Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Danski bankinn
gegn fjárkröfu
Færeyinganna
Forráðamenn Den Danske
Bank reyna nú hvað þeir geta til
að skjóta kröfu Færeyinga um
tugmilijarða skaðabætur vegna
bankahneykslisins svokallaða í
kaf áður en málið kemur til kasta
dómstólanna. Þetta kemur fram í
danska blaðinu Árhus Stifts-
tidende.
Bankinn viE að helsta vopn Fær-
eyinga í málinu, skýrslan um sam-
skiptin við dótturfyrirtækið Fær-
eyjabanka, verði lögð til hliðar.
Bankamenn telja að margt af
því sem fram kemur í skýrslunni
og er ekki sérlega jákvætt í þeirra
garð geti ekki verið notað sem
sannanir í málinu.
~iu tf
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
ELDHÚS INNRÉTTINGAR
BAÐ INNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR
VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ
Frí teiknivinna og tiiboðsgerð
NMífUm* - fyrsta flokks frá
iFúmx
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
RÆSTINGAR
FYRIRTÆKJA
RÆSTINGAR
STOFNANA
RÆSTINGAR
HEIMILA
A
JMk Arnarberg ehf.
Fossháls 27 • Draghálsmegin
Slmi 567 7557 • Fax 567 7559
ELFA
Kenneth Starr yfirheyrður í Bandaríkjaþingi á morgun:
Einskorðar sig
ekki við Monicu
Kenneth Starr, sérlegur saksókn-
ari í hneykslismálum Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, ætlar ekki að
einskorða sig við samband forset-
ans og Monicu Lewinsky þegar
hann ber vitni í Bandaríkjaþingi á
morgun. Að sögn bandaríska dag-
blaðsins New York Times í morgun
ætlar Starr að sýna fram á að til-
raunir forsetans og manna hans til
að hindra framgang réttvísinnar
séu víðtækari en bara í Lewinsky-
málinu.
Blaðið hefur það eftir lögmönnum
sem þekkja til undirbúnings Starr
að saksóknarinn hafl ekki tekið
endanlega ákvörðun um hvað hann
ætli að segja í tveggja klukkustunda
inngangsræðu sinni, áður en yfir-
heyrslumar í dómsmálanefnd full-
trúadeildarinnar byrja. Hugsanlegt
er talið að Starr reyni að líkja sam-
an því þegar Clinton þrætti fyrir
samband við Lewinsky og meintum
tilraunum Hvita hússins til að
Henry Hyde, formaöur dómsmála-
nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, fær tækifæri til að yfirheyra
saksóknarann Starr á morgun.
trufla rannsókn á ýmsum atriðum
Whitewater-fasteignahneykslisins.
Dómsmálanefndin hafnaði beiðni
Hvíta hússins um að fá að yfirheyra
Starr í hálfa aðra klukkustund. Lög-
mönnum forsetans stóð til boða að
yfirheyra Starr í hálftíma. Nefndin
hefur hins vegar í hyggju að kalla
til fleiri vitni en áður var áformað í
rannsókn sinni á því hvort höfða
eigi mál til embættismissis á hend-
ur Clinton.
Leyniupptökur á samtölum
Lewinsky og Lindu Tripp voru gerð-
ar opinberar í gær. I upptökunum,
sem eru 22 klukkustunda langar,
ræða konurnar um samband Lewin-
sky við forsetann og starfsmögu-
leika hennar í framtiðinni. Auk
þess ræddu þær hversdagslega hluti
eins og hársnyrtingu og sögðu hvor
annarri brandara.
Lewinsky hljómaði stundum eins
og skólastúlka að blaðra um kærast-
ann sinn. Linda gaf góð ráð.
Leiötogar APEC, samtaka ríkja við Kyrrahafiö, sitja nú á fundi í Kuala Lumpur, höfuöborg Malasíu. Búist er viö aö
leiötogarnir hvetji til þess aö umbætur veröi gerðar á fjármálakerfi heimsins og aö komiö veröi á eftirliti meö skamm-
tímaflæði fjármagns. Á þessari mynd má meðal annarra sjá ráöamenn Kína, Filippseyja og Nýja-Sjálands.
P. LEMMENS
Efnahags- og framfarastofnunin:
Varar við miklum
samdrætti í heiminum
HITABLASARAR
Fyrir verslanir - iðnað - lagera
Fyrir heitt vatn.
Afköst 10 -150 kw
Öflugustu blásararnir á
markaðnum, búnir
miðflóttaaflviftum og
ryksíum.
Betri hitadreifing - minni
uppsetningarkostnaður,
lægri rekstrarkostnaður.
Hagstætt verð
Farestveit & Co.hf.
Borgartúni28 g 562 2901 og 562 2900
Hagvöxtur í heiminum mun
minnka talsvert á næsta ári séu
seðlabankar í Bandaríkjunum og
annars staðar ekki reiðubúnir til að
lækka vexti. Þetta er mat Efnahags-
og framfarastofnunarinnar i Evr-
ópu, OECD.
í skýrslu OECD, sem kynnt var í
gær, segir að efnahagsöngþveitið í
Asíu undanfama mánuði leiði lík-
lega til þess að hagvöxturinn í
heiminum minnki um helming og
verði aðeins 2 prósent á þessu ári og
næsta. Efnahags- og framfarastofn-
unin spáir því að hagvöxturinn i
Bandaríkjunum verði 1,5 prósent á
næsta ári en ekki 2,1 prósent eins og
spáö var í júní síðastliðnum.
OECD varaði jafnframt við því að
færi allt á versta veg gæti óstöðug-
leikinn í fiármálum leitt til þess að
efnahagssamdráttur yrði í Banda-
ríkjunum eins og í Japan. Það
myndi svo leiða til efnahagslegrar
stöðnunar um aflan heim.
Aðalhagfræðingur OECD, Ignazio
Visco, sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær að líkumar á að
slíkt gerðist væru minni nú en í
september þegar fiármálaumrótið
náði hámarki.
Fyrri skýrsla OECD á þessu ári,
sem birt var í júní síðastliðnum,
var ekki jafn svartsýn. Þá töldu
ráðamenn i helstu iðnríkjum heims
að þau slyppu við kreppuna sem
olli efnahagshruni í Taílandi,
Suður-Kóreu og Indónesíu. OECD
bendir hins vegar á að
efnahagsöngþveitið í Rússlandi í
ágúst síðastliðnum hafi leitt til
mikils fiármagnsflótta frá löndum
þar sem uppgangurinn hefur veriö
mestur að undanfömu.
Afleiðingarnar hafi orðið
keðjuverkun í stóru hagkerfunum.
OECD spáir vaxtalækkun í
ríkjum Evrópusambandsins, ESB, á
næsta ári eftir að myntbandalagið
tekur gildi í janúar næstkomandi.
OECD spáir því að
efnahagsvöxturinn í ESB-ríkjunum
verði 2,2 prósent en ekki 2,8 prósent
eins og spáð var í júni
síðastliðnum. Spáð er að vöxturinn
í myntbandalagsríkjunum verði 2,5
prósent.
Þörf á meiri aðstoð
Þróunarstofnunin Oxfam
America hvatti bandarísk stjóm-
völd í gær til aö gera meira til aö
aðstoða þjóðir Mið-Ameríku við
að komast aftur á réttan kjöl eftir
hamfarimar af völdum fellibyls-
ins Mitch.
Lexíur fyrir Rússa
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, hitti Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
seta í Kreml í
gær. Við það
tækifæri sagði
hann að Rússar
gætu dregið
lærdóm af því
hvernig hag-
kerfi Austur-
Þýskalands var breytt úr áætlana-
búskap í markaöshagkerfi.
Byrjaðir að vinna á ný
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna í írak hófu störf aö nýju
í morgun. Eftirlitsmennimir
snem til íraks í gær eftir nærri
viku fiarveru vegna yfirvofandi
loftárása Bandaríkjamanna.
Albanar varaðir við
Bandarísk stjómvöld vöruðu
albanska aðskilnaðarsinna í
Kosovohéraði í Serbíu við því í
gær aö framferði þeirra stofnaöi
alþjóðlegum stuöningi við mál-
staö þeirra í hættu. Frelsisher
Albana hefur hreiðrað um sig á
mörgum svæðum sem Serbar
hafa yfirgefið.
Glæpahreiður
Njósnastofnunin sem tók við af
þeirri sovésku KGB er nú hreiður
mannræningja, morðinga og ann-
ars konar bófa, að því er hópur
embættismanna leyniþjónustunn-
ar staðhæföi í gær. Mennimir
skýrðu meðal annars frá því að
þeim hefði verið fyrirskipað að
drepa kaupsýslumanninn Borís
Beresovskí. Þeim var jafnframt
hótað lífláti ef þeir kjöftuðu frá.
Arafat lætur undan
Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, hét því í gær að fafla
frá áætlunum
um að lýsa yfir
stofnun palest-
ínsks ríkis. Ara-
fat lýsti þessu
yfir degi eftir aö
forsætisráð-
herra ísraels,
Netanyahu,
stöðvaði flutning ísraelska hersins
frá Vesturbakkanum. ísraelska
þingið samþykkti í gærkvöld friö-
arsamkomulagið viö Palestínu-
menn sem undirritað var í Hvíta
húsinu í Washington í október.
100 þúsund sleppt
Um 100 þúsund rússneskum
fongum, sem sitja inni fyrir
minni háttar afbrot, verður sleppt
á næstunni. Ástæðan er pláss-
leysi í fangelsunum.
Krabbameinshætta
Feitt fólk er í 33 prósenta meiri
bættu á að fá krabbamein en aðr-
ir. Þetta sýnir rannsókn sem gerö
var viö Karolinska institutet í
Stokkhólmi.
Sækja gegn Talebönum
Her stjórnarandstæðinga í
Afganistan hefur náð á sitt vald
mikilvægu héraði i norðurhluta
landsins eftir hörð átök við Tale-
bana.
Fyrir dómara í desember
Breskur dómstóll úrskurðaði í
gær að Augusto Pinochet, fyrrver-
andi einræðis-
herra í Chile,
kæmi fyrir
dómara 2. des-
ember. Þaö er
að segja verði
niðurstaðan sú
aö hann njóti
ekki friðhelgi.
Æðsti dómstóll Bretlands, lá-
varöadeildin, á eftir að ákveða
hvort Pinochet verður látinn laus
í millitíðinni.