Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Blaðsíða 13
popp
fjöl-hljóðfæraleikari, sólóisti
og lagahöfundur, er einn af svalarí
gaurum poppsins.
Barry Adamson,
Barry segist hafa
gift sig 27 sinnum,
en er neyndar bara
Manchester. Hann hafði hrifist af
pönkinu og lét slag standa þegar
Howard Devoto, aðalmaðurinn í
pönkbandinu Buzzcocks, ákvað að
stofna nýja hljómsveit. Barry
komst yfir hálfónýtan bassa, lærði
á hann á einni nóttu, svaraði aug-
lýsingu og fékk djobbið. Eftir fimm
plötur með Magazine spilaði Barry
á tímabili meö Bad Seeds-kombói
Nicks Cave.
Barry er sonur hvítrar konu og
svarts manns frá Jamaíku og þeg-
ar Nick Cave fór að pæla of mikið
í svartri blústónlist, að mati
Barrys, hætti hann í Bad Seeds,
enda fannst honum líka tími til
kominn að gera eitthvað upp á eig-
in spýtur. Önnur platan hans hét
„Soul Murder", en með þeirri
þriðju, „Oedipus Schmoedipus",
varð Barry fyrst nokkuð vinsæll,
þá aðallega sem „költ“ fyrirbæri. Á
þeirri plötu fékk hann með sér
góða gesti, eins og Jarvis Cocker
úr Pulp og Nick Cave, en á nýjustu
plötunni, „As above, so below“,
sem nýlega er komin út, syngur
hann í fyrsta skipti sjálfur. Það er
frekar skrýtið og seint í raddbönd-
in gripið, því Barry hefur ágæta
rödd, sem minnir á Tom Waits,
áður en Tom var búinn að sukka
sig ráman, en Barry svarar því til
að hann hafi ekki treyst sér til að
syngja fyrr og tónlistin heldur ekki
þurft á því að halda.
Njósnað um hugarheima
Nýjasta platan er mun léttari og
þar af leiöandi aðgengilegri en
fyrri plötur. Hér eru mörg fín
popplög með djössuðum áherslum,
en alltaf glittir þó í dimm skúma-
skot, enda hefur tónlist Barrys
alltaf verið skuggaleg og minnt á
gamlar „Film noir“ myndir, þar
sem mannlegir breyskleikar og til-
finningalegar flækjur eru rauði
þráðurinn, ásamt spennu og
óvæntum endalokum. Líf Barrys,
sem nú er fertugur, hefur enda ver-
ið frekar skrautlegt. Hann segist
hafa gift sig 27 sinnum, en er
reyndar bara þrigiftur og á tvö
böm úr fyrri hjónaböndum. Hann
fékk taugaáfall fyrir þrettán árum,
foreldrar hans og systir létust á
stuttu tímabili fyrir tíu árum og
karlinn var nýrisinn úr flókinni
skurðaðgerð þegar hann fór að
leggja drög að nýju plötunni.
„Ég var ekki viss um hvort ég
kæmi aftur þegar ég fór undir
skurðarhnífinn," segir Barry.
„Þegar ég raknaði úr rotinu fór ég
strax að semja nýju plötuna. Þetta
var einhvers konar endurfæðing.
Það er þó nokkur andleg angist á
þessari plötu, en hún er samt til-
raun til að sanna fyrir mér og öðr-
um að allt myrkrið í heiminum
getur aldrei kæft ljósglætuna."
Barry hefur alltaf haft dálæti á
hugarheimi njósnarans og það er
ekki fráleitt að segja að í textunum
sé hann að njósna um eigin hugar-
heima og annars fólks. Þessum
pælingum pakkar hann í tónaum-
búðir þar sem popp, djass, avant
garde rokk, danstónlist og blús
blandast saman í blöndu, sem eng-
inn annar gæti gert. Tónlist Barrys
Adamson er auðþekkjanleg, alltaf
svöl og athyglisverð, og ætti að
vera í sem flestra eyrum.
-gih
Rúnar Þór og hljómsveit verða á Fógetanum
alla helgina og á sunnudagskvöldið verðurlrsk
tónlist leikin af hljðmsveitinni Session.
f kvöld og annað kvöld munu hinir snyrtilegu
og stórskemmtilegu Sixties hita upp fyrir
gamlárskvöld á Café Amsterdam.
Ásgarður. í kvöld er ball frá níu til tvö. Hljóm-
sveit Birgls Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi.
Svo verður llka dansað á sunnudagskvöldið
með Capri tríóinu.
Á hinum eins árs gamla stað, Álafoss fót bezt
I Mosfellsbæ, verður dagskrá sem tileinkuð er
Creedence Clearwater Revlval I kvöld og ann-
að kvöld. Hún er flutt af Gildrumezz og það
kostar sexhundruðkall inn.
Sveitin
Á Búöarkletti I Borgarnesi verður hljómsveitin
Gammel Dansk að leika alla helgina.
Hljómsveitin Skítamórall verður með brjálaðan
dansleik á SJallanum Akureyri í kvöld og á
morgun tekur Sálln hans Jóns míns við fjörinu.
í kvöld leikur hljómsveitin Sóldógg á dansleik
hjá framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
sem haldinn verður á Höfðanum. Á morgun
veröur sveitin aftur á sama stað en þá á al-
mennum dansleik.
Hafurbjöminn í Grindavík. I kvöld mun Butt-
ercup hjálpa til við að hressa andann.
Hljómsveitin 8-vlllt, ný og endurbætt, verður
með brjálaöan stuðdansleik á Hótel Mællfelll
á Sauðárkróki í kvöld en svo verður sama
Imeira á.1
VAIUUW UÍ
þrígiftur og á tvö
böm úr fyrri hjóna-
böndum. Hann
fékk taugaáfall fyrir
þrettán árum,
foreldrar hans
og systir létust
á stuttu tímabili fýrir
tíu árum og karlinn
var nýrísinn úr
flókinni skurðaðgerð
David Lynch-myndinni „Lost
Highway".
Ferill Barrys hófst með Mag-
azine, gæðarokksveit frá
- Alveg eins og þú: ★★
Land og syni má reka í sömu
rétt og Greifana og Sálina og
þar standa þeir keikir og jarma
hvern smellinn aföðrum.
urballaðan, en í bláendann kem-
ur húrrandi stuðsveifla, „Vöðva-
stæltur", sem er eineggja stuðtví-
buri Terlín-lagsins og næsti bær
við síðasta bæinn i Geirmundi.
Land og synir kunna að spila
á hljófærin sín og þeir spila lög
sem ganga í heilbrigða æsku
þessa lands. Með þessari ofur
ófrumlegu og heiladauðu klisju-
plötu mun sveitaballaríki þeirra
verða víðfeðmt á komandi
sumri, sportbílamir síst verri en
Skítamórals og hárgelsbirgðirn-
ar óþrjótandi. Meintu góðæri
fylgir nefnilega popphallæri og
þá blómstra leiðindin á vin-
sældalistunum.
Gunnar Hjálmarsson
„Gullna Hliðið“
komið í gull!
Sálin áritar:
í dag:
Skífan Kringlunni
kl. 18-19 . w
laugardag
Bókval Akureyri
kl. 16-17
sunnudag
Bónus Holtagórðum
kl. 17-18
fös.i8.des: Ástco
lau. 19. des: Sjallinn Akuceyci
sun. 20. des: Gaukur á Stöng
aat í jólum: Kótel Selfoss
gamlaarskvöld: Stapinn
hattar • knöll •happdrætti
18. desember 1998 f ÓkllS