Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Síða 4
EG /fcTLAÐI VARLA AÐ l>EKK3A NG! HVA0 KOM FYRtR? L HELV... 1 HANN ►EKKTI MI6 f Ó k U S 14. ágúst 1998 É6 FÓR 06 LET OULKÓOA MIG UM HEIGINA & NEI, 8LESSA0UR! T^FUInVs Verkiö ÞJónn í súpunni verður sýnt í lönó næstu daga. Mikil eftirspurn er eftir miðum á sýninguna og því er uppselt á sýninguna í kvöld og á aukasýninguna á sunnudag. Örfáir miöar eru hins vegar eftir á sýningarnar sem verða fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 20, og laugardaginn, ki. 23.30. Þaö getur vel verið að fólk hafi misjafnar skoðanir á því hversu góð sýningin er. Hins vegar virðast allir vilja sjá hana. Grease-sýningin heldur áfram að heilla áhorf- endur sem lofa sýninguna í hástert. Þrátt fyrir miklar vinsældir eru nokkur sæti laus á sýn- inguna næsta sunnudag, 9. ágúst, og næsta fimmtudag, 13. ágúst. Þessi sýning býður upp á úrvals dans- og söngatriði meö mörgum af vinsælustu stjörnunum í leiklistarlífi okkar ís- lendinga. Hról höttur verður sýndur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðlnum I dag. Þetta er barna- og fjöl- skyldusýning sem virðist ná mjög vel til krakk- anna. Þeir skemmta sér vel og koma syngj- andi og trallandi út af sýningunni. Helllsbúlnn veröur sýndur i islensku óperunnl á morgun, ki. 23. Sýningin hefur verið lofuð fyrir góöan leik og skemmtilegar vangaveltur um samskipti og hegðun kynjanna. islenska óperan sýnir Car- men Negra í dag og á morg- un. Sýningin hefur vakið mikla athygli og nú fer hver að verða síðastur að berja söngleikinn augum. Margir þekktir leikarar taka þátt í sýningunni, svo sem Bubbl Morthens, Eglll Ólafsson og Helgl Björnsson. Kaffllelkhúslð heldur áfram með sumartón- leikarööina sina. í kvöld verður Fluga en það eru tónleikar HJörlelfs Valssonar. Kappinn spilar dægurflugur sem sumar urðu til fýrir um 800 árum, aðrar fýrir nokkrum dögum. í kvöld kl. 20.30 mun kvennakórinn Vox Fem- Inae flytja sígild lög í Norræna húslnu. Mar- grét Pálmadóttlr stýrir kórnum en aðgangur að tónleikunum kostar 700 kr. Verk 12 íslenskra Ijóðskálda verða kynnt á dagskrá í Norræna húslnu laugardaginn 15. ágúst kl. 16. Aðgangur er kr. 700, sem gildir einnig að sýningunni Þeirra mál ei talar tunga sem fram fer í sýningarsölum Norræna húss- ins. Félagarnir Hjörlelfur Valsson fiðluleikari og Havard Ölerorset gítarleikar halda tónleika í húsi Karlakórs Akureyrar/Geysls - Lóni, Hrisalundi la, sunnudaginn 16. ágúst kl. 17. Strákarnir hafa vakið mikla athygli eftir að þeir komu og hófu að spila fyrir landsmenn. Það verður leikið á orgel á Hádegistónleikum í Hallgrímsklrkju kl. 12 á fimmtudögum og laugardögum i ágúst. Á morgun mun hinn þekkti franski organleikari Odile Plerre leika en hún leikur einnlg á aðaltónleikum helgar- innarí Hallgrimskirkju, sunnudaginn 16. ágúst kl. 20.30. 20. ágúst mun svo Jakob Hallgrimsson org- anisti spila í Hallgrimskirkju kl. 12. Imeira á. I www.visir.is Fyrir stuttu gaf Bubbi út disk meö Ijóðalestri sínum og í haust er von á diski frá Diddu þar sem hún þrumar Ijóð við tónlistarundirleik ýmissa þekktra tónlistar- manna. Þetta er hið þjóðlega rapp - Ijóð og tónlist sem fellur betur að hrynfalli íslenskunnar en hið ameríska. Götuskáldið Ægir Guðmundsson sendi nýlega frá sér svona disk með Ijóðalestri sem sænskur drengur hefur samið einhver hljóð við. Afsökun fyrir því Ein áþreifanlegasta mynd list- J sköpunarþarfar Islendinga birtist áður fyrr í skáldum sem seldu bæk- ur sínar á kaffihúsum. Nokkuð hef- ur dregið úr þessu og nú er algeng- ara að tónlistarmenn bjóði diska til sölu enda orðið tiltölulega ódýrt og auðvelt að framleiða geisladiska. Ægir Guðmundsson er ljóðskáld sem sameinar þetta tvennt. Á ljóða- diskinum ísmál les hann upp ljóðin sín og Svíinn Jóakim Carlsson sér- hannar tónlist við þau. Ægir selur sjálfur, á kaffihúsunum meðal ann- ars, en diskurinn er lika til í Hljómalind. „Hugmyndin kviknaði þegar Bubbi gaf út sinn ljóðadisk," segir Ægir en hann á að baki hefðbundn- ari ljóðabók sem hét Sjáöldur. „Mað- ur er alltaf með takt og hljómfall i höfðinu þegar maður skrifar ljóð, einhverja hrynjandi, og ég er mjög ánægður með útfærslu Jóakims. Þetta bætir miklu við. Stemningin kemur inn með tónlistinni því ljóðið er dálítið hrátt oft á tíðum. Tæknin í dag býður upp á það að hin ýmsu form listarinnar blandist saman.“ Fékk útrás á sjónum Yrkisefnin? „Náttúruöflin í umhverfinu og daglega lífinu. Ekki þjóðfélagsádeil- ur, meiri mannlífssýnir. Ég er ekk- ert sérstakt ádeiluskáld. Áhrifin sí- ast inn frá því sem er að gerast í ís- lenskri ljóðagerð en ég fer oftast ótroðnar slóðir. Ég er enginn fræði- maður í ljóðagerð og á engar fyrir- myndir. Mín ljóð eru fyrst og fremst sprottin af eigin máltilfinningu.“ Ægir er fæddur og alinn upp á að vera til Akranesi. Hann stundaði lengi sjó- mennsku. „Sjómennskan setur svip á ljóðin því maður dregur gamlan reynsluhenn inn í það sem maður er að gera. Á sjónum, í því fangelsi, fékk maður útrás fyrir að tjá sig á pappírinn." Hann fór i land til að „komast af af eigin frumkvæði" sem hefur m.a. dregið hann út í stjömuspeki og stjömukortagerð. Ljóðin draga dám af því. „Goðafræðin endurspeglar vissa mannlega eiginleika sem ég notfæri mér í líkingamáli. Ég er undir áhrifum frá gömlum tíma og gamalli sagnahefð. Ég finn mig í því að semja löng ljóð. Mér finnst að hið gamla inntak, það að hafa textann mjög iburðarmikinn, vanti í nú- tímaljóðagerð. Að undanfórnu hefur allt prjál verið skorið utan af ljóð- inu. Ég fer frekar í hina áttina og of- hleð ljóðin lýsingarorðum." Þrátt fyrir að hafa svo sem nægar ástæður til að semja þjóðfélagsá- deilu - „það er erfitt að komast af á þeim launum sem eru i boði hérna" - telur Ægir sig þó nokkuð heppinn að vera íslending. „Ég leiddist eigin- lega helst út í ljóðagerðina vegna tungumálsins sjálfs. Það býr svo mikil myndauðgi og fegurð í íslensk- Álit annarra mikilvægt Margir semja ljóð fyrir skúfiúna og leiðin úr skúffunni í bókina getur verið seinfær. Hvað hvetur Ægi til að koma ljóðunum frá sér? „Þetta er kannski einhvers kon- ar afsökun fyrir því að vera til, sitja ekki bara og góna út í vind- inn. Maður er að skoða mannlífið og sjálfan sig í gegnum það sem maður er að gera og því er það mjög mikilvægt aö fá annan aðila til að skoða ljóðin. Með því að gefa þau út fær maður margs konar álit og getur speglað sig í því því að maður er illa dómbær á sín eigin verk. Ef fólki líst vel á það sem maður er að gera er maður kannski á réttri leið. Það hreinsar líka til hjá manni að gefa út, þá er maður laus við þetta og það opnar dyr fyrir því að halda áfram og fá nýja andagift. Að gefa út er því næstum eins og að fara á AA- fund.“ Ægir segist ekki vera svo afleit- ur sölumaður. Það er hefð fyrir því að selja ljóð á kaffihúsum og hann felur sig á bak við það, segir að ljóðasalan „böggi“ kaffihúsagesti ekki það mikið. „Ég fæ miklu meira út úr því að selja diskana sjálfur, maður fær persónulega gagnrýni. Maður get- ur aldrei þóknast öllum, en nei, ég brotna ekkert niður þótt ég fái slæma gagnrýni. Öll góða gagnrýn- in vegur þar upp á móti.“ -glh Koma Ramstein úr því að Stones létu ekki sjá sig? Stones frestuðu fleiri tónleikum en sínum eigin Nú þegar endanlega er oröiö Ijóst aö Rolling Stones koma ekki hingaö til lands í sumar eöa haust geta aörir tónleikahaldarar fariö aö naga sig í handarbökin yfir aö hafa lagt trúnað á áform Ragnhelðar Hanson. Á undanförnum árum hafa einhverjar sveitir komið hingaö að sumri eöa hausti og haldiö tónleika en öllum ráöagerðum þar um var frestaö vegna Stones- tónleikanna, enda mátti búast viö aö miöarnir á þá yröu bæði dýrir og margir og því metta markaðinn um tíma. Viöræöum við sveitir á borö viö Pulp og Foofighters var þannig frestaö og þegar Ijóst var orðiö aö ekkert yrði af Stones-tónleikunum var dagskrá þeirra full- bökuö. Sömu sögu er að segja af Natalle Imbrugliu. En öll nótt mun ekki vera úti enn. Denni Kragh mun standa I viðræðum viö þýsku töffarana í Ramstein um tónleika seinna í haust. Ef af því yröi myndu þeir sjálf- sagt ýta enn á þá Ramstein-vakningu sem ver- iö hefur hér aö undanförnu. Helgi hjálpar Hrafni Þegar íbúar Klapparstígs og nágrennis' kvört- uðu yfir hávaða og óiátum frá verslunarmanna- heigarhátlðinni Halló Klapparstíg- ur, sem Hrafn Jökulsson hélt á bar þar í götu, kom lögreglan og læsti staðn- um, hátíðargestum til mikillar armæðu. Hrafn dó ekki ráðalaus frekar en fýrri daginn og hringdi í vinstrimanninn, vin sinn Helga Hjörv- ar, sem notaði tækifærið og sýndi og sannaði hvers megnugur hann er oröinn. Hann sló á þráöinn til háttsettra manna sem kipptu þessu í liðinn og sama kvöld var staöurinn opnaður á ný. Gott aö eiga góöa vini á réttum stööum, sérstaklega ef þeir eru tilbúnir að misnota aðstöðu sína. Asdís Halla fær bumbu Ásdis Halla Bragadóttlr, formaöur SUS, er byrjuö aö bólgna um mittiö. Þaö styður þá kenningu að hún sé ekki á leiðinni í prófkjör fýrir alþingiskosningarnar en margir hafa eytt miklum tíma I aö velta sér upp úr fýrirætlunum hennar í þeim efnum. Jafnframt mun þessi kjarnorkukona ætla aö fylgja eiginmanni sín- um til útlanda þar sem hann hygg- ur á frekara nám. Nú eru það greinilega gömlu gildin sem blíva hjá Ásdísi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.