Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Síða 11
menning ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 Tveggja heima skil Bjöm Erlingsson hefur gefiö út ljóðabók- ina Tveggja heima skil og tileinkar hana gömlu sveitafólki á íslandi. Bjöm hefur einnig tekið Ijósmyndir af landslagi, húsum, dýrum og fólki sem prýða bókina. Sér- stakur galdur er í kápumynd bókarinnar. Ljóðin em líka um nátt- úm, dýr og fólk og kalla fram stemningu löngu horfins tíma. Skynjunin k er nútímamanns en lik- ^ lega minnist hann i mörgum ljóð- anna sumra bernskunnar þegar hann dvaldi í öðrum og ólíkum heimi í sveitinni meðal gamals fólks. Þennan horfna tíma grípa ljóð- in mörg hver skínandi vel - og þessa íslend- inga sem lifðu í sátt við Guð og menn og stunduðu hófsamt líferni. iia Athugasemd I annars fróðlegu viðtali sem birtist í DV laugardaginn 21. nóvember heldur Bjarni Jónsson listmálari því ffam að Listasafn Reykjavíkur hafi komið í veg fyrir að haldin yrði sýning á verkum hans í Hafnarhúsinu á þessu hausti, eftir að hann hafði verið að undirbúa sýninguna í allt sumar. Bjarni læt- ur í framhaldinu þung orð falla um klíku- skap og alræði listsagnfræðinganna, sem hann kallar svo. Það er Bjarna að sjálfsögðu frjálst að skipa sér í hóp þeirra sem telja „listsagnfræðinga" undirrót alls hins illa sem hrjáir íslenska myndlist, en verra þykir mér að hann ráðist á Listasafn Reykjavíkur á röngum forsend- um. Sannleikurinn er sá, að Listasafn Reykjavíkur fær aðstöðuna í Hafnarhúsinu ekki afhenta fyrr en árið 2000, þegar öllum framkvæmdum við bygginguna verður lokið. Fram að þeim tíma er húsnæðið í höndum byggingarnefndar og þeirra verktaka sem hún ræður til framkvæmda (og sem hafa ver- ið í fullum gangi frá því síðsumars), en ekki í höndum Listasafnsins. Ég minnist þess raunar ekki að hafa heyrt þessa sýningarhug- mynd Bjarna nefnda fyrr en nú, og hef t.d. ekki séð hennar getið í fundargerðum bygg- ingarnefndar hússins. Bjarni verður því að herma vonbrigði sín i þessu máli upp á aðra en Listasafn Reykja- víkur, og liggur beinast við að hann ræði þau við þann aðila sem bað hann, greinilega um- boðs- og ábyrgðarlaus, um að halda þessa sýningu sem aldrei varð. Meó kœrri kveóju, Eiríkur Þorláksson, forsíödumaður Listasafns Reykjavikur. Umsjón Silja Aðalsteinsdótdr Rammíslensk fuglabók Leikið við hverja sína tá og fingur Á veggnum hangir gömul klukka sem gengur i takt við tímann. Hins vegar er gamla konan semfékk hana eitt sinn í tanngjöf fyrir löngu hœtt aðfylgja þessu fyrirbæri. Hún kippir sér ekki upp vió þaó þótt stöku sinnum falli slög úr hennar eigin hjartslœtti. Áhyggjulaus situr hún • og teygir lopann til að nálgast endann I sem enginn sér þó fyrir. Sveitin sem Bjöm yrkir um er undir Heklurótum og Hekla er yrkisefnið í nokkrum ljóðum. í „Heklueldum" gýs hún i meira að segja meðan kappreiðar standa yfir á Hellu og gæðingamir hlaupa á mettíma í mark. Útgefandi er Bókbandsstofan Kjölur. Lestur úr nýjum bókum í kvöld verður dagskrá á Súfístanum, ILaugavegi 18, um ritgerðasafnið Undur ver- aldar sem komið er út hjá Máli og menn- ingu. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, ritstýrir bókinni og skrifar að henni ítai’legan inngang um „Vísindi við aldamót“. Bókin er ætluð al- • menningi og öll efnistök og frágangur miðuð við það. í bókina skrifa átta raunvísindamenn um valin efni í fræðigrein sinni og á dagskránni í munu nokkrir þeirra segja frá því sem þeir glíma við í greinum sínum og svara fyrir- spurnum. Dagskráin hefst klukkan 20.30. Á Grandrokk við Klapparstíg verður upp- lestur úr sex nýjum bókum annað kvöld kl. 21 á vegum Besta vinar ljóðsins. Þar koma fram Steingrímur Hermannsson og Dagur B. Eggertsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Jón Múli Árnason og Þorvaldur Þor- steinsson. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Aðgangur er ókeypis á báðum stöðum, en fólk er hvatt til að koma tímanlega því þessi upplestarkvöld hafa verið mjög vinsæl. Snæfinnur snjókarl Elvar og Valdís ákveða að búa til flottasta snjókarlinn i bænum og það tekst þeim. En Snæfinnur snjókarl er ekki bara glæsi- legur, hann er líka skemmtilegur og tekur þátt í ævintýrum barnanna ásamt Snædísi snjókerlingu. Þess vegna verða bömin að taka til sinna ráða þegar vorið kemur með hlýja vinda sem em svo hættulegir snjó- fólki. Jón Ármann Steinsson skrifar söguna en Jón Hámundur Marinós- son teiknar litskrúðugar myndimar sem prýða hverja síðu bókarinnar. Fróði gefur bókina út handa yngstu lesendunum. Ljóti andarunginn Skjaldborg hefur gefið út bókina Ljóti and- aranginn og fjögur önnur ævin- týri, nýjar þýðingar Atla Magn- ússonar á ævintýrum H. C. Andersens. Auk Ljóta andar- ungans eru í bókinni Þumal- ína, Eldfærin, Grenitréð og Litla stúlkan með eldspýt- umar. Gullfallegar myndir í fullum lit eftir Svend Otto S. prýða bókina. upplestri og myndbandi. Myndband Berg- sveins Jónssonar er afar vel unnið. Dropinn fellur á sléttan vatnsflötinn, gárar hann og um leið huga dansarans svo að upp ýfast minningar um löngu horfna snertingu eða snertingu sem aldrei varð. Stundum virtist dropinn vera auga sem ýmist horfði eða var Síðastliðið föstudagskvöld voru þrjú dansverk frumsýnd í Tjarnarbíói undir heitinu Sóló- kvöld. Fyrst á dagskránni var Sóló 8 eftir Helenu Jónsdóttur sem sérstaklega er samið fyrir Nemendadansflokk Listdans- skóla Islands. Auk dansaranna sjö leikur spýtan Fjóla Fura hlutverk í dansinum og verkið er samspO sveigjanleika mannslíkamans og ósveigjan- leika spýtunnar. Taktfesta, jafnvægi og mýkt einkenna dansinn. Hinir ungu dansarar Dans Lilja Hallgrímsdóttir sýndu oft tilþrif og tækni en eiga eftir að þroska betur með sér túlkunina. Nýstofnuðum Nemendadansflokki gafst hér gott tækifæri til að koma fram en án þess þroskast dansarinn ekki. Næst var Schizo stories eftir Helenu Jóns- dóttur, dansað af henni við sterka tónlist Gunnlaugs Briem. Verkið er hugleiðing um það sem var, það sem er og það sem hefði get- að verið. Helena stillir snilldarlega upp skemmtilegri blöndu miðla: dansi, tónlist, Sólókvöld ber vitni um stórhug aðstandenda. Schizo.stories. Helena Jónsdóttir dansar DV-mynd Teitur lokað og sá ekki. Mörg tákn eru í þessari sögu sem var ágætlega dönsuð. Siðast var verk Ólafar Ingólfsdótt- ur, Sannar sögur og lognar. Verkið flallar um það hvernig við segjum sögur og hvers vegna. Höfundurinn dansaði sjálf verkið. Fyrst kemur hún fram sem hvítt óskrifað blað en segir svo hverja smásöguna á fætur annarri í dansi án tónlistar en á milli sagnanna er leikið fjörlegt stef Halls Ingólfssonar. Áhorfendur könnuðust við margar sögurnar og vöktu sumar þeirra mikla kátínu. Ólöf hefur yfir mikiUi hreyfitækni að ráða og bland- ar skemmtilega saman ólíkum kerf- um. Hún lék af snilld við hverja sina tá og fingur - ef svo má segja. Fyrirhugaðar em nokkrar ingar á Sólókvöldi og hvet ég fólk til að láta þær ekki fram hjá sér fara. Um leið og ég óska aðstandenduin sýn- ingarinnar tU hamingju dáist ég að þeim stórhug sem að baki henni liggur. Pontus og Pía sýna í Tjarnarbíói: Sólókvöld Danshöfundar: Helena Jónsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Up Bustle and out, Gunnlaugur Briem og Hallur Ingólfsson. syn Ævar Petersen er með fremstu náttúru- fræðingum landsins. Bók hans íslenskir fugl- ar ber þess merki. Ævar sver sig þar að auki í ætt við aðra góða náttúrufræðinga sem eru yfirleitt afburða islensku- menn. Textinn er prýðis góður þó hann mætti sumstað- ar vera hnitmið- aðri. Á köflum kemur gagnrýnum lesanda til hugar að hann hefði haft gott af miskunnar- litlum ritstjóra. Frá- bærar vatnslitamynd- ir Jóns Baldurs Hlíð- berg af fuglum tvöfalda gildi bókarinnar. Þær eru ekki síðri burðarás hennar en texti Ævars. íslensk fuglafræði bygg- ir á ríkri hefð fyrir því að íslenska fræðiorð. Þessi hefð, sem Finnur Guðmundsson lyfti til vegs þó hún teygi sig lengra aftur, skin í gegnum texta Ævars. Heiti einsog gullsóti, álmkraki, laufglói, engirella.vallskvetta og húmfari auk mýgrúts annarra sem fuglafræð- ingar hafa smíðað búa yfir skáldlegri fegurð og gera bókina að hnossgæti fyrir málvönd- unarmenn. í íslenskum fuglum er að finna góðar lýs- ingar á öllum fuglum sem hægt er að segja að tengist landinu. Auk þeirra sem annaðhvort verpa eða hafa hér hæli á leið yflr hafið er sagt frá fuglum sem ekki er beinlínis hægt að kalla íslenska, Flór- goða- hjón við uppeldis- störf. en sjást þó annað veifið í gestalíki. Þá er kostur að í umfjöllun um einstakar tegundir er hvarvetna getið skyldra fugla, sem mönnum hættir til að mgla saman við þær. Flestir áhuga- menn um náttúr- una hafa gengið fram á hreiður án þess að geta ráðið af útliti eggja eða hreiður- gerðinni hvaða tegund það til- heyrir. Höfund- Tveir hafernir með hrafn á milli sín. Myndir úr bókinni íslenskir fuglar. ar birta því ágætar myndir af eggjum með sérhverri tegund, stundum frábærar ungamyndir, auk þess sem hreiðurgerð er yfirleitt prýðilega lýst. Kort yfir útbreiðslu fugl- anna era til fyrirmynd- ar. Þau gefa skýra mynd af jafht varp- svæðum og vetr- arstöðvum auk þess sem felli- svæði og viðkomu- stöðvar far- fugla á leið yfir hafið em sýndar. Skilj- anlegar und- antekningar eru alfriðað- ar tegundir og fágætar á borð við snæugluna. Gallharðir áhugamenn um fugla era yfirleitt safnarar" sem leggja sig eftir sjald- gæfum tegundum. Fyrir þá era því stakir varpstaðir slíkra tegunda sýndir á korti með ártölum þegar tegundin freistaði varps á við- komandi stað. íslenskir fuglar er afar eiguleg bók enda Bókmenntir Össur Skarpháðinsson vönduð um allt sem máli skiptir. Hún á er- indi við alla sem á annað borð hafa snefil af áhuga á fuglum. Hún hefur þó einn alvarleg- an galla. Bókin er svo stór og þung að engum náttúruskoðara dytti í hug að dragnast með hana í farteski sínu út í náttúruna. En skelf- ing er hún fógur í stofu ... Ævar Petersen: íslenskir fuglar Vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg Vaka-Helgafell 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.