Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Side 8
lítilmennska
„Einu sinni voru hér í Reykjavík
virkilega ógeðslegar búllur sem
voru frægar fyrir drykkjulæti og
svall. Seint um kvöld eitt árið 1936
gengum við vinur minn niður
Hverfisgötuna og þá var verið að
hreinsa út af einni búllunni. Út
ultu sjö enskir sjóliðar sem allt í
einu réðust á okkur. Við vörðum
okkur að sjálfsögðu og börðum frá
okkur alveg þangað til við komum
niður á Vatnsstíg. Barst okkur þá
íslenskur liösauki sem tók einn
Englendinginn upp og henti hon-
um beint á hausinn. Þá fannst okk-
ur nóg komið, slagsmálin hættu og
Englendingarnir komu sér í burtu.
Einn sjóliðinn gleymdi þó húfunni
sinni og ég hirti hana upp. Daginn
eftir fórum við að ímynda okkur að
hann gæti fengið bágt fyrir að týna
húfunni. Við fórum því niður á
höfn í þeim tilgangi að skila henni.
Á endanum urðu svo allir ofsalega
góðir vinir og við félagarnir feng-
um meira að segja súkkulaði hjá
dátunum og skoðuðum allt skipið.
Þarna var barist af karlmennsku
og sæst á eftir eins og sönnum karl-
mönnum sæmir,“ segir Guðmund-
ur Arason sem er hnefaleikamað-
ur, langafi og allt þar á milli.
Hann hefur boxað síðan Hitler
komst til valda, baröist sjálfur í
hringnum í tuttugu ár og þjálfaði
upp 58 íslandsmeistara fyrir Ár-
mann. Þá hefur skák líka spilað
stóra rullu í lífi hans um dagana og
árlega er haldið skákmót sem ber
nafn hans. Guðmundur einn
stærsti stálinnflytjandi landsins,
teflir enn og lætur sér ekki detta í
hug að hætta að boxa.
Klækir og brögð
„Hnefaleikar eru list. Það eina
sem ég hef áhuga á í lífinu eru
hnefaleikar og skák. Fljótt á litið
virðast þessar íþróttir ólíkar en
þegar betur er að gáð kemur í ljós
að þær eru merkilega líkar. í þeim
nota menn klæki og brögð til að
knésetja andstæðinginn. Þeir verða
að hafa nokkuð góðan heila og vera
slóttugir. Það er heldur ekki sama
hvaða hugarfar maður hefur gagn-
vart andstæðingi sínum. Þeir
verða að bera virðingu hvor fyrir
öörum enda væru þeir hvorki að
tefla né berjast ef þeir væru ekki
jafnir að getu.“
Eins og nærri má geta er Guð-
mundur ekki hress með að hnefa-
leikar skuli vera bannaðir á ís-
landi. Hann segir íþróttina vera
langt því frá hættulega, þvert á
móti gæti hún bætt hegðan ungra
manna sem laus er höndin.
„Mér þykir leitt að það sé búið
að banna þetta. Ég bara skil það
ekki. Þessi íþrótt er iðkuð um aÚan
heim. ísland er eina landið sem
bannar hana og ég veit ekki af
hverju. Hnefaleikar hafa aldrei
gert neinum neitt alvarlegt og það
er ekki hægt að finna á sjúkra-
skrám að nokkur maður hafi meitt
sig alvarlega í hnefaleikum hér á
íslandi. Reyndar meiddi einn mað-
ur sig á fingri sem gerði það að
verkum að hann gat ekki leikið á
lúður sem áður. Það er talaö um að
60 prósent knattspyrnumanna
meiði sig og 12 prósent handknatt-
leiksmanna. Af hverju er þá boxið
bannað?“
Prakkarinn
sem mannaðist
„Karlmennskuna vantar f unga
menn í dag. Það er einhver and-
skotinn hlaupinn í mannskapinn
núna. Manni er gefið á kjaftinn og
hann liggm- í götunni. Þá er byrjað
að sparka I hann sem er ógeðfellt
og lítilmannlegt. Út úr kortinu.
Þetta er aumingjaskapur og ekkert
annað. Enginn hnefaleikamaður
gerir svona hluti. Það er útilokað.
Þess vegna væri nær að leyfa
ungum mönnum að fá útrás í
hnefaleikum þar sem þeir læra að
berjast og fá nóg af slagsmálum
inni í hringnum.
Fyrir fjórum árum fór til dæmis
að vinna hjá mér strákur sem var
prakkari og vandræðagemsi sem
hafði flosnað upp úr skóla. Ég fór
að kenna honum hnefaleika og í
ljós kom að hann hefur allt sem
þarf til að bera til að vera góður
hnefaleikamaður. Mig langar mik-
ið að fara út með hann til Rotter-
dam og leyfa honum að keppa.
Hann hefur mannast svo mikið og
á lítinn strák sem hann elur að
mestu leyti upp sjálfur og gerir það
virkilega vel. Hann er reglusamur
og er farinn að læra köfun. Hann
er gerbreyttur maður og ég er
hreykinn af honum. Ég þakka þetta
hnefaleikunum því þar fékk hann
tækifæri til að fá rasa út,“ segir
Guðmundur.
Dónalegir í dansinum
Boxið hefur líka gert Guðmundi
gott. Hann segir að það hafi eflt
hann til að gera ýmsa hluti sem
hann hefði annars ekki gert. Traust
hans á sjálfum sér þakkar hann
boxinu og líkir þvi við herskóla.
„Það vantar hérna herskóla. Það
þarf að koma einhverju slíku upp
sem stabilíserar menn. Mér finnst
ungir menn vera ókurteisir. Ef við
berum saman amerískan mann sem
ávarpar einhvem, segir hann gjarn-
an „sir“ á eftir. Enginn íslenskur
maður myndi segja „herra“ við ein-
hvern sem hann væri að tala við.
Mismunurinn á ungu mönnun-
um núna og okkur sem voram einu
sinni ungir er mikill. Hér áður
Guðmundur Arason
er ekki bara einn
mesti töffari sinnar
kynslóðar heldur
allra annarra
kynslóða líka.
ygjijer sjötíu og
nu^ra, veit ekkert
skemmtilegra
en að boxa, segir
aumingjaskap vera
hlaupinn í unga
menn sem séu upp
til hópa ókurteisir og
skorti auk þess alla
karimennsku. jgjjj
fyrirlítur slagsmál
götunnar sem eru að
verða æ ógeðfelldari
og segir að ef
ástandið eigi að
batna dugi ekkert
minna en herskóli.
hneigðu menn sig fyrir dömum þeg-
ar þeir buðu þeim upp í dans. Eftir
dansinn fylgdu þeir þeim svo aftur
til sætis og þökkuðu fyrir dansinn.
Nú benda ungir menn á dömumar
og skipa þeim að koma út á dans-
gólfið. Eftir dansinn flýja þau svo
hvort sína leið. Mér finnst þetta
dónalegt. Reyndar held ég að kven-
fólkið eigi líka þátt í því að svona
er komið fyrir samskiptum kynj-
anna.“
Davíð eini
stjórnmálamaðurinn
Við ungt fólk vill Guðmundur
segja:
„Þið eigið að teíla og fást við tón-
list. Alveg sama hvernig tónlist.
Tónlist hefur góð áhrif á heilasell-
umar og skák er íþrótt hugans. Þið
notið líka of mikið áfengi. Það er
hættulegt. Ég drakk ekki þegar ég
var ungur. Ég tók hlutverk mitt
sem hnefaleikaþjálfari alvarlega og
reyndi þess vegna að vera góð fyr-
irmynd. Mér gekk vel.“
Guðmundur hefur ekki bara skoð-
anir á ungu fólki og hnefaleikum.
Stjórnmálamenn sleppa ekki
heldur.
„Það er mikill tvískinnungur í
þjóðfélaginu og stjómmálamenn...
ja, Davíð Oddsson er eini almenni-
legi stjórnmálamaðurinn. Ég þekki
hann mjög vel og hann er að mínu
mati eini stjómmálamaðurinn sem
við eigum. Það ber ekki mikið á
honum, hann hefur hægt um sig,
kemur fram þegar á þarf að halda
og sker úr málunum. Ég hef mjög
mikið álit á honum.
Það er eins og allir aðrir stjóm-
málamenn séu komnir af
skútukörlum, haga seglum eftir
vindi en venjulega fara þeir allir í
öfuga átt. Það er eini munurinn á
þeim og gömlu skútukörlunum."
Guömundur, ertu töffari?
„Ef ég er töffari hef ég orðið það
með aldrinum því þegar ég var img-
ur var ekki mikið um þessar gerðir
manna. Þá vora allir fátækir og ég
var eins og aðrir strákar, reddaði
mér bara. Mér hefur vegnað vel í
lífinu og get nú gert það sem mig
langar tO að gera. Ég læt fjölskyld-
una mína njóta þess og reyni að
láta gott af mér leiða. Sumir álita
mig voða góðan dreng og ég reyni
bara að vera það.“ -ILK
f Ó k U S 14. ágúst 1998
8