Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaids. Myndbirtingar báknsins Fyrirbærið, sem við köllum stundum báknið og stund- um kerfið, tekur oft á sig óvenjulegar myndir, stundum skemmtilegar og annars leiðinlegar, stundum jákvæðar og annars neikvæðar. Myndbirtingar kerfisins eru frétta- þyrstum íjölmiðlum sífellt umræðuefni. Ein ánægjulegasta myndbirtingin undir lok ársins var sýknudómur Héraðsdóms Suðurlands í máli manns, sem hafði ölvaður ekið slasaðri konu úr óbyggðum til byggða, þaðan sem hann gat hringt í lögregluna. Dómstóllinn taldi, að nauðsyn hefði verið lögum æðri í tilvikinu. Sektardómur hefði ekki eflt löghlýðni fólks og síður en svo aukið virðingu þess fyrir lögunum. Með því að sveigja niðurstöðuna frá formfestu að mannlegum og réttlátum sjónarmiðum hefur Héraðsdómur Suðurlands sýnt óvænta og jákvæða hlið á réttarkeríi okkar. Sorglegasta myndbirting báknsins voru aðgerðir utan- ríkisráðherra og sýslumannsins á Keflavíkurvelli til að hindra, að Friði 2000 tækist að koma rétta boðleið jóla- gjöfum til írakskra bama, þótt jólagjafimar hefðu til- skilda pappíra frá sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Hatrið blindar mönnum sýn. Þannig hefur utanríkis- ráðherra blindazt af ásökunum forstöðumanns Friðar 2000 út af óbeinni aðild ráðherrans að óbeinum ofsókn- um Vesturlanda gegn írökskum almenningi. Þess vegna misbeitti hann valdi gegn jólagjöfúm til barna. Undarlegasta myndbirting kerfisins var skýrsla, sem trausti rúinn ríkisendurskoðandi afhenti Alþingi um fyr- irtækið Stofnfisk, hluta af einkavinavæðingu stjórn- valda. í skýrslunni voru birt sum málsgögn og ekki önn- ur. Og birtu málsgögnin voru sumpart yfirstrikuð. Áður hafði komið fram í máli Landsbankans, að stjómarandstaðan getur ekki treyst núverandi ríkisend- urskoðanda, sem er einn af „strákunum" og lítur á það sem skyldu sína að vemda hagsmuni stjómvalda, á milli þess sem hann reynir að hamstra sér aukatekjur. Steininn tekur úr, þegar hann ræðst með tússpenna á skýrslu og gerir hana ólæsilega, áður en hún er prentuð og afhent Alþingi. Hann þurfti ekki nema eitt tússpenna- strik til að eyðileggja traust embættisins, en lét sig ekki muna um marga tugi slíkra tússpennastrika. Flutningur ríkisendurskoðunar til Alþingis átti að vera aðferð til að auðvelda löggjafarvaldinu að heimta hluta af eftirlitshlutverki sínu úr gíslingu framkvæmda- valdsins. Þessi tilraun hefur gersamlega mistekizt, svo að Alþingi þarf nýtt tæki til eftirlits með bákninu. Ánægjulegustu fréttir úr bákninu undir áramót fólust í margs konar töku flkniefha í stórum stíl. Þær benda til, að þeir, sem hafa það hlutverk að hindra innflutning og dreifingu fíkniefna, hafi náð betri tökum á starflnu og séu orðnir færir um að draga úr eiturflóðinu. Raunar hefur til skamms tíma verið áhyggjuefni, hversu lítið hefur verið um, að taka fikniefna hjá neyt- endum hafi leitt til að löggæzlan hafi getað lesið sig eftir þráðum upp til stórdreifenda og lykilmanna fíkniefna- heimsins. Þetta er núna vonandi að breytast. Bjartsýnasta fréttin úr bákninu er, að rikið hefur ákveðið að gefa 7,5 milljónir króna til slátrunar 1.600 hrossa fyrir Rússa, svo að hrossamarkaðurinn rétti sig af. En hrossastofninn verður búinn að ná fyrri stærð löngu áður en Rússar eru búnir að borga fyrir kjötið. Að lokum má ekki gleyma garminum henni Ömefna- nefnd, sem hefur látið frá sér fara enn einn sinna frægu úrskurða. Nú má Ölfusið ekki heita Ölfus. Jónas Kristjánsson Undanfarin 50 ár hefur sigið á ógæfuhlið i skipu- lagsmálum Reykjavíkur þó það hafi dulist ráöamönn- um, sem enn halda að allt sé með felldu. En Reykjavík er höfuðborg í vanda: útþynnt byggð, splundruð miðborg- arstarfsemi, versnandi al- menningssamgöngur, víta- hringur bílanotkunar, skelfilegt ástand umhverfis- mála og hnignun miðborg- arsvæðis. Orskir vandans eru grandvaraleysi í skipu- lagsmálum og vanræksla á langtíma stefnumótun. Ráðamenn borgarinnar hafa ekki sinnt eðlilegu forystu- hlutverki og því tapað frum- kvæöi á höfuðborgarsvæð- inu. Flugvöllurinn ekki lögaöili Helsti orsakavaldur er flugvöllurinn í Vatnsmýri sem gengur djúpt inn i borg- ina og tekur upp 200-300 ha lands fyrir byggð, útivist og Flugvöllurinn í Vatnsmýri gengur djúpt inn í borgina og tekur upp 200-300 ha lands fyrir byggö, útivist og stofnbrautir. Hávaöamengun, slysahætta og loft- mengun rýra gildi útivistarsvæða, miöborgar- og íbúöarsvæöa tugþúsunda íbúa. Betri borg - án flugvallar í Vatnsmýrinni við aðalskipulag Reykjavíkur til 2016, annars vegar við ákvörðun um að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi í Vatnsmýri og hins vegar við ákvörð- un um að efla olíuhöfn í Örfirisey. Samtimis var kynnt tillaga að nýjum flugvelli í Skerjafirði og tiiiaga að miðborgarsvæði við Akurey. í tiliögu að flugvelli í Skerja- firði er miðað við óbreytta stærð og stefnu flugbrauta. Lík- legur kostnaður við landfyilingu og brim- „Undirbúningur aö endurnýjun flugbrauta er á lokastigi og því brýnt aö fínna framtíöarlausn fyrir flugvöll því rangar milljaröa- fjárfestingar í Vatnsmýri valda óbætanlegum skaöa meö því aö festa hann þar í sessi um ókomna áratugi.“ Kjallarinn Örn Sigurðsson arkitekt stofnbrautir. Mikil hávaðamengun, slysahætta, sjón- og loftmengun rýra gildi útivistarsvæða, miðborgar- og íbúð- arsvæða tugþúsunda íbúa. Eftir seinna stríð stöðvaðist þró- un á miðborgarsvæð- inu og hafa ráða- menn ekki tekist á við skipulagsvanda þess né annarra eldri borgarhluta. Vegna uppsafnaðs vanda í hálfa öld rík- ir þar fullkomin upp- lausn sem leiðir m.a. til lægra fasteigna- verðs og stuðlar að almennri hnignun svæðisins og allrar höfuðborgarinnar. Flugvöllurinn er hluti af rekstri Flug- málastjórnar og því ekki lögaðili. Þar eru hvorki flugvallar- stjóri, blaðafulltrúi, yfirmaður öryggis- mála né nokkur ann- ar starfsmaður i fullu starfi. Hann hefur ekki skráð símanúm- er. Undirbúningur að endumýjun flugbrauta er á lokastigi og því brýnt að finna framtíðarlausn fyr- ir flugvöll því rangar milljarða- fjárfestingar í Vatnsmýri valda óbætanlegum skaða með því að festa hann þar í sessi um ókomna áratugi. Athugasemdir viö aðalskipulag 1997 voru gerðar athugasemdir vöm er 4,2 milljarðar króna. Til samanburðar er áætlaður kostnað- ur við Sundabraut 12 miljarðar og 6,5 miljarðar við tvöfoldun Reykja- nesbrautar. Margir helstu flugvell- ir heims eru á landfyllingum, t.d. í Hong Kong, San Francisco, Boston, Ríó og ísafirði. Þéttleiki byggðar segir til um gæði og skilvirkni borga. Lág- marksþéttleiki byggðar með góðar almenningssamgöngur er 50 ibúar á hektara. Ábati af þéttingu er mikili. T.d. má gera ráð fyrir að af- gangur af lóðagjöldum þéttrar byggðar i Vatnsmýri nægi fyrir landfyllingu undir flugvöll i Skerjafiröi. Einkum er þó ábati af þéttingu fólginn í minni sóun á tíma og verðmætum vegna skil- virkari samgangna og þjónustu. Slíkur ábati getur numið tugrnn milljarða króna á ári hverju í Reykjavík einni ef byggð þróast í vesturborginni á næstu áratugum. Þéttleiki höfuðborgarsvæðisins er nú 15-20 íb/ha og þéttleiki Reykjavíkur 28 íb/ha. í aðalskipu- lagi til 2016 er gert ráð fyrir að byggiiegt land í borginni verði fullnýtt innan þess tíma og mun þéttleiki borgarinnar þá hafa lækkað verulega. Þéttleiki evr- ópskra borga er að jafnaði þrefalt hærri en í Reykjavík. Línuborg fyrir bíla Með flugvelli í Vatnsmýri hófst hálfrar aldar öfugþróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu og stöðnun miðborgar Reykja- víkur. Ef ekkert vitrænt verður aðhafst í skipulagsmálum á svæðinu verður til af sjálfu sér dreifð, óskilvirk og víðáttumikil línuborg fyrir bíla. Því er brýnt að horft sé langt inn í framtíð- ina í hvert sinn sem unnið er að skipulagi. Líklega eru þegar fæddir all- margir Islendingar sem munu lifa aldamótin 2100 en þá gætu íbúar á höfuðborgarsvæðinu orðið 500-800 þúsund. Það er mikilvægt að byggja upp á útnesjum og þétta byggðina meö öllum ráðum. Frum- forsenda er að leggja niður flug- völl í Vatnsmýri. Öm Sigurðsson Skoðanir armarra Heilbrigðiskerfi - mannréttindi „Að böm skuli ekki njóta nauðsynlegrar læknis- þjónustu vegna fjárskorts fjölskyldunnar ætti að heyra sögimni til. Velferðarríkið ísland á að sjá sóma sinn í að útrýma þessu vandamáli og það strax ... Fólk sem fæðist með gullskeið í munni getur leyft sér ýmislegt umfram aöra, sem ekki búa við sömu aðstæður, en fjárráð fólks mega ekki ráða því hvort það sendir börn sin til læknis eður ei. Bömin eru framtíðin. Öll börn, ekki bara sum.“ Skapti Hallgrímsson í Mbl. 24. des. Grautarskál velferðarinnar „Allt of oft týnist kjarninn í umbúðunum. Það er vegna þess að fólk leitar þess í glysinu og umbúðun- um sem er ekki að finna þar ... Kirkjan er auðvitað fólkið sjálft og henni ber skylda til að halda boð- skapnum á lofti og benda á innihaldið og skírskota til hvers og eins í þeim efnum. Trúarbrögðin eru ekki á undanhaldi vegna þess að þau eru manninum eiginleg. Það gegnir kannski öðm máli um kristna trú og ég held að það sé ekki kynslóðabundið. Kristni hefur átt í vök að verjast á Vesturlöndum en hún blómstrar í fátæktinni i Afríku. Við á Vestur- löndum höfum selt sálu okkar fyrir grautarskál vel- sældarinnar og græðginnar.“ Karl Sigurbjörnsson biskup í Degi 24. des. Útgerðarmenn fjármagna sjóðina „Þegar fram líða stundir verður það talið með meiri afreksverkum hvemig tveimur ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar tókst að rétta af hag sjávarútvegs og fiskvinnslu á sama tíma og greinin varð að taka á sig mikla skerðingu á aflaheimildum. Greininni var gert að bregðast við erfiðleikunum sjálf og hag- ræða. Það geröi hún og komst út úr erfiðleikunum sterkari en áður. Og ekki nóg með það. Hverjir em nú að greiða upp lánin, sem tekin vom í nafni þjóð- arinnar til að fjármagna sjóöina frægu? Það em út- gerðarmenn. Þeir greiða nú upp þessar skuldir." Tómas Ingi Olrich alþm. í Mbl. 24. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.