Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Page 12
myndlist Opnanir Galleri Flskurlnn, Skólavöröustig 22. Laugar- daginn 15. ágúst kl. 16 kynnir fyrirtækið Inn- an handar (Þorvaldur Þorstelnsson og Jóní Jónsdóttir) nýtt, íslenskt stjörnugötukort og margmiölunardisk. Sýningin stendur til 26. ágúst og er opin alla daga kl. 14-18. Stöólakot við Bókhlööustíg. Laugardaginn 15. ágúst opnar Ásdís Guöjónsdóttlr málverka- sýningu. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga og lýkur 30. ágúst. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Jón Óskar opnaði sýningu i gærkvöldi í gallerii verslunarinnar, Forsetastofunni. Mokka, Skólavöröustíg. Á sunnudaginn opnar myndlistarkonan Valgerður Guölaugsdóttlr sýningu sem hún nefnir .Þjóðgarðar". Sýning- unni lýkur 9. september. Llstaskállnn i Hverageröl. Laugardaginn 15. ágúst kl. 15 veröur sýning Projekthópslns opnuð, meölimir hópsins eru þeir BJörn Roth, Daöl Guöbjörnsson, Eggert Elnarsson og Ómar Stefánsson. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin daglega frá kl. 13-18. Llsthúsið Þlng, Hólabraut 13. Laugardaginn 15. ágúst kl. 15 opnar Amí (Anna María Guö- mann) myndlistarsýningu. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 14-18 og stendur til 6. september. Almennlngssalernlð undir kirkjutröppunum á Akureyri. Hlynur Hallsson opnar sýningu sem nefnist Klósett. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin mán.-föd. frá kl. 9-21 og um helg- ar frá 10-20. Aðrar sýningar Geröarsafn. Nú stendur yfir sýning á nýjum verkum Krlstínar Guöjónsdóttur. Sýningin stendur til 30. ágúst. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti. Krlstján Stelngrímur Jónsson er með sýningu á verk- um sínum. Sýningin stendur til 2. september. Galleríið er opið alla virka daga frá kl. 10-18 og Id. 10-16. Hafnarborg. Ásta Árnadóttlr í Sverrissal. Sýn- ingin er opin alla daga nema þrd. frá kl. 12-18 og stendur til 24. ágúst. Einnig stend- ur yfir málverkasýning fimm listamanna frá Slésvik-Holtsetalandi. Sýningin stendur til 24. ágúst. Gallerí Geyslr, Aðalstræti 2. Sýning á Ijós- myndum Jónasar Hallgrimssonar teknum í Japan fyrr á þessu ári. Sýningunni lýkur 23. ágúst og er opin mán.-fid. frá kl. 8-19, föd. frá 8-18 og frá 14-18 um helgar. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41. Ljósmyndir frá íslandi og Islendingaslóöum vestanhafs. Wayne Gudmundson og Guömundur Ingólfs- son. Sýningin stendur til 23. ágúst. Llstagallerí, Engjateigi 17. Helgl BJörnsson er með sýninguna Form & Litir. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Handverk & Hönnun, Amtmannsstig 1. Anlta Hedin textíllistakona frá Svíþjóð er með sýn- ingu á textílmyndverkum. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin þri.-föd. kl. 11-17 og Id. 12-16. Listmunahús Ófelgs, Skólavöröustig 5. Isa Ohman er meö sýningu á textílskúlptúrum og akrýlmyndum unnum í blandaðri tækni. Sýn- ingin mun standa til 22. ágúst og er opin á verslunartíma mán.-ld., lokað sunnud. Perlan, Reykjavik: Nanna Dýrunn Björnsdóttlr er með er með sýningu sem stendur til 24. ágúst. Einnig er sýning á verkum eftir mynd- listarkonuna Rikeyju Ingimundardóttur. Nýlistasafnlö, Vatnsstig 3b. Sýningin Leltln aö snarkinum stendur yfir i Nýlistasafninu. Safn- ið er opið frá kl. 14-18 alla daga. I meira á. I www.visir.is Af þeim tuttugu listamönnum sem reyndust tekjuhæstir í könnun Fókuss á útsvarsgreiðslum hafa sjö umtals- verðan hluta tekna sinna af gamanþáttagerð fyrir sjónvarp. Þetta virðist vera ein fárra leiða sem listamenn hafa til að komast í þokkalegar tekjur. Aðrar eru þær helstar að slá í gegn, einkum í poppi, klassískri tónlist og leikhúsinu. Myndlistarmenn og rithöfundar geta hins vegar gleymt öllum draumum um að verða ríkir. Þ a ð mtúgfjboripr s i g að vera Ef þú ert vinsælasti leikari þjóð- arinnar, leikur í nokkrum leikritum á ári, vinnur að vikulegum skemmtiþáttum í sjónvarpi, leikur í auglýsingum og hefur góða rödd svo þú getur bæði grínað og sungið á árshátíðum getur þú búist við að fá allt að 800 þúsund krónur á mánuöi. Það eru ágætistekjur. En Öm Árna- son þarf svo sannarlega að hafa fyr- ir þessum tekjum, sem hann hefur samkvæmt skattskrá Reykjavíkur. Það er spuming hvort ekki hefði verið léttara fyrir hann að fara í við- skiptafræðina og stefna á forstjóra- stólinn í Eimskip. Þá hefði hann einni milljón meira á mánuði og 75 þúsund kalli betur. Samkvæmt könnun Fókuss á skattskrám er Örn Árnason tekju- hæsti listamaður þjóðarinnar með um 801 þúsund krónur á mánuði. Á eftir honum kemur félagi hans Sig- urður Sigurjónsson með 652 þús- und krónur. Og bronsið fær Steinn Ármann Magnússon, leikari og Radíusbróðir, fyrir 490 þúsund króna mánaðartekjur. Þær tekjur hefðu tryggt Steini Ármanni 109. sætið á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu stjómendur fyrirtækja. Lista- og skemmtanabransinn er samkvæmt þess ekki góöur bisness. Það gildir einu þótt listamennimir reyni að vera eins skemmtilegir og þeir geta, þeir verða aldrei annað en meðalforstjórar í launum. Þessar tekjur þessara þriggja grínara og leikara - og annarra sem koma við sögu hér á opnunni - em tekjur samkvæmt útsvarsgreiðslum vegna tekna árið 1987. Þetta eru heildartekjur, ekki aðeins launa- tekjur. Innifaldar eru allar greiðsl- ur sem þeir þiggja að frádregnum kostnaði vegna atvinnustarfsemi þeirra og einnig sala eigna og ann- að slíkt. Það er því ekki víst að þeir - eða aðrir hér á opnunni - hafi afl- að þessara tekna með listsköpun sinni eða uppistandi. Annar óvissu- þáttur er síðan skatturinn sjálfur, ef menn hafa ekki skilað skýrslunni sinni á réttum tíma eða skatturinn gert alvarlegar athugasemdir við hana geta þessar tölur endurspeglað áætlun skattsins, sem án margra undantekninga eru stórmannlega ríflegar. Fyndni vel borguð En þessir þrír toppmenn hafa ratað á bestu leiðina fyrir listamenn til að afla tekna, þeir reyna að vera fyndnir. Af þeim tuttugu tekjuhæstu í könnun Fókuss vora fjórir aðrir sem hafa góðar tekjur af gríni. Hilmir Snær Guðnason var með 370 þúsund krónur í tekjur á mán- uði í fjrra, Laddi með 309, Karl Ágúst Úlfsson með 305 þúsund og Davíð Þór Jónsson radíusbróðir með 302 þúsund. Aðrir grínarar em með lægri laun. Pálmi Gestsson var með 184 þúsund á mánuði í fyrra, Jón Gnarr með 148 þúsund og Benedikt Erlingsson með 111 þúsund. Öm Árnason 801.000 kr. Annars virðist þokkalega launuð í samanburði við aðrar listgreinar. Gömlu kempum- ar, Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason, komast báðir inn á topp 30 og einnig Amar Jónsson, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Af illa laun- uðum rithöfundum komast fáir á listann. Ólafur Haukur Símonar- son er einn þeirra, enda leikskáld frekar en rithöfundur. Kiassíkerar með vandaðar tekjur Á eftir leikurunum eru klassískir tónlistarmenn mest áberandi á list- anum yfir tekjuhæstu listamenn- ina. Tónskáldin Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson og Jón Þórar- insson raða sér allir á listann og geta sjálfsagt þakkað það hags- munabaráttu Stefs í hálfa öld. Aðrir úr klassíska geiranum sem komast á topp 30 eru Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Garðar Cortes óperusöngvari, Jón Stefánsson organisti og kórstjóri og Jónas Ingimundarson píanóleikari. En klassíkin er þó ekki ömgg leið að þykkum launaumslögum. Bryn- dis Halla Gylfadóttir sellóleikari er þannig ekki með nema 136 þús- und á mánuði í tekjur þrátt fyrir mikið starf, Sverrir Guðjónsson söngvari með aðeins 99 þúsund og Bergþór Pálsson með 89 þúsund á mánuði. Sigurður Sigurjónsson 652.000 kr. Steinn Ármann Magnússon 595.000 kr. Björgvin Halldórsson 490.000 kr. Gunnar Eyjólfsson 421.000 kr. Jón Asgeírsson 386.000 kr. Hilmir Snær Guðnason 370.000 kr. Bubbi Morthens 369.000 kr. Guðný Guðmundsdól 354.000 kr. Garðar Cortes 346.000 kr. Eyþór Anralds 334.000 kr. Hörður Áskelsson 331.000 kr. Bessi Bjarnason 326.000 kr. Þorkell Sigurbjörnsson Atli Heimir Sveinsson 313.000 kr. 311.000 kr. Jón Stefánsson 310.000 kr. Laddi 309.000 kr. Karl Ágúst Úlfsson 305.000 kr. Davíð Þór Jónsson 302.000 kr. Arnar Jónsson 299.000 kr. Steinunn Ólína 295.000 kr. Eiríkur Smith 290.000 kr. Jón Þórarinsson 285.000 kr. Egill Ólafsson 285.000 kr. Gísli Rúnar Jónsson 282.000 kr. Kjartan Ragnarsson 280.000 kr. Guðmundur Andri 271.000 kr. Ólafur Haukur 270.000 kr. Jónas Ingi- mundarson 269.000 kr. Gerður Kristný 268.000 kr. Popparar með misjöfn laun Þórt fáir séu meiri stjörnur á ís- landi en popparar, þá virðast þeir ekki vera hátt metnir á útborgun- ardögum. Björgvin Halldórsson nær þó í 4. sætið á topp 30 með sín 490 þúsund en góður partur þeirra tekna hljóta að koma frá Islenska útvarpsfélaginu. Bubbi Morthens er poppari í fullri vinnu og kemst í 8. sætið með 369 þúsund á mán- uði. Eyþór Amalds er á listanum, en hann hefur góðan hluta tekna sinna frá Ox, og Egil Ólafsson má allt eins flokka sem leikara og poppara. Fleiri eru afrek poppar- anna ekki á þessum lista. Á sérstökum lista yfir poppara hér að neðan má sjá hverjir eru tekjuhæstir í poppbransanum. En sumir popparar virðast geta lifað á draumum um frægð og frama. Þannig var Móeiður Júníusdótt- ir aðeins með 22 þúsund á mánuði í fyrra, Esther Talía Casey í Bang Gang með 39 þúsund og Barði fé- lagi hennar með 54 þúsund, Sölvi Blöndal í Quarashi var með 42 þúsund, Eliza María Geirsdóttir í Kolrössu með 57 þúsund og svona má í raun lengi telja. Þetta unga fólk leggur á sig mögur ár í von um frægð og frama en miðað við tekjur toppanna í bransanum - það er þeirra sem starfa hérlendis - eru litlar líkur til að það muni vinna þetta upp í framtíðinni. Láglaunasvæðin En þó ljóst sé að popparar poppi fyrir eitthvað annað en peninga þá er enn ljósara að eitthvað annaö en peningavonin drífur það fólk áfram sem stundar myndlist, bók- menntir eða kvikmyndagerð. Ei- ríkur Smith er eini myndlistar- maðurinn sem kemst á topp 30, Guðmundur Andri Thorsson og Gerður Kristný einu rithöfund- arnir og bæði hafa þau tekjur af öðru en ritstörfum og á listanum er enginn úr bíóbransanum. Allt eru þetta krónísk láglaunasvæði og þeir sem leggja út á þessar brautir geta ekki gælt við að ein- hvern tímann muni Eyjólfur hressast. Þótt Eiríkur geti verið hress með sín 290 þúsund á mán- uði þá eru það ekki háar tekjur manns sem kominn er á seinni hluta gifturíkrar starfsæfi. Hér á opnunni má sjá lista yfir það fólk í myndlist, bókmenntum og bíói sem hefur náð hæstu tekj- unum. Á bak við þetta fólk er hins vegar heill her sem hlýtur að lepja dauðann úr skel. í könnun Fókuss fundust þannig 23 myndlistar- menn, sem verða að teljast landskunnir og virtir af verkum sínum, sem allir vom með minna en 100 þúsund á mánuði. Jóhanna Bogadóttir var með aðeins 12 þús- Auglýsingatr 1. Ágúst Baldursson leikstjóri..................794.000 2. Björn Brynjúlfur Björnsson hjá Hugsjón.................571.000 3. Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Hvíta hússins . .550.000 4. Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri KOM.........507.000 5. Ólafur Ingi Ólafsson hjá Islensku auglýsingastofunni . .418.000 6. Jónas Ólafsson hjá Islensku auglýsingastofunni . .414.000 7. Börkur Arnarson hjá Góðu fólki ..............352.000 8. Hallur A. Baldursson hjáYddu .....................347.000 9. Hilmar Sigurðsson hjá Örkinni-Argus............337.000 10. Þorvaldur Óttar Guðlaugsson hjá Hinu opinbera ...........333.000 Bökmmiillr 1. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur .271.000 2. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur .268.000 3. Guðrún Helgadóttir rithöfundur .237.000 4. Friðrik Erlingsson rithöfundur .234.000 5. Einar Kárason rithöfundur .221.000 6. Svava Jakobsdóttir rithöfundur .219.000 7. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld .216.000 8. Einar Már Guðmundsson rithöfundur .195.000 9. Þórarinn Eldjárn rithöfundur .184.000 10. Sigurður Pálsson skáld .164.000 PJðlmlðlar 1. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins ...1.333.000 2. Matthías Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins ....1.198.000 3. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV....................730.000 4. Stefán Jón Hafstein ritstjóri Dags .................455.000 5. Árni Jörgensen :Á ::í * ípf* ' ’ f‘, fuiitrúi ritstjóra Morgunblaðsins . .422.000 6. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 .......418.000 7. Bjöm Vignir Sigurpálsson ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins .417.000 8. Össur Skarphéðinsson ritstjóriDV.....................414.000 9. Jónas Haraldsson fréttastjóri DV.................408.000 10. Páll Baldvin Baldvinsson dagskrárstjóri Stöðvar 2 .......398.000 KlassHc 1. Jón Ásgeirsson tónskáld . . .386.000 2. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari . . .354.000 3. Garðar E. Cortes óperusöngvari . . .346.000 4, Hörður Áskelsson organisti . . .331.000 5. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld . . .313.000 6. Atli Heimir Sveinsson tónskáld . . .311.000 7. Jón Stefánsson organisti . . .310.000 8. Jón Þórarinsson tónskáld . . .285.000 9, Jónas Ingimundarson píanóleikari .. .269.000 10. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona .. .259.000 KyikmynfOr 1. Hilmar Oddsson leikstjóri . .212.000 2. Óskar Jónasson leikstjóri .166.000 3. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri .165.000 4. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari .132.000 5. Ágúst Guðmundsson leikstjóri .115.000 6. Þorfinnur Guðnason heimildarmyndagerðarmaður .. .115.000 7. Ásgrímur Sverrisson leikstjóri .115.000 8. Ásdís Thoroddsen leikstjóri .105.000 9. Þráinn Bertelsson leikstjóri .105.000 10. Jóhann Sigmarsson leikstjóri .101.000 LaiSdisf 1. Örn Árnason leikari .801.000 2. Sigurður Sigurjónsson leikari .652.000 3. Steinn Ármann Magnússon leikari .595.000 4, Gunnar Eyjólfsson leikari .421.000 5. Hilmir Snær Guðnason leikari .370.000 6. Bessi Bjarnason leikari .326.000 7. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) grínari .309.000 8. Karl Ágúst Úlfsson leikari .305.000 9. Davíð Þór Jónsson grínari .302.000 10. Arnar Jónsson leikari .299.000 Myndlist 1. Eiríkur Smith málari .290.000 2. Leifur Breiðfjörð glerlistamaður .263.000 3. Bragi Ásgeirsson málari .214.000 4. Finnbogi Pétursson myndlistarmaður .211.000 5. Kristján Davíðsson málari .188.000 6. Kristján Steingrímur Jónsson málari .184.000 7. Baltasar Samper málari .169.000 8. Helgi Þorgils Friðjónsson málari .147.000 9. Þórður Hall málari .147.000 10. Valgarður Gunnarsson málari .134.000 und í tekjur, Steinunn Þórarins- dóttir með 15 þúsund og Sjöfn Har. með 28 þúsund. Stórstjörnur í myndlistarheiminum verða líka að sætta sig við ákaflega lág laun. Þannig var Hannes Lárusson með aðeins 61 þúsund, Georg Guðni Hauksson með 72 þúsund og Birgir Andrésson með 79 þús- und á mánuði. Lítið eigið aflafé Það sem vegur einna þyngst í tekjum myndlistarmanna eru styrkir frá ríkinu. Ef við myndum draga þá frá tekjum samkvæmt skattskrá kæmi í ljós að sumir myndlistarmenn hafa í raun ekk- ert eigið aflafé. Þeir sem eru með lægstu tekjumar eru því þeir sem voru ekki á styrkjum í fyrra og þeir sem em í eða fyrir ofan með- altalið eru þeir sem voru á styrkj- unum. Efstir eru siðan þeir málar- ar sem eru ekki á styrkjum en selja hins vegar verk sín. í raun er sömu sögu að segja af rithöfundum. í dag eru starfslaun þeirra 127 þúsund á mánuði. Ef sú fjárhæð er dregin frá tekjum Guð- rúnar Helgadóttur, Einars Kárasonar, Svövu Jakobsdótt- ur, Ingibjargar Haraldsdóttur, Einars Más Guðmundssonar, Þórarins Eldjárns og Sigurðar Pálssonar myndi þetta fólk allt detta niður fyrir meðallaun í land- inu og jafnvel niður fyrir hungur- mörk. Ef leitað er að rithöfundum sem ekki hafa tekjur af öðru en skriftum og ekki þiggja styrki þá er helst að taka dæmi af Guðbergi Bergssyni með 60 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem stunda bók- menntir afla því ekki tekna, þeir sækja um styrki. Listinn yfir tekjuhæstu kvik- myndagerðarmennina sýnir að þar eru heldur ekki há laun. En þar eru lág laun. Hrafn Gunn- laugsson hafði þannig aðeins 72 þúsund á mánuði í fyrra og Júlíus Kemp 79 þúsund. Sá glamúr og glans sem stundum virðist um- lykja bíómyndirnar nær því ekki í umslögin hjá þessum mönnum. Pðpp 1. Björgvin Halldórsson söngvari . .490.000 2. Bubbi Morthens trúbador . .369.000 3. Eyþór Arnalds sellóleikari . .334.000 4, Egill Ólafsson stuðmaður . .285.000 5. Magnús Eiríksson blúsari . .241.000 6. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari . .221.000 7. Eyþór Gunnarsson pianóleikari . .211.000 8. Stefán Hilmarsson söngvari . .208.000 9. Magnús Þór Jónsson trúbador . .188.000 10. Máni Svavarsson tölvupoppari . .188.000 LHOOQ JAPIS <L f ó k u s 14. ágúst 1998 14. ágúst 1998 13 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.