Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 5 ! dv Fréttir l y Hörð ummæli um norsku ríkisstjórnina höfð eftir Davíð Oddssyni í Aftenposten: Hefur áhyggjur af i slappri norskri stjórn - talsmaður séra Kjell Magne Bondevik segir að málið verði látið bíða DV, Ósló: „Að svo stöddu munum við á eng- an hátt bregðast við þessum ummæl- um. Við veitum því hins vegar athygh sem er sagt,” sagði Gunnar Husan, að- ' stoðarmaður séra Kjell Magne [ Bondevik, forsæstisráðherra Noregs, í | viðtali við DV. Nú um helgina hafði norska stór- blaðið Aftenposten hörð ummæli um norsku ríkisstjómina eftir Davíd Oddssyni, forsætisráðherra íslands. Þar var sagt að Davið þætti norska ríkisstjómin slöpp. Geinin í Aften- posten birtist undir fyrirsögninni „ís- land skammar Noreg fyrir Schengen”. Aftenposten vitnar til viðtais við Davíð við útvarpsstöð i Bonn í Þýska- landi í síðustu viku þar sem hann sagði að Norðmenn væm alltof linir í viðræðunum við Evrópusambandið um Schengen-samstarfið. Davíð á að hafa kennt séra Kjell Magne Bondevik Davíð Oddsson forsætisráðherra. um innri vandamál ríkisstjómar. Aftenposten tekur sérstaklega fram að Davíð hafi sagt að norska stjómin hafi takmarkaðan þingstyrk; verði stöðugt að hlaupa eftir vilja meiri- hluta þingsins og búi við innbyrðis ósætti um Evrópumálin. Fyrir vikið hafi norska rikisstjómin farið út af sporinu í Schengen-málinu. „Þetta gerir allt málið mjög flókið,” er haft eftir Davíð. Gjöran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, neitaði á dögunum að svara hliðstæðum spumingum um veikleika norsku ríkisstjórnarinnar. Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs. Persson fékk spurningar um hikandi afstöðu norsku ríkisstjórnarinnar í Schengen-viðræðunum þegar þing Norðurlandaráðs kom saman í Ósló. Persson sagðist þá ekki blanda sér i norsk innanríkismál. „Við kjósum ekki að túlka orð Dav- íðs á nokkum hátt. Kannski utanrík- isráðuneytið hafi eitthvað að segja um stöðuna í viðræðunum,” sagði aðstoð- armaður séra Kjell Magne, aðspurður um hvort Davíð væri með ummælum sínum að blanda sér í norsk innanrík- ismál. -GK Bárður Halldórsson, formaður Samtaka um þjóðarelgn. Bárður Halldórsson: Aldrei sagt Sverri vanhæfan „Ég hef aldrei sagt að Sverrir sé van- hæfur svo sem hann lætur liggja að í DV,“ segir Bárður Halldórssson, formað- ur Samtaka um þjóðareign, vegna fréttar DV í gær þar sem haft er eftir Sverri Her- mannssyni að Bárður hafi sagt hann van- hæfan. Bárður segist helst vOja að menn sætt- ust á lausn um það hver gegni for- mennsku I hinum óstofhaða Ftjálslynda flokki. „Við höfúm alltaf boðið upp á þriöja manninn. Mér finnst vel koma til greina að við Sverrir víkjum báðir til hliðar og til komi nýr aðili sem leiði flokkinn," segir Bárður. -rt FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI Hæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 40 cm 6.980,- S0 cm 7.500,- 60 cm 7.980,- 80 cm 9.990,- 100 cm 11.500,- Aukalega fæst milliþil og 3 hillurá 3.100,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 GINUR Mátunarspeglar. Sokkastandar. Fataslár, margar gerðir. Herðatré og margt fleira fyrir verslanir. Rekki ehf. Helluhrauni 10, 220 Hafnarfirði Sími 5650980 Sprenghlægileg gamanmynd með Tim Allen og Kirstie Alley BÓNUSVIDEl Grensásvegi 1 1 sími 588 3500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.