick (Donn-
er) sem leikstjóra," segir Gibson.
„Við höfum alltaf unnið vel saman
og hann er sá leikstjóri sem ég hef
lært mest af og á ég honum það að
þakka að ég get leikstýrt farsællega
mínum eigin myndum.“
Mikill og góður húmor hefur
ávallt einkennt Lethal Weapon
myndirnar og ekki er húmorinn
minni þegar grínistinn Chris Rock
hefur bæst i hópinn. Hann hefur leik-
ið í nokkrum minni háttar myndum
en er aðallega þekktur fyrir að vera
einhver fremsti „stand-up“ grínisti á
bandarísku sviði: „Ég tel það hafa
verið mér í hag að Donner vill fá að
sjá eitthvað óvænt við hverja upp-
töku og það hefur oftar en ekki verið
sagt um mig að ég geti ekki gert
sama hlutinn tvisvar eins, þannig að
hans vinnubrögð áttu vel við mig.“
Húmorinn er nauðsynlegur í Let-
hal Wepon myndunum en spennan
er samt meira virði og eins og í öll-
um fyrri myndunum opnar Lethal
Weapon 4 á tilkomumiklu áhættuat-
riði þar sem Riggs og Murtaugh eiga
í höggi við geðsjúkling sem vopnaður
er eldvörpum og lætur til sin taka í
næsta nágrenni við bensínstöð og ol-
íubíl með fullan tank. Má geta þess
að þegar þetta atriði var tekið upp
voru notaðar sextán myndavélar.
-HK
bíódómur
Hörkutól
Lelkstjóri: Richard Donner. Handrit: Channing
Gibson. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak.
Tónllst: Michael Kamen, Eric Clapton og Dav-
id Sanborn. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny
Glover, Joe Pesci, Rene Russo, Chris Rock og
Jet Li.
Beðið hefur verið eftir nýjustu
mynd Lethal Weapon-seríunnar um
langa hríð og árlega hafa verið get-
gátur um hvort von sé á nýrri við-
bót. Fyrstu þijár myndimar komu
út með jöfnu millibili (1987, 1989,
1992) og ég er ekki frá því að of langt
sé liðið milli mynda í þetta sinn.
Gibson og Glover em fullgamlir
eins og þeir benda margoft á í mynd-
inni (42 og 51). Richard Donner er
enn leikstjórinn og ekki algengt að
sami maður leikstýri öllum myndum
sömu seríu (t.d. fjórir leikstjórar af
Alien-seríunni).
í myndinni leika Gibson og Glover
sem fyrr lögregluforingjana Martin
Riggs og Roger Murtaugh. Nú eiga
þeir i höggi við kínversku mafíuna
sem flytur heilu fiölskyldurnar frá
meginlandi Kína og lætur þær vinna
í þrælabúðum í Bandaríkjunum.
Einn af höfuðpaumnum, Wah Sing
Ku (Jet Li), er harðsvíraður morð-
ingi og kungfu-fantur með meiru.
Lethal Weapon 4 er ekki besta
mynd seríunnar. Númer 1 hefur enn
vinninginn, jafnt hvað varðar
spennu, frásagnarfléttu, persónu-
sköpun og leik. Þessi mynd er þó
stórt skref upp á við frá númer 3.
Grínið er hér meira en í fymi mynd-
um og fylgir þeirri formúlu sem
flestar kvikmyndaseríur virðast
hafa tekið upp. Nú sér Joe Pesci
ekki einn um kómísku hliðina, gam-
anleikarinn Chris Rock er honum
til hjálpar en hann leikur ungan lög-
regluforingja (Lee Butters) sem gerir
sitt besta til þess að koma sér I mjúk-
inn hjá Roger Murtaugh. Roger held-
ur að Butters sé hómmi en sannleik-
urinn er sá að Butters hefur barnað
dóttur Murtaughs og gifst henni á
laun.
Lítið fer fyrir konunum sem svo
ríkulega einkenndu fyrri myndirnar
og sköpuðu seríunni sérstöðu. Eigin-
kona og dóttir Murtaughs eru nær
horfnar af sjónarsviðinu og hin bar-
Sam-bíóin: Lethal Weapon 4 ★★★
dagaglaða Loma Cole (Rene Russo)
snýr nú aftur sem kasólétt húsmóðir
í léttvægri rullu. Bófamir hafa verið
eftirminnilegri, s.s. Mr. Joshua
(Gary Busey) úr 1 og aríska bræðra-
lagið úr 2. Jet Li nær aldrei að sýna
sömu takta þrátt fyrir að hann sé í
raun margfaldur kínverskur meist-
ari í bardagalist og maður er aldrei
sannfærður um að lögregluforingj-
arnir eigi nokkuð í hann.
Þessi nýjasta viðbót í seríuna er
ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin flest til
„Þessi nýjasta viðbót
í seríuna er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin
flest til fyrirmyndar. “
fyrirmyndar. Þótt hún nái aldrei að
toppa það besta úr fyrstu tveimur
myndunum ætti hún ekki að valda
aðdáendum þeirra Riggs og Mur-
taugh vonbrigðum. Þetta verður lík-
lega síðasta myndin og ekki amaleg
endalok á eftirminnOegri seríu.
Guðni Elísson
b í ó
Háskólabíó framhald
Blúsbræður 2000 ★★ Framhald framhaldsins
vegna er víst óhætt at> segja um þessa mis-
heppnubu tilraun til að endurlífga Biúsbræður
án Johns Belushi. Ef ekki væri fyrir stórgóða
tónlist og enn betri flutning blúsmanna þar sem
stjörnur eru í hveijum bás þá væri lítið varið í
myndina sem fyrir utan tónlistina er ein endem-
is della frá upphafi til enda. -HK
Rökkur ★★★ Gamaldags krimmi með mátu-
lega flókinni fléttu sem gengur ágætlega upp.
Rökkur er kvikmynd leikaranna. Mestur er
fengurinn að Paul Newman sem heldur enn
reisn þrátt fýrir aldurinn. Gene Hackman og
Susan Sarandon standa einnig fyrir sínu,-HK
Grease ★★★ Oft hafði ég á tilfinningunni að
það eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli
Grease væri að hún hefði með árunum tekið
á sig „kamp“-ímynd Rocky Horror Picture
Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að
þessu sögðu má síðan bæta við að lögin
standa enn fyrir sínu og dansatriðin eru
skemmtileg. -ge
Kringlubíó
Mercury Rising ★★★ Tveir einstaklingar
sem eru á mismunandi máta einangraðir frá
umheiminum eru gegn öllum öðrum í þessari
ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti-
lega á óvart með þéttri sögu um Stóra bróður
sem gerir ekki mun á röngu og réttu og notar
öll meðul, lögleg sem ólögleg, til að halda
sínu. Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki
en f Armageddon. -HK
Laugarásbíó
Slidlng Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung
kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og Iff hennar tekur stakka-
skiptum, tvöfalt. Leikurinn er almennt góður,
en þó handritið innihaldi heilmikið af skemmti-
legum punktum og klippingarnar milli
sviða/veruleika séu oft skemmtilegar þá vant-
ar hér einhvern herslumun. -úd *7-
Deep Rising ★★ Skrfmslamynd sem greini-
lega er gerð I kjölfar vinsælda Anaconda. Ótrú-
leg saga um lítil sjávarkvikindi sem stækka
eftir þvf sem þau lifa dýpra. Gerist myndin þar
sem sjórinn er dýpstur. Sagan er ruglingsleg
en tæknibrellur gleðja þá sem kunna að meta
slfkt. Sem hryllingsmynd er hún of klisjukennd
til að skapa almennilegan hroll. -HK
Lost In Space ★★ Framtíðarkvikmynd sem
byggð er á gamalli sjónvarpsserfu sem ekki
þótti merkileg. Myndin er stór í sniöum og
stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur
hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla meö
henni við alla fjölskylduna sem er meira en^
hægt er að segja um aðrar framtíðarmyndir 5
sem sýndar eru f kvikmyndahúsum höfuðborg-
arinnar. -HK
Regnboginn
Mlmlc ★★★ Ég verð að játa að ég beið með
mikilli eftirvæntingu eftir nýju myndinni frá
Guillermo Del Torro eftir að hafa heillast ákaf-
lega af hinni afskaplega frumlegu og áhuga-
verðu vampýrumynd Cronos. Kannski er slík
eftirvænting ósanngjörn. Þrátt fyrir frábærlega
flottar myndrænar útfærslur og skemmtilegar
sviðsmyndir þá fellur Mimic f þá gildru að vera
of mikil eftirherma. -úd
The Object of My Affectlon ★★★ Nicholas
Hytner ætlar sér mikið meö þessari mynd
enda hefur hann leikstýrt metnaðarfullum
kvikmyndum á borð við The Madness of King
George og The Crucuble. Honum tekst að
sneiða fram hjá ýmsum gildrum en handritið
kemur f veg fýrir aö honum takist ætlunarverk
sitt. -úd
Scream 2 ★★★ Þótt Scream 2 nái ekki þeirri
snilld sem 1 átti þá held ég ab ég geti ekki
annab en kallað þetta þriggja stjörnu hroll-
vekjuskemmtun. Eftir magnaða byrjun fór Scr-
eam 2 of hægt af stað en sfðan tðk hún kipp
og brunaði af staö og héit uppi þessari Ifka
fínu spennu án þess að slaka á drepfyndnum
hroll-vfsununum og skildi vib áhorfandann
ánægjulega hrylltan. -úd
Tltanic ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gefandi
kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James
Cameron að koma heilli í höfn dýrustu kvik-
mynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunar-
árátta Camerons skilar sér f eðlilegri sviösetn-
ingu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le-
onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg f hlutverkum elskendanna. -HK
Stjörnubíó *
Heift ★★ Heift (Hush) skartartveimurglæsi-
legum leikkonum af tveimur kynslóðum,
Jessicu Lange og Gwyneth Paltrow, sem báö-
ar hafa það mikla útgeislun að það liggur við
aö þeim takist aö fela alla stóru gallana sem
eru sögu sem er augljóst hvernig endar og
nær aldrei nær alménniiegri spennu. Það að
útkoman skuli aðeins rétt slefa upp f meðalaf-
þreyingu verður að skrifast á leikstjórann sem
veldur ekki sínu starfi. -HK
Skotmarkið ★★★ Myndin ber öll einkenni
hinnar fagurfræöilega ýktu sviðsetningar og
sjónarspils sem einkennir Hong-Kong-myndir
en hér er spilað fýrst og fremst upp á húmor-
inn. Skemmtileg hasarmynd sem er einnig
rómantfsk og kómfsk. Mark Wahlberg tekst
enn og aftur vel upp. -úd
mexra. sl
www„visir.is
7. ágúst 1998 f Ó k U S
21