Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 Útlönd___________________ Njósnaslúður kostar tíu milljónir króna DV, Ósló: Ein lína í lítilli bók kostar 10 milljónir íslenskra króna. Norska forlagið Cappelen hefur þegar reitt fram milljónirnar og látið innilega afsökun fylgja með. For- laginu varð það nefnilega á í haust að gefa út bók þar sem stóð að rússneskur njósnari hefði ver- iö eins og innsti koppur í búri hjá síðustu ríkisstjóm norska Verka- mannaflokksins. Fullyrðingin kom fram í bók sem gagnnjósnarinn Sven La- mark skrifaði. Hann hafði það eft- ir gömlum KGB-njósnara aö að- stoðarkona Anne Holt dómsmála- ráðherra og reifarahöfundar væri njósnari Rússa. Upplýsingarnar lét Rússinn af hendi eftir að hafa fengið málbeinið liðkaö með 12 bjórum. Aðstoðarkonan hótaði málaferl- um en forlagiö féllst umsvifalaust á kröfur hennar enda var talið að upplýsingar frá einum fullum Rússa stæðust ekki kröfur dóm- stóla um haldbær sönnunargögn. GK Konur fá verri læknisþjónustu en karlar Konur með hjartakvilla eiga frekar á hættu að fá ranga með- ferð en karlar. „Einkennin eru óskýr og ekki tekin jafnalvarlega og hjá körlum," sagði sænski dós- entinn Karin Schenck-Gustafsson á fundi með fréttamönnum í Gautaborg í gær. Benti dósentinn á að við rann- sóknir á hjartasjúkdómum væri miðað við karla þó líkamar þeirra störfuðu ekki eins og kvenna. Schenck-Gustafsson vísaði einnig til niðurstöðu alþjóðlegrar rann- sóknar sem sýnir að karlar fá fag- legri meðferð. Allt sé þó ekki læknum að kenna þar sem kon- urnar sjálfar taki ekki einkennin alvarlega og leiti oft aðstoðar seinna en karlar. í gær var einnig kynnt rann- sókn frá Skáni í Svíþjóð sem sýn- ir aö karlar fái almennt dýrari lyf en konur. Gildir það um alla sjúk- dóma. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifiröi, sem hér segir á eftir- _______farandi eignum:_____ Búðareyri 15, e.h., Reyðarfírði, þingl. eig. Trévangur ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, föstudaginn 27. nóvem- ber 1998 kl. 10.00.________ Hæðargerði 10A, íbúð 2, e.h., Reyðar- firði, þingl. eig. Jóhann Halldórsson, gerðarbeiðandi Reyðarfjarðarhreppur, föstudaginn 27. nóvember 1998 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐ Bretar hvetja íraska stjórnarandstæðinga til dáða: Stríðsglæpadóm- stól fyrir Saddam Bresk stjórnvöld hvöttu helstu stjórnarandstöðuhópa í írak í gær til að jafna ágreining sinn og lýstu því jafnframt yfir að þau styddu stofnun sérstaks stríðsglæpadóm- stóls fyrir Saddam Hussein íraksfor- seta. Derek Fatchett, aðstoðarutanrík- isráöherra Bretlands, átti fund með fulltrúum sextán stjórnarandstöðu- hópa í Lundúnum í gær. Fundurinn var haldinn í kjölfar ákvörðunar stjómvalda í Bretlandi og Banda- ríkjunum í síðustu viku um vinna með íröskum útlagahópum til að auka líkurnar á því að hægt væri að bola Saddam frá. Fatchett lýsti yfir stuðningi við alþjóðlega herferð sem hefði það að markmiði að ákæra Saddam og sagði að hægt yrði að setja á lagg- imar sérstakan dómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna, ekki ósvipað- an þeim sem íjalla um stríðsglæpi i Bosníu og Rúanda. Richard Butler, yfirmaður vopnaeft- irlitssveita SÞ í Irak, fær ekki skjölin sem hann hefur beðið um. Fatchett sagði að stjórnarand- stöðuhóparnir myndu hitta Martin Indyk, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Lundúnum í dag. Þar mundu þeir leggja fram tillögur um hvaða skref hægt væri að taka. „Það hefur farið lítið fyrir stjórn- arandstöðunni," sagði Fatchett við fréttamenn og bætti við að því þyrfti nú að breyta. íraskir stjórnarandstæðingar eru sundurleitur hópur og gjamir á að karpa innbyrðis. Þeir em taldir of sundraðir og veikburða til að Saddam standi nokkur ógn af. írösk stjórnvöld færðust enn und- an því í gær að afhenda skjöl sem Richard Butler, yfirmaður vopnaeft- irlitssveita SÞ, fór fram á. Öryggis- ráðið hefur lítið svigrúm til að leysa deiluna þegar það kemur saman síð- ar í dag. Ráðið mun fara yfir þrjú bréf sem írakar hafa sent síðan á föstudag og búist er við að það biðji þá um að vera samvinnuþýðir. ■þ ... ÍTi. gáftggg Albönsk börn í Kosovo lögðu breskum stjórnarerindrekum í Orahovac lið í gær og báru fyrir þá kassa úr jeppabif- reið þeirra. Bretarnir eru komnir til Orahovac til að hafa eftirlit með því að friðarsamningurinn sem gerður var fyrir skömmu sé virtur. Vestrænir eftirlitsmenn áttu að hitta serbneska leiðtoga að máli í gær og ræða við þá um framtíð Kosovohéraðs. Símamynd Reuter Jeltsín fundar á sjúkrahúsi Búist er við að Borís Jeltsín Rúss- landsforseti þurfi að dvelja að minnsta kosti viku á sjúkrahúsi á meðan hann er að ná sér af lungna- bólgunni sem hann var í gær sagð- ur þjást af. Jeltsín var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann treysti sér samt til að eiga viðræður við forseta Kína, Jiang Zemin, við sjúkrabeð sinn. Fundur þeirra var þó stuttur. Þrátt fyrir yfirlýsingar frá Kreml um aö ástand forsetans væri ekki slæmt kyntu þær undir vangavelt- um um að halda þyrfti forsetakosn- ingar fyrir árið 2000. Jeltsín vísar á bug öllum orðrómi um að hann sé ófær um að stjórna landinu og kveðst ætla að sitja þar til kjörtímabili hans lýkur á miðju ári 2000. Stuttar fréttir dv Kjötbanni aflétt Bændur í Englandi fagna því að banni við útflutningi á nautakjöti hefur verið aflétt. Nokkrir bresk- ir vísindamenn telja þó enga tryggingu vera fyrir því að kjötið sé laust við kúariðu. Sakaður um 52 morð Um 200 manns létu i ljós reiði sína við dómhús í Úkraínu í gær þar sem réttarhöld hófust yfir manni sem sakaður er um 52 morð á árunum 1989 til 1996. Biður um stuðning páfa Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcal- an hefur beðið um stuðning páfa við baráttu Kúrda í Tyrk- landi fyrir sjálf- ræði. Tyrknesk yfirvöld kváðust í gær sam- þykkja að Öcal- an yrði fram- seldur til Þýska- lands vildu ítalir ekki framselja hann til Tyrklands. Þjóðverjar segja Öcalan bera ábyrgð á morði á liðhlaupum úr kúrdísku samtök- unum PKK í Þýskalandi. Þýsk yf- irvöld hyggjast þó ekki fara fram á framsal Öcalans af ótta viö átök milli 2 milljóna Tyrkja og Kúrda í Þýskalandi. Hryðjuverk í S-Afríku íran er sakað um að styðja sam- tök múslíma í S-Afríku sem standa á bak við fjölda sprengju- tilræða. Engin NATO-aðild Vamarmálaráðherra Bret- lands, George Robertson, útilokar aðild nýrra A-Evrópuríkja að NATO á næstunni. Flugvöllur á Gaza Alþjóðlegur flugvöllur á Gaza- svæðinu var tekinn í notkun í dag. Fyrsta vélin kom frá Egypta- landi með ráðherra, listamenn og fulltrúa fjölmiðla. Mótmæli i Jakarta Námsmenn í Jakarta í Indónesíu mótmæltu á götum úti í morgun. Kröfðust þeir skjótari lýðræðislegra umbóta og rann- sóknar á auöæfum Suhartos, fyrr- verandi forseta. Ciller sleppur Tyrkneskar þingnefndir höfn- uðu því í gær að Tansu Ciller, fyrrum forsæt- isráðherra, og Mesut Yilmaz, núverandi for- sætisráðherra, yrðu send fyrir hæstarétt lands- ins vegna ákæru um spill- ingu. Flokkar Ciller og Yilmaz stóðu saman að afgreiðslu máls- ins. McDougal sýknuð Susan McDougal, vinkona for- setahjónanna í Bandaríkjunum, var í gær sýknuð af ákæru um að hafa stoliö 50 þúsund dollurum frá hljómsveitarstjóranum Zubin Mehta og eiginkonu hans. Langur jólalaugardagur í ntiðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið: Næsti langi laugardagur er 5. desember. Jólalaugardagar eru 12. og 19. desember. Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 6. nóvember er bent á áb Kafa samband við Sigurð Hannesson sem fyrst i síma 550 5728 eöa 550 5000. * ‘ Skil í langan laugardag 5. desember: Auglýsingapantanir þurfa að berast fyrir kl. 16 mánudaginn 30. nóvember, auglýsingum ber að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 1. desember. • + ■ * um jola- íaugadaga verða í DV föstuJqgana 11. . de og 18. desember. OBSaao iíiíiii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.