Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Page 6
matur Argentína ★★★ Barónsstíg Ua, s. 5519555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalaö. Dýrustu og enn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og áöur." Opiö 18- 23.30 v.d., 18-3 um helgar. Einar Ben ★★ Veltusundl 1. 5115090. „Fremur þemahús en veib'ngahús og leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar Ben. býöur yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður þvl seint jafnvinsæll og Fashion Café eöa Planet Hollywood." Op/ð 18-22. Café Ópera ★ Lækjargotu 2, s. 522 9499 Opiö frá 17.30 til 23.30. Fiðlarinn á þakinu ★★★ Sklpagötu 14, Akureyri, s. 462 7100 „Matreiðslan stóö ekki undir háu verði en hún hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú er of mikið treyst á lærlinga." Opiö 12.30- 14.00 og 18.00-22.00. Hótel Holt ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í matargerðarlist af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin matreiðsla, sem ger- ir jafnvel baunir að Ijúfmeti." Opiö 12-14.30 og 19- 22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Ítalía ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er rtalskt, kokkarnir eru ítalskir, gæðaþjónustan er hálfítölsk, vel valið vínið er að mestu ítalskt og tilviljanakenndar veggskreyting- arnar eru ítalskar. Það, sem tæpast hangir I ítölskunni, er matreiðslan. Bakaðar kartöflur og amerfskar pítsur eru einkennistákn hennar." Opiö 11:30-11:30. Játvarður ★★★ Strandgötu 13, s. 4613050. „Skemmtilega hannaður staður með fínlegri mat- reiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu sem getur svarað spurningum um mat- inn." Opiö 11.30-14.00 og 18.00-22.00. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að elda I kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan að landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastrætl 2, s. 5514430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, frambæri- leg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru geröar forvitnilegar tilraunir en með hinni er farið eftir verstu hefðum." Opiö md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Mirabelle ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir í profitero- les og créme brulée. Mirabelle er komin á gott skrið." Opiö 18-22.30. Rauðará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. Opiö frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiþslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm." Opiö frá kt. 18 alla daga. pii nm rr a www.visir.is veitingahús Krabbameinsfélag íslands ® Félag MND-sjúklinga H Málbjörg | Mígrensamtökin H Fullorðin börn alkóhólista Stærstu sjúkdómafélögin ■ Samtök lungnasjúklinga Al-Anon Blóðgjafafélag íslands E EA Emotions Anonymous Samtök aldraðra oci sum beirra smærri Geðverndarfélag (slands ■ Samtök um málefni geðklofasjúklinga J Geðhjálp [J Krabbavörn Gigtarfélag fslands Alnæmissamtökin á íslandi AA-samtökin Félag nýrnasjúkra ; PKU-félagið á Islandi 12 SSH, samtök hálshnykkisjúklinga Atak gegn áfengi MS-félag Islands Það má lesa ástand þjóðar á ýmsan veg; með því að kíkja inn í fangelsin og sjá hverjum hefur verið vikið af velli, með því að gramsa í sorphaugunum og skoða neysluna eða með því að sálgreina þá sem þjóðin hefur hafið upp til vegs og virðingar. Ein leið til að komast að sjálfsmynd þjóðar er að kanna félögin sem hún gengur í. Ég er það sei að m Félög koma og fara úr tísku eins og allt annað. Þau sveiflast með tíð- arandanum. Um tíma getur þátttaka í einu félagi verið merki um fram- faratrú og djörfung en í annan tíma tákn um afturhald og misskilning á samtimanum. Upp úr aldamótunum bjó hér þjóð með óbilandi trú á sjálfa sig og framtíðina og sem var sannfærð um að samtaka átaki væri hægt að umbreyta samfélaginu. Hún studdi sig við átthagafélögin til að gleyma ekki upprunanum, stælti sig og þjálfaði í ungmennafélögunum og barðist fyrir bættu samfélagi í verkalýðs- og stjórnmálafélögum. Nú hafa öll þessi félög ýmist koðnað niður, breytt um hlutverk og inntak eða einfaldlega stofnanavæðst. Þau eru ekki lengur félög í venjulegum skilningi heldur stofnanir, sem oftar en ekki þiggja rekstrarfé sitt úr rík- issjóði og eru að öðru leyti eins og hluti ríkisvaldsins. Upp úr seinna stríði urðu til ýmis félög nýríkra; Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, Félag talstöðvaeig- enda, Félag íslenskra húseigenda og þar fram eftir götunum. Á þeim tíma bjó hér fólk sem hugsaði um sitt og vildi vernda það sem því hafði tekist að komast höndum yfir. Flest þessara félaga um tól og tæki, eignir og aðstöðu hafa dáið drottni sínum. Þau sem eftir lifa hafa breytt sér i eins konar fyrirtæki sem keppa á samkeppnismarkaði um að veita félögum sínum ýmsa þjónustu. Þó heltekur annað slagið einhver tækjadellan þjóðina svo að hún vill búa til félag um hana. Þannig er í Útlaginn eftir Einar Jónsson. Hann sneri ekki aftur ^ tii samfélagsins fyrr en hungur, vosbúö og krankleiki voru að leggja fjölskylduna aö velliJ . í dag er þaö einmltt krankleikinn sem Stuðningsþjónusta geðfatlaðra bJ SA-Nicotine Stomasamtök íslands ■ Heilavemd Astma- og ofnæmisfélagið Samtök sykursjúkra Félag heyrnadausra B Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Í3 Bergmál, líknar- og vinafélag Heyrn, styrktarfélag heyrnardaufra I Daufblindrafélag íslands GA - Gamblers Anonymous Blindrafélagið 11 Öldrunarráð (slands ■ Tourette-samtökin á íslandi Blindravinafélag íslands I Ný-rödd Þroskahjálp E Stuðningsfélag slasaðra E3 Einstök börn, stuðningsfélag Félag velunnara Borgarspítalans Barnavinafélagið Sumargjöf . SÁÁ ii Átak, félag þroskaheftra I FUÍ - Fötluð ungmenni íslandi ■ Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Styrktarfélag vangefinna | Parkinsonssamtökin á íslandi I Krýsuvíkursamtökin I Umsjónarfélag einhverfra Breið bros, foreldrafélag Félag hjartasjúklinga | Barnaheill I Norræn barnahjálp | Landssamtök hjartasjúklinga I Brúin, félag velunnara Heilsugæslu Kópavogs ■ Félag ungra alka Hjartavernd 11 NORSAM, norrænu öldrunarsamtökin NA-samtökin á íslandi 11SEM, samtök endurhæfðra mænuskaddaðra I Samtök psoriasis- og exemsjúklinga SÍBS B Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda 9 Lffsvon id Medic Alert á íslandi I fl Dýraverndunarfélag Reykjavíkur Félög skráð fyrir 1970 ! Félög skráð 1980-1989 j Félög skráð 1970-1979 I Félög skráð 1990-1998 í-wfW bindur flesta viö samfélagiö, þeir eru í félagnneþ öörum meö sama sjúkdó dag til fólk sem finnst of háskalegt að eiga jeppa eitt og sér og vill leita stuðnings hjá öðrum sem hafa ráðist í viðlíka fjárfestingu. Þegar '68-kynslóðin fór að láta kræla á sér spruttu upp félög sem byggðu á félagslegum grunni. Rauð- sokkur börðust fyrir réttindum kvenna, Félag einstæðra foreldra átti sinn blómatíma, Leigjendasam- tökin voru stofnuð og Samtökin '78, samtök homma og lesbía, hjálpuðu fólki út úr skápnum. Fólk stofnaði félag um rekstur barnaheimila og þeir sem urðu illa úti vegna verð- tryggingar lána stofnuðu Sigtúns- hópinn. Á þessu tímabili bjó hér fólk sem vildi mýkja upp samfélagið með virkri þátttöku fólks í því en með örfáum undantekningum eymir vart eftir af þessum félagslega blómatima í dag. Hann fólnaði með blómabömunum. Ríkið yfirtók nær öll verkefni þeirra. Þegar samkyn- hneigðir fá sérstaka deild í félags- málaráðuneytinu verður þessum kafla lokið. Sú gerð félaga sem einkennir okk- ar tíma eru sjúkdómafélög. Á síð- ustu tveimur áratugum hefur verið stofnað félag um nánast hvem þann krankleika sem hrjáð getur mann- skepnuna. Áður en áttundi áratug- urinn rann upp áttu blindir, heyrn- arlausir, lamaðir og fatlaðir sin fé- lög en í dag eiga spilaflklar, exem- sjúklingar og meira að segja slasað- ir sitt sérstaka félag. Fólk virðist í ríkara mæli sækja sjálfsmynd sína í það sem hrjáir það líkamlega en ekki félagslega stöðu sína, eins og fyrir nokkrum árum, eða eignir sín- ar og aðstöðu eins og eftir stríð. Þess síður gengur það í félög um framtíð- arsýn, mannræktun eða von um réttlátara samfélag eins og aldamó- takynslóðin. í dag er fólk ekki það sem vill verða, ekki það sem er og á, ekki endurspeglun félagslegrar stöðu sinnar heldur fyrst og fremst það sem er aö þvi - frávikið frá ein- hverju ímynduðu líkamlegu normi. Við lauslega athugun á skrá Hag- stofu íslands yfir líknar- og stuðn- ingsfélög kom í ljós að fjöldi svona sjúkdómafélaga hefur margfaldast á undanförnum árum. Ef aðeins eru tekin helstu félögin og einstökum byggðarlagafélögum sleppt (Krabba- meinsfélag Siglufiarðar og þar fram eftir götunum) þá kemur í ljós að í upphafi áttunda áratugarins voru þau ellefu en í lok hans voru þau orðin 24. Fjöldinn hafði meira en tvöfaldast. Á níunda áratugnum bættust síðan við 19 félög og á þeim tíunda önnur 28. Ef byggðarlagafé- lögin væru tekin með þá væri þessi þróun nánast beint strik upp á við, því nánast öll stærri félögin hafa kvarnast niður í litlar deildir í nán- ast hverju einasta krummaskuði á landinu. Starfsemi þessara félaga er oftast tvískipt. Annars vegar veita þau fé- lögum sínum stuðning með sam- skiptum við þá sem bera sama sjúk- dóm. Hins vegar þrýsta þau á ríkis- valdið um viðurkenningu á sérstöðu hinna sjúku og auknum fiárveiting- um til aðhlynningar þeirra. Ef uppsveifla sjúkdómafélaganna segir eitthvað um þjóðina þá er ljóst að hún á bágt. Hún er náttúrlega ekkert veikari en áður heldur hefur hún þvert á móti aldrei verið heil- brigðari. En hún hefur aldrei fyrr verið svo upptekin af krankleika sínum að hann sé henni drifkraftur félagslegrar þátttöku og helsta áhugamál. Pasta Basta ★★★ Ljúfir hrísgrjónaréttir Meyr smokkfiskbelgur fylltur mildri krabbakjötsblöndu og síðan sneiddur, borinn fram á undurljúf- um risotto-hrísgrjónagraut, var dæmi um góð tilþrif í eldhúsi Pasta Basta við Klapparstíg. Annað dæmi var einfalt og ljúft risotto með gráð- ostssnerpu í bragði, borið fram með fallegri salatskreytingu. Hrísgrjón mynda samt ekki ein- kennisrétti staðarins, heldur ótelj- andi tilbrigði af góðum pöstum sem lagaðar eru á staðnum. Sedani- pastarör voru skemmtilega hóflega soðin upp á ítölsku, með bragðsterk- um kryddpylsubitum, papriku, sveppum og vorlauk í óhóflega mik illi ólífuolíu. Pastahrósið nær ekki til 890 króna hlaðborðsins í hádeginu, sem byggist á fems konar köldum pöstum með blönduðum sjávarréttum, með tún- fiski, tómati og rauðlauk, með kjúklingum og sveppum og með kryddlegnu hrásalati. Betra var að halla sér að fersku og skrautlegu blaðsalati með balsam-olíusósu og hlutlausu fiski-risotto með parmiggi- ano-osti. Hiaðborðinu fylgdi lika tær tómatsúpa, sérkennilega og skemmti- lega skarpt krydduð með blóðbergi, basilikum og estragon. Þríréttað tilboð dagsins kostar 2.380 krónur. Það fól í sér áðumefnt gráðosts-risotto á undan og þrenns konar ís í stökkri pönnuköku með berjasósu á eftir. Aðalréttur þess var hunangsgljáð kjúklingabringa, of mikið elduð og ekki nógu meyr, bor- in fram ofan á ómerkilegum bauna- og grænmetisgraut, fljótandi á miklu magni af brúnni sósu og með skúffu- steiktum kartöfluþynnum og ein- fóldu hrásalati á hliðardiski. Snöggsteikt hörpuskel var meyr, borin fram á afar ljúfu sítrónu- og hunangs-risotto. Kryddlegið nautafil- let á salati, með furuhnetum og hind- berja-ediksolíu, var tæpast nógu mikið legið, borið fram með fallegri salatskreytingu. Feneysk ostakaka skúffulöguð var góð að venju, en bor- in fram með miklu magni af óþarfri súkkulaðisósu volgri. Franskar vatnsdeigsbollur profiteroles með vanillukremi og sömu volgu súkkulaðisósunni voru þær beztu, sem ég hef fengið í bænum. Fyrir mat er boðið ágætt og volgt brauð, bakað á staðnum. Snöggtmn lakara var harðristað hvítlauks- brauð. Réttir af fastaseðli eru yfir- leitt dýrir, pöstu á 1520 krónur og þríréttað með kaffi á 3.610 krónur. Þrátt fyrir verðlagið eru notaðir af- gangar af mislitum og and-ítölskum pappirsþurrkum úr barnaboðum. Lítt skólað þjónustufólk er sumt hvert of uppáþrengjandi, truflar sam- ræður gesta með sífelldri spurningu um hvernig maturinn sé. Umgerð staðarins hefur lítið breytzt. Fremst er þröngur, grodda- legur og notalegur kjallari framan við opið eldhús, með messingi milli „Glerskálinn er orðinn notalegur síðan gróðurhafið náði sér upp.“ bása, landakortum í stað veggfóðurs, ýmsu rusli til skrauts á veggjum og nýlegum örljósum í lofti. Inn af er glerskáli sem orðinn er notalegur síðan gróðurhafið náði sér upp. Innst er svo tjaldskáli sem tekur við reyk- ingafólki, sjálfhverfum leiklistarspír- um og öðru yfirfalli staðarins. Jónas Kristjánsson 6 f Ó k U S 14. ágúst 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.