Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 Fréttir Stélprúðir fasanar - nýr búpeningur DV, Egilsstöðum: Skúli stoltan „Ég kynntist fasanarækt fyrst á Spáni en þessi búskapur er stundaður um alla Evr- ópu - nær eingöngu með skotveiðar í huga,“ segir Skúli Magnússon, veiði- maður og fasanabóndi á Hafrafelli í Fellum, sem nú hefur fengið öll tilskil- in heilbrigðisvottorð fyrir þennan nýstárlega búpen- ing. Fasanana hyggst hann rækta, bæði til að selja á veitingahús og eins til bænda og veiðimanna og er þá hugmyndin að karlfuglum verði sleppt út í náttúrunni og þeir síðan veiddir. Skúli segir þann kost sérstaklega Heita vatnið lækkar á Akureyri DVAkureyri: Veitustjóm Akureyrarbæjar hefúr samþykkt lækkun á heitu vatni til bæjarbúa frá áramótum. Frans Áma- son hitaveitustjóri segir að lækkunin nú sé um 3%. „Frá áramótum mun tonnið af vatninu til bæjarbúa kosta 1103 krónur en þegar það var dýrast á tímabilinu október til desember árið 1993 var verðið 119,50 kr. fyrir tonnið. Lækkunin nemur því um 14% á þessum tíma í krónum talið en ef tekið er tillit til hækkunar bygg- ingarvísitölu á þessum tíma er lækk- unin um 25%,“ segir Franz. Hann segist sjá fyrir sér frekari lækanir á næstu árum. „Ef gengi krónunnar helst stöðugt áfram þá getum við haldið áfram að lækka vatnsverðið í svipuðum áföngum og við höfum gert. Ég sé fyrir mér 2-4% lækkun á ári næstu 5 árin og eftir það gæti lækkunin orðið enn meiri,“ segir Franz. -gk fýsilegan fyrir bændur sem selja veiðileyfi á gæs eða rjúpu og ráði yfir landi þar sem eru skjól- belti eða skógar. Upphaflega byrjaði Skúli með 100 egg sem hann sótti til Svíþjóðar sl. vor ásamt konu sinni, Önnu Einarsdóttur, og sóttu þau hjónin námskeið í fasanarækt í leiðinni. Klakið gekk vel og komust um 60 fuglar upp en nokkrum þeirra hefur nú þegar verið fómað vegna rann- sókna. Auk þess sem þrír hafa skipt um lög- heimili og spóka sig sem hana er háttur í húsdýragarðinum í Laugardal. Nokkru fleiri hanar en hænur komu út úr klakinu og er rúmlega flrni m. í 1. sæti Athugið! Kjósa verður 6 frambjódendur, hvorki fleiri né færri. Fuglar f garði Skúla. 20 fasanahænum ætlað það virðulega hlutverk að verða ætt- mæður. Fasanar verpa á tímabil- Vírusvarnarforrit gegn tölvuvírusum Tölvuvírusar geta eyðilagt tölvu- kerfi en óprúttnir náungar hanna þá og senda þá áfram á Netinu. Sólrún Smáradóttir, þjónustufulltrúi hjá Is- landia Intemet, segir að aðalatriðið sé að vera með vírusvamarforrit og að láta skanna tölvuna reglulega. „Sá vírus sem er mest í gangi í dag er þannig gerður að um leið og hann er til dæmis kominn í mína tölvu í gegnum spjallrás á Netinu - mér óaf- vitandi - nær sá sem sendir hann yf- irráðum yfir tölvunni minni. Hann getrn- í rauninni eyðilagt allt sem hann kemst í, svo sem formattað harða diskinn." Sólrún hefúr það sem reglu að benda þeim nemendum sem hún fræðir um leyndardóma tölvuheims- ins á að taka ekki á móti pósti í gegn- um spjallrásir nema þeir viti hver sendandinn er. Meðal þeirra tölvuvírusa sem hafa verið að grassera hér á landi er einn sem lýsir sér þannig að þegar hann er kominn í eina tölvu í gegnum spjall- rás mun viðkomandi tölvueigandi smita aðrar tölvur óafvitandi þegar hann kemur inn á spjallrásina. Það reynist erfitt að sjá hveijir sökudólgamir eru. Stundum er hægt að sjá sönnunargögnin étast upp á skjánum. Stríðinu virðist ekki ætla að ljúka á næstunni. Um leið og búið er að finna leið til að eyða ákveðnum vírus taka óprúttnu náungamir sig til og búa til nýjan. -SJ DV-myndir Arndís Þorvaldsdóttir inu mars-júní og verpir hver hæna að meðaltali 30 eggjum. Skúli og Anna hafa hugsað sér að stjóma varpinu með fóðurgjöf og láta það hefjast aðeins seinna eða í apríl. Öll egg verða sett í klak og áhersla lögð á að koma upp myndarlegum stofni. Þessa dagana er verið að smíða útibúr fyrir fugl- ana en þeir hafa fram að þessu ver- ið algjörlega einangraðir. Skúli segir fasana auðvelda í hirðingu, þeim er gefin sérstök fóðurblanda sem gerð er eftir sænskri upp- skrift, ekki ólík þeirri sem kalkún- um er gefin. í umgengni likjast þeir lítið íslenskum heimilishæn- um þar sem þeir eru miklu stygg- ari og villtari i eðli sínu sem hefur það í för með sér að þeir þykja skemmtilegir til veiða. -A.Þv. nöFn FrambjDdenda á próFh jfirseðlinum Árni R. Árnason Gunnar I. Birgisson Markús Möller Þorgerður K. Gunnarsdóttir Kristján Pálsson Stefán Þ. Tómasson Jón Gunnarsson Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 1 Árni M. Mathiesen Helga Guðrún Jónasdóttir Sigríður Anna Þórðardóttir Skrlfstofa stuöninqsmanna er vlð Bæjarhraun 14 í Hafnarflrðl. Opið alla daqa kl. 10:00-22:00. Símar: 565 9523 565 9524 565 9528 Fax: 565 9538 Prófhjar Sjálfstædisflahksins í RBHhjanEshjfirdæmi fausardsgínn IH.náusmfier 13 3 8. Innkaupastofnun Reykjavíkur undirritaði fyrr í vikunni, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, viljayfirlýsingu um kaup á þriðju vélasamstæðunni fyrir Nesjavallavirkjun frá Mitsubishi-verksmiðjunum í Japan. Að lokinni undirskrift tókust í hendur fulltrúi verksmiðjanna og Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana. DV-mynd GVA Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. nóvember 1998 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1. flokki 2. flokki 2. flokki 3. flokki 2. flokki 2. flokki 3. flokki 1989 1990 1990 1991 1992 1993 1994 1994 32. útdráttur 29. útdráttur 28. útdráttur 26. útdráttur 21. útdráttur 17. útdráttur 14. útdráttur 13. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. \3&3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SfMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.