Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Page 22
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 *26 Hringiðan_____________________________________________________________dv Hátíðinni í tilefni fimmtán ára afmælis Gauks á Stöng lauk með balli hljómsveitarinnar Lands og sona á föstudaginn, en þá hafði hátíðin staðið yfir í rúma viku. Hljómsveitar- menn voru í góðum gír á Gauknum. Grafíkstúdínurnar Björg Melsted og Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir opnuðu myndlistarsýn- ingu í nemendagalleríi Myndlista- og handíða- skóla íslands, Gallerí Nema hvað, á föstudag- inn. Össur Willard og Lóreley Sigur- jónsdóttir skemmtu sér vel á afmælishátið Gauksins enda Land og synir við hljóðfærin. í í tilefni af útkomu hljómplötunnar „Second 1 “ hélt hljómsveitin Dead sea apple teiti um borð í farþegaskipinu Arnesinu á laugardaginn. Meðlimir hljómsveitarinnar, Calli C., Addi Dodd, Halli, Hannes og Steinarr, voru að sjálfsögðu um borð. DV-myndir Hari Listamaðurinn Pétur Gautur opnaði sýningu í Gallerí Borg á laugardaginn. Listamaðurinn er hér ásamt rithöfundinum Bjarna Bjarnasyni sem nýlega hlaut verðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir bókina Borg- in bak við orðin. Sigríður Agústsdóttir listakona opnaði á laugardaginn sýningu í gryfju listasafns ASÍ. Sigríður er hér innan um verkin sín við opn- unina. Margrét Sigurðardóttir, ný- k bakaður íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt á móti sem haldið var í íslensku óperunni, var ekki feimin við I \ að hnykla aðeins jtf\ vöðvana fyrir Ijósmyndara DV. Verzlóvælið, söng- ^ keppni þeirra verzlinga, var JM haldin á föstudag- inn. Sigurvegari ^ reyndist svo vera þessi unga snót, Védís Hervör Árnadóttir, sem hér fær koss á kinn. í verð- laun hiaut hún margt og mikið, t.d. utanlandsferð. Svo stökk „krókurinn' Pétur Kristjánsson fram og bauð stúikunni að syngja inn á plötu fyrir sig. Þær Helena Jónsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir standa á bak við dansflokkinn Pontíus og pía sem frumsýndi þrjú ný dansverk eftir þær í Tjarnarbíói á föstudaginn. Helena og Ólöf umvafðar blómvöndum á frumsýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.