Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 6
30
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
íþróttir
]•*
Úrvalsdeild:
Aston Villa-Liverpool ......2-4
0-1 Ince (3.), 0-2 Fowler (7.), 1-2
Dublin (47.), 1-3 Fowler (58.), 2-3
Dublin (64.), 2-4 Fowler (66.).
Blackburn-Southampton .... 0-2
0-1 Oakley (4.), 0-2 Basham (89.).
Leeds-Charlton .............4-1
1-0 Hasselbaink (33.), 2-0 Bowyer
(51.), 3-0 Smith (61.), 3-1 Mortimer
(65.), 4-1 Kewell (87.).
Leicester-Chelsea...........2-4
0-1 Zola (28.), 0-2 Poyet (39.), 1-2 Izzet
(40.), 1-3 Flo (56.), 2-3 Guppy (60.), 24
Zola (90.).
Middlesborough-Coventry . . . 2-0
1-0 Gordon (66.), 2-0 Ricard (83.).
Sheffield Wednesday-Man Utd 3-1
1- 0 Alexandersson (14.), 1-1 Cole (29.),
2- 1 Jonk (55.), 3-1 Alexandersson
(73.).
Tottenham-Nottingham Forest 2-0
1-0 Armstrong (59.), 2-0 Nielsen (69.).
Wimbledon-Arsenal...........1-0
1-0 Ekoku (77.).
Derby-West Ham..............0-2
0-1 Hartson (7.), 0-2 Keller (72.)
Staðan í úrvalsdeild
Aston Villa 13 8 4 1 20-10 28
Man. Utd 13 7 4 2 27-14 25
Arsenal 14 6 6 2 14-6 24
Chelsea 12 6 5 1 21-12 23
Leeds 14 5 8 1 20-11 23
West Ham 14 6 5 3 18-15 23
Middlesb. 14 5 7 2 23-16 22
Wimbledon 14 5 5 4 18-22 20
Liverpool 14 5 4 5 24-19 19
Tottenham 14 5 4 5 18-21 19
Derby 14 4 6 4 14-14 18
Leicester 14 4 5 5 15-17 17
Charlton 14 3 7 4 21-21 16
Newcastle 13 4 4 5 16-17 16
Sheff.Wed. 14 4 3 7 13-14 15
Coventry 14 4 2 8 12-20 14
Everton 13 2 6 5 7-14 12
Nott. Forest 14 2 4 8 10-22 10
Shampton 14 2 4 8 12-30 10
Blackburn 14 2 3 9 14-22 9
Úrslit í 1. deild:
Bristol City-Stockport.......1-1
Bury-Grimsby.................1-0
Huddersfield-Bradford........2-1
Ipswich-Bolton ..............0-1
Oxford-Port Vale.............2-1
Portsmouth-WBA ..............2-1
QPR-Sheffield United.........1-2
Sunderland-Bamsley...........2-3
Swindon-Crystal Palace.......2-0
Tranmere-Norwich ............1-3
Watford-Crewe ...............4-2
Wolves-Birmingham ...........3-1
Staðan í 1. deild
Sunderland 19 11 7 1 44-15 40
Watford 20 10 5 5 35-29 35
Ipswich 19 10 5 4 26-11 35
Sheff Utd 20 9 6 5 33-29 33
Wolves 20 9 5 6 30-19 32
Norwich 18 9 5 4 30-22 32
Birmham 20 9 5 6 26-20 32
Huddersf 20 9 5 6 28-29 32
Bradford 19 9 4 6 35-22 31
Bolton 18 7 7 4 34-29 28
WBA 19 8 3 8 37-35 27
Cr.Palace 17 8 2 7 28-28 26
Grimsby 19 7 5 7 23-22 26
Bury 20 6 6 8 15-29 24
Swindon 20 6 5 9 29-33 23
Barnsley 20 5 8 7 25-29 23
Stockport 19 4 11 4 24-25 23
Portsmouth 20 5 6 9 29-23 21
Tranmere 19 4 9 6 24-29 21
Port Vale 20 6 3 11 22-38 21
Oxford 20 5 5 10 22-34 20
QPR 19 5 3 11 18-29 18
Bristol City 20 3 7 10 28-45 16
Crewe 19 2 5 12 21-41 11
SKOTUND
Aberdeen-St. Johnstone........0-1
Celtic-Rangers................5-1
Hearts-Dunfermline............2-1
Kilmamock-Motherwell..........0-0
Staða efstu liöanna:
Rangers 15 9 3 3 29-13 30
Kilmamock 15 6 7 2 18-10 25
Celtic 15 6 5 4 30-17 23
St. Johnst. 15 6 5 4 18-21 23
Hearts 15 5 4 6 16-19 19
Motherweil 15 4 6 5 13-20 18
Dundee 14 4 4 6 13-20 18
Robbie Fowler var maður dagsins á laugardag í enska boltanum. Hann skoraði þrjú mörk fyrir Liverpool gegn Aston
Villa og hafði ástæðu til að fagna. Á innfelldu myndinni ver David James víti frá Dion Dublin. Reuter
Enska knattspyrnan um helgina:
jfiír ENGIANÐ
Arnar Gunnlaugsson var
ekki í byrjunarliði Bolton gegn
Ipswich vegna meiðsla á kálfa.
Hann kom hins vegar inn á sem
varamaður en Guðni Bergsson
var ekki í leikmannahópi Bolton
vegna meiðsla.
Arnar var hins vegar í sviðs-
ljósinu undir lok leiksins þegar
hann var arkitektinn að sigur-
marki Bolton, óð með boltann
frá miðjum velli og gaf góða
sendingu á Bob Taylor sem skor-
aði sigurmark leiksins á siðustu
mínútu hans.
- öll toppliðin þrjú lágu. Mikið skorað
Leikimir í ensku úr-
valsdeildinni um helgina
voru óvenjufjörugir og
skemmtilegir og mikiö
var skorað af mörkum.
Alls litu 28 mörk dagsins
ljós á laugardag í 8 leikj-
um sem gerir 3,5 mörk að
meðaltali í leik.
Liverpool náði loks að
sýna margar af sínum
bestu hliðum gegn Aston
Villa sem tapaði sínum
fyrsta leik í deildinni.
Leikurinn var stórkostleg
skemmtun, sex mörk
skoruð, og mikil spenna.
Robbie Fowler hrökk
loksins í gang og skoraði
þrennu.
Dublin missti af
þrennunni
Hjá Villa var Dion
Dublin enn einu sinni ið-
inn við mark andstæðing-
anna og skoraði bæði
mörk Villa. Hann missti
af þrennunni er hann lét
David James verja frá sér
vítaspymu. Dublin hefur
nú skorað 7 mörk í þrem-
ur leikjum með Villa.
Stan Collymore var vikið
af leikvelli eftir árás á
Michael Owen. „Ég hef
ekkert út á þetta rauða
spjald að setja. Ég hagaði
mér ekki vel,“ sagði
Collymore eftir leikinn.
Villa hefði hæglega
getað skorað fleiri mörk
en vamir beggja liða hafa
oft leikið mun betur en í
þessum leik.
Þrátt fyrir það var allt
annað að sjá til Liverpool
sem hlýtur að fara að
braggast í framhaldi af
þessum góða sigri.
United átti aldrei
möguleika
Manchester United átti
ekki möguleika á heima-
velli Sheífleld Wednesday
sem ekki hafði unnið sig-
ur í 10 leikjum.
Wednesday, sem oft hef-
ur gert United skráveifu
undanfarin ár, náði for-
ystunni með marki eftir
slæm mistök Schmeichels
í markinu en Daninn
virðist sýna æ meiri elli-
merki með hverjum leikn-
um.
Andy Cole jafnaði met-
in eftir hálftíma leik og
skömmu síðar var brotið
greinilega á Dennis Irwin
innan vítateigs Wednes-
day en dómarinn var ekki
með á nótunum og Wed-
nesday slapp með skrekk-
inn.
„Mitt lið var óþekkj-
anlegt“
„Mitt lið var afar slakt í
dag. í raun var liðið
óþekkjanlegt. Strax eftir
að þeir komust yfir, 2-1,
var á brattann að sækja
fyrir okkur. Það var að-
eins Jaap Stam sem lék
eins og leikmenn Man.
Utd eiga að gera,“ sagöi
Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd eftir leikinn.
„Vonandi eykst
sjálfstraustið"
„Sigur okkar var sann-
gjam og mínir menn
höfðu mikið fyrir þessu.
Vonandi eykst sjálfs-
traustið hjá liði minu við
þessi úrslit. Alexanders-
son var frábær í þessum
leik og átti svo sannarlega
skilið að skora tvö mörk.
Það var einnig mjög mik-
ilvægt fyrir okkur að
Jonk skyldi ná að skora,“
sagði Danny Wilson,
stjóri Wednesday.
Sigur Wednesday var
þrátt fyrir allt verðskuld-
aður og sveiflaði liðinu
upp um nokkur sæti í
stigatöflunni.
„Við vorum óheppn-
ir að tapa“
Arsenal tapaði óvænt á
heimavelli Wimbledon.
Leikurinn þótti lítið
augnayndi og markaskor-
un í lágmarki miðað við
aðra leiki helgarinnar.
„Það átti að dæma
markið af vegna hendi.
Við vorum óheppnir aö
tapa leiknum en áttum
ekki skilið að vinna,“
sagði Arsene Wenger,
framkvæmdastjóri
Arsenal eftir leikinn.
Joe Kinnear, stjóri
Wimbledon var kátari:
„Að vera þetta ofarlega í
deildinni á þessum tíma
er stórkostlegt. Mínir
menn léku frábærlega vel,
börðust af miklum krafti
og unnu verðskuldaðan
sigur."
„Brottreksturinn var
skandall“
Tottenham vann góðan
sigur á Nottingham For-
est og mjakast enn upp
töfluna undir stjóm Geor-
ge Grahams.
Steve Stone var sendur
í sturtu eftir tvö brot á
David Ginola sem enn var
ásakaður um að láta sig
detta og ýkja stórlega.
„Það var skandall að vísa-
Stone af leikvelli og vissu-
lega hafði það mikil áhrif
á leik okkar,“ sagði Dave
Bassett, stjóri Forest, eftir
leikinn.
„Við lékum nógu vel til
að vinna en verðum að
bæta leik okkar enn frek-
ar,“ sagði George Gra-
ham.
„Skil þetta ekki“
Chelsea vann Leicester
og liðið hefur ekki tapað í
17 leikjum.
„Ég skil þetta ekki. Við
áttum allan leikinn en
fengum á okkur ódýr
mörk. Mitt lið lék frábær-
lega en fékk enga umbun
að þessu sinni,“ sagði
Martin O’Neill, stjóri
Leicester.
-SK
Það var ekki bara Aston
Villa sem var að tapa sínum
fyrsta leik í deildakeppninni um
helgina. Sunderland tapaöi
óvænt á heimavelli sínum gegn
Barnsley og var þetta fyrsti ósig-
ur liðsins í 1. deildinni.
Liklegt er talið að Patrick
Viera og Dennis Bergkamp missi
báðir af Evrópuleik Arsenal
gegn franska liðinu Lens eftir
nokkra daga. Þeir Viera og Berg-
kamp meiddust báðir í miklum
baráttuleik gegn Wimbledon á
laugardag. Meiri líkur eru taldar
á því að Bergkamp geti leikið en
meiðsli hans eru ekki mjög al-
varleg.
Stan Collymore, Aston Villa,
á enn í vandræðum og fékk
rauða spjaldið gegn Liverpool.
Collymore hrinti Michael Owen
mjög harkalega og gæti átt yflr
höfði sér nokkurra leikja bann.
-SK
Reuter