Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 17 Iþróttir íþróttir Meistaradeild Evrópu: Staðan í riðlum A-riðiU: Veszprém-Alpi Prato .... 37-22 Badel Zagreb-Montpellier .... 25-24 Badel 2 2 0 0 58-43 4 Veszprém 2 10 1 54-43 2 Montpellier 2 10 1 4M2 2 Alpi Patrol 2 0 0 2 41-70 0 B-riðill: Barcelona-Zaporozhye .... 30-22 Winterthur-Minsk . . .... 28-21 Barcelona 2 2 0 0 60-39 4 Winterthur 2 10 1 50-49 2 Zaporozhye 210 1 50-52 2 Minsk 2 0 0 2 38-58 0 C-riðill: Kiel-Viking .... 35-29 Volgograd-GOG .... 31-21 Kiel 2 2 0 0 66-55 4 Volgograd 2 2 0 0 5645 4 Viking 2 0 0 2 53-60 0 GOG 200 2 47-62 0 D-riðill: Lasko-Redbergslid .. . . . . 31-16 Portland-Kovopetrol . . .... 28-22 Lasko 220 0 58-37 4 Portland 2 10 1 53-55 2 Redbergslid 2 10 1 49-56 2 Kovopetrol 2 0 0 2 43-55 0 Bland í nolca Arvydas Sabonis, miðherji Portland Trailblazers í bandaríska körfubolt- anum, hefur samþykkt að leika með litháíska landsliðinu á ný. Á meðan verkfaUiö stendur yfir í NBA fannst Sabonis tilvaliö að nýta tímann og leika með landsliðinu i leikjum þess í Evrópukeppninni sem fram undan eru. Sabonis lék síðast með landslið- inu á ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Steffen Iversen, Tottenham, og Thomas Myhre, markvörður Ev- erton, verða líklega báðir í byrjunar- liði Noregs sem mætir Egyptum í vin- áttulandsleik í Kaíró í kvöld. Iversen er búinn að skora fjögur mörk í síð- ustu tveimur leikjum Tottenham. Frode Grodas verður að víkja fyrir Myre en hann hefur vermt vara- mannabekkinn hjá Schalke síðan hann gekk til liðs við þýska liðið í haust. John Carew, sem leikur með Váler- enga og á sæti í norska landsliöinu, er eftirsóttur hjá mörgum liðum í Evrópu. Félagi hans i landsliðinu, Steffen Iversen, hefur sagt Carew, sem er 19 ára, aö honum liggi ekkert á. Betra sé fyrir hann þroskast heima i Noregi áður hann fer út í hinn stóra heim atvinnumennskunnar. ítalski refurinn Fabrazio Ravan- elli, sem leikur með Marseille, miss- ir af fyrri leiknum gegn Monaco í 3. umferð UEFA-keppninnar 1 næstu viku. Kapppinn á við meiðsli að stríöa í fæti. Rússar, sem hafa tapað síðustu fimm landsleikjum í knattspymu, mæta Brasilíu í vináttuleik í Moskvu í kvöld. Liðið verður eingöngu skipað leikmönnum sem leika heima i Rússlandi. Rússar léku síðast í Reykjavík gegn Islendingum og töpuðu þar með eftirminnilegum hætti. lozef Chovanec, landsliðsþjálfari Tékklands, tilkynnti í gær að einn besti maður liðsins, Pavel Nedved hjá ítalska liðinu Lazio, myndi ekki leika gegn Englendingiun í kvöld vegna hnémeiðsla. Herrakvöld handknattleiksdeildar Hauka verður haldið á iaugardaginn kemur, 21. nóvember. Ræðumaður kvöldsins verður Gissur Guömunds- son, rannsóknarlögreglumaður og bæjarfulltrúi. Húsið verður opnað klukkan 19.21 og mun Stefún Jóns- son „tœtari“ bjóða til borðhalds klukkan 20.30. Miöasala er í Álftafelli, Sími 565-2464. Frjálsiþróttaþing verður haldið í Reykholti í Borgarfirði um næstu helgi. Þingið er sett kl. 10.15 á laugardaginn og áætlað er aö því ljúki um hádegisleytið á sunnudag. Ingólfur Snorrason náði bestum árangri íslensku keppendanna sem tóku þátt í Norðurlandamótinu í karate um síðustu helgi. Hann varð 4. í +80 kg flokki og komst i átta manna úrslit í opnum flokki. Jón Ingi Þorvaldsson náði ekki að vinna bardaga í -75 kg flokki og opnum flokki og sama er aö segja um Konráö Stefánsson sem keppti í -80 kg flokki. -JKS/VS Lasko rassskellti Redbergslid - Stefán og Rögnvald dæmdu hörkuleik í Zagreb Sænska liðið Redbergslid frá Gautaborg mátt sin lítils gegn hinu sterka liði Lasko frá Slóveníu í meistaradeild Evrópu i handknatt- leik um helgina. Yfirburðir Lasko voru algjörir allan tímann sem keyrði á hraðaupphlaupum sem Sví- amir áttu ekkert svar við. Lokatöl- ur urðu 31-16. Skribic átti stórleik í Lasko og skoraði 12 mörk. Hjá Redbergslid skoruðu þeir Berntsson, Franzen og Hallback fjögur mörk hver. Peruncic skoraði 8 mörk fyrir Kiel gegn Viking. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson stóðu í ströngu í Zagreb þar sem áttust við heima- menn í Badel og franska liðið Montpellier. Badel hafði sigur í æsispennandi leik að viðstöddum 10 þúsund áhorfendum. í hálfleik hafði Badel ein marks forystu, 12-11, en lokatölur urðu hins veg- ar 25-24. Saracevic gerði 8 mörk fyrir Badel og Anquetil skoraði einnig 8 mörk fyrir Montpellier. Barcelona fékk mótspyrnu Barcelona fékk harða mót- spyrnu gegn Zaporozhye frá Úkra- ínu. Fyrri hálfleikur var í járnum en í hálfleik var staðan jöfn, 12-12. í síðari hálfleik skildi leiðir og Barcelona seig hægt og bitandi fram úr og sigraði að lokum, 30-22, að viðstöddum 3500 áhorf- endum. Masip skoraði 8 mörk fyrir Barcelona. Velykyy skoraði 8 mörk fyrir úrkraínska liðið en fé- lög í Frakklandi, á Spáni og í Þýskalandi hafa þennan snjalla leik- mann undir smásjánni. Kiel vann öruggan sigur gegn norska liðinu Stavanger. Athygli vakti hátt markaskor í fyrri hálfleik en í leikhléi var staðan 20-15 fyrir Kiel. Júgóslavinn Nenad Peruncic átti glimrandi leik fyrir þýska liðið og skoraði 11 mörk. Skjærvold var markahæstur hjá Viking með 8 mörk. -JKS Hvíti hákarlinn gleypir gull á ný - Greg Norman kominn á beinu brautina eftir fjarveru frá golfiðkun í sjö mánuði Sigursteinn kominn í KR - skrifaði undir 3ja ára samning Sigursteinn Gíslason, knattspyrnumaður frá Akranesi, skrifaði í gær undir 3ja ára samning við KR-inga. Sigursteinn er þrítugur og hefur spilað 21 landsleik fyrir íslands hönd. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR en eftir eitt timabil þar hélt hann heim á Akranes og hefúr spilað þar síðan. Sigursteinn hefur leikið 153 leiki í efstu deild, þar af 148 með ÍA, auk fjölda bikar- og Evrópuleikja, og hann er fimmfaldur íslandsmeistari með Skagamönnum, árin 1992-1996. Sigursteinn hefur misst mikið úr tvö síð- ustu tímabil vegna meiðsla en hann spilaði 11 leiki með ÍA í úrvalsdeild- inni í sumar. -VS Blakfólkið verði vakúmpakkað - enn er deilt um búninga í blaki Enn hafa forráðamenn Alþjóða blaksambandsins komið sér og sinni íþrótt í fjölmiðla víða um heim með undarlegum áherslum hvað varðar búninga keppenda í blaki kvenna og karla. Forráðamennimir virðast and- vaka yfir því að búningar blakfólks- ins séu alls ekki nægilega þröngir. Á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kvenna varð uppi fótur og fit er öll- um keppendum liða var skipað að klæðast þannig búningum að þeir féllu alveg að líkamanum líkt og gerist hjá sundfólki. Fannst mörg- um fyndið að slíkar kröfur kæmu fram en forráðamönnunum var al- vara. Fimm lið voru dæmd til greiðslu hárra sekta. Sagan endurtók sig á heimsmeist- aramóti karla sem er nýlokið. Þar voru sjö lið sektuð vegna þess að búningarnir voru alltof víðir að mati Alþjóða blaksambandsins. Greg Norman er 43 ára gamall og hefur lengi verið í fremstu röð. Fyrir sjö mánuð- um varð hann að gangast undir erfiðan uppskurð en er nú kominn á sigurbrautina á ný. „Hvíti hákarlinn" hefur engu gleymt og sést hér slá golfkúluna á móti ■ Banda- ríkjunum á dögunum en þar vann Norman 83. sigurinn á ferlinum. Reuter Fyrir sjö mánuðum var framtíð ástralska kylfingsins í fullkominni óvissu. Hann hafði þá í 18 mánuði verið þjakaður af meiðslum í öxl og varð að gangast undir uppskurð. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Um síðustu helgi mætti Greg Norman, oft nefndur hvíti hákarl- inn, til leiks á ný og með engu minni glæsibrag en áður. Hann sigraði á „hákarlamótinu" sem fram fór í Kaliforníu ásamt Steve Elkington. „Það er gott að vera kominn í slaginn á ný. Ég fann vel fyrir öllu þvi sem fylgir að keppa á stóru golf- móti og mér leið vel,“ sagði Norm- an eftir sigurinn. Fyrir sjö mánuðum varð Norman að velja á milli þess að gangast und- ir uppskurð eða hreinlega að hætta allri golfiðkun. Á þessum tímamótum sagði hann: „Það fylgir því mun meiri sársauki en gleði að spila golf í dag.“ Hefur tapað öllum stórmótunum f bráðabana Norman sat sem fastast í efsta sæti heimslistans þegar uppskurð- urinn blasti við. Nú þegar hann er kominn á beinu brautina á ný er hann dottinn niður í fjórða sætið. Greg Norman er að mörgu leyti sérstakur kylfmgur. Hann hefur tvívegis sigrað á stóru mótunum íjórum, á British Open 1986 og 1993. Hann er eini kylfmgur lieimsins sem hefur þurft að horfa á eftir sigri til andstæðingsins í bráða- bana í öllum stóru mótunum fjór- um. Að loknum uppskurðinum tók við löng hvild en brátt fór hann að geta slegið golfboltann á ný. Fyrir mánuði taldi hann sig hafa náð góð- um tökum á öllum kylfunum í pok- anum og var að eigin sögn tilbúinn í slaginn. „Dásamlegt að vakna heima hjá mér“ En saknaði Norman þess aldrei að geta ekki spilað golf? „Nei, aldrei. Fjölskyldan fékk allt í einu mun meiri tíma frá mér en áður. Ég fór til dæmis með krakk- ana á fótboltaleiki og aðrar skemmtanir. Þá fannst mér dásam- legt að vakna heima hjá mér um helgar í stað þess að vakna á hótel- herbergi," segir Norman sem alls hefur unnið 83 titla á ferlinum. Metnaður og keppnisskap „Metnaður og keppnisskap gerir það að verkum að mig langar alltaf til að keppa á golfmótum. Að glíma við það verkefni að ná fyrri styrk- leika er mikil áskorun fyrir mig í dag,“ segir Norman. Fram undan eru stór mót hjá Norman, Skins Game, opna ástr- alska mótið og baráttan um forseta- bikarinn. Til þessara móta mun hvíti hákarlinn mæta með meira sjálfstraust en hann átti von á. -SK Sektimar námu um 200 þúsundum króna á lið. Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sú að forráðamenn í blakinu telja að með þrengri búningum og að vakúmpakka keppendum eins og al- gengt er með matvörur verði blakið álitlegri og vinsælli íþrótt í sjón- varpi. Styrktaraðilar muni tæma buddur sínar sem aldrei fyrr og aug- lýsendur komi til með að standa í löngum röðum til að fá að auglýsa á blakleikjum. Hvort þröngi fatnaðurinn verður allsráðandi í blakinu eða ekki kem- ur í ljós fljótlega. Keppendur eru misjafnlega hrifnir af þessu uppá- tæki forráðamanna íþróttarinnar. Keppendur eru líka misjafnlega fús- ir til að opinbera viðkvæmustu hluti likamans sem forráðamenn íþróttarinnar eru svona líka spennt- ir fyrir. -SK IHMITJHl1’-' oka Dómaranefnd Alþjóða knattspyrnu- sambandsins ákvað í gær að einung- is konur myndu dæma i lokakeppni HM kvenna sem fram fer í Bandaríkj- unum á næsta ári. Lothar Döring hættir í vor sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Magdeburg, sem Ólafur Stefánsson leikur með. Döring hefur þjálfað Magdeburg í 5 ár en ákveðiö var á fundi hans og stjórnar félagsins í gær að þetta væri hans síðasta tímabil. Franski kylfingurinn Olivier Ed- mond hefur verið kjörinn nýliði árs- ins á Evróputúrnum. Edmond, sem er 28 ára gamall, varð i 93. sæti á listan- um yfir tekjuhæstu kylfinga Evrópu á síðustu golftíð. Besti árangur Frakkans var þegar hann náði öðru sæti á opna franska mótinu. Tékkneski kringlukastarinn Ludvik Danek er látinn, aðeins 61 árs að aldri. Danek varð Ólympíumeistari í kringlukasti í Múnchen 1972. Hann setti tvö heimsmet á ferli sinum sem var langur og glæsilegur og varð fyrsti kringlukastari sögunnar sem kastaði yfir 65 metra. Banamein Tékkans var hjartaáfall. Vlf Kirsten var i gær valinn falleg- asti knattspymumaður Þýskalands i kosningu sem iþróttastöðin DSF gekkst fyrir. Það voru aðallega konur sem tóku þátt í kjörinu. Kirsten fékk 15 prósent atkvæða, Mehmet Scholl hjá Bayem Múnchen fékk 13 prósent og Maurizio Gaudino hjá Bochum fékk 10 prósent atkvæða. Hugmyndir um sérstaka úrvalsdeild bestu knattspymuliða i Evrópu viröast vera úr sögunni. Fulltrúar 14 stórliöa í álfunni, sem myndað hafa vinnuhópinn „G-14“, funduðu i gær og ákváöu að styðja hugmyndir UEFA um að riðlakeppni meistaradeildar Evrópu verði stækkuð úr 24 liðum í 32. Þau vilja hins vegar að félögin fái stærri skerf af sjónvarpstekjum en áður. gj^yyg Þorvaldur Makan á förum frá Öster: Of dýr fyr- ir okkur segir þjálfari Öster. Leiftur líklegast DV, Svíþjóð: Nú er orðið ljóst að Þorvald- ur Makan Sigbjömsson mun ekki leika með sænska liðinu Öster á næsta tímabili. Depurðin ein ræður nú ríkj- um hjá Öster. Liðið féll sem kunnugt er úr sænsku A-deild- inni og fjárhagsstaða félagsins er vægast sagt bágborin. Nú mun öruggt að fjórir eða fimm af ellefu leikmönnum í byrjun- arliði frá nýliðnu tímabili munu fara frá liðinu. Þjálfari Öster sagði í gær í við- tali við sænska fjölmiðla að Þor- valdur Makan væri of dýr leik- maður fyrir Öster sem leikur í B-deild á næstu leiktíð. Þorvald- ur sagði í samtali við DV nú ný- verið að Öster gæti ekki sagt upp samningi hans við félagið þannig að staðan er óljós eins og stendur. Mestar líkur eru taldar á því að Þorvaldur Makan gangi á ný til liðs við Leiftur frá Ólafsfirði en hann lék með Ólafsfírðingum áður en hann hélt til Svíþjóðar. -EH/-SK Andy Cole: „Glenn Hoddle er heigull" Andy Cole, knattspyrnumaður hjá Manchester United, kallaði Glenn Hoddle, landsliðsþjálfara Englands, heigul í viðtali við dag- blaðið The Sun í morgun. Hoddle valdi ekki Cole í landsliðið þrátt fyrir að margir landsliösmenn séu forfallaðir, og Cole segir að hann hafi ekki þorað að segja sér ástæð- una fyrir því. -VS Gummersbach var bjargað Þýska handknattleiksfélaginu Gum- mersbach var í gær forðaö frá gjaldþroti. Félagið náði þriggja ára auglýsingasamn- ingi við stórfyrirtækið Rinol, sem tryggði því fjárhagslegan grundvöll á ný. Leikmenn Gummersbach, með kóreska risann Yoon í fararbroddi, samþykktu all- ir að leika áfram með félaginu. Þar með verður ekkert af því að íslendingaliðið Wuppertal fái Yoon til sín. Gummersbach hélt síðan upp á daginn með því að vinna Dutenhofen, 30-27, í A- deildinni í gærkvöld. Yoon var þar óstöövandi sem fyrr og skoraði 11 rnörk. -vs Papin er hættur Jean Pierre Papin, einn mesti markaskorari franskrar knatt- spymu frá upphafi, tilkynnti í gær að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Papin hefúr í vetur leikið með Guingamp í frönsku B-deildinni en átt í vandræðum með að halda fostu sæti í liðinu. Hann er 35 ára og lék með átta félögum og átti sín bestu ár með Marseille, AC Milan og Bayem Munchen. Papin skoraði 326 mörk í 584 leikjum á ferlinum og fyrir franska lands- liðið gerði hann 30 mörk í 54 leikjum. Aðeins Michel Platini hefur gert fleiri mörk fyrir Frakklands hönd. -VS „Steingrímur er ekki til sölu“ Yfirgnæfandi likur eru nú á því að markakóngur síðasta ís- landsmóts í knattspymu, Eyja- maðurinn Steingrímur Jó- hannesson, leiki áfram með ÍBV. Sænska liðið Elfsborg hefur verið að gera hosur sínar grænar fyrir Steingrími undan- farið en ekkert virðist ætla að koma út úr þeim þreifingum. „Okkur hefur ekki borist til- boð í Steingrím frá Elfsborg eins og forráðamenn liðsins voru búnir að boða. Við lítum svo á að áhugi sænska liðsins sé ekki lengur fyrir hendi og Steingrímur er ekki til sölu,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knatt- spymudeildar ÍBV, í samtali við DV í gærkvöld. Eyjamenn hafa beðið í tvo sólarhringa eftir tilboði frá sænska liðinu og gera það ekki lengur. Steingrímur á tvö ár eftir af samningi sínum við Eyjamenn. -SK Skagamenn fá Portúgala Ágúst í vanda Ágúst Gylfason, knattspyrnumaður hjá Brann í Noregi, sagði í samtali við Bergensavisen í gær að hann væri í ákveðnum vanda eftir að hafa fengið nýtt tilboð frá félaginu til eins árs. Ágúst segist ekki sáttur við að vera boðinn aðeins eins árs samningur, þó um einhverja launahækkun sé að ræða. „Þegar maður er erlendis með fjölskylduna vill maður meira öryggi en það. Hins vegar á ég það á hættu, ef ég hafna tilboðinu, að standa uppi án félags," segir Ágúst. Enska liðið Brentford hefur einnig gert Ágústi tilboð en hann segir við Bergensavisen að ekki verði framhald á viöræðum við Tranmere. Þar lék hann einn leik' með varaliðinu á dögunum. -VS Vængbrotiö lið ÍA gegn Snæfelli DV Akranesi DV, Akranesi: Urvalsdeildarlið Skagamanna í körfu- knattleik hefur fengið til sin sterkan Evrópubúa fyrir komandi átök. Victor Pereira er 33 ára Portúgali sem hefur búið í Bandaríkjunum en undanfarin tvö ár hefur hann leikið með og þjálfað lið á N-írlandi. Ástæða þess að Skagamönnum bauðst Pereira er að lið hans varð gjaldþrota. Pereira er 1,70 metrar á hæð og sennilega minnsti leikmaður deildarinnar, hann er bakvörður og leikstjórnandi og kemur á Skagann tii reynslu. Hann hefur komið á tvær æfingar og að sögn forráðamanna Körfuknattleiksfélags Akraness þá eru all- ar líkur á því að Pereira verði áfram á Skaganum enda kemur hann til með að styrkja liðið verulega fyrir komandi átök um sæti í úrslitakeppninni í vor. -DVÓ Það verður vængbrotið lið Skagamanna sem mætir Snæfelli í úrvalsdeildinni I körfuknattleik á fimmtudag í Stykkis- hólmi. David Bevis verður að öllum líkindum í banni. Aganefnd tók í dag fyrir beiðni Skagmnanna um að banninu verði aflétt en þeir höfðu lagt fram nægar sannanir fyrir því að banninu yrði aflétt en allt virðist koma í veg fyrir að Bevis leiki með Skagamönnum. Þá er þriggja stiga skyttan Bjarni Magn- ússon meiddur og Álexander Ermon- linski sneri sig á ökkla í gærkvöld og mun ekki heldur verða með. Það verða þvi ungu mennirnir ásamt Pereira hinum portúgalska sem munu halda uppi heiðri Skagamanna á fimmtudag. -DVÓ David Bevis fer í bann vegna vatnsbrúsa- málsins. E ) ENGUND I norskum fjölmiölum í gær kom fram aö Espen Bárdsen, markvörður Tottenham, fengi um 600 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Bárd- sen sagöi aö fleiri félög hefðu verið inni í myndinni en honum hefði litist best á að framlengja samning sinn við Tottenham. f kjölfarið er ljóst að Ian Walker á varla möguleika leng- ur innan Tottenham. Fréttir herma að hann íhugi að fara á sölulista. Andreas Köpke er sagður á leiöinni til Glasgow Rangers. Vandræði eru með markmennina sem eru þar fyrir vegna meiösla. Köpke, sem er á mála hjá Marseille, var í Glasgow í fyrra- dag og er jafnvel búist við hann gangi frá samningi við Rangers á morgun. Johan Mjállby, sem hefur leikið með AIK, vill ganga til liðs viö skosku meistarana í Celtic. Það kemst á hreint 1 vikunni hvort leik- maðurinn gerir samning við skoska liðiö. Forsvarsmenn enska liösins Shef- fleld Wednesday sögðu í gær að ekk- ert yrði úr því að liðið myndi bjóða í Henrik Larsson hjá Celtic. Skoska liðið er með nýjan samning i smíðum fyrir Larsson sem verður áfram í her- búðum þeirra. Larsson skoraði 19 mörk fyrir Celtic á síðasta tímabili og það sem af er þessa tímabils eru mörkin orðin 11 talsins. Jari Litmanen hjá hollenska liðinu Ajax hefur lýst yfir áhuga að leika með Liverpool en það hefur verið hans uppáhaldsfélag frá því hann var lítill strákur. Samningur Litmanen við Ajax rennur út í vor og gæti þá Liverpool fengið hann frítt. Litt- manen hefur leikið 190 leiki með Ajax og skorað 110 mörk í þeim. ítalska lióiö Juventus leitar þessa dagana aö markaskorara og í þeim tilgangi var fulltrúi frá félaginu á leik Nottingham Forest og Derby í fyrra- kvöld. Staðfest hefur verið að hann var þar til að fylgjast meö Pierre Van Hoojidonk og þykir ekki ólik- legt að tilboð berist í hann á næstu dögum. Tore Andre Flo, norski landsliðs- maðurinn hjá Chelsea, vill gera nýjan samning við félagiö. Hann sagöi i við- tali við enska fjölmiðla 1 gær að sér líkaði vistin vel á Stamford Bridge. Alan Shearer hjá Newcastle verður frá æfingum og keppni næstu tvær vikur. Hann verður fjarri góðu gamni þegar Englendingar mæta Tékkum á Wembley í kvöld. Sol Campbell verð- ur fyrirliði i hans stað. George Graham, hinn nýráðni knattspyrnustjóri Tottenham, er ákveðinn í að styrkja liðið á næst- unni. í gær voru sögusagnir á kreiki um að hann væri að ihuga tilboð í þá Chris Sutton og Tim Sherwood hjá Blackburn upp á 15 milljónir punda. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði í gær að Robbie Fowler væri ekki til sölu. Breskir fjölmiðlar sögðu í vikunni að Arsenal væri reiöubúið að greiða 1.400 mill- jónir króna fyrir kappann. Leikmenn Glasgow Rangers verða í æfingabúðum í Flórída i um viku- tima í janúar. Eftir leikinn við Celtic þann 3. janúar verður leikmönnum gefið vikufrí áður en haldið verður í sólina vestra. Þetta er i fyrsta skipti sem vetrarfrí veröur í skosku deild- inni sem stendur út janúarmánuö. Rune Lange, markaskorarinn ungi frá Tromsö, fer ekki til Coventry þó félög hefðu komist að samkomulagi um að Coventry greiddi fyrir hann 400 milljónir króna. Lange var ekki sáttur við þau kjör sem Coventry bauð honum og er farinn aftur heim til Noregs. Jon Newsome, reyndur varnarmaður frá Sheffield Wednesday, er kominn til Bolton sem lánsmaður. Guðni Bergsson og Andy Todd eru báðir meiddir og Mark Fish er að fara í leikbann, þannig að Bolton er í mikl- um vandræðum með vamarleikinn. Jóhann B. Guðmundsson skoraði eitt marka Watford sem sigraði Ches- hunt, 6-0, í svæðisbikarkeppni í fyrrakvöld. Watford var að mestu með varalið sitt. Þorvaldur Örlygsson er að ná sér eftir að hafa misst af tveimur síöustu leikjum Oldham vegna meiðsla í hné og spilar væntanlega á ný um næstu helgi. Darlington vann Burnley, 3-2, i 1. umferð bikarkeppninnar í gærkvöld og mætir Manchester City í 2. um- ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.