Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Blaðsíða 8
1 g i k h ú s Nemendaleikhúslð sýnir í Llndabæ leikritiö Ivanov eftir snillinginn Anton Tsjekhov á morg- un kl. 20 og því miður er uppselt. Þaö verða annars ekki sýningar á þessu verki eftir jólin þrátt fyrir aö sýningin hafi mælst mjög vel fyr- ir. Nú er þessi árgangur rokinn í önnur störf, þá að æfa nýtt verk sem frumsýnt veröur áður en veturinn hverfur. Það er vonandi að sú sýn- ing eigi eftir að lukkast jafnvel og þessi en leikstjórinn á því verki er enginn annar en Hilmir Snær Guðnason. lönó sýnir leikritið ÞJónn í súpunnl í kvöld kl. 20. Þetta verk hefur fengið fádæma góðar við- tökur og hefur ásóknin verið góð í því frá því i sumar. Enda er þarna um landslið grínara aö ræða. Edda Björgvins, Kjartan Guöjóns, Bessi Bjarna og nýliðinn Stefán Karl Stefánsson (sem er meira að segja enn að læra leiklist). Það er um að gera fyrir áhugasama hláturgikki að hringia í síma 530 3030 og panta sér miða á sýninguna í kvöld. Ekki er líklegt að fleiri sýn- ingar verði fyrir jól. Leikhús á jólum Stóra svlð ÞJóðlelkhússlns. Frumsýning á Brúðuhelmlllnu eftir Henrik Ibsen. Baltasar leikur í þessu þétta Ibsenverki. Verkiö verður frumsýnt annan í jólum og er uppselt. Ekki hægt að sjá sýninguna fyrr en á nýju ári því leikhúsunnendur eru strax farnir aö tryggja sér miða. Síminn er 551 1200 tyrir þá sem vilja panta miða. Borgarlelkhúslð frumsýnir Pétur Pan á stóra svlðlnu annan I jólum kl. 14. Þessi sýning á örugglega eftir að slá í gegn. Ótrúlegar tækni- brellur og eins og allir vita flýgur Pétur Pan og það skilar sér í sýningunni. Næstu sýningar eru sunnudaginn 27. desember kl. 14 og svo ekkert fýrr en á nýju ári. Um að gera fyrir áhugasama foreldra að útvega sér miða í síma 568 8000 Farsinn Tvelr tvöfaldlr veröur sýndur í ÞJóð- lelkhúslnu dag- inn fýrir gamlárs- dag en það er því miður upp- selt. Ekki vit í öðru fýrir aðdáendur farsans en hringja í síma 5511200 og panta sér miöa á nýju ári. íslenska Óperan. Upp- selt á Helllsbúann út árið. Vinsældir þessa forneskjulega karl- manns ætla engan enda að taka. Ætli það endi ekki með því að það verði uppselt út þetta árþúsund. Sím- inn í Óperunni er 551 1475. A Litla sviðl ÞJóðlelkhússlns er veriö aö sýna Abel Snorko býr einn daginn fýrir gamlársdag. Það er uppselt og ekkert hægt að flækja það meira. Síminn í Þjóðleikhúsinu er 5511200. 60. sýningin á Sex í svelt er daginn fyrir gamlársdag í Borgar- lelkhúslnu. Þaö eru nokkur sæti laus á þennan farsa sem er á öðru leikári. Þetta leggst vel í landann og þaö verður alveg ör- ugglega uppselt á síð- ustu sýningu ársins. Ekki vit í öðru en að panta miða í síma 568 8000. Smíðaverkstæðl ÞJóð- lelkhússlns. Maöur i mlslltum sokkum eftir Arnmund Backman er sýndur við mjög góðar undirtektir. Þetta er hörkuskemmtilegur ell- ismellur og næsta sýn- ing er 29. desember en það er upþselt á hana. Það eru aftur á móti örfá sæti laus á sýninguna daginn fýrir gaml- ársdag. Síminn í Þjóðleikhúsinu er 5511200. Grease á Stóra svlðl Borgarleikhússlns. Uppseit á lokasýning- una sem er 29. desem- ber en laus sæti á næstsíðustu sýninguna 27. Þessi sýning hefur gengið ágætiega. Var upphaflega hugsuð sem sumarsýning en hefur verið aö virka fram eftir vetri. Síminn f Borgarleikhúsinu er 568 8000. sem verður frumsýnt í byrjun næsta árs og hann Felix skrifar stykkið, leikur öll fimm hlutverkin og fremur meira að segja þann galdur að leikritið á sér stað úti um allan heim. Fókus tók á honum púlsinn og fékk upp úr honum um hvað leikritið fjallar. Felix Bergsson er á fullu við að Ijúka við „Hinn fullkomna jafningja" sem frumsýndur verður 3. janúar í Óperunni. nommar / Hvernig verk er þetta? „Þetta er einleikur þar sem við nýtum okkur tækni leikhússins til hlitar. Þetta er ekki „standup" heldur er dramatík leikhússins framkvæmd með hjálp tækninn- ar. Við flökkum líka mikið í tíma og til þess nýtum við okkur vídeó, hljóðmynd, tónlist og lýsingu,“ segir Felix Bergsson og bætir því við að vídeótæknin geri þeim kleift að taka verkið aðeins út úr leikhúsinu. Þetta er þá mjög framúrstefnu- legt leikhús? „Já. Ég er mjög innspíraður af Robert LePage sem er Kanada- maður og mjög framsækinn leik- húsmaður. Við Kolbrún, leik- stjóri, höfum svo reynt að skapa okkar eigin stil í samvinnu við marga aðra listamenn sem koma að verkinu.“ Um hvaö fjallar verkiö? „Þetta verk fjallar um líf sam- kynhneigðra í Reykjavík. En það hefur ekki verið mjög mikið fjall- að um þann menningarheim. Við fengum Ástarsögu 3 í fyrra en það er líka eina verkið sem hefur fjall- að um þennan heim á okkar eigin forsendum. Það sem „Hinnn full- komni jafningi" sýnir er að þetta er mjög fjölbreyttur heimur og það er mjög hættulegt aö detta bara inn í steríótýpumar." Er þetta algjör dramatík? „Ja, þó að verkið sé dramatískt og sé að taka á mjög stórum mál- um þá er það fyndið og skemmti- legt og mun vonandi koma öflum á óvart. Við munum líka bjóða upp á umræður eftir sýninguna og komum til með að fá kennara og aðra sem eru að vinna með ungu fólki til að sjá sýninguna og taka þátt í umræðunni." Ámi Johnsen þingmaður var spurður að því í viðtali hvort hann hefði eitthvað á móti homm- um. Þetta var í samhenginu: Páll Óskar og þjóðhátíð. Árni svaraði: „Það kemur þessu máli ekkert við.“ Hann neitaði því sem sagt ekki að hann hefði eitthvað á móti hommum. Erum viö ekkert aö losna viö þessa fordóma? „Á meðan það ér ekki farið að fjalla um þetta á einhvem al- mennilegan hátt í skólinn þá mun ungt samkynhneigt fólk halda áfram að verða fyrir barðinu á fordómum og öðru sem getur jafn- vel leitt til sjálfsmorða. Það á bara að taka þetta upp í samfélagsfræði og fjalla um þetta á einhvem vit- rænan hátt. En við getum svo alltaf huggað okkur við að þeir eldri munu fyrr eða síðar hverfa.“ Þaö er óhœtt aö segja aö þaö sé svolítiö í land? „Já. En það sem sjokkerar mig mest hvað hómófóbíuna varðar er að sumir virðast bara ekki skilja að það em til aðrar tilflnningar en þeirra. Eins og þetta með að banna samkynhneigöum að ætt- leiða böm. Það eru engar sannan- ir fyrir því að við séum eitthvað verri uppalendur en aðrir og því er bara keyrt á einhverri tilfinn- ingu og samkynhneigðum er bannað að ættleiða. Stjúpættleið- ingin komst ekki einu sinni í gegn og þau réttindi snúa ekki að sam- kynhneigðum heldur bömunum sjálfum." „Er kallaður „Ásta frænka" af vinum sínum. Hann er kannski erfiðastur af persónunum því hann er 65 ára gamall og man mjög vel eftir þeim tíma þegar ekki var rætt um samkynhneigð á íslandi. Ásgeir kynntist offiser af Vellinum á sínum tíma og flutti til San Francisco um tíma. Hann er HlV-smitaður og er að horfa fram á við með hjálp nýrra lyfja.“ Reykiavík „Albert er rúmlega þrítugur sölumaður sem ferðast um landið. Þetta er dökkur karakter sem hef- ur átt mjög erfitt í sínum upp- vexti. Það er ein setning sem rennur stöðugt í gegnum höfuð hans og hún er: ég er ekki hommi, ég er ekki hommi. Hann er að sjálfsögðu hommi en á í erfiðleik- um með að sætta sig við það. Al- bert er líka mjög mikill aðdáandi Walt Whitmans.“ „Aðalpersóna verksins. Tæp- lega fertugur kennari í Reykjavík. Hann er að fara að halda matar- boð lífs síns. Ari er líka algjör sveimhugi, mjög stressaður og það gengur mikið á fyrir matarboðið en á sama tíma rifjar hann upp atvik í lífi sínu. Hinir sækja allir í hann og Ari er okkar lykill inn í samfé- lag homma á íslandi." Mánl, rétt rúmlega tvítugur. Steinþór Reykdal, rúmlega þrítugur. „Máni er algjör drottning. 1 verk- inu er hann að gera vídeódagbók því hann ferðast mjög mikið. Allir staðir verða fyrr eða síðar of litlir fyrir hann. Hvort sem það er Kópa- sker, Akureyri, Reykjavík, Kaup- mannahöfn eða London. Máni þol- ir heldur ekki hræsnara og þegar hann rekst á giftu gæjana sem hann hefur sofið hjá þá talar hann umbúðalaust viö þá þó að konan þeirra standi við hliðina á þeim.“ „Steinþór er lögfræðingur í Reykjavík. Hann þolir ekki kven- lega homma né lesbíur og fer ekki í nein samtök um sitt kynlíf. Hann er sem sagt mjög harður af sér og þykist ekki þurfa á neinum að halda. Steinþór reyndi að vísu að fremja sjálfsmorð á sínum ung- lingsárum en hann reynir að sannfæra sjálfan sig um að það skipti engu máli.“ -MT 8 f ÓktlS 18. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.