Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
Neytendur
Húsráð
Hreinsun á hinu og þessu
Hægt er að hreinsa gerviblóm
með því að setja þau í bréfpoka og
strá salti í hann. Hristið rösklega.
í fyrstu lítm- ekki út fyrir að saltið
hafi óhreinkast. Bíddu þar til þú
sérð litinn á því þegar þú skolar
það af.
Kúlupennar
Þegar kúlupenninn er orðinn
klesstur og blekaður að framan
skaltu stinga honum í sígarettufílt-
er. Endurtakið nokkrum sinnum
og hann er tilbúinn til notkunar.
Kerti
Nuddið með bómull vættri i
spritti.
Vissirðu að kerti brenna hægar
og leka jafnvel minna vaxi ef þau
eru sett í frysti klukkustund fyrir
notkun.
Kertastjakar
Ef kertastjakinn er þakinn
kertavaxi settu hann þá í frysti í
eina klukkustund.. Vaxið losnar af
í flygsum án þess að valda silfrinu
nokkrum skaða.
Einnig má láta kertastjakann
undir sjóöandi heitt vatn og þerra
síðan með bréfþurrku.
Sígarettureykur
Bleytið handklæöi og veifið því
um stofuna. Reykurinn hverfur þá
fljótt.
Setjiö litlar skálar meö ediki í
homin á stofunni þar sem reyk-
ingamennimir eru saman komnir.
Eða setjið viðarkol í litlar skálar
til að losna við óþefinn eftir veisl-
una í gærkvöld.
Einnig er hægt aö brenna kerti
til að losna við reyk.
Gleraugu
Gott er að hreinsa gleraugu með
því að nota nokkra dropa af ediki
eða vodka á hvort gler. Þá sjást
engar rákir.
Demantar
Setjið hvítar sápuflögur af mildu
þvottaefhi og nokkra dropa af
ammóníaki í pott af sjóðandi vatni.
Setjið demantinn í sigti og dýfið í
sjóðandi vatnið í nokkrar sekúnd-
ur. Látið kólna og skolið svo. Að
lokum skal dýfa honum í skál af
spritti í 10 mínútur áður en hann
er þurrkaður með pappírsþurrku.
Óþefur innanhúss
Hér er leið til að losna við óþef
innanhúss og hafa góða lykt án
mikils tilkostnaðar. Setjið nokkra
dropa af furunálaolíu í bómuflar-
hnoðra og setjið í glerílát. Lyktin
endist mánuðum saman og er jafn
áhrifarík og híbýlailmúöar.
Rífið appelsínu- eða sítrónubörk
og hendið í arininn. Þannig fáið
þið frískandi lykt. -GLM
M
Italskur kalkúnn:
Afgangar nýttir
Sjálfsagt eiga margir afgang af
kalkúni eftir átveislu síðustu daga.
Afgangana má nota í ítalskan mar-
sala-kalkún. Marsala er ábætisvín
frá Sikiley en í stað þess má nota
sérrí eða madeiravín.
Uppskrift:
4 þykkir bitar (um 150 g hver)
úr kalkúnsvöðva.
50 g smjör eða smjörlíki
1 hvítlauksrif
4 niðursoðin ansjósuflök,
safinn látinn renna vel af
þeim og þau lögð í mjólk
4 sneiðar mozarellaostur
kaperskom
2 msk. saxað marjoram
1 msk. söxuð steinselja
3 msk. marsala, sérrí eða madeira
1 dl rjómi
salt og pipar.
Aðferð
1) Leggið kjötsneiðamar í smjör-
pappír og berjið þær létt með buff-
hamri eða kökukefli.
2) Bræðið smjörið á pönnu, setjið
hvítlaukinn í og látið svo kjötbitana
krauma í smjörinu í nokkrar mínút-
ur á hvorri hlið, eða þar til þeir
hafa fengið fallegan ljósbrúnan lit.
Takið þá af pönnunni.
3) Látið mjólkina renna vel af
ansjósuflökunum og þurrkið þau
með eldhúspappír. Leggið ostsneið á
hverja kjötsneið, þá ansjósuflak og
nokkur kaperskom þar ofan á. Strá-
Sjálfsagt eiga margir afgang af kalkúni eftir átveislur síðustu daga. Afgang-
ana má nota í ítalskan Marsala-kalkún.
iö kryddjurtunum yfir og setjið
sneiðamar síðan aftur á pönnuna.
4) Látið kjötið sjóða áfram í 5
mínútur við meðalhita eða þar til
kjötið er gegnsoðið og osturinn
bráðnaður. Raðið sneiðunum þá á
matardiskana og haldið þeim heit-
um, t.d. í ofni.
5) Setjið pönnuna aftur á heitu
helluna og hellið víninu á hana.
Lækkið hitann, bætið rjómanum
við og hrærið stanslaust í á meðan
þetta sýður hægt á opinni pönnunni
og þykknar. Kryddið með salti og
pipar og ausið sósunni yfir kalkúna-
sneiðamar með skeið um leið og
maturinn er borinn fram. -GLM
Að mörgu er að hyggja þegar lifandi Ijós eru á borðum því mörg
óhöpp verða af þeirra völdum á hverju ári hérlendis.
Fátt er notalegra
en logandi kertaljós
til að lífga upp á
umhverfið. Margir
skreyta híbýli sín
með afls kyns kert-
um og kertaskreyt-
ingum um jólin. Að
mörgu er hins vegar
að hyggja þegar
skreytt er með kert-
um því mörg óhöpp
að þeirra völdum
verða hérlendis ár
hvert.
Áætlað er aö ár-
lega nemi bmnatjón
af völdum kertaljóss
hérlendis um 20-40
milljónum króna.
Oftar en ekki eiga
slík slys sér stað í
desembermánuði
þegar vinir og
vandamenn hittast
til að eiga ánægju-
lega stund saman.
Við athugun
markaðsdeildar Lög-
gildingarstofunnar í
verslunum víðs veg-
ar um landið kom í
ljós að úrval kerta
og kertastjaka er gíf-
urlegt. Því miður er
það svo að gæðin
eru afar mismun-
andi og í sumum til-
fellum er beinlínis
um hættulega vöm
að ræða. Þetta á
einkum viö um kerti og kertastjaka
þar sem undirflöturinn getur hitnað
óeðlilega mikið. Enn fremur er mik-
ið um kerti sem eru þannig að lögun
aö ómögulegt er að þau passi í kerta-
stjaka. Þar með er hættunni í mörg-
um tflfellum boðið heim.
Teljós
Teljós sem einnig eru kölluð
sprittkerti eða vermikerti eru um
margt frábrugðin venjulegum kert-
um og þurfa sérstakrar aðgæslu viö.
Vaxið í þeim verður fljótandi stuttu
eftir að kveikt er á þeim.
Því er ekki ráðlegt að færa kertið
úr stað meðan kveikt er á því. Látið
teljósin alltaf brenna út af sjálfu sér
eða slökkvið á þeim með kerta-
slökkvara. Notið aldrei vatn.
Gætið þess að hafa teljósið í
kertastjaka sem þolir háan hita.
Sumir stjakar eru með þunnan botn
og getur undirlag þeirra þvi sviðnað
þegar vax teljóssins hitnar. Setjið
teljósið aldrei beint á dúk eða borð.
Kertaskreytingar
Kertaskreytingar eru afar vinsæl-
ar á þessum árstíma. Hafið kerta-
skreytingar ætíð á
óeldfimu undirlagi,
td. gleri eða málmi.
Gætið þess að kerta-
loginn nái ekki til
skreytingarinnar. Haf-
ið í huga að kerti
brenna mishratt en
oftast eru upplýsingar
um brennslutíma á
umbúðum kertanna
sem gagnlegt er að
lesa.
Þar sem festingar
fyrir kerti eru mis-
jafnlega öruggar er
gott ráð að nota
sjálfslökkvandi kerti
því þau slökkva á sér
sjálf þegar u.þ.b. 5 sm
eru eftir af kertinu.
Einnig er hægt að fá
svokölluð eldtefjandi
efni til að úða yfir
skreytingar þannig
að minni hætta er á
eldsvoða ef kertalogi
berst í skreytinguna.
Útikerti
Útikerti loga flest
eingöngu á kveiknum
en þó eru til kerti þar
sem allt yfirboð vax-
ins logar. Þá getur
loginn náð allt að 50
sm hæð og slegist til í
allar áttir. Varist að
snerta form útikerta
með berum höndum.
Eldur getur blossað
upp ef vatn eða snjór slettist á vax
kertisins.
Æskilegt er að koma kertunum
þannig fyrir að þau sjáist vel og að
ekki sé hætta á að börn og fullorðn-
ir reki sig í þau. Þeir sem klæðast
víðum fatnaði þurfa að gæta sér-
stakrar varúðar í nánd við slík kerti.
Þó að fátt sé notalegra en logandi
kertaljós í skammdeginu er því vert
að hvetja almenning til sérstakrar
aðgátar og varúðar við meðhöndlun
á kertum og kertaskreytingum.
(Heimild: Löggildingarstofan)
-GLM
Lifandi Ijós
- lifandi hætta
Ljósið í myrkrinu
Baslið hjá vinstrimönnum við að
koma saman framboðssamfylkingu
fyrir alþingiskosningamar í vor er
orðið að þvílíkum vandræðagangi að
jafnvel harðsvíruðustu íhaldarar eru
farnir að kenna í
brjósti um þá sem að
henni standa. Sam-
fylkinguna vantar
leiðtoga, það er ljóst
og í skötuveislu á
Þorláksmessu kom
andinn yfm einn
gestanna eins og
vænta mátti þegar
menn innbyrða
slika ódáinsfæðu, og hann sá ljósið
suður á Bessastöðum. Þar situr höfð-
inginn Ólafur Ragnar Grímsson sem
hefur á varfærnislegan hátt reynt að
fá embættinu pólitískt vægi meö því
að ræða um vamarmál við erlenda
þjóðhöfðingja og vegamál við innlenda
sveitarhöfðingja við misjafnar undir-
tektir. Hann væri maðurinn sem gæti
tekið samfylkinguna undir sinn væng
og gerst vemdari hennar og jafnvel
foringi og aukið pólitískt vægi forseta-
embættisins um leið....
Samkvæmisleikir
Nú standa yfir jólaboð og í þeim
gerir fólk sér margt til skemmtunar
annað en eta hangikjöt. Vinsæll sam-
kvæmisleikur í jólaboðum er að fara
í látbragðsleik og leika titla þeirra
bóka sem fólk fékk í
jólagjöf. Tíðindamað-
ur Sandkorna var í
einu slíku jólaboði
og átti fólk auðvelt
með að leika svo
allir skildu titilinn
á metsölubók Ótt-
ars Sveinssonar
Útkall - Fram af
fjalli og bókinni um
hestamanninn Svein Guðmundsson
á Króknum, Glymja járn við jörðu.
Málið tók hins vegar að vandast þeg-
ar kom að titlum eins og Skagfirskar
æviskrár og Lögfræðingatalið.
Stuðmannaframboð
Baslið hjá samfylkingarsinnum til
vinstri hefur gefið ýmsum góðum
mönnum og konum sem hafa margt til
brunns að bera loft undir vængina
með að bjóða sig fram. Sandkom hef-
ur þannig spurnir af
því að Jakob Frí-
mann Magnússon,
Stuðmaður og fyrr-
verandi menningar-
fulltrúi í sendiráði
íslands í London, sé
kominn á fremsta
hlunn með að
bjóða sig fram til
setu á væntanlegum
lista samfylkingar vinstri manna í
Reykjavík, eða þá á lista Alþýðuflokks,
takist ekki að koma samfylkingunni á
koppinn í Reykjavík.
Samræmt göngulag
Nú er komið í ljós eftir að jólapakk-
amir hafa verið opnaðir aö varla
nokkur einasti framámaður í Fram-
sóknarflokknum hefur fengið ævi-
sögu leiðtogans fyrrverandi, Stein-
grfms Hermanns-
sonar, i jólagjöf.
Sandkorn frétti af
þeim nokkrum í
bókabúðum hingað
og þangað um land-
ið í gær að skipta
út bókum sem þeir
höfðu fengið og
báðu allir um að
fá bókina um Steingrím í stað-
inn. Skýringin á þessu er af sérfræð-
ingum um Framsóknarflokkinn sögð
sú að þegar framsóknarmenn völdu
félögum sínum jólagjafir slepptu þeir
bókinni um Steingrím af því þeir
voru handvissir um aö allir hinir
myndu gefa Steingrím og viðtakend-
ur því sitja upp með eintómar Stein-
grímsbækur eftir jólin. Þetta gerðist
hins vegar ekki, því að framsóknar-
menn hugsa jú allir eins ... segir
framsóknarfræðingur Sandkoma.
Umsjón Stefán Ásgrimsson
Netfang: sandkorn @ff. is