Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1998, Síða 19
Fyrr í sumar var hrundið af stað
á vegum Ferðamálaráðs átaks-
verkefninu „ísland: Óþægilegt
og spennandi“. Er því ætlað að
finna nýjar og óhefðbundnar
leiðir til að stuðla að frekari
ferðamannastraumi og kynningu
á landinu erlendis.
Islenska
fyHibyttan:
Vanmetin
landkynnirm^
ax?
Sigurður Magni Færseth er for-
svarsmaður verkefnisins „Island:
Óþægilegt og spennandi". Hann er
menntaður í Bandaríkjunum og
vann þar lengi að ferðamarkaðsmál-
um.
„Ég vann í þrjú ár hjá ferðaskrif-
stofunni One Way Ticket í Detroit en
hún sérhæfir sig í svokölluðum
áhættuferðum. Til dæmis vorum það
við sem störtuðum þessum Inner
City Experience-ferðum sem nú eru
orðnar geysivinsælar. Þetta eru ferð-
ir þar sem hvíti millistéttar-Kaninn
kaupir sér túr um hættulegustu
hverfi stórborganna og ferðast þar
nánast á eigin vegum. Við vorum að
fá rútur frá Illinois og leiddum liðið
í litlum hópum um
skuggahverfm í miðborg
Detroit, i gegnum mellu-
göturnar og inn í
sprautubælin. Þessar
ferðir eru að gera það
mjög gott þar vestra.
Þetta er allt unnið í sam-
vinnu við gettó-gangster-
ana, samvinna sem hef-
ur lukkast ágætlega.
Sprautufiklarnir voru
að vísu tregir í fyrstu að
hleypa fólki svona inn á
sig en á móti fá þeir að
ræna hópinn tvisvar á
meðan á ferðinni stend-
ur. Eina vandamálið
sem hefur komið upp er
það hvað túristarnir eru
tregir til að láta frá sér
myndavélamar. Við vorum til dæm-
is heillengi að berjast við að fá þá til
að hætta að taka myndir af byssu-
bardögum. Ég man að við misstum
til dæmis hóp af japönskum kaup-
sýslumönnum sem urðu vitni að
vopnuðu ráni og gleymdu að slökkva
á myndbandsupptökuvélunum sín-
um.“
Sigurður Magni hyggst miðla af
þessari reynslu sinni hér, en hann
Þóra Guðrún Guðríðardóttir sér um eftirpartíin:
„Við reynum bara að skapa þessa týpísku eft-
irpartí-stemningu sem við þekkjum öll vel. Bara
þetta venjulega, öskubakkar frá Glit og rauður
lampi. (slensk kjötsúpa á fóninum og svona,
Þursafiokkurinn og Upplyfting."
bar hugmyndina upp við Ferðamála-
ráð snemma á þessu ári og síðan hef-
ur þriggja manna hópur unnið að
verkefninu.
„Við erum að tala um öllu léttari
útfærslu á þessu hér enda umhverf-
ið annað og saklausara. Það þarf þó
ekki mikið til. Við verðum að hafa í
huga að líf hins venjulega Evrópu-
búa er ákaflega tilbreytingarlaust. í
fyrsta hópnum sem kom hingað í lok
júní - 15 manna hópur frá Frakk-
landi og Sviss - varð ég til dæmis
var við hvað litilfjörlegt atriði í okk-
ar augum, hlutur eins og eftirpartí,
var ákaflega mögnuð reynsla fyrir
þá. Þetta er fólk sem er vant því að
fara í háttinn klukkan tíu á kvöldin.
Og hér vorum við að keyra hópinn
áfram í vöku fram tO klukkan fimm
um morgiminn. Það er einmitt lykil-
atriði í þessu að sýna vissa hörku í
leiðsögumannsstarfinu. Gædinn þarf
að vera mjög ákveðinn. Við getum
auðvitað ekki að því gert þó ein-
hverjir kunni að sofna á staðnum en
viðkomandi er samt ekki hleypt
heim á hótel fyrr en dagskránni er
lokið.“
Hinar tilvonandi „óþægilegu og
spennandi" ferðir verða einkum
bundnar við Reykjavík og nágrenni.
Megináherslan er lögð á næturlífið.
„Við íslendingar verðum bara að
fara að átta okkur á því að barirnir
hérna í bænum, staðir eins og Kaffi
List, Kaffibarinn, Hafnarkráin og
fleiri staðir, geta verið okkur alveg
jafn mikil landkynning eins og eld-
fjöllin og fossamir. Maður finnrn-
ekki svona staði úti Evrópu og það
sem okkur þykir sjálfsagður hlutur
er stórfurðulegt fyrirbæri í augum
gestanna. Við megum ekki glata sér-
kennum okkar. Þeim fer fækkandi.
íslenski róninn er til dæmis hverf-
andi stærð i bæjarlífinu. Við höfum
hins vegar komið okkur upp litlum
hópi drykkjumanna sem sjá til þess
að ferðalangamir fái spennandi og
litríka dvöl hér í bænum.“
Reynir Hólm er einn af fimm
fóstum drykkjumönnum sem ráðnir
hafa verið til reynslu við átaksverk-
efnið „ísland: Óþægilegt og spenn-
andi“. Þeirra hlutverk felst í því
„bara að vera á barnum" eins og
hann segir „og bögga liðið, betla út
úr því pening og tala, segja sögur.
Þetta er voða mikið það. Að segja
sögur. Láta fólk ekki í friði.“ Reynir
lætur vel af starfinu hingað til.
„Þetta er ágætt. Það er bara vonlaust
að fá þetta lið til að drekka með
manni. Þetta eru mest svona einhver
skrifstofugrey. En þeir virðast hafa
gaman af rövlinu í manni.“
Reynir þvertekur fyrir að starfið
sé erfitt, timburmenn nokkuð sem
ur á okkur þannig að við emm tveir
og tveir saman og maður tekur þrjá
daga í einu. Mín vegna mætti þetta
vera meiri vinna, ég meina, maður
er hvort sem er fullur alla daga. Það
era kannski helst slagsmálin sem
geta setið í manni. En þau eru bara
síðasta kvöldið í hverri ferð. Ég
handleggsbrotnaði reyndar sjálfur
um daginn en ég er bara þannig
gerður að ef ég er í vinnu þá legg ég
mig alltaf allan í starfið."
Gunnar Sigurðsson, „Landi“, er
hæstánægður með nýja starfið.
„Þetta er draumadjobbið. Ekki bara
að drekka frítt heldur fá borgað fyr-
ir það líka. Gerist ekki betra. Ég er
viss um að gamli maðurinn kippist
við af öfund í gröfinni þegar hann
heyrir að maður sé kominn með
karríer í þessu. Fullur fyrir íslands
hönd. Þetta er flott. Eini gallinn við
þetta er kannski það að okkur sé
bannað að draga kellingarnar heim
með okkur. Ég fatta það ekki alveg.
Við erum allir klin í þessu, held ég.
Þetta eru kannski engar beibsur i
þessum hópum en það er alltaf eitt-
hvað innan um. Kunningi minn var
látinn hætta eftir að hann fór heim
með einni þýskri freigátu."
Þóra Guðrún Guðríðardóttir
hefur undanfarið séð um eftirpartí
fyrir hönd Ferðamálaráðs en átaks-
verkefnið fékk úthlutað bráðabirgða-
húsnæði á vegum Reykavíkurborg-
ar, sem er samstarfsaðili þess, í yfir-
gefnu húsi við Vesturgötu.
„Við reynum bara að skapa þessa
týpísku eftirpartí-stemningu sem við
þekkjum öO vel. Bara þetta venju-
lega, öskubakkar frá Glit og rauður
lampi. íslensk kjötsúpa á fóninum og
svona, Þursaflokkurinn og Upplyft-
ing. Svo líka panta pitsur, redda
víni, rifrildi og vesen. Stelpnaslags-
málin hafa til dæmis gert mikla
lukku. Fólk virðist alltaf kunna vel
að meta það. Við höfum undanfarið
verið með fólk frá Hinu húsinu til að
manna partíin en okkur vantar til-
finnanlega fólk sem er til í að stunda
ástarleiki í herbergi sem
við erum með inn af
stofunni. Við vorum
með par hér í síðasta
holli en bæði voru þau
hrædd við myndavélarn-
ar hjá túristunum og svo
voru þau eiginlega bara
of myndarleg, ef satt
skal segja. Þeir sem hafa
áhuga ættu endilega að
snúa sér til okkar. Þetta
er tiltölulega vel borgað
og alls ekki erfitt starf,
mundi ég segja. Við
erum líka að leita að
meira hevý dópistum en
við höfum verið með
hingað til.“
Að sögn Sigurðar
Magna Færseth virðast
líkm- á því að óþægilegu ferðimar
eigi eftir að vinna sér fastan sess í ís-
lenskum ferðamannaiðnaði og sér
fyrir sér óþrjótandi möguleika.
„Við verðum bara að fara að átta
okkur á því að við stöndum hérna
með bullandi auðlind í höndunum
sem á að geta fært okkur ómældar
gjaldeyristekjur. Okkur hættir til að
einblína á náttúruna en mannauður-
inn hér er gífurlegur. Við erum
svona að fikra okkur af stað með
þetta en draumurinn er auðvitað sá
að gera ferðirnar meira krassandi.
Draumurinn er að fá lögregluna í lið
með okkur en hingað til hefur hún
dregið lappirnar í því máli. Reyndar
kom hún óvænt inn í verkefnið í
fyrsta túrnum þegar hún vegna mis-
skilnings „böstaði" eitt af fyrstu eft-
irpartíunum sem við voram með og
tveir Svisslendingar enduðu á því að
gista í fangageymslum eina nótt. En
þetta voru nú þeir sem fóru ánægð-
astir heim tO sín. Það virðist því
miður ekki vera mikill skilningur
innan lögreglunnar á þessu máli og
hún neitaði okkur til dæmis á dög-
unum um að halda það sem við köll-
um „Landakynningu", sem við vilj-
um meina að hefði getað orðið frá-
bær landkynning."
Hallgrímur Helgason
hann þekki ekki. „Þessu er skipt nið-
Sigurður Magni Færseth,
forsvarsmaður verkefnisins:
„Við verðum bara að átta okkur á því
að barirnir hérna í bænum geta verið
okkur alveg jafn mikil landkynning
eins og eldfjöllin og fossarnir."
Reynir Hólm, einn fastra
drykkjumanna verkefnisins:
Hans hlutverk er að vera á barnum
og bögga liðið, betla út úr því pening
og tala, segja sögur.
Gunnar Sigurðsson,
kallaður „Landi“:
„Þetta er draumadjobbið. Ekki bara
að drekka frítt heldur fá borgað fyrir
það líka. Gerist ekki betra."
14. ágúst 1998 f Ó k U S