Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 8
32
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
Iþróttir
SH-liðið fagnaði sigri í bMwteppnlnni mað viðeigandi hætti. Eftlr verðlaunaafhendingu fengu allir sem einn flugferð (laugina í fuHum skrúða. Það var handagangur f öskjunnl og góðum árangri
var fagnað lengl og InnMega. Qóð hetgi var að baki hjá sundmönnum og gátu alllr unað glaðir við sitt. DV-mynd Pjetur
Formaður SSÍ:
BrekMiaaÍ
aukast tH maaa
„Þetta var stórkostlega
skemmtileg bikarkeppni. Það er
mjög ánægjulegt aö sjá að breiddin
er að aukast til muna og ég held að
ailir geti verið sammála um að það
er bjart fram undan í sundinu. Það
var frábær árangur hjá SH-liðinu
að fara yfir 30.000 stig,“ sagði Sess-
elja Erla Ámadóttir, formaður
Sundsambands íslands, í samtali
við DV.
-JKS
Heildarstaða i
bikarkeppmmii
Heildarstaða í bikarkeppni 1.
deildar í kvenna- og karlaflokki
varð þessi:
1. SH ..................... 30422
2. Keflavík ................27578
3. Ægir.....................26140
4. ÍA.......................22728
5. Ármann...................22270
6. Selfoss..................21514
2. deiM
1. UMFN.....................21725
2. UMSK.....................21404
3. KR ..................... 20704
4. Keflavlk-B ............. 20656
5. Óðinn................... 12235
6. Vestri....................9016
7. ÍBV.......................4664
8. USVH Kormákur ............2401
9. UMSB......................1450
lOÞór .......................1310
Setfyssingar féllu í 2. deild en sæti
þeirra i 1. deild taka Njarövíkingar.
EM innanhúss:
4-5 keppendur
til Sheffield
Rórir íslenskir sundmenn hafa
tryggt sér þátttökurétt á Evrópu-
mótið innanhúss sem haldið verð-
ur í Sheöield dagana 11.-13. desem-
ber næstkomandi. Þau eru Öm
Amarson, SH, Hjalti Guðmunds-
son, SH, Elín Sigurðardóttir, SH,
og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA.
Lára Hrund Bjargardóttir, SH, á
eftir að tryggja sér réttinn en tími
til þess rennur út í kvöld.
-JKS
^ Sundfélag HafnarQarðar bikarmeistari Qórða árið í röð:
A heimsvísu
- þegar Örn Amarson bætti íslandsmetið í 100 metra baksundi
Sundfélag HafharQarðar
heldur traustataki um bik-
artitilinn í sundi en í gær
vann félagið þennan titil
flórða árið í röð í Sundhöll
Reykjavíkur. Þessi árangur
undirstrikar það starf sem
unnið hefúr veriö í sund-
inu í Hafnarfirði á liðnum
árum. Yfirburðir SH vom
umtalsverðir en á heildina
litið var árangur í keppn-
inni miklu betri en búist
var við og má því vera ljóst
aö sundið er í uppsveiflu
um þessar mundir.
Uppbyggingarstarf
Gott uppbyggingarstarf
er farið aö skila sér svo um
munar. Fjögur Islandsmet
litu dagsins ljós en met Am-
ars Amarsonar í 100 metra
baksundi stendur þó upp
úr. Hann bætti sitt eigiö
met um 1,7 sekúndur í 25
metra laug, synti á 54,02
sekúndum. Engum blöðum
er um það að fletta að þessi
frábæri tími er árangur á
heimsvísu.
Amar lét ekki staðar
numið og kórónaöi árangur-
inn með því að setja ís-
landsmet i 100 metra skrið-
sundi, synti á 49,21 sek-
úndu, og var þar með fyrsti
íslenski sundmaðurinn til
aö synda þessa vegalengd á
undir 50 sekúndum.
Hin tvö íslandsmetin
settu kvenna- og karlasveit
SH í 4x100 metra fjórsundi.
Karlasveitin synti á 3:50,18
mínútum Qg kvennasveitin
á 4:27,46 mínútum.
SH braut stigamúrinn,
fór yfir 30.000 stig sem engu
liöi hefúr tekist áður.
Evrópumótið nsst
Bestu sundmenn landsins
taka á næstunni þátt í Evr-
ópumótinu innanhúss sem
haldiö verður í Sheffield á
Englandi og verður fróðlegt
að fylgjast meö Emi í
keppni fremstu sundmanna
Evrópu.
-JKS
Lára Hrund Bjargardóttir úr SH sigraði í 200 metra baksundinu í gær. Hér
sást hún á fullri ferð í sundinu. DV-Pjetur
SH-menn léku á als oddi í verðlaunaafhendingunni, tóku lagið og fögnuðu
sínum fjórða sigri í röð í bikarkeppninni. DV-mynd Pjetur
Kom mér á óvart
„Ég get ekki annað sagt en ég sé
ánægður. Árangurinn í 100 metra
baksundinu fór fram úr mínum
björtustu vonum. Ég hvíldi ekki
fúllkomnlega fyrir þetta mót sem
sýnir að ég á örlítið meira inni.
Það sem skipti þó mestu var sam-
staða okkar SH-manna en lykilorð-
ið er samvinna til sigurs," sagði
Öm Amarson, sundmaður úr SH, í
samtali við DV eftir mótið.
„Það verður nóg að gera hjá mér
á næsta ári. Raunar byijar tömin
strax í næsta mánuði en frá janúar
til ágúst syndi ég mikið erlendis.
Það er nauðsynlegt fyrir mig að
synda á mótum erlendis og elja
kappi við þá bestu,“ sagði Öm
glaður i bragði en hann vann
einnig verðlaun sem stigahæsti
maður mótsins.
-JKS
Stottur af mínu liði
„Eftir bikarkeppnina í fyrra
töldu margir aö erfitt yrði að bæta
stigametið sem þá náðist. Mitt lið
sýndi hvers það var megnugt núna
og ljóst aö mikil vinna skilaði sér
fullkomlega. Ég get sagt aö ég er
mjög stoltur af mínu liði,“ sagði
Hrafnkell Marinósson, formaöur
Sundfélags Hafnarfjarðar, í sam-
tali við DV eftir bikarkeppnina í
gær.
„Kvenfólkið stóðst pressuna frá
Keflvíkingum og var það sérlega
ánægjulegt. Það sem öðru fremur
skapar þennan frábæra árangur er
það hvað liðið er jafiit. Það bæta
flestir sinn persónulegan árangur.
Öm setti sinn svip á keppnina
með stórkostlegum árangri í 100
metra baksundinu. Sundmenn SH
leggja gífúrlega mikiö á sig til aö
ná árangri og synda þetta í kring-
um 60-70 km á viku. Þjálfari liðs-
ins, Brian Marshall, hefur einnig
unnið geysilega gott starf," sagði
Hrafnkell glaður í bragði.
-JKS