Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Blaðsíða 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 T>V
onn
ekki um-
hverfissóðar
„Menn mega ekki halda að í
þessu sveitarfélagi
séu eintómir um-
hverfissóðar, en
menn taka af-
stöðu til þessara
mála á grund-
velli félagslegra
þátta og þá á ég
við íbúaþróun, uppbygg-
ingu atvinnulífs og nútima-
samfélags á svæðinu."
Smári Geirsson, form. samb.
sveitarfélaga á Austurlandi, í
Morgunblaðinu.
Slær íyrir neðan belti
„Þessum dreng verður á að
slá fyrir neðan belti til að ná
formannssætinu. En eins og f
allir sjá, þá gera menn ekki
svoleiðis lagað.“
Sverrir Hermannsson, um
Bárð Halldórsson, form.
Samtaka um þjóðareign, í
DV.
{
Hollywood-stefnan
„Þessi heimur fer versnandi
með hverju ári.
Þegar ég byrjaði .
var Hollywoood- |
stefnan ekki eins
eindregin. Nú \
þarf útlitiö að
vera glæsilegt, j
maður þarf aö
vera ungur og með oln-
bogana i lagi.“
Sólrún Bragadóttir óperu-
söngkona, um samkeppnina,
f DV.
Vill skapandi
leikmenn
„Ég lít frekar á hvað leik-
maður skapar mörg mörk en
hvað hann gerir mörg.“
Þorbjörn Jensson landsliðs-
þjálfari, í Morgunblaðinu.
Rithöfundurinn \
„Ef maður ætlar að verða
rithöfundur þá er
fyrsta skrefið að
líta á sig sem slík-
an. Það þýðir
ekki að bíða eftir
því að aðrir líti
mann þeim aug-
um.“
Gerður Kristný rithöfundur,
ÍDV.
Þetta viljum við ekki
„Þegar ég var tilnefndur til
Booker-verðlaunanna varð ég
skyndilega allra eign. Mér var
boðið á alls kyns opnanir og í
finustu boð sem haldin voru og
stjómmálamenn sóttust eftir að
láta mynda sig með mér. Þegar
þetta fár skall á litum við kon-
an min hvort á annað og sögð-
um: „Þetta viljum við ekki“.“
Roddy Doyle rithöfundur,
f Degi
v'io viulaM
METKIKI V'JTI
VON
vlimói-
yewButtietint
mZ\) Vóstftte
'StVárSOrtW' We&rtýigar-
d é
hL'
?i\itkwP
P5ÖQQYT2‘
Lék
Friðrik Karlsson gítarleikari:
í fimmtugsafmæli
Karls Bretaprins
„Nýja platan, Into the Light, er
beint framhald af plötu minni frá í
fyrra, River of Life, sem gekk mjög
vel og hefur engin nýaldarplata
selst jafn mikið á íslandi. Það var
því tilvalið að halda áfram á sömu
braut. Eins og á fyrri plötunni er ég
að mestu einn með kassagitar og
hljóðfæri sem hljómar eins og ind-
verskur sítar en spilast á eins og gít-
ar. í fyrra voru margir hálfhræddir
við þessa tónlist en núna eru við-
horfin önnur og eru viðbrögðin sem
ég fæ við tónlist minni mun jákvæð-
ari. Fólk skilur betur hvað ég er að
fara,“ segir hinn kunni gítarleikari
Friðrik Karlsson, sem er eftirsóttur
tónlistarmaður í London þar sem
hann starfar.
Friðrik segir að hann hafi síðast-
liðið ár verið að kynna River of Life
í Englandi og virðist sú kynning
vera að bera árangur: „River of Life
er komin í umferð i Englandi og hef
ég fylgt henni með því að vera að
spila af plötunni á sýningum sem
heita Mind Body Spirit og hafa við-
tökur verið góðar. Nú er stefnt að
því að koma henni á Amerikumark-
aðinn sem er sá langstærsti á nýald-
artónlist. Ég fór til Kalifomíu fyrir
mánuði síðan og það kom mér vera-
lega á óvart hve markaðurinn er
stór.“
Friðrik segir nýaldartónlistina
standa næst hjarta sínu en atvinnu
hefúr hann af aö spila öðruvísi tón-
list: „Ég er fyrst og fremst í vinnu
hjá Andrew
Lloyd Friðrik Karlsson.
Webber og tek þátt í sýningum á
nýjasta söngleik hans, Whistle
down the Wind, sem hann samdi
með Jim Steinman. Þegar hefur ein
smáskífa með lagi úr söngleiknum,
sem flutt er af Boyzone, verið efst á
Maður dagsins
breska vinsældalistanum í fimm
vikur. Fram undan er vinna með
Andrew í framhaldi
hans af Phantom of
the Opera og auk
þess er ég bókað-
ur til að leika í
kvikmyndaút-
gáfunni af
Phantom of the
Opera þar sem Ant-
onio Banderas mun
leika aðalhlutverkið
en ég lék
einmitt und-
ir hjá hon-
um þegar
Evita
var
gerð.
Ég
vinn
einnig
mikið í upptökuveri og þá með fjöi-
breyttum hópi tónlistarmanna. Þess
má svo geta að i síðustu viku lék ég
í hljómsveitinni sem lék i fimmtugs-
afinæli Karls Bretaprins, spiluðum
við undir hjá mörgum stórstjöm-
um, meðal annars M People og
Robbie Williams."
Hér heima er Friðrik þekktastur
fyrir að spila með Mezzoforte og
sagðist hann alls ekki hættur í
þeirri sveit: „Við eram ekki með
neitt nýtt á prjónunum. Á næsta ári
er væntanleg safnplata en við eram
ekkert hættir. Þetta er eins og
saumaklúbbur sem kemur alltaf
saman af og til.“
Fyrir utan tónlistina er það
jóga sem á hug Friðriks: „Ég
stunda jóga og hugleiðslu á
hverjum degi og ég þakka
það þeirri iðju að mér
hefur gengið vel í
London. Þetta er
harður heimur
og það þarf
mikla vinnu
til að
halda sér í
efstu
deild."
-HK
Menningarmiðstöðin Gerðubergi:
Fyrstu kontrabassabásúnutónleikamir
Kontrabassabásúnutónleikar
verða haldnir í Menningarmið-
stöðinni við Gerðuberg í kvöld
kl. 20.30. Einleikari á tónleik-
um verður David Bobroff
bassabásúnuleikari í Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Á tónleik-
um verða leikin verk efter
Bach, Malcolm Amold, William
Schmidt, Anthony Plog, Brian
Fennelly, Henri Tomasi og
Krysztof Penderecki.
Kontrabassa- --------------
básúnan er sjaldséð
hljóðfæri, einkum
þó í einleikshlut-
verki. Þetta er mjög stórt
hljóðfæri - stendur upprétt
um 180 cm. Notkun þess hef-
ur aðallega verið bundin við
stór óperaverk eins og
Wagner- eða Richard Strauss-
óperur. Nýverið hefur kontra-
Tónleikar
bassabásúnan einnig verið
notuð í kvikmyndatónlist.
Þessir tónleikar verða
fyrstu kontrabassabásúnu-
tónleikar á íslandi.
David Bobroff er Banda-
ríkjamaður og hefur leikið
með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands sl. fjögur ár. Þar áður
lék hann m.a. með Sinfóniu-
hljómsveitinni í Tenerife á
Kanaríeyjum og The Glenn
------Miller Orchestra.
Þetta eru fyrstu ein-
leikstónleikar Davids
hérlendis. Einnig
koma fram á tónleikunum
Judith Þorbergsson píanó-
leikari, básúnuleikaramir
Sigurður Sveinn Þorbergs-
son, Oddur Bjömsson og Ed-
ward Frederiksen ásamt
Blásarakvintett Reykjavíkur.
Myndgátan
Gengur ur greipum
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Leiklistarnemarnir sem sýna
Ivanov í Lindarbæ.
Ivanov
Útskriftarárgangur Leiklistar-
skóla íslands sýnir um þessar
mundir leikritiö Ivanov eftir Ant-
on Tsjekhov í leikstjórn Guðjóns
Pedersens. Hefur leikritið fengið
góðar viðtökur. Ivanov hefur
aldrei verið settur á svið hér á
landi en þetta æskuverk Tsjek-
hovs fjallar á kostulegan hátt um
samskipti Ivanovs við fjölskyldu
sina og nágranna.
Leikhús
Leikarar í sýningunni eru niu,
átta útskriftarnemar og einn
gestaleikari, Kjartan Guðjónsson
(Konur skelfa, Þjónn í súpunni,
Tveir tvöfaldir). Útskriftarárgang-
urinn er Jóhanna Vigdis Amar-
dóttir, Nanna Kristín Magnúsdótt-
ir, María Pálsdóttir, Laufey Brá
Jónsdóttir, Hinrik Hoe Haralds-
son, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán
Karl Stefánsson og Egill Heiðar
Anton Pálsson.
Nemendaleikhúsið sýnir
Ivanov í Lindarbæ og er næsta
sýning annað kvöld kl. 20.
Bridge
í þessu spili verður norður að
taka ákvörðun um áframhald strax
í fyrsta slag. Austur er gjafari og n-
s á hættu:
4 105
*> ÁG983
-f D107
* KG4
♦ KG732
W D752
65
* Á7
N
* D64
•» K64
•f Á984
* D108
4 A98
•f 10
♦ KG32
4 96532
Norður
dobl
Austur Suður Vestur
1 grand pass 2 *
2 4 p/h
Spilið kom fyrir í Póllandstvi-
menningi Bridgefélags Reykjavíkur
síðastliðinn miðvikudag. Grandopn-
un austurs sýndi 11-13 punkta og
tvö hjörtu vesturs var yfirfærsla í
spaða. Dobl norðurs sýndi hjartalit
og tveir spaðar austurs lofuðu
a.m.k. 3 spöðum. Suður spilaði eðli-
lega út einspili sínu í hjarta og
sagnhafi setti lítið spil í blindum.
Noröur verður að taka ákvörðun
strax um hvort félagi á einspil eða
tvíspil. Ef hann á tvíspil má alls
ekki drepa á ásinn og spila aftur
hjarta. Ef suður á
hins vegar einspil
getur verið að það
kosti ekki slag að
setja lítið spil.
Norðri er því vor-
kunn að sefja lítið
spil en hefur þar
með gefið sagnhafa
tækifæri á 9 slögum. Austur drepur
heima á kóng, spilar laufi á ásinn og
laufi úr blindum. Norður verður að
drepa á kóng og nú dugar lítt aö
gefa hjartastunguna. Tíguldrottn-
ingu er spilað, austur drepur á ás,
hendir tígli niður í laufdrottningu
og trompar tígul í blindum. Þá er
spaðakóng spilað, suður drepur á
ásinn og spilar áfram spaða. Sagn-
hafi fær slaginn heima á drottn-
ingu, trompar tigul, tekur siðasta
trompið með spaðagosa og spilar
lágu hjarta. Norður tekur slaginn
en er um leið endaspilaður því hann
á ekkert eftir nema hjarta. Hann
verður að gefa blindum níunda slag-
inn á hjartadrottningu.
ísak Öm Sigiu'ðsson