Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 22
í f ó k u s Þórhallur Gunnarsson leikari átti mjög góöa innkomu í sjónvarpið á þriðjudagskvöld. Ekki bara að konur hafi kiknað í hnjánum því hann var svo sætur heldur stóð hann sig bara mjög vel. Var mjúkur við viðmælendur og líka harð- ur þegar þess þurfti viö. Á köflum jaðraði hann við að vera of upptekinn af sjálfum sér en það á örugglega eftir að sjóast af honum. Þaö var hins vegar leiöinlegt að sjá að Súsanna Svav- ars var ekki aiveg í stuði og hálfvandræðaleg allt kvöldiö. En Þórhallur lét þaö lítið á sig fá og var eins góður við hana og hann gat I þess- um Titringi þeirra. Gaman að Þórhallur skuli blómstra þarna því gengi hans á sviði er ekki merkilegt. Viömælendur þáttarins voru meðal annars Matthlas Viðar Sæmundsson og það var mjög sniðugt hjá honum að vera með skurð eftir rakstur I andlitinu og klósettpappír I sárinu. Svo voru innskotin öll mjög skemmti- leg en það versta viö þáttinn var unga fólkiö sem mætti I stúdló til að segja það sem það hélt að væri rétt aö segja. Taldi sig ekki geta flokkaö fólk eftir kyni sem er álíka gáfulegt og að halda að það megi ekki segja aö pðsthús- ið I Austurstræti sér rautt heldur halda þvl fram að það sé bara litað. Kolkrabblnn er enn eitt dæmið um þegar mið- aldra fólk tekur upp á þvl að sleikja rassinn á ungu fólki. Þaö hefur fyrir sér einhverjar mark- aðskannanir um hverjir myndu að öllum líkind- um horfa á þátt á þessum tima. Útkoman er að græjum er hent upp I hendurnar á sjö ung- um dagskrárgerðarmönnum. Þetta eru ferskir krakkar sem eru alltof stlf og reyna allt til aö koma vel út I sjónvarpi allra landsmanna. Þetta kemur fyrst og fremst niður á framkom- unni sem er uppstriluð og hvorki fyrir augað né eyrað. Umfjöllunarefnin eru hallærisleg Dags- Ijósefni nema þá helst þegar Þór Bæring fjall- ar um Iþróttir. Hann er að vísu ekki orðinn sjó- aöur frekar en aðrir en hefur vit á því að haida sér innan slns sérsviðs. Hvort það sé von um að þátturinn batni er ekki alveg vist á þessari stundu. Krakkarnir hafa bara að baki tæpa viku og verða að fá smáséns til að bæta sig. En það verður að segja þessum greyjum að heillöng umfjöllun um bland I poka, pylsugerð eða kaffiræktun er eitthvaö sem virkar alls ekki I sjónvarpi. Helgi Már Bjarnason og Krlstján Helgl Stefánsson eru hvor slnn helmingurlnn af Party Zone. Party Þegar talað er um útvarpsþátt sem hefur gengið nær samfellt í átta ár dettur manni helst í hug að það hljóti að vera eitthvað tengt Guf- unni. Party Zone þátturinn gerir það nú samt ekki. Alls ekki og öðru nær. Hann er einn lífseigasti útvarpsþátt- ur einkarekinna stöðva og þar kemst ekkert annað að en danstónlist og aftur danstónlist. Fyrir einum mánuði hætti Party Zone á X-inu þar sem tónlistin, sem í þættinum er spiluð þóth ekki' i anda breyttrar tónlistarstifnu X-ins. Helgi Már Bjamason og Kristján Helgi Stefánsson eru höfuðpaurar Party Zone. Þeir segja að þátturinn sé langt því frá aö vera á grafarbakk- anum. Eftir mánaðar hlé mæta Helgi og Kristján aftur til leiks annað kvöld, nú á útvarpsstöðinni Mono. Fagleg naflaskoðun „Við erum búnir að nýta þennan mánuð vel og sökkva okkur í hug- myndavinnu og naflaskoðun. Það verður ný umgjörð á þættinum, hann fær andlitslyftingu og verður settur í skipulagðara horf. Tengingin við skemmtanalífið verður þó að sjáifsögðu á sinum stað,“ segja félag- arnir. Hafió þiö ekkert þroskast á þess- um átta árum? Eruö þiö ekki aö veröa aöeins of gamlir fyrir þetta? „Kommon! Við erum bara tutt- ugu og fimm ára. En jú, við höfum þroskast og það hafa allir plötu- snúðamir okkar gert líka og þar með tónlistin. Fyrir nokkrum árum, dissuðum við píkupopp og spiluðum harða tónlist. Nú förum við meira út í svona diskódjass en það er á hreinu að þessi þáttur verður aldrei poppþáttur og við munum alltaf vera á gráu svæði.“ Gráu svæði, já. Party Zone var af mörgum tengdur við eiturlyf og þá sérstaklega e-pilluna. Hún var vin- sælust á meðal danstónlistarfólks- ins og Helgi og Kristján því sakað- ir um að auglýsa efnið í útsend- ingu. Party Zone er nefnilega meira en útvarpsþáttur. I kringum hann og alla plötusnúðana mynd- aðist eins konar kúlturklika sem vatt upp á sig þangað til úr varð ný tegund samfélagshóps sem vissi fátt skemmtilegra en að sletta al- mennilega úr klaufunum og þá helst í hinum frægu reifum. Hvert var máliö meö öll þessi reif og e-pilluna? Útvarpsþátturinn Parly Zone er merkilega gamall, að minnsta kosti miðað við eðlv hans. Hann byvjaði fýrir átta árum sem framhalds- skólaþáttur á Útrás og þrátt fýrir að hafa velkst á milli útvarpstöðva í áraraðir, lifir hann enn. svæði Brjálaður tími „Við höfum haldið vafasöm partí, við viðurkennum það alveg, enda viljiun við gera allt sem okkur sýn- ist í þágu danstónlistar og skemmt- unar. Þetta gengur út á að halda flott djömm í borginni og spila góða tónlist. í þessum reifum voru ein- hveijir menn sem seldu e-pillur og þess vegna vorum við ranglega ásakaðir um að auglýsa hana. Við höfðum nú samt mjög gaman af því að segja að fólk yrði alsælt af því að hlusta á þáttinn og svo framvegis. Þessi tími var auðvitað brjálaður og e-pillu átið kom á óskastöðu plötu- snúðsins. Fólk lifði fyrir tónlistina og hver fermetri á dansgólfunum vandlega nýttur. Við sjálfir höfum hins vegar aldrei komið nálægt svona dópi þó allir hinir hafi gert það. Tónlistin er okkar dóp. Við vorum meira að segja kallaðir síð- asta vígið hér fyrir nokkrum ánom. En svo kom allur þessi áróður gegn neyslu e-pillunnar um miðjan þenn- an áratug og það markaði endalok neyslunnar þegar einum plötusnúð- anna okkar var stungið inn. Það eina sem við boðum nú er tónlist." -ILK hverjir voru hvar f Ó k U S 9. október 1998 Á Óöali var mikið fjör á föstudagskvöld. Þar var dansarinn Tallúla og Halldór „hugljúfi" Eyj- ólfsson, verðandi brúðgumi. Með honum voru margir góðir menn og hér skulu upp taldir Slg- uijón Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Búnaðarbankanum, verðbréfabraskararnir Áml Oddur Þóröarson og Guðmundur Guö- mundsson, Stefán Halldórsson, fyrrum hand- boltakappi úr Val, og Nlls Gústavs- son hjá Landsvirkj- un. Þarna var líka heimspekingurinn Árnl Flnnsson, Gunnar Skúlason, fjármálastjóri hjá Össuri, og Gelr Guðmundsson hjá löntæknistofnun en hann mun vera sérfræðingur I eig- inleikum leðurs. um helgina. Þar sást allavega Jónas Þór, Ingvi Hrafn og fsland tækifæranna-fólkið Áslaug Hulda og Addó. Fyrrverandi SUS-formaðurinn Dav- íð Stefánsson var þarna lika og meistar- arnir Kjartan I Gullsól og Addl Fudge. Bergþór Pálsson kikti við og Helena Jóns dansari, sem og Krist- Ján Jóns á Innn ásamt Svavari Eml og félögum. Á föstudagskvöldið var FJölnlr á Stróinu ásamt Marínu Möndu sinni og Magnúsi tengdó, hvalavini með meiru. Hlnrik Ólafs- son leikari, fvar Guðmundsson Bylgjumaður og Andrl Már í Heims- ferðum sáust llka á svæðinu. KK kíkti við um helgina á Kaffi Par- is og það geröi líka Benedikt Erllngsson fóst- bróöir. Jörmundur Ingl Hansen sá ástæöu til að lita þar inn og aö sjálfsögðu var heimspek- ingurinn mikli, Gunnar Dal, á staðnum. Svo var bijáluö stemning á Thomsen að venju þar sem Alfred More spilaði I Áka Pain-boln- um sínum og þegar líða tók á kvöldið hóf Stelnl úr Quarashi að rappa og þá ætlaði allt um koll að keyra. Svo slóst Maggi I Subterranian óvænt I hópinn og var stuðið svo mikið að eigendur staðarins þurftu að slá út rafmagninu til aö fé þá til að hætta. Á svæð- inu voru meðal annarra Palll og Blggl í Maus, Chester bassaleikari Vínyls, Helgi Már I Party Zone, Barðl úr Bang Gang, Páll Óskar, Halll kvikmyndamógúll og Viggó Örn Jónsson auglýsingadúd. Föstudagskvöldið á Sólon var bara flnt. Þar var Pétur Blöndal, blaðamaður og ráðherra- sonur, ásamt spúsu sinni Önnu Slgríði Arnar- dóttur. Annar blaðamaður, Borgar Þór Einars- son, var þarna líka, sem og háskólafólk eins og Þórllndur KJartansson Vökumaður, Helen María Ólafsdóttlr tölvuátaksframkvæmda- stjóri, Kristín Pétursdóttir laganemi og Thor Thors megagæi. Knattspyrnukapparnir Rúnar Sigmunds- son og Ottó Karl Ottósson voru á Kaffi- brennslunni. Þar spókaði sig líka um Nanna Krlstín Jóhannsdóttir ásamt vin- konum slnum Hrafnhlldl og Láru. Dúndur- boltinn og Garðbæingurinn Sigurður Vlð- arsson, sonur Vldda Sím, sat límdur viö barinn meö Inga vini sínum, Hrafnhlldl og Ágústu Hrund. Það var að venju örlítiö eldra lið á Kaffi Reykjavlk. Frankfurt-Flugleiðakonan Stella BJörg Jóhannsdóttlr var til dæmis þar ásamt litla bróöur sínum, Eyjólfl Magnússynl, frambjóðanda Alþýðuflokks- ins I Hafnarfirði. Á Nelly's voru verkfræöinemarnir Lelfur Arnar Krlstjánsson, Gelr Ómarsson, Gunnar Gelr Gunnarsson og fleiri mætirmenn. Hljómsveitin Bellatrix, Bíbí, Slgrún, Anna Magga, Elísa og Kalil fögnuðu útgáfu smá- skífunnar Silverlight á Café Frank á laugar- dagskvöldið. Á Astró hélt sig hluti af SUS-genginu sem var á málefnaþingi FÓKUSMYND: TEITUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.