Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 17 Iþróttir Sveinn Logi Sölvason badmintonmaður: Stefnt á Sidney Sveinn Logi Sölvason og Guðný Káradóttir skrifa undir samning þess efnis að Eimskip mun styrkja Svein um 200.000 krónur ári og hjálpa honum að komast á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. DV-mynd E.ÓI Sveinn Logi Sölvason badminton- maður hefur tekið stefnuna á að taka þátt í ólympíuleikunum í Sydn- ey áriö 2000. Sveinn er einn fimm íslenskra íþróttamanna sem eru á styrk frá Alþjóða ólympíusambandinu og í gær skrifaði hann undir samning við Eimskip sem ætlar að styrkja hann um 200.000 krónur á ári. „Það er okkur mikil ánægja að styrkja Svein og ég vona að okkar framlag hjálpi honum til að komast á ólympíuleikana," sagði Guðný Káradóttir, kynningarstjóri Eim- skips, eftir að hafa skrifað undir samninginn fyrir hönd Eimskips. Hefur tekið miklum framför- um Sveinn hefur dvalið við æfingar og keppni í Danmörku síðan í haust og hefur tekið miklum framförum enda að æfa með bestu badminton- spilurum Danmerkur. Hann tók á dögunum þátt í tveimur alþjóðleg- um mótum í Brasilíu og Argentínu og á síðarnefnda mótinu komst hann alla leið í undanúrslitin. Með þeim árangri klifraði hann upp stigalistann og er í dag í 136. sæti. Niður fyrir 100 um áramótin „Ég hef tekið stefnuna á að vera kominn niður fyrir 100 á listanum um áramótin. Það er raunhæft markmið að ætla sér að komast á ólympíuleikana en til þess þarf ég aö komast niður í 50.-60. sæti á stigalistanum. Ég er að spila með liði Triton í Álaborg auk þess sem ég hef verið að æfa með úrvalsliði Dana. Ég hef æft mjög vel og þessar æfingar eru famar að skila sér. Auðvitað hjálpar svona styrkur manni mikið og ég er mjög þakklát- ur Eimskip. Hann á að létta undir það að ég komist til Sydney," sagði Sveinn eftir undirskriftina í gær. Sveinn, sem er tvítugur að aldri, er góð fyrirmynd. Hann hvorki drekkur né reykir og leggur stund á æfingar og keppni af alúð. Fyrsta mótið í evrópsku mótaröðinni hér á landi Sölvi verður í eldlínunni ásamt besta badmintonfólki landsins um helgina en þá fer fram alþjóðlegt mót sem er í evrópsku mótaröðinni. Mótið er samþykkt af Alþjóða bad- mintonsambandinu og gefur stig á alþjóða styrkleikalistann. Þetta er í fyrsta sinn sem mót úr evrópsku mótaröðinni er haldið hér á landi. Sveinn Sölvason, Tryggvi Nielsen og Tómas Garðcirsson sem allir æfa og spila í Danmörku verða á meðal keppenda svo og og „gamli maður- inn“ og íslandsmeistarinn Broddi Kristjánsson sem er í mjög góðu formi og hefur unnið öll mót vetrar- ins. 17 erlendir keppendur frá fimm þjóðum hafa skráð sig til keppni. Þeirra sterkastir eru Tjitte Weistra frá Hollandi sem er í 57. sæti á styrkleikalistanum, Svisslending- arnir Bundgaard og Del’etang sem eru í 37. sæti í tvíliðaleik karla og Wibowo og Baumeyer frá Sviss sem eru í 34. sæti í tvíliðaleik kvenna. Mótið sem fer fram í TBR-húsinu hefst klukkan 19 í kvöld, klukkan 10 á laugardagsmorgun hefjast 8-liða úrslitin og klukkan 15 á sunnudag heQast undanúrslitin. -GH Gianluca Vialli og allir leikmenn hans hjá Chelsea hafa tileinkað Pierluigi Casiraghi sigurinn stóra gegn Arsenal á Highbury í fyrrakvöld þar sem leikmenn Viallis hreinlega nðurlægðu Englandsmeistara Ars- enal. Casiraghi meiddist mjög illa á dögunum er Chelsea lék gegn West Ham. Hann gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna á hné og stóð aðgerðin yfir í íjórar klukkustundir. Gianluca Vialli og Casiraghi eru mjög nánir vinir. Vialli var alveg miður sín eftir leikinn gegn Arsenal og hvergi nærri búinn að ná sér eftir áfallið með félaga sinn. Vialli treysti sér ekki til að ræða við blaðamenn eftir leikinn og aðstoðarmaður hans sagði það meðal annars vegna þess hve miður sín hann væri vegna afdrifa vinar sins. Lee Sharpe á ekki framtíð fyrir sér á Elland Road hjá Leeds United. David O'Leary, framkvæmdastjóri Leeds, sagði þetta í gær og tilkynnti um leið aö Sharpe hefði verið settur á sölulista. Sharpe hefur átt viö þrálát meiðsli að stríða frá því hann var seldur til Leeds frá Manchester United. Ágúst Gylfason lék með varaliði enska knattspyrnufélagsins Tran- mere þegar það sigraði WBA, 2-1, i fyrrakvöld. Agúst fékk ágæta dóma fyrir frammistöðu sína. ívar Ingimarsson lék með varaliði Watford sem gerði 0-0 jafntefli við Luton. Graham Taylor, fram- kvæmdastjóri Watford, er sagður hafa hug á að hafa Ivar áfram hjá félaginu, og hann vill jafnframt fá KR-ingana Siguró Örn Jónsson og Bjarna Þor- steinsson aftur til frekari skoðunar. Graharn Taylor gerir þó ekki mikið næstu dagana. Hann var fluttur á sjúkrahús f gærkvöld með mikla önd- unarörðugleika og þarf að liggja þar næstu daga. Kúba varð í gær heimsmeistari kvenna í blaki með 3-0 sigri á Kina í úrslitaleik í Osaka i Japan. -SK/VS Malone vill yfirgefa Utah - segist vilja leika meö LA Lakers Karl Malone „Póstmaðurinn" sem leitt hefur sína menn í Utah Jazz til úrslita í NBA-körfuboltan- um undanfarin tvö ár vill yfirgefa her- búðir liðsins. „Mér finnst ég þurfa að komast í burtu frá Utah og ég vona að þegar búið verður að leysa deiluna í NBA þá komist ég til annars liðs. Ég mundi svo sannar- lega vilja fá tæki- færi til að leika með Los Angeles Lakers, annaðhvort eftir að deilumar i deildinni hafa verið til lykta leiddar eða eftir að samningi mínum við Utah lýkur,“ sagði Malone við frétta- menn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Malone, sem er 35 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum við Utah. Malone, sem hefur borið uppi lið Utah Jazz mörg undanfarin ár, hef- ur ekki verið sáttur við stjóm fé- lagsins og eigandann Larry Miller og á fundi með blaðamönnum kall- aði hann þessa menn bleyður. „Ég hef leikið minn síðasta leik í Salt Lake City og það er kominn tími fyrir Malone að fara,“ sagði Malone. Malone hefur verið gangrýndur í Salt Lake City fyrir að hafa ekki farið alla leið með sína menn og tapað í tvígang fyrir Michael Jord- an og félögum hans í Chicago í úrslit- um NBA. Þetta hef- ur Malone sviðið sárt. Hann skoraði 27 stig að meðaltali og tók 10,3 fráköst á síðasta keppnis- tímabili sem var hans 13. tímabil en hann er 35 ára gamall. 10. árið í röð fór hann yfir 2000 stiga múrinn og það met á hann með Wilt Chamberlain, Kareem Abdul Jabbar, Moses Malone og Elin Hayes. Malone hefur eini sinni verið út- nefndur besti leikmaður NBA en það var tímabilið 1996-97. -GH Karl Malone skorar fyrir Utah í leik gegn Lakers á sfðasta tíma- bili. Sigurður og Jón marka- hæstir - Ásmundur annar íslendingar setja mikinn svip á bandaríska háskólameistara- mótið í knattspyrnu þessa dag- ana. Eins og áður hefur komið fram er Sigurdur Ragnar Eyj- ólfsson úr ÍA marka- og stigahæstur yfir aila efstu deildina i Bandaríkjunum. Hann hefur skorað 25 mörk í 21 leik og er með 62 stig samtals, en þar eru gefin tvö stig fyrir mark og eitt fyrir stoðsendingu sem leiðir til marks. í B-deildinni er Jón Þor- grimur Stef- ánsson úr Val marka- og stigahæst- ur yfir öll Bandarikin. Jón hefur skorað 25 mörk í 18 leikjum og er með 62 stig. Á hæla honum kem- ur Ásmund- ur Haralds- son úr Þrótti, sem hefur gert 23 mörk í 18 leikjum og er næststiga- hæstur yfir Bandaríkin með 60 stig. í efstu deild kvenna hefur Ást- hildur Helgadóttir úr KR verið í fararbroddi í stoðsending- um. Hún er nú í 5. sæti yfir öll Bandaríkin með 16 stoð- sendingar í 19 leikjum síns liðs. Hún var að auki valin í úrvalslið á sínu svæði nú í vikunni. -VS Rúnar sigraði alla meistarana stórkostlegur árangur á bogahestinum Breytingar á kvennaliðum Útlit er fyrir að nokkuð verði um félagaskipti hjá knattspyrnukonum á næstunni. Flest bendir til þess að Kristbjörg Ingadóttir sé á leið yflr í Val á ný eftir eitt ár hjá KR en hún hefur æft með Hlíðarendafélaginu að undanförnu. Valur verður hins vegar án landsliðskonunnar Hjördísar Símonardóttur á næsta tímabili en hún verður i barneignafríi. Hildur Sævarsdóttir, Haukastúlkan efnilega, hefur æft með Breiðabliki undanfarnar vikur og flytur sig væntanlega um set yfir í Kópavoginn. Þá eru nokkur lið með erlenda leikmenn í athugun, og þar munu Stjarnan og ÍBV vera fremst í flokki. Bæði þessi lið hafa hug á að ógna toppliðunum enn frekar á næsta tíma- bili. Arangur Rúnars Alexander- sonar á bogahesti á alþjóðlegu boðsmóti í Finnlandi í fyrra- kvöld er án efa besti árangur sem islenskur fimleikamaður hefur náð til þessa. Andstæðingar Rúnars voru ekki af verri endanum. Þar má nefna Ivan Ivankov, heimsmeist- ara í fjölþraut frá Hvíta-Rúss- landi, Valery Belenky frá Þýska- landi sem varð i 1.-3. sæti á boga- hesti á síðasta heimsmeistara- móti, Ioannis Melissanidis frá Grikklandi, ólympíumeistari í gólfæfingum og að auki núver- andi og fyrrverandi heimsmeist- arar á svifrá, Jesus Carballo frá Spáni og Finninn Jani Tansk- anen. Á þessari upptalningu sést hve árangur Rúnars var glæsilegur. Hann náði sínum besta árangri til þessa á bogahestinum og hlaut einkunnina 9,80. Ivankov og Belenky urðu að gera sér annað sætið að góðu með 9,75. Rúnar keppti einnig á tvíslá. Þar náði hann bronsverðlaunum með 9,3 í einkunn. Belenky sigr- aði með 9,4. Þá varð Rúnar í fjórða sæti í keppni á svifrá með einkunnina 9,1. Þar sigraði Jesus Carballo með 9,825. „Ég er alveg í sjöunda himni með þennan árangur og veit eiginlega ekki í hvorn fótinn ég á að stíga,“ sagði Rúnar þegar úrslitin lágu ljós fyrir. Mati Kirmes, þjálfari Rúnars, sagði að Rúnar væri búinn að íþróttir æfa mjög vel undanfarið og hann væri auðvitað mjög ánægður með þennan glæsilega árangur Rúnars í Finnlandi og á mótum almennt undanfarið. -SK/-AIÞ Þórður samdi Asthildur í sumarfríi? Ekki er öruggt að Ásthildur Helgadóttir leiki áfram með KR á næsta tímabili. Sam- kvæmt heimildum DV ihugar hún að taka sér frí næsta sumar en hún spilar með Vanderbilt- háskóla í Bandaríkj- unum á veturna og hefur leikið sam- fleytt sumar og vetur síð- ustu misser- in. -VS Evans ákvað að hætta Roy Evans ákvað í gær að hætta sem framkvæmda- stjóri Livei-pool. Evans tók þessa ákvörðun eftir viðræð- ur við forráðamenn Liver- pool. Frakkinn Gerard Houllier, sem starfaði með Evans, verður einn framkvæmda- stjóri en Phil Thompson verður aðstoðarmaður hans. Evans hefur verið starfandi hjá Liverpool síðustu þrjá áratugina. „Ég kveð félagið með miklum söknuði og von- ast eftir þvi að félagið nái sér sem fyrst,“ sagði Evans í gær en hann afþakkaði annað starf hjá félaginu. _sk David Bevis, körfuknattleiksmaður hjá ÍA: Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna í knattspyrnunni, gekk í gær frá tveggja ára samningi við sænska félagið Norrköping. Hann leysir þar af hólmi Birki Kristinsson, sem líklega er á forum til Lille- ström í Noregi, annars heim til íslands. Þórður fer utan um áramót. „Ég er mjög ánægður með að þetta sé í höfn og þetta er spennandi dæmi. Þarna fer ég í harða samkeppni við Eddie Gustavsson, mark- vörð sænska 21-árs landsliðsins, sem hélt Birki utan við liðið mest allt þetta tímabil. Ég er tilbúinn í þann slag og ætla mér að sjálfsögðu að verða markvörður númer eitt hjá félaginu," sagði Þórður við DV í gær- kvöld. Skagamenn þurfa því að huga að markmannsmálum sínum en í þeirra röðum eru margir á því að rétt sé að gefa hinum tveimur mark- vörðum liðsins, Guðjóni Skúla Jónssyni og Baldri Bragasyni, tækifæri til að slást um stöðuna. Þá hafa þeir Birkir Kristinsson, Kristján Finn- bogason, markvörður KR, og Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍR, Magni þjálfar Víði Magni Blöndal Pétursson var í gærkvöld ráð- inn þjálfari 1. deildarliðs Víðis í knattspyrnu fyrir næsta tímabil. Viðismenn sigruðu með yf- irburðum í 2. deildinni í sumar. Magni er einn leikjahæsti leikmaður Vals frá upphafi en hann hefur verið i fríi frá knattspyrnunni síðan hann þjálfaði síðast lið Selfyssinga árið 1995. -VS allir verið orðaðir við IA. -VS Jafnt í Víkinni Vikingur og Fylkir skildu jöfn, 16-16, í toppslag í 2. deild karla í handknattleik sem fram fór í Vík- inni í gærkvöld. Fylkir var yfir í hálfleik, 8-11. Mikil spenna var undir lokin og bæði lið fóru illa með færi til að tryggja sér sigurinn. Eymar Kruger skoraði 7 mörk fyrir Fylki en Davor Kovacevic 6 fyrir Víking og Þröstur Helgason 5. Þór á Akureyri er með 9 stig, Fylkir 8, Víkingur 7 og Breiðablik 6 stig, en tvö fyrmefndu liðin hcifa leikið einum leik meira. -VS Svekktur og sár“ - dæmdur í leikbann fyrir aö henda vatnsbrúsa í vegg 4 mínútum eftir leik Stórleikur hjá Bow Jónatan Bow átti stórleik og skoraði 22 stig fyrir lið sitt, Edinburgh Rocks, gegn toppliði bresku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, Man- chester Giants, síðasta sunnudag. Það dugði þó ekki til, Edinburgh tapaði leiknum, 77-89, og hef- ur enn ekki náð að vinna í tíu fyrstu umferðum deildarinnar. Jónatan Bow er íslenskur rikisborgari, hefur spilað 6 landsleiki og bíður þess að fá keppnis- leyfi með landsliðinu á alþjóðamótum. -VS Ágúst tekur sér hvíld Ágúst Ólafsson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur átt við slæm meiðsli i baki að stríða og hef- ur rætt við Ásgeir Elíasson þjálfara um að hann taki sér frí frá knattspyrnuiðkun næsta sumar. „Læknar telja að hér sé um brjósklos að ræða. Ég hef verið slæmur undanfarið en er í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Úr því sem komið er mun ég einbeita mér að því að fá mig góðan. Ljóst er að ég þarf á hvíldinni að halda og þvi er ég að hugsa um að taka mér hvíld á næsta tímabili," sagði Ágúst Ólafsson í samtali við DV. -JKS Sigur og tap hjá ÍS ÍS sigraði Stjömuna, 3-0 (15-11, 15-12, 16-14), í 1. deild karla í blaki í gærkvöld. Kvennalið ÍS tapaði hins vegar fyrir Víkingi, 0-3 (7-15, 13-15, 6-15). -VS Bland 1 P oka Andreas Köpke, markvörður franska liðsins Marseille og lands- liðsmarkvörður Þjóðverja í knatt- spyrnu, hefur tilkynnt forráða- mönnum Marseille að hann vilji fara frá félaginu og það strax. Köpke og Stephane Porato hafa skipst á í marki Marseille og það er Þjóðverjinn afar ósáttur við. Norska knattspyrnulióið Viking Stavanger, lið Ríkharós Daóa- sonar og Auöuns Helgasonar, keypti í gær Morten Berre frá Haugasund fyrir 38 milljónir króna. Rúnar Alexanderson og þjálfari hans misstu af lestinni sem þeir hugðust taka á fimleikamótið í Finnlandi vegna veðurs. Fóru þeir því akandi í einkabíl og svaf Rúnar ekki dúr nóttina fyrir mót- ið. Er árangur Rúnars enn glæsi- legri fyrir vikið. Jóhann Möller, 19 ára knatt- spymumaður frá Siglufirði, er mjög eftirsóttur þessa dagana. Hann hefur æft með Skagamönn- um og farið í Færeyjaferð með Leiftursmönnum, og þá hafa Framarar sýnt piltinum áhuga. Jó- hann skoraði 15 mörk í 2. deild og bikarkeppninni fyrir KS i sumar. Jón Þ. Sveinsson, fyrirliði knatt- spyrnuliðs Fram, hefur ekki stigið mikiö í fæturna að undanförnu. Hann var skorinn upp á báðum ökklum vegna þrálátra meiðsla. Jón reiknar með að byrja að æfa á fullu um áramótin. ÍS sigraöi Fylki, 72-67, i 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. -SK/VS Sigtryggur fer aftur í markið hjá KA Sigtryggur Albertsson mun á ný standa í marki KA þegar liðiö mætir Aftureldingu í Nissandeildinni í handknattleik um helgina. Reynir Þór Reynisson, sem varið hefur mark KA það sem af er tímabilinu, þarf að fara í mávægilega aðgerð og verður frá æflngum og keppni í einhvem tíma. KA-menn brugðu því á það ráð að kalla á Sigtrygg en hann fór á sjóinn eftir síðasta tímabil og hefur ekkert leikið síðan hann varði mark KA á síðustu leiktíð. -JJ/SK Hinrik til Valsmanna Hinrik Gunnarsson, körfuknattleiksmaður úr Tindastóli, gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Vals, en hann hefur ekkert leikið með Sauð- krækingum í vetur. Hinrik, sem er 2ja metra miðherji, hefur spilaö 29 landsleiki og ætti að styrkja Valsmenn sem em í vandræðum við botn deildarinnar. Þá er ívar Webster, fyrrum landsliðsmaður, enn á ný bú- inn að taka tram skóna og er byrjaður að æfa með Valsmönnum. -VS Bandaríkjamaðurinn David Bevis sem leikur með Akurnes- ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik hefur verið úrskurð- aður í eins leiks bann. Bergur Steingrímsson dóm- ari ritaði á skýrslu sína að Bev- is hafi kastað vatnsbrúsa í átt að dómurum eftir leik ÍA og Þórs um síðustu helgi en Skaga- menn töpuðu leiknum með eins stigs mun. í skýrslu Bergs segir aö vatn hafi gusast yfir dómar- ana og aðra starfsmenn leiks- Opna veiðileyfi á leikbönn Skagamenn eru mjög ósáttir við þennan úrskurð aganefndar KKÍ og Sigurður Sverrisson, formaður Körfuknattleiksfélags Akraness, segir að með honum sé verið að opna veiðileyfi á leikbönn. Sigurður sagði í sam- tali við DV í gær að hann skildi ekki hvernig Bergur gæti tekið þetta sem árás á sig en á skýrsl- unni er þetta atvik metið sem ógn- un eöa árás á starfsmenn leikja eöa dómara. Þetta er lygi „Ég á ekki orð yflr þessa ákvörð- David Bevis segist vera mjög hissa á vinnu- brögðum dómarans og aganefndar. un dómstólsins og þetta er með ólík- indum. Ég var mjög svekktur eins og strákarnir eftir leikinn og 4 mín- útum eftir að honum lauk sat ég með Bjama Magnússyni á bekkn- um. Ég hélt á vatnsbrúsa í hendinni og um leið og ég stóð upp henti ég brúsanum í vegginn. Tapp- inn brotnaði af og það slettist vatn yflr ritaraborðið þar sem dómarinn (Bergur) var að ganga frá skýrslunni. Að ég hafi hent brúsanum í dómar- ana er lygi. Ég var eingöngu að svekkja mig á leiknum. Ef ég hefði átt eitthvað vantalað við dómarana hefði ég látið heyra í mér. Dómararnir sáu ekki hvað gerðist en samt segir annar þeirra í skýrslunni að ég hafi hent brúsanum í þá,“ sagði Bev- is í samtali við DV i gær. Dómarann í bann frekar en mig „Ég er mjög hissa á vinnu- brögðum aganefndar KKÍ. Þar er skýrslan frá dómaranum lát- in duga. Ég fæ ekkert tækifæri til að verja mig. Ég átti ekki orðastað við dómarana í leikn- um og var ekki að svekkja mig á dómgæslunni. Það hefði frek- ar átt að dæma dómarann í bann frekar en mig því hann dæmdi leikinn mjög illa. Ég er mjög svekkt- ur og sár og fmnst þetta mjög órétt- látt,“ sagði Bevis en hann missir af leik Akumesinga gegn Snæfelli i næstu viku. -GH Hópleikur er þegar tippari, einn eða fleiri hafa sérstakt hópnúmer. Getraunir skrá árangur hópa í viku hverri og veita þeim hópum sem standa sig best vegleg verðlaun. Þú færð hópnúmer frítthjá íslenskum getraunum. ENGU AÐ TAPA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.