Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1998, Qupperneq 33
I>V ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
37
Verk eftir Gu&mundu í Ingólfs-
stræti 8.
Ný verk
Guðmundu
í Gallerí Ingólfsstræti 8 stendur
yfir sýning á verkum eftir Guð-
mundu Andrésdóttur. Guðmunda
er einn fárra íslenskra listamanna
sem unnið hafa abstráktmálverk
allt frá því að abstraktlistin ruddi
sér til rúms á íslandi. Guðmunda
tilheyrði Septem-hópnum sem hef-
ur verið álitinn kjarninn í
abstraktlist á íslandi. Guðmundu
hefur tekist að skapa sér mjög
persónulega braut í myndlistinni
og hefur verið að þróa og skapa út
frá hringforminu um árabil. Verk-
in sem hún hefur unnið sérstak-
lega fyrir þessa sýningu eru öll ný
og unnin með olíukrít á striga og
pappír. Sýning Guðmundu stend-
ur til 29. nóvember.
Sýningar
Hljómur
Guðrún Lára Halldórsdóttir,
Glára, sýnir olíumálverk i Galler-
íi Hominu, Hafnarstræti, á sýn-
ingu sem hefur yfirskriftina
Hljómur. Glára hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum. Sýningin er
opin alla daga kl. 11-24, sérinn-
gangur kl. 14-18. Stendur sýning-
in til 2. desember.
Undur
veraldar
í kvöld verður dagskrá um rit-
gerðasafnið Undur veraldar sem Þor-
steinn Vilhjálmsson ritstýrir á
Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18.
Þar verða furður þessa heims kynnt-
ar i máli og myndum og óhætt að lofa
að ýmislegt mun vekja furðu manna.
Upplesturinn hefst klukkan 20.30.
ísland og bandarískir
öryggishagsmunir
í dag kl. 15.15 mun dr. Michael T.
Corgan flytja fyrirlestur í hátíðarsal
Háskóla íslands sem hefur yfir-
skriftina ísland og bandarískir ör-
yggishagsmunir eftir lok kalda
stríðsins.
Samkomur
Foreldrafélag Hagaskóla
Hugo L. Þórisson sálfræðingur
heldur fyrirlestur í samkomusal
Hagaskólans í kvöld kl. 20.30. Yfir-
skrift fyrirlestursins er Talar þú við
bamið þitt, talar bamið þitt við þig
og sjálfstraust unglinga.
Leiklestur sígildra
ljóðleika
í kvöld kl. 20 verður leiklesið á
Litla sviði Borgarleikhússins Lífið
er draumur (La vida es sueno) eftir
Don Pedro Caldewrón de la Barca.
Barn dagsins
í dálkinum Bam dagsins em
birtar myndir af ungbörnum.
Þeim sem hafa hug á að fá hirta
mynd er bent á að senda hana í
pósti eða koma með myndina,
ásamt upplýsingum, á ritstjórn
DV, Þverholti 11, merkta Bam
dagsins. Ekki er síðra ef barnið á
myndinni er í fangi systur, bróður
eöa foreldra. Myndir eru endur-
sendar ef óskað er.
Iðnó:
Rússneskir tónar
Undanfama þriðjudaga hafa marg-
ir bestu tónlistarmenn landsins leik-
ið listir sínar fyrir gesti í Iðnó. í
kvöld er komið að kammerhópnum
Camerarctica sem mun leika kamm-
erverk og leikhústónlist eftir Stra-
vinskí Prokofjev og Snittke.
Tónlist Stravinskis verður í for-
grunni á þessum tónleikum. Flutt
verður Svíta úr Sögu dátans fyrir
klarínettu, fiðlu og píanó, einleiks-
verk fyrir klarinettur og Septett
fyrir píanó, blásara og strengi.
Einnig verður fluttur srengjakvar-
Skemmtanir
tett í einum þætti sem Snittke
samdi árið 1977 fyrir klarinettu,
strengi og píanó.
Camerartica-sveitina skipa þau
Ármann Helgason, Hildigunnur
Halldórsdóttir, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir, Guðmundur Kristmundsson
og Sigurður Halldórsson en enn-
fremur koma fram Rúnar Vilbergs-
son fagottleikari, Emil Friðfinnsson
hornaleikari og Miklós Dalmay pí-
anóleikari.
Tónleikamir hefjast kl 20.30.
Camerarctica leikur í Iðnó í kvöld.
Veðrið í dag
Gengur í hvassa
norðanátt
Skammt suðvestur af Reykjanesi
er víðáttumikil 953 mb lægð sem
þokast norðaustur yfir landið.
í dag verður suðvestan-stinnings-
kaldi eða allhvasst og rigning eða
skúrir suðaustan til en léttir til á
Norðausturlandi. Gengur í all-
hvassa eða hvassa norðanátt með
slyddu eða snjókomu norðvestan til
og vaxandi norðvestanátt og slydd-
uél á Suðvesturlandi seint í kvöld.
Hiti víða 3 til 7 stig en heldur kóln-
andi um vestanvert landið.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hæg breytileg átt og skúrir en norð-
vestan-stinningskaldi og slydduél í
kvöld. Hiti 1 til 4 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.04
Sólarupprás á morgun: 10.27
Sfðdegisflóð í Reykjavík: 21.44
Árdegisflóð á morgun: 10.05
Veðrið kl. 6
i morgun
Akureyri alskýjaö 2
Akurnes skýjaö 5
Bergstaöir alskýjað 3
Bolungarvík skýjaó 1
Egilsstaðir 7
Kirkjubœjarkl. skúr 4
Keflavíkurflv. þokumóöa 3
Raufarhöfn rigning 4
Reykjavík léttskýjaö 3
Stórhöföi skúr á síö. kls. 5
Bergen alskýjaö 4
Kaupmhöfn þokumóöa 0
Algarve heiöskírt 9
Amsterdam þokumóöa -4
Barcelona léttskýjað 4
Dublin þokumóöa 6
Halifax skýjaö 8
Frankfurt þokumóöa -1
Hamborg þokumóða -2
Jan Mayen rigning 3
London mistur 5
Lúxemborg þokumóöa -4
Mallorca skýjaö 7
Montreal 9
Nuuk skýjaö -7
París þokumóöa -8
Róm hálfskýjaó 1
Vln þoka á síö. kls. -6
Winnipeg heiðskírt -4
Hálka og
hálkublettir
Hálka og hálkublettir eru víða á landsbyggðinni
og snjóþekja á leiðum sem liggja hátt. Á Vestur-
landi og Vestfjörðum er hálka á fjallvegum og víða
Færð á vegum
með ströndinni. Á Norðaustur- og Austurlandi er
vetrarfæri á fjallvegum og hálka með norðaustur-
ströndinni. Ófært er um Hellisheiði eystri, Lágheiði
og Öxarfjarðarheiði. Unnið er að lagfæringu á leið-
inni Botn-Súðavík og Laugarvatn-Þrastarlundur
0 Steinkast ~'v«—PD- '
E! Hálka |a| Vegavinna-aftgát 0 Óxulþungatakmarkanir
V. ó 03 Þungfært <£> Fært fjallabtlum
Monika Melkorka
Myndarlega telpan á myndinni,
sem fengið hefur nafhiö Monika
Barn dagsins
Melkorka, fæddist 8. júlí síðastlið-
inn. Viö fæðingu var hún 21 mörk
og 57 sentímetra löng. Foreldrar
hennar eru Guðrún Benediktsdótt-
ir og Sindri Magnússon og er Mon-
ika Melkorka þeirra fyrsta barn.
Uma Thurman leikur Emmu Peel
sem er jafnhættuleg og hún er
fögur.
The Avengers
Aðalpersónui-nar í The Aven-
gers, sem Sam-bíóin sýna, eru
John Steed og Emma Peel, kaldar
og djarfar persónur sem kallaðar
eru til þegar veðurkerfln hætta að
fara eftir duttlungum náttúrunnar
og fara að hegða sér undarlega.
Það byrjar að snjóa þegar er hlýtt
og hitastigið fer allan skalann frá
miklum hita niður í mikið frost á
einum sólarhring. Greinilegt er að
einhver er farinn aö geta ráðið
veðurfarinu og allir veðja á að þaö
sé enginn annar en Sir August de
Winter og þeir hinir sömu
tapa ekki þvi veð- ’////////t
Kvikmyndir
máli. Óhætt er að
segja að Steed og Peel
fái verkefni við hæfi þegar þau
fara að kljást við pilsklædda Skot-
ann sem áður fyrr þótti með
snjallari mönnum í breska utan-
ríkisráðuneytinu og var aðlaður.
í aðalhlutverkum eru Ralph
Fiennes, Uma Thurman og Sean
Connery. Leikstjóri er Jeremiah
Chechik.
Nýjar myndlr f kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: A Smile Like Yours
Bfóborgin: The Avengers
Háskólabíó: Maurar
Háskólabíó: Út úr sýn
Kringlubíó: Popp í Reykjavík
Laugarásbíó: Blade
Regnboginn: There's Something
about Mary
Stjörnubíó: Dansaðu við mig
Krossgátan
1 2 3 4 5 6
7 8 9
10 11
12 13
14 15 16 17
18 19 20
21 22
Lárétt: 1 frolla, 8 óhæfur, 9 óvissu,
10 lína, 11 sting, 12 kátur, 14 kæpa,
16 stilla, 18 fitla, 19 landspilda, 21
garpur, 22 rugga.
Lóðrétt: 1 vatnsdæla, 2 tíðum, 3
hreini, 4 drýpur, 5 hærra, 6 svalan,
8 skrifar, 13 rækta, 15 fjör, 17 hræð-
ist, 20 ekki.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 spons, 6 óa, 8 lofa, 9 elg,
10 áls, 11 frag, 13 blankur, 15 linsa,
17 lá, 18 æfum, 21 sið, 22 rám, 23
akka.
Lóðrétt: 1 slá, 2 polli, 3 ofsanum, 4.
nafns, 5 serk, 6 ól, 7 agg, 12 auli, 13
blær, 14 ráða, 16 ask, 19 fá, 20 MA.
Gengið
Almennt gengi LÍ 24. 11. 1998 kl. 9.15
Eininti Kaup Sala TollRenpi
Dollar 70,440 70,800 69,270
Pund 116,600 117,200 116,010
Kan. dollar 45,370 45,650 44,900
Dönsk kr. 10,8260 10,8840 11,0520
Norsk kr 9,3930 9,4450 9,3900
Sænsk kr. 8,6950 8,7430 8,8310
Fi. mark 13,5340 13,6140 13,8110
Fra. franki 12,2710 12,3410 12,5330
Belg. franki 1,9946 2,0066 2,0372 •
Sviss. franki 49,8400 50,1200 51,8100
Holl. gyllini 36,4900 36,7100 37,2600
Þýskt mark 41,1700 41,3800 42,0200
ít. lira 0,041550 0,04181 0,042500
Aust sch. 5,8470 5,8830 5,9760
Port. escudo 0,4020 0,4044 0,4100
Spá. peseti 0,4840 0,4870 0,4947
Jap. yen 0,578900 0,58230 0,590400
írskt pund 102,270 102,910 104,610
SDR 97,290000 97,87000 97,510000
ECU 80,9700 81,4500 82,7000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270