Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður félagsstarfsins í
Gerðubergi, ásamt Sólveigu Ólafsdóttur sem leiðbeinir
tveimur hópum í postulínsmálun. DV-mynd Pjetur
Sigríður Guðbjörnsdóttir, Laufey Svanbergsdóttir, Eðvaldína Kristjáns-
dóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Erla Ásmundsdóttir.
15
Postulínsmálunin hefur náð gríðarlegum vinsældum
í Gerðubergi.
Guðný Helgadóttir málar fslenskt
landslag af miklu listfengi.
sýningar," segir Guörún.
Félagsstarfið í Gerðubergi er ekki
hverfisbundið og því eru ailir Reyk-
víkingar velkomnir.
„Það hefur mikið breyst á þeim tíu
árum sem ég hef starfað við þetta.
Fólk hættir fyrr að vinna og margir
búa því yfir mikilli starfsorku. Hing-
að eru allir velkomnir og aldrei of
seint að byrja," segir Guðrún Jóns-
dóttir. -aþ
Jólaföndrið komið á fullt í fálagsmiðstöðinni Gerðubergi:
Aldrei of seint að byrja
- segir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður
Handverkshópar hittast vikulega:
Jólaundirbúningur löngu hafinn
Postulínsmálun, vatnslitamálun
og perlusaumur var meðal þess
sem var á döfinni þegar Tilver-
an leit inn í Gerðuberg í síðustu viku.
1 hverju herbergi sat fólk og vann ým-
iss konar handverk af mikium áhuga
og listfengi. Áhuginn á félagsstarfi
Gerðubergs hefúr farið vaxandi síð-
ustu ár og fjöldi þátttakenda skiptir
nú hundruðum yfir árið. Um áramót-
in 1996-1997 voru aldursmörk felld
niður en áður höfðu aðeins aldraðir
aðgang. Nú er félagsstarfið opið öllum
sem hafa áhuga.
„Forsenda þess að aldursmörkin
voru felld niður er auðvitað sú að það
er ekki bundið við aldur fólks hvort
það þarf þjónustu eða vill vera í sam-
félagi við annað fólk. Við þurftum sí-
felit að sækja um imdanþágur fyrir
fólk áður þannig að það er okkur mik-
ið fagnaðarefhi að þjónustan skuli nú
opin öllum. Það er okkar markmið að
draga úr og fyrirbyggja félagslega ein-
stundastarf," segir Guðrún Jónsdótt-
ir, forstöðumaður félagsstarfsins í
Gerðubergi.
Félagsstarfið í Gerðubergi er rekið
allt árið um kring ef undan er skilið
sex vikna sumarleyfi. Húsiö er opnað
klukkan níu á morgnana og byrja
vinnuhóparnir gjama skömmu
seinna. „Hér er einnig rekin öflug
kórastarfsemi undir stjóm Kára Frið-
rikssonar. Hljóðfæraleikarar hittast
hér vikulega og þeir hafa stofnað með
sér Vinabandið ásamt félögum úr
kómum. Þá er danskennsla tvisvar í
viku og svo er farið í gamla leiki og
dans einu sinni í viku. Sund og leik-
fimi, í samstarfi við ÍTR, er tvisvar í
viku þannig að fólk ætti að fá næga
hreyfingu. Bridge, vist og skák er vin-
sæl iöja og fjóra daga í viku höfum við
opinn spilasal. Síðan getur fólk bara
slappað af á kaffiteríunni eða farið
upp í menningarmiðstöðina þar sem
oft era skemmtilegar uppákomur og
Postulínsmálun er ein vin-
sælasta vinnustofan í Gerðu-
bergi. Vinnustofan er opin á
föstudögum og hittast tveir hópar,
annar fyrir hádegi og hinn eftir há-
degi. Rúmlega tuttugu manns sækja
þessa vinnustofú að staðaldri. Flestir
vora að búa til hluti tengda jólunum
og mátti sjá fagurlega skreyttar skál-
ar og diska hvert sem litið var enda
sögðust þær langt komnar með að
búa til allar jólagjafimar.
Sólveig Ólafsdóttir hefur yfirum-
sjón með postulínsmáluninni. „Hér er
löngu komin jólastemning og flestar
byrjaðar að gera hluti fyrir jólin.
Annars gerir hver og ein það sem
hana langar til og ég reyni ekki að
hafa áhrif á það. Hugmyndir vilja
smita út frá sér og því eru margar oft
að gera svipaða hluti," segir Sólveig.
Það ríkti ekki síður góður andi í
hópnum sem hittist vikulega og
stundar vatnslitamálun í Gerðubergi.
Hópurinn sótti námskeið í fyrra í
vatnslitamálum og þótti svo gaman
að hann hélt áfram aö hittast.
Bryndís Magnúsdóttir er hálft f
hvoru í hlutverki leiðbeinanda. Hér
segir hún eina karlmanninum, Lín-
berg Hjálmarssyni, til.
Kristjana Valgerður Jónsdóttir
leggur síðustu hönd á jólakortin.
angrun. Þaö má nefna að heymar-
lausir era til dæmis meðal þeirra sem
sækja hingað í ýmiss konar tóm-
Hnappnælur
Barmmerki
Framleiðum hinar vinsælu
hnappnælur sem fyrirtæki og
félagasamtök nota til
kynningar við ýmis tækifæri.
Leitið uppiýsinga hjá
BÍS ísíma 562 1390
tölvup.: bis@scout.is J
„Það er svo gaman að þessu að við
gátum ekki hugsað okkur aö hætta,“
segir Bryndís, sem er, þótt hún vilji
síður viðurkenna það, í hlutverki
leiðbeinanda. Hún var sú eina sem
hafði fengist við málaralistina áður,
reyndar með olíulitum.
Hópurinn byijaði á jólakortun-
um fyrir tveimur vikum og greini-
legt að afraksturinn var afar falleg-
ur. Aðspurð hvort ekki þyrfti
sérstaka hæfileika sögðu þau
svo ekki vera. „Allir ís-
lendingar eru listrænir í
Perlusaumur var
verkefni þessa
hressa hóps. Hér
eru þær Guðrún
Karlsdóttir, Ásrún
Arnþórsdóttir, Jón-
ina Melsted, Jóna
Hannesdóttir og leið-
beinandinn, Kristín
Hjaltadóttir.
DV-mynd ÞÖK
eðli sínu,“ sagði Kristjana og Guöný
tók undir og bætti við að á meðan
Bryndis gæfi þeim kjark og veitti að-
stoð þá væri allt mögulegt.
Jólakortagerðin hófst
fyrir tveimur
vikum og er
langt kom-
in. En
hvað
skyldi þá taka við. „Þá förum við aft-
ur bara aftur í listaverkin," sagði
Bryndís. -aþ
'gá nWfe.
AKAI • SJÓNVÖRP • MYNDBANDSTÆKI • DVD SPILARAR • HLJÓMTÆKI • FERÐATÆKI MEÐ GEISLA • VASADISKÓ • BÍLTÆKI • HEYRNARTÓL
oq qóó kaup! >vAV Sjðnvarpsmiðstöðin SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www. sm.is