Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Page 11
popp
Gunnar Bjarni Ragnarsson, höfuðpaur Jet Black Joe, er að feta sig aftur inn
Maður í manns stað
Kaffi Reykjavík. Hljómsveitin 8-vlllt spilar í
kvöld og annað kvöld en á sunnudags- og
mánudagskvöld ætlar Eyjólfur Krlstjánsson að
gleðja gesti með spili og söng. Á eftir Eyjólfi á
sunnudagskvöld taka Grétar Örvars og Bjarnl
Ara við en á mánudagskvöldiö ætlar Bubbl
Morthens að leysa hann af hólmi. Bubbi mæt-
ir svo aftur á miðvikudagskvöld sem og aðrir
tónlistarmenn. Engin smá tónlistarveisla á
Kaffi Reykjavík um jiessar mundir.
Catalina í Kópavogi. Anton Kroyer og Elín spila
í kvöld og annað kvöld.
Café Amsterdam. DJ. Blrdy tryllti gesti
Amsterdam um verslunarmannahelgina meö
einstökum skemmtiatriðum og ætlar nú að
halda áfram, bæði í kvöld og annað kvöld.
Kaffileikhúsiö. I kvöld er efnt til dansleikjar í
anda Hótel Borgar um og eftir seinna stríð.
Djasssöngkonan Þóra Gréta Þórisdóttlr ætlar
að flytja tónlist þessa gullaldartímabils djass-
ins. Boðið er upp á máltíð þessu samhliða og
hægt veröur að úða í sig hvítlauksristaða
humarhala í koníakssósu undir tónunum.
Naustkjallarinn. Plötusnúöurinn Skugga-Bald-
ur er alveg frábær og hann verður á staðnum í
kvöld og annað kvöld, hættir ekki aö þeyta skíf-
urnar fyrr en klukkan þrjú. Á fimmtudagskvöld
veröur svo dansaöur línudans í Naustkjallaran-
um.
Fógetlnn. í kvöld leikur Blái fiðrlngurlnn fyrir
Fógetafólk meö BJörgvln Gíslason í broddi fylk-
ingar en næstu tvö kvöld á eftir spilar blú-
stöffarinn Marty Hall frá Kanada.
Álafoss föt bezt. Hin íöilfagra sænska
blómarós Tlna Stenberg er ekki bara fögur
heldur getur hún líka spilað á gítar og sungið
eins og engill. Þessi fegurðardrottning frá Sví-
þjóð semur lögin sín sjálf og verður þarna í
Mosfellssveitinni i kvöld og annað kvöld. Hún
hefur upp raust sína á miðnætti og það kostar
bara sexhundruðkall að hlýða á hana.
Gaukur á Stöng. Hljómsveltin Hunang verður á
Gauknum í kvöld en á morgun og mánudags-
kvöld verða þar Blúsmenn Andreu.
Ingólfscafé. Gumml Gonzales þeytir skífur
bæði djammkvöldin.
Grand Hótel v/Sigtún. Gunnar Páll leikur og
syngur fyrir hótelgesti í kvöld og annað kvöld.
Café Romance. Söngvarinn og leikarinn Glen
Valentlne skemmtir gestum þessar vikurnar
með kvöldverðartónlist.
Fjaran. Það verður ekki dónalegt að snæða
góðan mat undir rómantískum tónum Jóns
Möllers píanóleikara.
Gullöldln. I kvöld og annað kvöld leika félag-
arnir Svensen & Hallfunkel.
Krlnglukráln. Léttir sprettlr er gott úthald. i
gær, í kvöld, annað kvöld og á sunnudaginn
spilar hún á Krínglukránni. Ómar Dlðriksson
er I Leikstofunni.
Næturgallnn. Stefán P. og Pétur ásamt
gestasöngkonunni Önnu Vllhjálms leika í
kvöld og annað kvöld.
Slr Ollver. Blúskvöld í kvöld og á morgun
með Barflugunni. Á sunnudagskvöldið verða
svo Pétur Örn Guðmundsson, Karl Olgelrs og
Vilhjálmur Goði með skemmtiatriöi.
Lelkhúskjallarlnn. Eftir örstutt sumarfrl er
Stjórnin nú komin á fullt og kætir gesti
kjallarans í kvöld. Á morgun verður það hins
vegar útvarpsmaðurinn Slggl Hlö sem sér til
þess aö fólki leiöist ekki.
Sveitaböll
Inghóll á Selfossi. Greifarnir með dansleik í
kvöld.
Stapinn I Njarðvik. Grelfarnlr með dansleik
annað kvöld. Bylgjulestarball.
Veltingastaðurinn í Munaðarnesl. Fjölskyldu-
tónleikar með Bubba Morthens á sunnudag-
inn klukkan þijú. Kóngurinn er í ótrúlegu
formi. Kostar ekkert inn.
Víðihlíð í V-Hún. Stórdansleikur með hinum
sívinsæla Gelrmundl Valtýssyni annað kvöld.
Boðlnn á Stöðvarfirði. Djassband Árna ís-
lelfs verður með tónleika á þessu ágæta veit-
ingahúsi í kvöld.
Hella. Nú eru Töðugjöld á Hellu og Sóldögg
ætlar að leika þar annað kvöld. Sóldögg er
merkilega dugleg að ferðast og verður komin
á Höfn annað kvöld.
í íslenskan poppheim með nýrri sveit, Mary Poppins. í viðtali við Dr. Gunna
ræðir hann um sukksöm ár með Jet Black Joe, söngvara sem ganga í og úr
trúfélögum, helvíti og himnaríki, hvernig það er að vera næstum búinn að meika
það á Filippseyjum og horfa upp ^ W' m
á söngvara skjóta trommuleikara l_ §11 iiViM
með riffli í öxlina. LZ U “I MrU 11 1ÍHI
að afskrifa Biblíuna
Gunnar Bjami Ragnarsson er
heilinn á bak við slöngulokkana og
Jet.Black Joe. Það hefur ekki farið
mikið fyrir Gunnari síðan JBJ
voru vinsælasta hljómsveit lands-
ins, en hann hefur síður en svo sagt
sitt siðasta í íslensku rokki. Nú
heitir rokkkagginn Mary Poppins
og Gunnar hefúr sest undir stýri -
við hliðina á nýjum söngvara sem
heitir Snorri - og er að gera sig
kláran í að spýta í á ný. Mary Popp-
ins gaf nýverið út 6-laga disk,
„Promo“; 4 ný lög, útgáfu af
Talking Heads slagaranum „Psycho
Kiiier" og gamla JBJ-laginu „Rain“.
Hann hefur sagt skilið við islenska
plötubransann og sér nú um sín
mál sjálfur.
„Ég fæ fjármagnsaðila til liðs við
mig, þetta er orðið hálfgert hluta-
fyrirtæki," segir Gunnar um Mary
Poppins. „Til dæmis er ég með
samning við Stúdíó Stöðina og get
tekið þar upp þegar ég vil og annan
samning við tölvufyrirtækið Image
Bag sem sér um alla ímynd, CD-
Rom og video. Þetta er dálítið öðru-
vísi, maður hefur yfirsýn á allt
dæmið sjálfúr. Ekki það að Spor
hafi reynst illa þó JBJ hafi ekki
gengið alveg 100% upp. Það er bara
skemmtilegt að takast á við þetta
og ég var orðinn leiður á að vera
alltaf bíðandi eftir að aðrir gerðu
eitthvað."
Mér finnst efnið með Mary Popp-
ins vera afturhvarf til þess rokks
sem JBJ fékkst við í byrjun. Þú hef-
ur ekki viljaó þróa rokkiö áfram,
eins og síðasta plata JBJ, „Fuzz“,
gaffyrirheit um?
„Sú þróun hefði ekki haldið
áfram þó JBJ hefði haldið áfram.
Þetta var barn síns tíma, það sem
okkur langaði að gera þá. Þetta var
öfgaplata - fólk hélt að við værum
að þykjast vera einhverjir ægilegir
rokkarar. Fyrir mig er Mary Popp-
ins rökrétt framhald á því sem ég
hef verið að gera. „Rain“ er t.d. lag
sem mér finnst eiga skilið að heyr-
ist aftur. Það er í sjálfu sér ekkert
gamalt. Melódían er góð og melódí-
ur eldast ekki. Það er komin ný
kynslóð af krökkum sem vita jafn-
vel ekki hvað JBJ var og ég get al-
veg séð fyrir mér að lagið verði vin-
sælt aftur.“
Veróur annar diskur á árinu?
„Já, við ætlum að koma með disk
fyrir jólin, sex lög í viðbót, jafnvel
fleiri JBJ-lög. Þetta verður tvöfald-
ur pakki, annar diskurinn verður
CD-Rom þar sem verður kynning á
bandinu - textar, myndbönd, plús
tónlist sem verður meira ex-
perimental, ekki í þessum popp-
geira.“
inu við þessar kringumstæður.
Uppúr þessu stofnaði ég Jetz sem
átti að vera sólóplata og fór til
Liverpool til að sameina það tvennt
að finna söngvara og vinna í þessu
Paul McCartney umhverfi sem
átti að vera voða flott og fínt og var
mjög freistandi á þessum tíma. Ég
bara fann engan söngvara, hvorki
úti né hér og tók þann pól í hæðina
að koma hingað og fylgja Jetz-plöt-
unni eftir. En svo loksins fann ég
Snorra og því má eiginlega segja
að ég sé að taka upp þráðinn þar
sem JBJ hætti. Ég hitti Palla um
daginn og hann spurði hvað ég
væri að gera og ég sagði; ég er bara
að ljúka því sem þú laukst ekki.“
Hvar fannstu Snorra? Hver er
maðurinn?
„Þetta er hálfgerður huldumað-
ur. Hefur aldrei sést áður. Hann
lærði að syngja í trúarsamtökum
eins og Palli, en varð svo unglingur
og braust frá þessu. Hann var að
syngja með vini mínum Sigga sem
var í Dos Pilas og Siggi hefur aldrei
verið mjög duglegur að semja svo
hann bað mig að hjálpa sér. Svo
þróaðist það þannig að ég rændi
Snorra, nei nei, Siggi flutti til
Hólmavíkur, hann hefði verið með
Ég heyrði einhvern tímnnn sögu
af slysaskoti, hvað gerðist eiginlega?
„Palii skaut bara Jonna með
riffli. Ég hef aldrei vitaö hvort það
var viljandi eða slys. Hann skaut
hann í öxlina, það kom stærðar ör
og það hrjáð'ann dálítið á tímabili
því hann var trommuleikari. Þeir
voru alltaf að rífast á þessu tíma-
bili, svo þetta var dálítið furðulegt.
Palli var búinn að panta ljósatíma
áður en hann skaut hann og þegar
hann var að keyra Jonna upp á
slysó hafði hann mestar áhyggjur
af að missa af ijósatímanum."
Svo heyrði ég líka aö þiö eydduð
allri fyrirframgreiðslunni í heim-
sendar pitsur í stúdióið og þurftuö
að spila mánuóum saman á Gaukn-
um upp í barreikninga.
„Já, við spöruðum aldrei, eydd-
um öllu í skemmtanir og þess
vegna horfir maður brosandi á
þetta tímabil. Það komu náttúrlega
upp vandamál líka, en þau eru bara
til að leysa.“
Saknarðu Páls?
„Meira sem vinar. Það skildust
leiðir og við tölum lítið saman. Ég
hugsa vel til hans, nema kannski
þetta aö hafa guggnað á þessu,
hann var dálítil hæna - nei,
árin. Eg vann við annað í þrjár vik-
ur - smá reality check - og komst
að því að það á ekki við mig að
vinna við eitthvað sem fellur ekki
að mínu áhugamáli. Tilgangur lífs-
ins er að gera það sem manni finnst
skemmtilegt og það er ekkert nema
músík sem kemst að hjá mér og
allskonar skyldir hlutir. Ég nýt
mín best þegar ég er að vinna. Frí
fyrir mér er ekkert nema kvöl og
pína.“
Hver er helsta hetjan þín í tónlist?
„John Lennon, það er engin
spuming, en svo koma margir á eft-
ir. Það eru frekar gamlar hetjur
sem ná að lifa fyrir mér. Það er eitt-
hvað við tímabilið frá 1965 til sjötíu
og eitthvað sem heillar mig mest í
músíksögunni. Hippatímabilið og
hippisminn almennt."
Hver eru mestu vandrœði sem þú
hefur lent í?
„Ætli kærustumar hafi ekki ver-
ið mestu vandræðin, að láta það
ganga upp. Það hefur verið erfitt að
vera tónlistarmaður og losna við af-
brýðisemina í kærustunni. Svo
lenti ég í nýmaveseni sem tók tvö
ár, uppskurður og svona. Að hafa
ekki orku til að gera það maður vill
gera era vandræði."
Þegar Jet Black Joe lagði upp
laupana hafði hljómsveitin reynt að
ota sínum rokktota í útlöndum og
náð ágætum árangri. „Það var
merkilegt að Palli hætti á þessum
tíma þvi bandið var komið í þá
stöðu að geta farið að gera stóra
hluti. Við vorum orðnir reynslunni
ríkari og komnir með sterkan
gmnn sem við gátum unnið úr. Við
höfðum hitt Derek hjá One Little
Indian og hann var búinn að gefa
grænt ljós á að gera eitthvað. Svo
var samningur í Japan nánast til-
búinn og við höfðum verið að
þreifa fyrir okkur í Bandaríkjun-
um. En það kom ekkert útúr því
enda var bandið frekar dapurt þeg-
ar við fórum þangað vitandi það að
Palli ætlaði að hætta."
Þú hefur ekki viljaö bara fá þér
nýjan söngvara?
„Jú jú, en menn vom orðnir al-
mennt pirraðir og þreyttir í band-
okkur ef hann hefði verið kyrr í
bænum. Bandið er bara ég og
Snorri og sessjón-menn.“
Ertu ekki hrœddur um aö Snorri
snúi aftur í trúarsamtökin?
„Nei, ég er hvorki hræddur um
það né reikna með því, áhuginn er
það mikill, en það kemur svo sem
alltaf maður í manns stað."
Dálítið nýaldarsinnaður
Auk þess að meika það næstum í
útlöndum var Jet Black Joe alltaf
mikið rokkband; meðlimimir lifðu
„rokkuðu“ líferni og sögur um
sukk og rokkuð ævintýr flugu um
bransann. Ég spyr Gunnar Bjama
hvemig þessi tími sé í minning-
unni.
„Hann er rosalega góður. Þetta
var skemmtileg reynsla, við ferðuð-
umst víða, meikuðum það á Filipps-
eyjum, vorum heitir í Hollandi og
svona, þú skilur."
kannski ekki hæna, en þú veist.
Hann tók náttúrlega U-beygju og
þarf að finna sig þar.“
Ertu trúaður sjálfur?
„Ég er dálítið nýaldarsinnaður
en er samt að garfa í þessu gamla,
meira til að sannfæra mig um að
þetta nýja sé betra en þetta gamla,
maður verður að vera viss. Ég er
búinn að afskrifa Bibliuna að
mörgu leyti. Ég pæli mikið i þessu
og fór að gera það þegar Palli hætti.
Þá kom mikið af fólki til mfn og
hélt að ég væri satanisti. Á tímabili
héldu ofsatrúarmenn að við hinir
væram eitthvað furðulegir og vildu
losa okkur úr álögunum, vildu að
við færum sömu leið og Palli."
Vill fá Trabantinn aftur!
Geturðu lifað af músíkinni?
„Já og nei. Einhvern veginn
tekst mér alltaf að halda mér á floti
og er búinn að gera síöustu átta
Hvaða eign er þér kœrust?
„Ætli það sé ekki gítarinn og sít-
arinn. Svo átti ég Trabant sem var
stolið, ég er alveg til í að fá hann
aftur.“
Hvað myndirðu gera ef þú vœrir
ósýnilegur í einn dag?
„Læðast í lauginni bara, í
kvennabúningsklefann. Það er
gamall draumur síðan ég var ung-
lingur."
Hvaó er himnaríki og helvíti?
„Það er eitthvað sem þú mótar
sjálfur, þetta er bara frjálst val. Þú
lendir ekkert í helvíti eða himna-
ríki heldur leitar þangað. Himna-
ríki fyrir mig er einhver góð til-
finning; að maður sé sáttur, jafnvel
að maður fái að upplifa allar sælu-
tilfinningamar aftur. Heivíti er að
vera sendur hingað niður aftur og
þurfa að ganga í gegnum allan pró-
sessinn upp á nýtt af því þú stóðst
þig ekki.“ - glh
Ýdallr I Aðaldal. Sálln hans Jóns míns verður
þar í kvöld. Sálin verður komin I Valskjálf á
Egilsstöðum á morgun.
Úthlíð I Biskupstungum. Rokkhljómsveit EyJ-
ólfs Kristjánssonar leikur þarna I sveitinni ann-
að kvöld. 1 kvöld verður hins vegar diskótek.
Sjallinn á Akureyri. SSSÓL verður þar I kvöld til
að skemmta norðanmönnum. Á morgun verða
SSSÓLarmenn svo komnir I Mlðgarð I
Skagafirði.
DJúpavík. Verksmiðjuþall á Djúpavíkurhátíð.
Slxties leikur fyrir dansi.
Hreðavatnsskáll. Þetta er í fyrsta sinn sem
Páll Óskar og Caslno leika I Borgarnesi. Ballið
verður annað kvöld.
Búðarklettur I Borgarnesi. i kvöld og annað
kvöld leikur hljómsveitin SÍN í klettnum.
Ráln I Keflavík. Hljómsveitin Hafrót verður þar
um helgina.
I-----------:---------------- |
imeira sl
www visir is
14. ágúst 1998 f Ó k U S
11