Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 23
Stefnumótanauðgunartyfið Rohypnol er selt hér á landi í massavís í sinni hættulegustu mynd Bannað í Bandarflqunum - vinsælt á isl Lyfíö sem er notað við stefnumóta- nauðganir heitir Rohypnol og er svefnlyf. Það er bannað í Bandaríkj- unum og í Bretlandi fæst það ekki selt nema pillumar séu húðaðar þannig að þær leysist hægar upp í vökva og liti hann jafnframt bláan. Þetta lyf er hins vegar selt hér á landi í óbreyttri mynd. Grunur leik- ur á að þaö hafl verið misnotað við nauðganir á sex stúlkum. Eyrún Jónsdóttir, umsjónar- hjúkrunarfræðingur á neyðarmót- töku fómarlamba nauðgana, segir vandamálið við sönnunarbyrði vera að lyfið hreinsast mjög fljótt úr lík- amanum. „Efnið er horfið á innan við sólarhring og því miður eru kon- ur oft lengi að koma sér á staðinn. Það em nokkur mál þar sem mann- eskjur halda því fram að þeim hafi verið gefið lyf og þær hafi misst með- vitund en við höfum enn ekki náð að sanna það með prófunum. En það er þekkt erlendis frá að í bæði kynferð- isglæpum og ofbeldi sé lyfið notað og ekkert bendir til annars en það eigi við hér, því miður.“ Theódóra Þórarinsdóttir hjá Stígamótum segir að a.m.k. sex kon- ur hafi leitað til þeirra og sagst hafa orðið rænulausar eftir eitt vínglas og vaknað síðan tíu tímum síðar og fundið ummerki á likama sínum sem bentu til þess að þeim hefði ver- ið nauðgað. „Ég veit ekki hvort það er bara þetta tiltekna lyf,“ bætir hún við. „En það sem ég hef heyrt um virkni lyfsins samræmist lýsingum fómarlambanna. Annars sýnist mér að þeir sem eiga að fjalla um þetta mál séu ekki að gera það sem þarf, það er að banna lyfið og rannsaka þessi mál frekar." Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefur eitthvað borið á þvi að konur tali um að þær hafi dottið út á skemmtistað og muni ekki neitt fyrr en þær vakna á ókunnum stað dag- inn eftir með ummerki eftir þvingað- ar samfarir eða nauðgun. En vanda- málið er að það er ekkert hægt að sanna neitt eða hengja þetta á eitt ákveðið lyf. Haukur Ingason, lyfjafræðing- ur hjá Thorarensen-lyfjum, sem er umboðsaðili lyfsins, segir að lyfið Rohypnol sé bannað í Bandaríkjun- um og hafi ekki verið leyft á Bret- landsmarkaði nema með breyting- um. Um þrjú þúsund íslendingar nota lyfið hins vegar daglega sem svefnlyf. Stendur til aö breyta lyfinu? „Já, við erum búin að fá sam- þykkt fyrir því að flytja nýja lyfið inn og við eigum von á því á næstu vikum," segir hann. Fram að þeim tíma verður selt af birgðum af Rohypnol í óbreyttri mynd. -MT Hluti af lagernum sem tll er af stefnu- mótanauðganalyfinu. Skorrl Rafn Rafnsson er fjórtán ára Gopet-gæi. Hér er hann á gripnum sem vakið hefur verðskuldaða athygli á götum og gangstígum bæjarlns. Hlaupa- drengurínn Skorri „Ég keypti það fyrir svona þrem, fjórum mánuðum," segir Skorri Rafh Rafnsson, aðspurð- ur um hvenær hann fékk þetta furðulega Gopet-hjól sitt. „Það er frá Bandaríkjunum," heldur hann áfram og bætir við að það sé umboðsmaður fyrir svona gripi hér á landi. Þetta er víst nýjasta æðið hjá þrettán ára kauð- um eins og Skorra. Og hvaö eru margir á þessu? Veistu þaö? „Ég held að það séu aUs konar svona hjól til. En fyrir sjö mánuð- um var ekki neinn á þessu. Nú erum við kannski sjö til tíu, eða eitthvað svoleiðis." Þarftu próf til aö aka þessu tryllitœki? „Nei, þetta er bara bensíngjöf og bremsa. Hver sem er getur verið á þessu. Það ætti allavega ekki að þurfa próf.“ En hvaö segir löggan? Er hún ekkert aö ónáöa þig? „Jú, eitthvað. Þeir eru svona að athuga hvort það þurfi ný lög yfir þetta. En ein lögga sem ég talaði við sagði mér að ég ætti bara að nota þetta eins og reiðhjól. Sam- kvæmt því á ég að vera á götum inni i íbúðarhverfum en á gang- stéttum í kringum stórar götur. Það er stranglega bannað að vera á Gopet á hraðbrautum." Hvaö kemst gripurinn svo hratt? „No comment." Er hœgt aö leika kúnstir á þessu? „Já, það er hægt að prjóna og stökkva upp kanta, skransa og alls konar. Þetta er æðislega mergjað og skemmtilegt. Ég á líka vini sem eru stundum með mér á rúntin- um. Við erum oft að keppa og leika okkur á þessu. Síðan fórum við bara út um allt,“ segir Skorri og er rokinn burt á Gopet-hlaupa- hjólinu sínu. -MT OS eitJHLCYf^ '.![ Ánsesw Hrekkjusvínin tóku Lög unga fólksins upp snemm- sumars 1977 í góðu veðri í Firðinum. Hrekkjusvínin voru Eggert Þorleifsson, sem blés í klarinett og flautur, einlék á píanó, lék á slagverk, bumbur, söng og baksöng. Leifur Hauksson, sem lék á hljómgítar, slagverk, barði bumbur, söng og baksöng. Magnús Einarsson, sem lék á bassagítar, slagverk, alls oddi (norskum) og baksöng. Valgeir Guðjónsson, sem lék á raf og hljómgítar, harmoníum, greiðu, pianó, slagverk, söng og baksöng. Ragnar Sigurjónsson barði rautt trommusett, Egill Ólafsson söng og baksöng, Ingólfur Steinsson bak- söng, Jónas R. Jónsson ýtti á gulu, rauðu og grænu takkana í stjórnklefa og baksöng örlágt, Garðar Hansen var til aðstoðar, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson gerði umslag. Allan texta samdi Pétur Gunnarsson. Tónlist sömdu Leifur Hauksson og Valgeir Guðjónsson. AFASONGUR HVAD ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA? GETTU HVAD ÉG H0TI GRÝLA EKKIBÍL LYGARAMERKIÁ TÁNUM SUMARDAGURINN FYRSTI SÆMIROKK HREKKJUSVÍN GESTIRÚTUMALLT KRÓMKALLAR ÆVINTÝRI GAGNOGGAMAN Loksins aftur fáanleg! *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.