Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Blaðsíða 3
I
meömæli
Cappucino í
pappamáli 1
Kaffltári í
Bankastrætinu.
Þetta er hreint
guðlega út-
lenskt og
smart. Maður
bregður sér
bara inn, kaup-
r kaffi og tekur
það með sér.
liinkar hentugt fyrir nýskilda eiginmenn
sem enn sjá á eftir fyrrverandi konu sinni
og sitja langdvölum í bílnum sínum fyrir
utan heimili hennar. Með svona kaffi viö
höndina gætu þeir gleymt aumu ástandi
sínu um tíma og haldið að þeir væru að
fylgjast með harðsvíruðum mafíósa.
g f n i
SSSól í Sjallanum í kvöld. Helgl BJöms
er enn konungur sveitaballanna þótt
hann sé kominn á fimmtugsaldurinn og
margir erfðaprinsar bruggi honum laun-
ráð og girnist kórónuna. Helgi er kannski
ekki eins og rauövínið sem batnar með
aldrinum. Hann er frekar eins og frost-
þurrkaður matur, hann versnar ekki.
Úr því að glufur eru
komnar í vemdarmúr
bænda og útlendur ís
farinn að sjást í kjörbúð-
um og sjoppum væri
ekki úr vegi að einhver
framtakssamur tæki sig
til og hæfi innfiutn-
ing á Háagen-Ðaz
fsnum. Sumum
finnst þetta besti
is í heimi og halda jafnvel að hann sé unn-
inn eftir ævafornum uppskriftum frá ein-
hverju Evrópuiandinu með ríka hefð I
mjólkurvinnslu. En svo er ekki. Þetta er til-
töiulega ný bandarisk uppfinning. Nafniö
er tilbúningur, það er ekki til sá maður
sem veit hvað það á fýrirstilla - annað en
að hljóma sænskt eöa hollenskt eins og
markaðsfræðingarnir vonuðust til.
Hrafn Gunnlaugs-
son. Óbilgjarn
listamaður sem
lætur ekki lágar
tekjur aftra sér
frá því að taka
upp Myrkrahöfð-
ingjann á síðasta ári.
Hann fékk hæsta styrkinn úr Kvikmynda-
sjóði en féil samt ekki I þá freistni að
skammta sér há laun sem handritshöf-
undur og leikstjóri heldur lét sér, sam-
kvæmt skattskrá, nægja 72 þúsund
krónur á mánuði. Það er innan við helm-
ingur af meðallaunum. Hrafn veit - og
getur kennt okkur meö fordæmi sín" -
að engin góð list verður til án fórna.
Myndlistarmennírnir Þorvaldur Þorsteinsson og Jóní Jónsdóttir hafa
viðað að sér upplýsingum um íslenskar stórstjörnur, kortlagt heimili
þeirra og skráð niður hvar þær halda sig. Afraksturinn sýna þau á
morgun í galleríinu Fiskinum á Skólavörðustíg.
JJ JIJ
„Velgengni íslenskra listamanna á
erlendri grund hefur beint sjónum
manna að reykvísku menningarlífi og
þeim urmul stjarnfrægra einstaklinga
(celebrities) sem þar starfa, óuppgötv-
aðir af heimsbyggðinni. Þó vissulega
sé það ánægjulegt hefur þessi
mikli áhugi jafnframt sína
skuggahlið, sem er sú mikla
innri fjarlægð sem einkennir
íslenskan stjömuheim,“ seg-
ir meðal annars í skýringar-
texta við stjörnugötukort
sem myndlistarmennirnir
Þorvaldur Þorsteinsson og
Jóní Jónsdóttir hafa sett
saman og munu sína í galler-
íinu Fiskinum á Skólavörðu-
stígnum á laugardaginn. Á
kortinu má frnna - eða i það
minnsta reyna að flnna -
heimili fólks á borð við Pál
Óskar Hjálmtýsson, Þór
Eldon, Fjölni Þorgeirsson, Jakob
Frímann Magnússon og Björk - en
allt þetta fólk er að kikna undan byrð-
um frægðarinnar, ef marka má lista-
mennina tvo.
, Þorvaldur og Jóní hafa safnað
' upplýsingum um þetta fólk og tekiö
myndir af heimilum þeirra, en þó af
nokkurri nærgætni því hvorki má
'finna húsin svo gott sé af staðsetningu
þeirra né þekkja þau almennilega af
myndunum. Kortið er bæði sýnt í gam-
aldags- og nýtískulegu formi, á pappír
og CD-Rom, og áhugasamir geta
fest kaup á því í hvoru forminu
sem er.
En hvaö í óskpunum eru þau Þor-
valdur og Jóní aö gera meö þetta fónd-
ur sitt í galleríi þar sem enginn kemur?
Af hverju reyna þau ekki aö fá þetta
birt í einhverju blaöi? Þaö mœtti vel
vera aö þau heföu fengiö inni meö þetta
í Fókus, þaó er ef eitthvaö er í þetta
spunniö. Nóg hefur veriö af ýmsum
kortum þar undanfariö, bœöi götu- og
landakortum.
„Það má segja að þetta sé óbein at-
vinnuumsókn," hefur Þorvaldur eftir
Jóniu, sem skýldi sér á bak við mann-
inn í símaviðtali sem blaðamaður Fók-
us átti við þau í gær. Þorvaldur hélt
tólinu og orðinu en Jóní fóðraði hann
á því sem segja skyldi.
Er þessi sýning svona týpísk uppgjöf
myndlistarmanna fyrir leiöindum
myndlistarheimsins, eruð þiö aö reyna
aö vera fyndin?
„Öllu gamni fylgir nokkur alvara,"
svarar Þorvaldur. „Það er ákveðinn
undirtónn í sýningunni, við skulum
spyija að leikslokum. En við erum þó
fyrst og fremst þreytt og ánægð að sýn-
ingin skuli vera komin upp og verkinu
lokið. Þetta tók á.“
Að sögn listamannanna hafa
hinir frægu ekki síður gagn af
kortinu þar sem á því er
merkt hvar frægt fólk borð-
ar úti, hvar það snyrtir
hár sitt og hvar það syndir.
Þau vonast einnig til að
ein íslensku stjarn-
anna verði við opn-
unina en verjast
allra frétta um
hver það kunni
að verða. Hins
vegar lofa þau
stanslausum
vídeósýning-
um þar sem
frægt fólk
útlent kem-
ur við
sögu. Á
sunnudag-
inn geta
sýningargestir
þannig gotið auga
1. Friðrik Þór Friðriksson.
Bjarkargata (miðhæð í húsi).
5. Hallgrímur Helgason.
Vitastígur uppi.
7. Eggert Þorleifsson.
Fjölnisvegur, auðfundið.
11. Baltasar Kormákur,
Lilja Pálmadóttir.
Miðstræti - mikið áhvílandi.
33. Hrafn Gunnlaugsson.
Brávallagata (glerhús).
á Marilyn Monroe í Gentlemen Prefer
Blondes og hljómsveitina Kiss á þriðju-
daginn í heimildarmyndinni Kiss X-
treme. Sýning Þorvaldar og Jóníar er
opin alla daga
frá 14 til 18 og
stendur til
I 26. ágúst.
Góði gæinn fær alltaf stúlkuna, lifir myndina til enda, og færir
leikaranum óskarsverðlaun. Maður hefði því haldið að það væri
svolítið svekkjandi að þurfa að leika illmennið, en ónei.
Ljúflingur leikur vonda karlinn
Nei, það var ekkert svekkjandi
að þurfa að leika vonda karlinn,
þvert á móti var það mjög gam-
an,“ segir Kjartan Bjargmundsson
sem leikur í nýju íslensku kvik-
myndinni Sporlaust sem verður
frumsýnd þann 27. ágúst næst-
komandi.
Leikstjóri myndarinnar er
Hilmar Oddsson en ásamt honum
skrifaði Sveinbjöm Baldvinsson
handritið að myndinni. Eins og
flestir vita eru þeir engir byrjend-
ur í handritagerð. Hilmar gerði
t.d. Tár úr steini og áður myndina
Eins og skepnan deyr. Sveinbjöm
hefur einnig komið víða við og
tekið þátt í mörgum handritum.
Sem dæmi um það má nefna
reyfarann Foxtrott.
Sporlaust er spennutryllir sem
hefst á því að ungt fólk vaknar eft-
ir fjörugt partí með lík í höndun-
um. í myndinni er flest það sem
slíkar myndir bjóða jafnan upp á,
þ.e. spenna, dónasenur og ofbeldi.
Þrátt fyrir að hetjur kvikmynd-
anna séu alltaf góði gæinn þá er
eitthvað flott við að leika vel
heppnað illmenni. Kjartan hefur
reyndar ekki verið þekktur fyrir
það hingað til að leika samvisku-
lausa harðjaxla, svo þetta var ný
reynsla fyrir hann: „Það er krefj-
andi að leika illmenni þegar mað-
ur er sjálfur svona ljúfur en það
hafa margir leikarar þurft að
gera. Harry Dean Stanton er í
uppáhaldi hjá mér hvað þetta
varðar, hann lék í fullt af gæða-
myndum eins og t.d. Paris Texas,"
segir Kjartan.
Þrátt fyrir að íslensk kvik-
myndagerð verði sífellt umfangs-
meiri og reikna megi með
að mörg hlutverk verði í
boði á komandi árum sér
Kjartan sig ekki fyrir sér
leikandi í kvikmynd á
næstunni: „Nei, nei, enda
algjör óþarfi, það eru til
svo margir flnir leikar-
ar.“
-HÞH
Vélsagarmorðinglnn frá Texas?
Nei, nei, Kjartan Bjargmundsson er
smiður dags daglega og hugsar
ekkert illt á meðan hann dyttar að
og smíðar. Engu að síður er hann
lllmennið I íslenska trylllnum Spor-
laust sem sýndur verður í lok ágúst.
Ægir Guðmundsson skáld
Ljóðin afsökun fýrir
að ég skuli vera til 4
Islenska þjóðin
Hefur bara áhuga á
því sem hrjáir hana 6
Jónas Kristjánsson
Góðir hrísgrjónaréttir
á Pasta Basta
Guðmundur Arason, 79 ára
boxari, um unga menn í dag
Aumingjaskapur
og lítilmennska
Hljómsveitin Gomez
Til fjandans með
allar skilgreiningar 10
Gunnar Bjarni hefur
misst söngvara í trúfélög
00 sótt annan þangað aftur
Eg er búinn að
afskrifa Biblíuna 11
Tikjur
listainoniw
og skenunti
krafta
samkv;oml
skatt'fkra
VI .1. 3
f Það
nargborgar
sig að vera
fyndinn
Auður Haralds
Rýnir í Nýja tíma 14
Hallgrímu
Helgason
íslenska fyllibyttan:
Vanmetin landkynning
Myrkraborg
í leit að sannleika í
framtíðarborg 20
*Spike Lee
Alltaf
óþekkur 21
Strákarnir í Quarashi
Ein nótt í Reykjavík 22
Hvað er að gerast?
Leikhús ..............4
Klassík...............4
Popp.................11
Myndlist.............12
Sjónvarp..........14-18
Bíó..................20
Hverjir voru hvar....22
kus F6kus
fylgir DV á
föstudögum
Forsiðumyndina tók Teitur af
Gunnari Bjarna Ragnarssyni
og Guðmundi Arasyni.
14. ágúst 1998 f Ó k U S