Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Síða 10
Ekki leiðinlegt að vera Puffy Daddy rakar inn seðlunum þessa dag- ana. Hann fær álitlega upphæð fyrir æviminningar sínar sem eiga að koma út á bók á næsta ári. Mikal Gilmore, sem hefur skrifað mikið fyrir Rolling Stone-tlmaritið, skráir sögu Puffys. Bðkin verður, auk þess að vera ævisaga, leiðbeiningar um það hvernig á að brjótast undan sárri fátækt og höndla ameríska drauminn, en það hefur Puffy einmitt gert af skörungsskap. Tveim dögum eftir að fréttist af ævisög- unni bárust fregnir um að fyrirtækið BMG hefði látið hinn 28 ára rappara fá litlar 40 milljónir dala f bónusgreiðslu þvf undirfýrir- tækið Bad Boy, sem Puffy stjórnar, gengur svo vel. Auk þess aö vera sívaxandi rappmó- gúll hefur Puffy fært út kvíarnar í ýmsar átt- ir. Hann leikur á móti Al Pacino í nýju Oliver Stone-myndinni, „Any Given Sunday", ætlar að setja f gang fatalíriuna „Sean Jean" á komandi vori, hefur flárfést í tískublaðinu Notorious, á matsölustað og er aö spá f að fjárfesta f 12 hæða blokk á Manhattan. Meö fram öllu vafstrinu tókst honum að kaupa sérgamlan Bentley-kagga, sem Puffy segir að sé fyrsta gjöfin sem hann gefur sjálfum sér. „Ég er að reyna að gera það sem engum ungum svörtum manni hefur tekist áður. Og ég bið til guðs að það sem ég er að gera hafi jákvæð áhrif á fólk," sagði hann nýlega á leið f bankann. vil deila því meö heiminum," segir Lauryn Hill. The Fugees í sólóbauki Söngkona og rappari The Fugees, Lauryn Hill, boðar sólóplötuna „The Mis-education of Lauryn Hill" seint f september. Þegar hef- ur Wyclef Jean úr Fugees gert sólóplötu sem gerði það gott og sólóplatan „Ghetto Superstar" frá Pras Mlchael - þriðja hjólinu f Fugees - er væntanleg f október. Flestir eru þó spenntastir yfir sólóplötu Lauryn. Hún hefur ekki setið aðgerðalaus síðan hún söng kasólétt fyrir þá sem komu að sjá Fu- gees í Laugardalshöll. Fyrir utan að fæða soninn Zlon (Rohan Marley, sonur Bobs, er faðirinn) hefur hún unniö með Arethu Franklln að músík og myndböndum og svo auðvitað gert nýju plötuna, sem tjaldar bæði rappi, ballööum og blús og Mary J. Bllge og D'Angelo, sem eru sérstakir gest- ir hennar. Lauryn notar nær eingöngu lifandi hljóðfæraleik á plötunni. Útgefendur hennar sjá fram á 7-8 milljón eintaka sölu, en vin- sælasta plata The Fugees, „The Score", hefur selst f 17 milljón eintökum. „Músík gefur tóninn fyrir kynslóðirnar og ég hef saknað einlægrar tónlistar lengi," segir Lauryn. „Hestir eru hræddir við að sýna sitt rétta andlit. Ég er mjög venjuleg. Ég finn bæði fyrir gleði og sorg og vil deila þvf með heiminum. Ég var ekki að leita að fullkomnun á plötunni heldur tilfinningu og ég náði þeirri tilfinningu sem ég var aö leita að.“ The Fugees hafa langt f frá lagt upp laupana þó meðlimirnir séu um þessar mundir að bauka hver í sínu horninu. Ný plata með grúppunni er á teikniborðinu fyrir næsta ár og er vinnsluheitið „Class Reunion 1999". Til iSöJjjdtes „Ég vorkenni blaðamönnum sem þurfa að skrifa um okkur,“ segir Tom Gray, marghljóðfæraleikari í Gomez, „ekki myndi ég vita hvað ætti að skrifa." Ég þakka hugulsemina. Gomez er fimm manna band frá Yorkshire. Þeir eru rúmlega tvitugir en hljóma eins og þeir séu fertugir, án þess þó að vera eitthvað minna ferskir fyrir vikið. Þeir höfðu bara verið starf- andi í ár þegar stóru hljómplötufyr- irtækin á Englandi slógust um þá. Þetta eru háskólastrákar sem kynnt- ust í skólanum. Sumir útskrifuðust, aðrir hættu bara og nú búa þeir all- ir saman í íbúð með sameiginlegt plötusafn, sukka eins og ungir ein- hleypir menn og höfðu samið og tek- ið upp 70% af fyrstu plötunni sinni, Bring It on, þegar Hut-útgáfan (Smashing Pumpkins og The Verve) vann fyrirtækjaslaginn og fékk bandið á sitt band. Platan er stórgóð og skemmtileg og hefur alls staðar fengið æpandi góða dóma. Vandamálið er að ómögulegt er að flokka Gomez. (Er það vanda- mál?) „Þetta er fyndið. Sumir halda að við séum folkband, aðrir segja að við séum blúsband, margir halda að við séum gamalt amerískt kán- trírokkband, fólk vill m.a.s. kalla tónlistina prog-rokk. Það er frábært að enginn veit á hvaða íjandans bás á að setja okkur - og það er einmitt lóðið." Áhrifavaldarnir eru sem hér seg- ir: Tom Waits, Tim Buckley, Dr. John, Beck, Grateful Dead, Marvin Gaye, Charles Mingus, Ben Harper, Otis Redding, John Coltrane, Beach Boys, Miles Dav- is, George Gershwin, og þetta er bara byrjunin. „Við hlustum á ALLT. Ástæðan fyrir því að fólk mun halda áfram að líkja okkur við gamla tónlist er melódíkin í tónlist okkar. Þú átt víst ekki að geta samið melódíska tónlist á meðan þú ert ungur.“ Gomez-drengirnir hafa líka verið sakaðir um að vera „retro“ - með gamlan hugsunarhátt - en þeir neita auðvitað öllum sakargiftum. „Það er ekkert retro við það t.d. að fila blús það er ekki retro-hugsunarháttur. Ef við hefðum farið í hljóðver með einhverjum smartífartí hljóðstjórn- anda hefði útkoman orðið næntís- leg en við gerðum þetta sjálfir og svona vildum við að platan hljóm- aði.“ Gomez á sér háleit markmið, eins og að „endast vel“, „gera helling af frábærum plötum í viðbót" og „verða vörumerki fyrir góða tón- list“. Aldamótin nálgast og kannski er hugsunarhátturinn hjá Gomez einkennandi fyrir glundroðann og margstefnuna í poppheiminum; „Við getum tekið allan fjandann úr öllum fjandanum og gert við það sem okkur sýnist, leikið okkur með það án annmarka. Við segjum til fjandans með allar fyrir fram ákveðnar skilgreiningar. Og það er rokk og ról attitjútið í hnotskurn." -glh íslenski NR. 285 [ i S 1: i n n [ vikuna 13.8-20.8. 1998 Siftl Vikur LAG FLYTJANDI 6/8 30/7 1 7 1 D0NTWANTT0 MISS ATHING ... AERÖSMITH 2 4 2 4 1NTERGALACTIC BEASTIE B0YS 9 6 3 7 COME WITH ME PUFF DADDY & JIMMY PAGE 5 3 4 5 DEEPER UNDERGR0UND JAMIR0QUAI 3 2 5 5 DRINKING IN LA BRAN VAN 3000 7 7 6 4 LIFE DES'REE 10 21 7 10 SPACE QUEEN 10 SPEED 1 2 8 6 REALG00D TIME ALDA ÓLAFSDÓTTIR 8 25 9 5 1 THINK l'M PARANOIS GARBAGE 6 5 10 3 ABANIRI . .PÁLL ÓSKAR & CASIN0 4 8 11 2 VIVA F0REVER SPICE GIRLS 18 - 12 1 ANGEL MASSIVE ATTACK ■ N Ý T T 13 6 GETIT0N REAL FLAVAZ 11 9 14 4 HALTUMÉR GREIFARNIR 25 31 15 2 SAINTJ0E 0NTHE SCH00LBUS ... ... .MARCY PLAYGR0UND 33 - 16 4 IMMORTALITY CELINE DI0N 17 18 17 3 YOU'RE MY HEART, YOU'RE MY S0UL M0DERN TALKING 19 19 18 6 THEB0YISMINE BRANDY & M0NICA 15 9 19 5 TERLÍN LAND 0G SYNIR 16 13 20 1 TIME AFTERTIME IN0J 1 M V T T 1 21 1 AN0THER 0NE BITES THE DUST ... QUEEN 40 - 22 3 1 D0NTWANTT0KN0W LH00Q 21 39 23 4 0RIGINAL . .SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 14 14 24 4 CRUSH JENNIFER PAIGE 12 32 25 4 ÉG ER BARA EINS 0G ÉG ER STUOMENN 24 24 26 3 THE X-FILES THEME ... .THE DUST BR0THERS 13 12 27 5 CRUEL SUMMER ACE 0F BACE 26 27 28 5 DAGURl B0TNLEÐJA 20 29 29 3 L0VELY DAZE DJ JASSY JEFF & FRESH PRINCE 29 40 30 5 BECAUSE WE WANTT0 BILLIE 32 35 31 2 L0ST IN SPACE ... .APP0LL0 F0UR F0RTY 31 - 32 7 S0 AL0NE BANG GANG 28 16 33 6 NATURALLY MAGGA STÍNA 22 n 34 6 LIFEAINTEASY CLE0PATRA 30 30 35 1 SILÍK0N SKÍTAMÓRALL I M V T T I 36 3 PERFECT ... .SMASHING PUMKINS 23 17 37 2 ALL AB0UTTHE M0NEY MEJA 35 - 38 1 STRIPPED RAMMSTEIN InýttI 39 2 1 BEL0NGT0Y0U LENNY KRAVITZ 28 - 40 1 ÉG ÆTLA AÐ N/ELA í ÉIG .SÖNGLEIKURINN GREASE In ý'ttI Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 tll 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, aF öTlu landinu. Einnig getur fdlk hringt f síma 550 0044 og tekiö þátt f vall listans. íslenski listinn er Frumfluttur á Fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum Föstudegl f DV. Ustinn er JaFnFramt endurFluttur á Bylgjunnl á hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn er birtur, aö hluta, f textavarpi MTV sjónvarps- stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart" sem Framleiddur er aF Radio Express f Los Angeles. Bnnig hefur hann áhrif á Evrdpulistann sem birtur er f tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið aF bandarfska tdnlistarblaðinu BiHboard. Yfirumsjón me8 skoöanakðnnun: HaTldóra HauksdótUr - Framkva*md könnunan MarkaSsdelld DV - Tölvuvinnsla: D6d6 - Handrlt, helmildaröflun og yfirumsjdn meí framlelðslu: Ivar Guímundsson - Taeknistjóm og framleiðsla: Þorstelnn Ásaeirsson og Rráinn Steinsson - Utsendingastjóm: Ásgeir Kolbelnsson og Jóhann Jóhannsson - Kynnlr f útvarpi: Ivar Guðmundsson ILJ-1 r;1 >•>11 ■ -1 < ^ 11 -'.1' n -i -.. j11 - - " ....... 1 " 1 1...............l-L....................-....... •' »{ — plötudómur Allt í áttina í fyrrasumar komu Spírur og nú eru þær orðnar Kvistir. Böndin frá því f fyrra hafa þó ekki trénað held- ur vaxið og dafnað og ný bæst við. Yfirbragðið er rokkað, með öngum út í tölvupopp, flest böndin komin upp á yfrrborðið með útvarpsspilun og vinsældum en sum enn í mold- inni. Maus er eina bandið sem fær að vera með tvö lög. „Allt sem þú lest er lygi“ er gott rokklag, neglt í bak og fyrir með þykkum gíturum og sprellandi þéttum trommuleik Dan- íels, sem ég lýg ekki að sé að verða einn sá þrumuþéttasti í rokkbrans- anum. Þetta er e.t.v. besta lag Maus til þessa og sýnir fram á bjarta framtíð. „(Inn í) Kristalnótt" er óraf- mögnuð útgáfa af gömlu lagi og bæt- ir engu við nema kannski vissunni um að Maus getur spjarað sig i raf- magnsleysi. Móu-lagið, „Memory Cloud“, er gott popp. Hún syngur það eins og hún hafi gleypt loft úr nokkrum helíumblöðrum og hljóm- ar eins og afkvæmi Earthu Kitt og Æðstastrumps. Maður meikaði kannski ekki heila plötu í þessum stíl en eitt lag er sniðugt. í svipuð- um jakkafata tölvupoppsanda eru Barði og Esther Talía; Bang Gang. Eftir smávegis fikt við brimbretta- poppið hefur bandið nú hreiðrað um sig á vinnustofu Portishead en er langt í frá hermikrákur og getur samið grípandi lög með hjálp nýj- ustu tölvutækni. „So alone?“ er glimrandi dæmi um þetta. Gusgus er með rafmagnsgræjaða útgáfu af Depeche Mode-lagi sem Daníel hvíslar aðframkominn í falsettu beint úr sundhettunni eins og hann hafi rétt áður synt yfir Hvalfjörð. Flott, en kannski eins og pantað upp úr vörulista frá „Nýjustu græjum ehf‘. Græjumar eru mun eldri hjá Stjörnukisa en hljósveitin bætir það upp með krafti og spilagleði. „Krómósóm" er beint framhald af því sem tríóið hefur áður gert, blóð- ugt fónk og pönk á skurðarborði. Quarashi rappar oná áöur^óradd- að lag, „Loud!“ Ekki veit ég hvaðan samplið, sem notað er í millikaflan- um, kemur en höfundar þess ættu að fá kredit þvi það „gerir“ lagið. Annað er rakur trommutaktur, bassi og óskiljanlegt rappraus. Þetta er undir meðallagi hvaö Quarashi varðar en að öðru leyti eitt skemmtilegasta lag disksins. Mér hefur alltaf fundist Vínyll vera að Ýmsir flytjendur -Rvistir ★★★ >rAllt sem þú lest er lygi er gott rokklag, neglt í bak og fyrir með þykkum gíturum og sprellandi þéttum trommuleik Daníels, sem ég lýg ekki að sé að verða einn sá þrumuþéttasti í rokkbransanum.“ gera skemmtilega hluti (eftir fremur leiðinlega byrjun sem Tjalz Gissur) og „Vera“ er engin undantekning. Lögin hjá Vínyl eru hlaðin af frjóum hljóðfæraleik og fínpússi; þetta eru smekkmenn sem ofhlaða aldrei. Pornopop gaf út tvöfalda plötu fyrir síðustu jól sem átti spretti, en „Trumpef ‘ hleypur beint í fangið á Robert Smith og hljómar of líkt The Cure til að geta verið tekið mjög alvarlega. „Ég dræpi sjálfan mig fyrir þig“ syngja klámpoppar- arnir á ensku og jafnvel Robert Smith var aldrei svona vesæll. Port hamrar gítarana í frekar ósannfær- andi og lufsulegum popppælingum og Dagbók NN - eina glænýja band- ið á Kvistum - hefði alveg mátt þroskast lengur inni í bílskúr. 200.000 naglbítar bíta frá sér í hefðbundinni gítarkeyrslu, minna rosalega á eitthvert amerískt rokk - kannski Lemonheads - en eru í góðri verkfærageymslu og trúandi til að glefsa í nýjar og framandi átt- ir. Það er Bellatrix byrjuð að gera; hefur fengið forritara í lið með sér til að hræra í rokkinu sem var dálít- ið byrjaö að staðna hjá þeim. „A sting“ er sætt popplag og kannski engin bylting hjá Kolrössum, en í áttina. Kannski má segja það sama um þessa plötu; Kvistir eru ekki byltingakennd safnplata, en þetta er allt í áttina. Gunnar Hjálmarsson f Ó k U S 14. ágúst 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.