Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 Utlönd PKK enn grunað um morðið á Palme: Sænska löggan vill •• yfirheyra Ocalan Nefndin, sem rannsakar morðið á Olof Palme, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, vill nú fá að yf- irheyra Abdullah Öcalan, PKK-leið- togann sem var handtekinn á flug- velli í Róm í síðustu viku. Samtök Öcalans, Partiya Kerkeren Kurdistan eða Kúrdíski verkamannaflokkurinn, lágu snemma undir grun um morðið á Palme. Lögreglustjórinn Hans Holmér, sem í upphafi stjórnaði rannsókninni eftir morðið 1986, var enn tíu árum seinna sannfærður um að PKK bæri ábyrgð á dauða sænska forsætisráðherrans. Sænska öryggislögreglan var far- in að hlera samtöl PKK áður en Palme var myrtur. Stundum ræddu félagar samtakanna um brúðkaup en það þýddi morð á dulmáli þeirra. Öryggislögreglan í Svíþjóð túlkaði samtölin þannig að PKK hygðist mjrða einhvem í Svíþjóð. Áður en Palme var myrtur hafði Loftsteinadrífa heillar Asíbúa með Ijósadýrð Mikil ljósadýrð var á himninum yflr Asíu í nótt þegar loftsteinadrífa fór inn í gufuhvolf jarðar og brann upp til agna. Litlar skemmdir urðu á gervihnöttum á sporbaug um jörðu, eins og vísindamenn NASA, banda- rísku geimvísindastofnunarinnar, og forráðamenn símafélaga óttuðust. Loftsteinarykið, sem er fmna en sandur, kemur frá halastjömunni Tempel-Tuttle. „Það versta virðist vera yfirstaðið og við fengum stórkostlega ljósasýn- ingu fyrir íbúa Asiu,“ sagði Jan Platt, talsmaður Jet Propulsion til- raunastofnunarinnar sem er hluti NASA. Eigendur gervihnatta óttuðust að loftsteincirykið, sem fór á 250 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, mundi valda skemmdum á nemum gervinhnattanna eða valda skamm- hlaupi. Ekki hafa þó borist neinar fregnir af slíkum vandræðum, að sögn Susan Gordon, talsmanns gervi- hnattafyrirtækisins Intelsat. Nítján ára japönsk kona hafði ekki heppnina með sér þegar hún var að virða fyrir sér loftsteinadrifuna í morgun. Hún féll í gil og lést af sár- um sínum, að sögn lögreglu. Kúrdar víðs vegar að úr Evrópu hafa streymt til Rómar til aö mótmæla handtöku Öcalans. Símamynd Reuter PKK myrt tvo liðhlaupa í Svíþjóð, annan á strætisvagnabiðstöð í Upp- sölum 1984 og hinn í veislu í félags- miðstöð í Stokkhólmi 1985. Báðir morðingjamir voru dæmdir í lifs- tíðarfangelsi. Öcalan hefur viður- kennt að samtök hans hafi staðið á bak við morðin á liðhlaupunum. Ekki er talið útilokað að PKK hafi viljað hefna sín á Palme þar sem hann hafði neitað Öcalan um pólitískt hæli í Svíþjóð. PKK taldi einnig að sænska ríkisstjórnin væri í samvinnu við yfirvöld í Tyrklandi og við tyrknesku öryggislögregl- una. Órói er nú í Tyrklandi vegna handtöku Öcalans. í Istanbul kom til átaka á götum úti milli stuðn- ingsmanna Kúrda og tyrkneskra þjóðemissinna. í suðausturhluta Tyrklands sprengdi meintur félagi í PKK sig í loft upp í gær. Þrír kúrdískir fangar kveiktu í sér en lifðu af. Þeir brenndust alvarlega VAiyM! Ekkerl Kollín -engiiw livítur sykur! ^ " 'r</ 'r<i IqSméwl —*g| KBArtMIKILL VOKVI '\ A ^ r< Til hamingju: RÚNAR ALEXANDERSSON fimleikamaður með glæsilegan sigur á S.terku móti í Finlandi. Öll félögin í undanúrslitum í Eggjabikar með skemmtilega leiki og KEFLAVIK með sjgurinn. KA, Valur, Fram, ÍR og ÍBV með sigur í leikjum sínum í Nissandeildinni í handknattleik. Stjarnan, Fram og Grótta/KR í handknattleik kvenna með sigur í sínum leikjum. ,—j^^mennskU SVEINN SÖLVASON, BRODDI KRISTJÁNS- ' " * SON og ÁRNI ÞÓR með góðan árangur á alþjóðlegu badmintonmóti íTBR-húsinu. Oskum KRISTNI BJORNSSYNI skíðamanni góðs gengis í keppni um næstu helgi. Ofantaldir nota sannarlega allir Leppin sportvörur I www.itn.is/leppin átopp'innmeö orkudrvkkfráUPPÍÍL öTgnTTA ipiTn www.itn.is/leppin Mikil Ijósadýrð var á himni austur í Asíu í nótt þegar loftsteinadrífa ein kom inn í gufuhvolf jarðar. Þessi mynd var tekin á Taívan. mikil Gæðarúm á góðu verði á RB-rúmi Ragnar Björasson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 MATUR OG KOKUR Þann 25. nóvember mun aukablað um mat og kökur fylgja DV. Blaðið mun að vanda verða fjölbreytt og efnismikið. Tiivalið fyrir þá sem eru að undirbúa heimilið fyrir jólin. Helstu efnisþættir verða: Matar- og kökuuppskriftir. Ráðleggingar um vín. Grænar uppskriftir. Jólaundirbúningur á heimilinu. Börnin og jólin. Jólasiðir og margt, margt fleira. Umsjón efnis: Umsjón efnis er í höndum Evu Magnúsdóttur. Þeim sem vilja koma upplýsingum á framfæri í blaðið er bent á að hafa samband við Evu í síma 566 8759 eftir hádegið eða senda tölvupóst í netfangið: eva@tv.is Umsjón með auglýsingum hafa: Gústaf Kristinsson í síma 550 5731 og Kristinn Pálsson í síma 550 5722 Auglýsendurf athugið! Vinsamlegast pantið auglýsingapláss fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 19. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.