Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Side 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 23 íþróttir g'í ENGLAND Harry Redknapp, framkvæmda- stjóri West Ham, er æfur út i stjórn félagsins fyrir aö ákveða að selja Andrew Impey til Leicester án þess að ráðgast við sig. Redknapp fékk að vita á síðustu stundu að hann gæti ekki notað Impey í leik West Ham við Derby á sunnudaginn. Roy Hodgson hætti störfum sem framkvæmdastjóri Blackburn á sunnudaginn. Lið hans situr nú á botni A-deildarinnar eftir ósigur gegn Southampton á heimavelli. Tony Parkes stýrir liöinu þar til nýr stjóri finnst og er þetta í ijórða skipti sem hann tekur viö því tú bráðabirgða. Colin Hendry, skoski varnarjaxlinn og fyrrum fyrirliði Blackbum, var í gær orðaður við starfið hjá Black- bum. Hann lék með liðinu um árabil en fór til Glasgow Rangers í sumar og skildi eftir sig stðrt skarð í vörninni. Nottingham Forest hafnaöi í gær 500 milljón króna boði Leeds í hollenska risann Pierre Van Hooidonk. Forest vill fá meira fyrir sóknarmanninn. Lárus Orri Sigurösson og félagar í Stoke halda efsta sæti C-deildar eftir 2-0 sigur á York um helgina. Láms Orri lék allan leikinn. Sama er að segja um Bjarnólf Lárusson hjá Walsall en lið hans gerði 1-1 jafntefli við Macclesfield. Þorvaldur Örlygs- son lék hins vegar ekki með Oldham sem vann Wrexham, 3-2. Stoke er með 40 stig, Fulham 39, Walsall 36 og Preston 33. Oldham er þriðja neðst með 16 stig. Hermann Hreiöarsson og félagar í Brentford duttu niður í 7. sæti D- deildar með 2-1 tapi gegn Leyton Ori- ent. Hermann fékk gult spjald i leikn- um. Svo gœti fariö aó Edwin van der Saar, markvörður hollenska landsliðsins og Ajax, yrði eftirmaður Peter Schmeichel í marki Man. Utd. Alex Ferguson, stjóri United, hefur borið víumar í Hollendinginn og fregnir herma að Ajax sé reiðubúið til að selja hann áður en samningur hans við félagið rennur út árið 2001. -VS/GH Arnar Gunnlaugsson: Ekki settur út vegna meiðsla Colin Todd, framkvæmda- stjóri enska knattspymufélags- ins Bolton, sagði í gær að hann hefði ekki sett Arnar Gunnlaugs- son út úr byrjunarliði sínu vegna meiðsla. „Arnar hefur verið meiddur en það var ekki ástæðan. Ég tók hann út vegna taktískra breyt- inga á liðinu," sagði Todd. Amar kom inn á gegn Ipswich þegar 8 mínútur voru til leiksloka og lagði upp sigurmark Bolton fyrir Bob Taylor með glæsilegri rispu. Sigurinn var afar mikilvægur fyrii- Bolton til að liöið drægist ekki endanlega aftur úr toppliðunum en Ipswich er í öðru sæti ensku B-deildar- innar. -VS I—ss 1. deild karla Stjaman-KA ................3-2 11-15, 15-5, 15-13, 11-15, 17-15. Stjaman-KA ................2-3 15-12, 9-15, 11-15, 16-14, 7-15. Þróttur, R. 5 5 0 15-3 15 ÍS 6 4 2 15-7 15 Þróttur, N. 6 4 2 15-11 15 Stjaman 7 2 5 10-19 10 KA 8 1 7 8-23 8 1. deild kvenna Víkingur-KA . , 3-0 15-13, 15-11, 15-9. Víkingur-KA . , 3-0 15-9, 15-5, 15-5. KA 8 5 3 17-13 17 Vikingur 5 5 0 15-1 15 Þróttur, N. 4 2 2 8-9 8 ÍS 6 2 4 8-12 8 Þróttur, R. 5 0 5 2-15 2 Alþjóðlegt mót í þolfimi: Halldór í þriðja sæti í Búkarest Halldór B. Jóhannsson þolfimi- kappi dvaldist í siðust viku í Rúm- eníu við æfingar og keppni. Hann tók þátt í alþjóðlegu móti og æfði auk þess með besta þolfimifólki Rúmeníu. Halldór stóð sig mjög vel, hlaut 16,5 stig og lenti í þriðja sæti. I sam- tali við DV sagðist hann vera ánægður með ferðina og árangur- inn. Hann lærði mikið af þessu, sér- staklega þó að fá tækifæri að æfa með Rúmenunum. „Ég hefði þó viljað ná öðra sæt- inu,“ sagði Halldór við DV en hann var aðeins 0,15 stigum á eftir Claudio Varlan frá Rúmeníu sem varð i öðra sæti. Hann sigraði þó þennan Varlan með þó nokkrum yf- irburðum á síðasta heimsmeistara- móti. Sigurvegari á umræddu móti í Rúmeníu varð heimamaðurinn Christian Moldovan en hann hlaut 17,7 stig. -AIÞ/JKS Halldór er hér með stúlkunum sem hann æfði með í Rúmeníu. 1. deild kvenna í körfuknattleik: KR-ingar ósigraðir -unnu Stúdínur, 47-42, í gær KR-stúlkur unnu sinn 7. sigur í röð í vetur er þær unnu ÍS, 47-42, í Kennaraháskólanum í gær. ÍS hafði unnið báða heimaleikina gegn KR á undirbúningstímabilinu en nú kom toppliðið ákveðið til leiks, byrjaði leikinn betur og hafði 26-18 yfir í hálfleik. I seinni hálfleik sóttu Stúd- ínur í sig veðriö og sóttu að forustu KR en komu henni ekki neðar en í flmm stig í lokin. Það hafði sitt að segja í gær að ÍS tapaði 35 boltum, þar 20 í fyrri hálfleik og tók aðeins 18 fráköst, þar af 14 í vöm. Baráttu- glaðar KR-stúlkur tóku aftur á móti 13 sóknarfráköst í leiknum og sam- tals 27 fráköst. Þetta var annað tap ÍS í röð í deildinni og hefur liðið átt í vandræðum að undanfórnu eftir að hafa komið mjög á óvart til að byrja með í vetur. Guðbjörg Norðfjörð átti góðan leik hjá KR í gær og þá sérstaklega í fyrri hálfleik er hún gerði 10 af 14 stigum sínum. Linda Stefánsdóttir var einnig ómissandi, sérstaklega í vöminni þar sem hún stal 9 boltum og hefur nú stolið 40 í 7 leikjum. Lovísa Guðmundsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermanns- dóttir léku best hjá ÍS. Stig ÍS: Lovísa Guðmundsdóttir 10, Alda Leif Jónsdóttir 9, Signý Hermannsdóttir 8, María Leifsdóttir 5, Kristjana Magnús- dóttir 4, Georgia Kristiansen 4, Hafdís Helgadóttir 2. Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 14, Hanna Kjartansdóttir 9, Linda Stefánsdóttir 9, Kristín Jónsdóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 3, Guðrún Gestsdóttir 2, Elísa Vilbergsdóttir 3. -ÓÓJ Hanna Kjartansdóttir skorar hér 2 af 9 stigum sínum gegn ÍS í gærkvöldi. Til varnar eru Signý Hermannsdóttir og Lovísa Guðmundsdóttir. Hilmar Þór Ísland-Ungverjaland Fyrir leikinn á móti Ungverjum mun Adidas-umboðið á íslandi veita Bjarka Sigurössyni viðurkenningu fyrir að hafa leikið 200 landsleiki. Bjarki leikur annaö kvöld sinn 207. landsleik. Geir Sveinsson er leikjahæstur í ís- lenska landsliðinu. Hann á að baki 334 landsleiki og hefur skoraö 482 mörk í þeim. Af þeim sem eru í hópnum í dag er Valdimar Grímsson markahæstur. Hann hefur möguleika á komast yfir 800 marka múrinn annað kvöld. Valdimar hefur þegar skorað 792 mörk í 237 landsleikjum. Birkir ívar Guömundsson, markvörð- ur Stjömunnar, er nýliði í landshðinu. Ragnar Óskarsson úr ÍR hefur fæsta leiki að baki, alls 7, en þeir verða eflaust miklu fleiri í framtíöinni. Gústaf Bjarnason, sem leikur með WiUstadt í Þýskalandi, kemur að nýju inn í landsliðiö. Hann lék ekki með á móti Finnum og Svisslending- um vegna meiðsla. Hann hefur náð sér að fuUu og er kominn í sitt besta form. Þorbjörn Jensson valdi 17 manna hóp fyrir helgina. í dag veiirn hann endanlega þá 14 leikmenn sem leika gegn Ungveijum annaö kvöld og leik- inn ytra á sunnudaginn kemur. Ungverjar koma hingaö til lands meö 15 leikmenn. 8 þeirra koma úr röðum Fotex Veszprém sem er sterkasta liðið í landinu og leikur í meistaradeUd Evrópu. Um helgina var leikiö 1 deUdar- keppninni í Ungverjalandi þannig aö landslið þeirra fær ekki meiri tfma tU undirbúnings en íslenska liðið. János Szathmári, sem leikur með Fotex, er leikjahæstur manna i ung- verska liðinu. Hann hefur leikið 205 leiki. Einn nýliði kemur með Ung- verjunum hingað. László Sótonyi, einn besti leikmaður Ungverja, og Sigfús Sigurðsson, linumaður í íslenska landsliðinu, eru samheijar. Þeir leika með spænska liðinu Caja Cantabria frá Santander. Aöeins tveir leikmenn ungverska liðsins leika með liðum utan heima- landsins. Auk Sótonyi, sem nefndur var hér aö framan, leikur AttUa Kotormán með svissneska liðinu Schaflhausen. Langflestir leikmenn Ungverja hafa handbolta að atvinnu og er þaö ástæðan fyrir þvi að ekki fleiri leUia með erlendum félagsliðum. Handbolti er vinsæl íþrótt í Ungverjalandi. ísland og Ungverjaland hafa 20 sinnum mæst á handboltaveUinum. íslendingar hafa unnið sex leiki, Ung- verjar 12 og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Síðast áttust þjóöimar við á HM í Kumomoto í Japan 1 fyrra og þar sigruðu Ungveijar. Þegar heildarleikjafjöldi þjóóanna er borinn saman hafa íslendingar vinninginn í þeim efnum. Samtals eiga íslensku leikmennimir 2122 landsleiki að baki. Leikmenn ung- verska liðsins hafa hins vegar leikið aUs 1347 landsleiki. Á HM i Kumomoto höfnuðu Ungverj- ar í fjórða sæti og íslendingar í fimmta sæti. 9 leikmenn sem léku þar koma hingað tU lands með liðinu. Kunnugir segja að ungverska liði sé sterkara núna en í fyrra. Dómarar leiksins annað kvöld koma frá Tékklandi. Þeir heita Ivan Dolejs og Vaclav Kohout. Þeir hafa ekki áður dæmt hér á landi en gott orð fer af þeim. Eftirlitsmaöur á leiknum verður Svíinn Erik Elias. Hann hefur lengi starfað innan alþjóða handknatfieiks- sambandsins. / leiknum i Ungverjalandi dæma þýskir dómarar leikinn. Það em þeir Manfred Biilow og Wilfried Liibker. Þeir þykja harðir í hom að taka og eru ekki heimadómarar. Aógöngumióasla á leikinn stendur yfir í verslunum 10-11. 10 ára og yngri borga ekkert inn, 11-14 ára greiða 500 krónur og 15 ára og eldri borga 1500 krónur. Það er brýnt fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma. Gengió er út frá því sem vísu að LaugardalshöUin verði troðfuU af fólki. Fyrir helgina var ákveðið að stækka áhorfendarýmið um 200 sæti. PöUum verður komið upp í austur- enda hússins. -JKS Landsliðsmennirnir Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson eru hér í léttum leik á sínum gamla heimavelli að Hlíðarenda á æfingu landsliðsins í gær. Þetta var fyrsta æfingin með öllum landsliðshópnum fyrir leikina mikilvægu gegn Ungverjum en fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni annað kvöld. DV-myndir Teitur Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik: Ákveðinn markvörður gaf ekki kost á sér - íslendingar mæta Ungverjum í undankeppni HM annað kvöld Þorbjöm Jensson, landsliðsþjáfari í handknatt- leik, bætti ekki við þriðja markverðinum eins og hann hafði fyrirhugað í landsleikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ungverjum í þessari viku. Þorbjöm hélt eftir einu sæti markvarðar þegar hann tilkynnti hópinn fyrir helgina og ætlaði að sjá hvaða markvörður myndi standa sig best í leikjunum á sunnudagskvöldið. Ekki verður bætt við leikmanni í staðinn „Ég hafði einn ákveðinn markvörð í huga en þeg- ar til kastanna kom gaf hann ekki kost á sér. Þetta var eini markvörðurinn sem kom til greina að mínu mati. Ég hef í framhaldinu ákveðið að bæta ekki neinum leikmanni við í staðinn og því stendur hóp- urinn sem ég valdi fyrir helgina óbreyttur," sagði Þorbjörn Jensson í samtali við DV í gær. Allur hópurinn kom saman í gærkvöld í fyrsta sinn Landsliðshópurinn allur kom saman til í æfinga fyrir leikinn gegn Ungverjum í Valsheimilinu í gær- kvöld. Ekki var annað vitað en allir hefðu komist heilir frá leikjum helgarinnar. „Þessar þrjár æfmgar sem ég hef fyrir leikinn verða notaöar til að fara vel fyrir sóknar- og varn- arleikinn. Ég hef trú á þvi að þeir leiki framliggj- andi vörn og við munum rifja upp þau atriði sem við eigum gegn henni. Æfmgarnar munu einnig fara að hluta til í upprifjun á því sem við höfum verið gera. Það er alveg ljóst að við eigum verðugt verkefhi fyr- ir höndum en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn," sagði Þorbjörn Jensson við DV. -JKS Everton vann Everton vann geysilega þýðingar- mikinn sigur i ensku A-deildinni í knattspymu í gærkvöldi. Everton tók þá á móti Newcastle á heima- velli sínum, Goodison Park, og hafði betur í baráttuleik, 1-0. Þetta var fyrsti sigur Everton á heimavelli á tímabilinu og sigurmarkið skoraði Michael Ball úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Mark Balls var aðeins ann- að markið sem Everton skorar á heimavelli í 7 leikjum . Everton er í 16. sætinu með 15 stig en lærisveinar Ruud Gullits í Newcastle eru í 14. sæti deildarinn- ar með 16 stig. -GH Örn í stuði Örn Arnarson, sundmaðurinn snjalli úr Hafnarfirði, stingur sér varla í laugina þessa dagana án þess að setja ný íslandsmet. Öm setti 3 met í bikarkeppni SSÍ um helgina og í gærkvöldi bætti hann enn einu metinu við þegar hann hann synti 200 metra skrið- sund á tímanum 1:48,65 mínútum á svokölluðu metamóti í sundhöll Hafnarfjarðar. -GH Arnar ekki búinn að skrifa undir Amar Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton. Arnar á eitt og hálft ár eftir af samingi sínum við Bolton en félagið hefur boðið honum að framlengja samninginn um eitt ár. „Ég ætla svona aðeins að sjá til. Ég á þó ekki von á öðra en að klára þetta tímabil með Bolton. Þetta er góður samningur sem mér var boðinn en mér flnnst ekki liggja lífið á að skrifa undir. Ég er mjög ánægður hjá félaginu en ég neita því ekki að það freistar manns að spila í úrvalsdeildinni og ef við foram ekki upp í vor mun ég skoða minn gang. Óskastaðan væri hins vegar sú að við færam upp,“ sagði Arnar í samtali við DV í gærkvöldi. Nokkur félög í efstu deildinni hafa borið víumar í Arnar, þar á meðal Leeds, Blackburn og Southampton og Rangers í Skotlandi. „Ég hef heyrt í gegnum umboðsmann minn um fyrirspurnir en veit ekki til þess að Bolton hafi fengið formlegt til- boð í mig,“ sagði Amar sem verður í fremstu víglínu Bolton í kvöld þegar það mætir Stockport í nágrannaslag B-deild- arinnar. „Ég hef verið slæmur í leggjunum og það kemur að því að ég þurfi að fara í uppskurð. Ég vil hins vegar fresta því eins lengi og hægt er,“ sagði Arnar. Guðni enn frá en Eiður Smári kominn af stað Guðni Bergsson er enn frá vegna meiðsla og verður sennilega ekki með fyrr en annan laugardag en Eiður Smári Guðjohnsen mætti á sína fyrstu æflngu eftir meiösli í gær og leikur með varalið- inu í vikunni. -GH Sigurgeir er hættur Sigurgeir Sveinsson, milli- rikjadómari í handknattleik, hef- ur ákveðið að leggja flautuna endanlega á hilluna en hann hef- ur veriö í fríi frá dómgæslunni síðan íslandsmótið hófst í haust. Hef hvorki áhuga né metnað „Formlega var ég í fríi til ára- móta en þaö er oröið deginum ljósara að ég fer ekki aftur inn á völlinn sem dómari. Ég hef hvorki þann áhuga eða metnað lengur sem með þarf til að standa i þessu,“ sagði Sigurgeir i samtali við DV í gær. -VS Geir leikur ekki Geir Sveinsson, fyrirliði islenska landsliðsins í handknattleik, leikm' ekki með liðinu gegn Ungveijum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll annað kvöld. Geir hefur átt við meiðsli að stríða í kálfa og hefúr af þeim sökum ekki leikið síðustu tvo leiki með Wuppertal í þýsku deildinni. Geir er á batavegi og svo gæti farið að hann yrði með í síðari leiknum í Ungverja- landi næsta sunnudag en það verður þó að teljast mjög ósennilegt. Tökum ekki neina áhættu „Geir hefur verið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins, og virðist sem hún hafi skilað ái-angri. Við munum ekki taka neina áhættu með Geir og það gæti vel verið að við gætum teflt honum fram í leiknum ytra á sunnudag,“ sagði Þorbjöm Jensson landsliösþjálfari við DV í gær. Þorbjöm mun tefla fram Sigfúsi Sigurössyni, leikmanni Caja Cantabria á Spáni, í stað Geirs og hann leikur þá væntanlega í vöminni en líklega mun Róbert Sighvatsson spila í sókninni. -JKS Iþróttir Bland í noka Helgi Kolviðsson og félagar í Mainz sigruðu Uerdingen, 2-1, á útivelli í þýsku B-deildinni 1 knattspymu á sunnudaginn. Helgi lék allan leik- inn á miðjunni hjá Mainz sem er í 8. sæti með 22 stig. Ulm er efst með 31 stig, Unterhaching er með 30, Bielefeld 29 og TB Berlín 29 stig. Uerdingen, sem átti lengi góðu gengi að fagna meðal bestu liða Þýskalands og skartaði íslendingunum Atla Eð- valdssyni og Lárusi Guömundssyni um skeið, situr nú eitt og yfirgefið á botni B-deildarinnar með aöeins 7 stig. Aðeins 2.000 áhorfendur mættu á leik liðsins við Mainz. Tjörvi Ólafsson, fyrmm leikmaður Hauka, skoraði 5 mörk, öll úr víta- köstum, þegar lið hans, Bjerringbro, vann Vrold á útivelli, 34-30, i dönsku A-deildinni í handknattleik um helg- ina. Bjerringbro er í 8. sæti af 12 lið- um með 7 stig eftir 9 umferðir. Aron Kristjánsson og félagar i Skjem léku ekki um helgina en þeir em i 5. sæti með 10 stig og eiga leik til góða á toppliöin. GOGog Helsinge em efst með 13 stig. Ólafur Gottskálksson lék i marki Hibemian sem missti tvö dýrmæt stig í toppslag skosku B-deildarinnar meö 2-2 jafntefli viö Hamilton. David Winnie og félagar i Ayr unnu Air- drie, 2-0, og em með þriggja stiga for- ystu í deildinni. Hibemian getur jafn- að það upp i kvöld þegar liðið mætir St. Mirren. Auóunn Jónsson náði bestum ár- angri á bikarmóti Kraftlyftingasam- bands íslands i Þórskaffi á laugardag- inn. Auðnnn fékk verölaunabikar fyr- ir flest stig, 935 samtals i 125 kg flokki. Níu keppendur tóku þátt i mótinu en aðeins í tveimur flokkum var meira en einn keppandi. Kári Elison sigraði I 75 kg flokki, Domen- ico Alex Gala í 82,5 kg flokki, Már Óskarsson í 90 kg flokki, Bjarki Þór Sigurðsson í 110 kg flokki og Jón B. Reynisson í +125 kg flokki. Jóhann Þórhallsson, knattspyrnu- maöurinn ungi og efnilegi hjá Þór, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nokkur féiög i úrvals- deildinni báru víumar í hann, þar á meðal KR og Leiftur, en Jóhann ákvað að verða um kyrrt og leika með Þórsurum í 2. deildinni á næsta sumri. Siguröur Jóns- son lék allan leik- inn í vöm Dundee United þegar liðið tapaði, 0-1, fyrir Dundee í ná- grannaslag í skosku A-deild- inni í knattspyrnu á sunnudaginn. Dundee United situr nú á botninum ásamt Aberdeen og Dunfermline. Búiö er aö draga í riðla fyrir ís- landsmótið í innanhússknattspyrnu. í 1. deildinni er riölaskiptingin þessi: A-rióill: Keflavík, Valur, Selfoss og ÍBV. B-rióilk KR, HK, Fram og Leiftur. C-riöill: ÍA, Smástund, Dalvík, Grindavík. D-riöill: Þróttur, R, Breiðablik, Fylk- ir, Þór. í 2. deildinni er riðlaskiptingin þessi: A-riöill: KA, Magni, Sindri, Léttir. B-riöill: Leiknir, R, Víkingur, KS, Haukar. C-riöill: Stjarnan, ÍR, Þróttur, N, Hvöt. D-riöill: FH, Skallagrímur, Ægir Víðir. / 3. deildinni er riðlaskiptingin þessi: A-riöilU Höttur, Tindastóll, KÍB. Ein- herji. B-riöill: Völsungur, Leiknir, F, Njarðvík, Huginn. C-riöill: KVA, Neisti, D, Afturelding, Kormákur. D-riöilU Fjölnir, Reynir, S, GG, Ham- ar. /1. deild kvenna eru tveir riðlar sem líta þannig út: A-riöilU KR, ÍA, RKV, Valur, Fjölnir. B-riðill: Breiðablik, Haukar, ÍBV, Stjarnan, KVA. í 2. deild kvenna er riðlaskiptingin þessi: A-riöilU Grindavík, Einherji, Hvöt, FH, Fylkir. B-rióill: Þór/KA, Höttur, Selfoss, Grótta, Sindri. -VS/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.