Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 25 Iþróttir Limor Mizrachi, fyrirliði ísraelska landsliðsins.sækir hér að körfu Breið- hyltinga. Hún meiddist í síðari hálfleiknum og það gæti reynst KR-ingum afdrifaríkt. DV-mynd ÞÖK Bikarkeppni kvenna í körfubolta: Langri sigur- göngu lokið - ÍS vann Keflavík og mætir KR Það verða Reykjavíkurliðin KR og ÍS sem leika til úrslita í bikar- keppnni í körfuknattleik kvenna þetta árið. ÍS gerði sér lítið fyrir og lagði bikcirmeistarana úr Keflavík að velli suður með sjó, 61-64, í mjög spennandi leik. Þar með stöðvaði ÍS langa og glæsilega sigurgöngu Keflavíkurstúlkna í bikamum. Fyr- ir leikinn í gær hafði Keflavík unn- ið 20 bikarleiki í röð og bikarinn í sex skipti á síðustu sjö árum. Keflavík leiddi í hálfleik, 37-32, og hafði þetta 5-7 stig yflr framan af síðari hálfleik. Um seinni hálf- leikinn miðjan fékk Keflvíkingur- inn Anna María Sveinsdóttir sina 5. villu og við það gengu ÍS-konur á lagið. Þegar 3 mínútur voru eft- ir var staðan jöfn, 60-60, og Lovísa Guömundsdóttir innsiglaði svo sigur ÍS þegar hún skoraði 3ja stiga körfu 40 sekúndum fyrir leikslok og kom ÍS í 60-63. í einvígi erlendu leikmannanna hafði Lilja Sushko betur. Hún skoraöi til að mynda fimm 3ja stiga körfur en Tonia Sampson hitti aðeins úr 5 af 25 skotum sinum. Stig Keflavtkur: Kristín Blöndal 17, Tonia Sampson 12, Anna M. Sveinsdótt- ir 10, Bima Valgarðsdóttir 10, María Karlsdóttir 8, Kristin Þórarinsdóttir 4. Stig ÍS: Lilja Sushko 19, Signý Her- mannsdóttir 16, Alda Leif Jónsdóttir 10, María Leifsdóttir 9, Lovisa Guömunds- dóttir 5, Kristjana Magnúsdóttir 5. Stórsigur KR-inga í Hagaskóla vann KR stórsigur á ÍR, 103-58. Eins og tölumar gefa til kynna vom yfirburðir KR-inga miklir enda mikill styrkleikamun- ur á þessum liðum. Hanna Kjart- ansdóttir skoraði 30 stig fyrir KR 9g Linda Stefánsdóttir 20 en fyrir ÍR skoraði Gréta M. Grétarsdóttir 16 stig og Guðrún Sigurðardóttir 11. -BG/GH I® 2. DEILD KARLA Breiðablik-Þór A. 23-29 Fylkir-Víkingur 20-20 Branislav Dimitrijevic 6, Ágúst Guð- mundsson 5, Eymar Krúger 4, Elís Þór Sigurðsson 2 - Þröstur Helgason 6, Bjöm Guðmundsson 4, Hjalti Pálmason 3, Hjalti Gylfason 3, Hjört- ur Amarsson 2. Þór A. 12 9 2 1 323-221 20 Víkingur 10 7 3 0 284-186 17 Fylkir 10 7 3 0 267-194 17 Breiðablik 12 6 1 5 304-282 13 Fjölnir 13 4 2 7 308-307 10 Hörður 12 3 1 8 245-298 7 Völsungur 11 3 1 7 225-292 7 Ögri 12 0 1 11 193-369 1 1. DEILD KARLA Hamar-ÍS 71-76 Þór Þ.-Stafholtstungur 88-76 Selfoss-Stjarnan 74-85 Höttur-Hamar 64-85 ÍR-Breiðablik . . (78-78) 88-86 Þór Þ. 12 12 0 1094-899 24 ÍR 12 9 3 1018-903 18 Is 12 8 4 935-906 16 Stjaman 12 8 4 995-908 16 Breiðablik 12 8 4 1072-898 16 Hamar 12 7 5 1002-904 14 Stafholtst. 12 3 9 842-1025 6 Fylkir 12 2 10 925-1011 4 Selfoss 12 2 10 932-1072 4 Höttur 12 1 11 762-1051 2 DV DV Þriðja stórmót ÍR-inga í Laugardalshöll: - Jón Arnar og Guðrún Arnardóttir í finu formi, sigruðu og settu íslandsmet Guðrún Arnardóttir og Jón Arnar Magnússon sýndu góða takta'á stórmóti ÍR-inga í Laugardalshöllinni í gærkvöld og settu bæði íslandsmet - Jón Amar tvö og Guðrún eitt. Guðrún sigraði glæsilega í 50 metra grindahlaupi kvenna á 7,01 sekúndum sem er nýtt met og Jón Amar setti met í sömu grein í karlaflokki. Það var i fyrstu grein þríþrautarinnar, Jón Amar hljóp á 6,79 sekúndum og bætti eigið met um 4/100 úr sekúndu. Guðrún sigraði líka í 50 metra hlaupi kvenna. Jón Amar stóð síðan uppi sem sigur- vegari í þríþrautinni, sigraði öragglega í kúluvarpinu og innsiglaði góðan árangur og íslandsmet í þrautinni með því að stökkva 7,68 metra í langstökkinu. Þar var hann aðeins þremur sentímetrum frá meti sínu innanhúss. I þrautinni endaði Jón með 2.989 stig, 103 stigum á undan Roman Sebrle. Ólafur Guðmundsson skaut síðan Henrik Dagárd frá Svíþjóð aftur fyrir sig og náði óvænt þriðja sætinu. Balakhonova sigraði Völu Anzela Balakhonova, Evrópumeistarinn frá Úkraínu, bar sigurorð af Völu Flosa- dóttur í stangarstökkinu. Vala fefldi bæði 4 og 4,10 metra í fyrstu tilraun en endaði á 4,10 og í öðra sæti eftir að hafa feflt 4,20 Guðrún Arnardóttir vann giæsilegan sigur í 50 metra grindahlaupi kvenna og sló íslandsmetið. Úrslitin á stórmóti ÍR Þríþraut karla Jón Amar Magnúss., Tind. . 2.989 (6,79 - 15,83 - 7,68) Roman Sebrle, Tékklandi . . 2.886 (6,79 - 15,14 - 7,39) Ólafur Guðmundsson, Self. . 2.802 (6,95 - 15,12 - 7,24) Henrik Dagárd, Sviþjóð . . . 2.784 (6,78 - 14,82 - 6,97) Sigurður Karlsson, Tindast. 2.354 (7,63 - 13,23 - 6,63) Stangarstökk kvenna Anzhela Balakhonova, Úkr.4,20 Vala Flosadóttir, ÍR.....4,10 Guðrún Arnardóttir með íslandsmet: „Takmarkið gekk eftir" „Ég átti ekki von á að vinna með svona miklum yfirburðum. Ég vissi að þær myndu fá betra start en ég og takmarkið var að ná þeim á annarri grind. Það gekk eftir og það var gaman að verða svona langfyrst. Ég stílaði inn á þetta mót í æfingum minum, kannski aðeins meira en hinar, en þetta fór mjög vel,“ sagði Guðrún Arnardóttir í samtali við DV eftir hinn glæsilega sigur sinn í 50 metra grindahlaupinu i Laugardalshöfl í gærkvöld. -HI þrívegis. Balakhonova var þá örugg með sigurinn vegna færri tilrauna en náði að fara yfir 4,20 metra í síðustu tilraun. Einar nálægt meti Einar Karl Hjartarson sýndi að hann á eftir að slá íslandsmet sitt áður en langt um líður. Hann fór af öryggi yfir 2,15 metra og felldi síðan 2,20 metra þrívegis. Það munaði minnstu í þriðju og síðustu tilrauninni að honum tækist að fara yfir. Steinar Hoen fór yfir 2,20 í þriðju tilraun og sigraði. -VS Vala Flosadóttir: Vonbrigði „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég kláraði tæknilegu atriðin ekki nógu vel og þess vegna fór þetta svona. Mér gekk aðallega illa að vinna á stönginni og nota kraftinn til að fara yfir rána. I stað þess hvolfdi ég of snemma. Næst er stefnan sett á lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið og til þess verð ég að bæta mig,“ sagði Vala Flosadóttir við DV eftir stang- arstökkskeppnina í gærkvöld. -HI Þórey Edda Elísdóttir, FH.....4,00 Elmarie Gerryts, S-Afriku.....4,00 Marie Rasmussen, Damörku . . . 3,80 Hástökk karla Steinar Hoen, Noregi .........2,24 Einar Karl Hjartarson, ÍR.....2,15 Vegard Hansen, Noregi.........2,05 Martin Lloyd, Bretlandi ......2,00 Ólafur Símon Ólafsson, ÍR.....1,90 50 m grindahlaup kvenna Guðrún Amardóttir, Ármanni . 7,01 Susan Smith, írlandi..........7,19 Susanna Kallur, Svíþjóö.......7,26 Sigurlaug Níelsdóttir, UMSE . . . 7,73 Ylfa Jónsdóttir, FH...........8,31 50 m hlaup karla Jóhannes Marteinsson, ÍR......5,93 Reynir Logi Ólafsson, Árm . . . .6,11 Bjami Traustason, FH .........6,11 Ólafur Traustason, FH ........6,19 Amar Már Vilhjálmsson, UFA . 6,22 50 m hlaup kvenna Guðrún Amardóttir, Ármanni . 6,50 Susan Smith, írlandi...........6,63 Susanna Kallur, Svíþjóð .......6,65 Anna F. Ámadóttir, UFA ........6,69 Guðný Eyþórsdóttir, ÍR.........6,76 Einar Karl Hjartarson vippar sér yfir rána á stórmótinu í gærkvöld. Einar Karl var nálægt því að setja nýtt íslandsmet þegar hann átti góöa tilraun við 2,20 metra. DV-mynd ÞÖK Nool forfall- aðist seint Erki Nool, Evrópumeistari í tugþraut frá Eistlandi, forfaflað- ist á síðustu. Á laugardaginn barst tilkynning frá honum um að hann hefði meiðst á læri og gæti ekki komið. Henrik Dagárd frá Svíþjóð, fyrrum Norðurlandamethafi í tugþraut, brást snöggt við, dreif sig til íslands og keppti í staðinn fyrir Nool. -VS Frábært fram- tak ÍR-inga Stórmót ÍR-inga er svo sann- arlega komið á kortið sem einn af stærstu viðburðum í íslensku íþróttalífi. ÍR-ingar, með Véstein Hafsteinsson í fararbroddi, eiga miklar þakkir skildar fyrir þetta framtak. Aðsókn hefur aldrei verið betri en í gærkvöld og ÍR- ingar geta byrjað að undirbúa fjórða mótið að ári. -VS íþróttir Jón Arnar Magnússon svífur glæsilega í langstökkinu. Hann var aðeins þremur sentimetrum frá íslandsmeti sínu í gærkvöld. DV-mynd ÞÖK Jón Arnar Magnússon: Mjög ánægður - þetta lofar mjög góðu, sagði Jón Arnar „Ég er mjög ánægður með þessa þrí- þraut. Ég hefði að vísu viljað hlaupa hraðar í grindinni en ég bætti mig samt þar og þaö var ánægjulegt,“ sagði Jón Amar Magnússon í samtali við DV í gærkvöld eftir að hann hafaði tryggt sér sigur í þríþrautinni í Laug- ardalshöll. „Það hefði verið mjög gaman að keppa við Erki Nool, maður veit að visu ekki hvem ig það heföi farið, en vonandi hefði það farið eins. Þessi árangur kemur samt ekki svo mjög á óvart. Við höfum verið að gera mjög góða hluti undanfarið, það þurfti bara að púsla þeim saman. Það gekk nokkurn veginn í kvöld, þannig að þetta lofar mjög góðu,“ sagði Jón Arn- ar. Jón Arnar keppir næst á Erki Nool- mótinu í Eistlandi í næsta mánuði. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.