Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 íþróttir V J Evrópukeppni B-þjóða í badminton: íslenska landsliðið í badminton gerði sér lítið fyrir og sigraði í Evr- ópukeppni B-þjóða í badminton sem lauk í Belfast á írlandi í gær. íslendingar töpuðu að vísu fyrir Pólverjum, 3-2, í siðasta leik sinum á mótinu en það kom ekki að sök því íslendingar báru sigur úr býtum á mótinu með fleiri sigurleiki en Portúgalar og Pólverjar en allar þjóðirnar hlutu 2 stig í úrslitunum og leika allar í A-keppninni sem fram fer í Glasgow á næsta ári. Tómas Garðarsson Viborg tapaði viðureign sinni í einliðaleiknum, 15-10, 7-15 og 5-15, og Elsa Nielsen beið lægri hlut í sinum leik, 4-11, 6-11 og 11-2. Elsa Nielsen og Brynja Péturs- dóttir töpuðu í tvíliðaleiknum en þeir Árni Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson unnu sinn leik, 15-7, 6-15 og 15-10. Loks unnu Árni og Drífa Harðarsdóttir í tvenndar- leiknum, 15-9 og 15-10. Sigur á Spánverjum tryggði A-sætið íslendingar tryggðu sér sæti í A- keppninni að ári með þvi að leggja Spánverja að velli, 4-1, á laugardag- HBA-DEILDIN Það hefur mikið verið um félagaskipti í NBA-deildinni á síðustu dögum og hér á eftir getur að líta þau helstu. Fyrst félagið sem viðkomandi fer í og síðan gamla félagið: Isaac Austin . . Orlando/LA Clippers Chucky Brown . . Charlotte/Atlanta Mark Bryant .... Chicago/Phoenix Jud Buechler.......Detroit/Chicago Derrick Coleman . Charl/Philadelph. Vlade Divac . Sacramento/Charlotte Mario Elie......SA Spurs/Houston Matt Geiger . . Philadelph/Charlotte Harvey Grant Washingt/Philadelph. Tom Gugliotta . Phoenix/Minnesota Derek Harper . LA Lakers/ Orlando Anthony Johnsen . Atlanta/Sacram. Steve Kerr.......SA Spurs/Chicago Jerome Kersey . .. SA Spurs/Seattle inn. Tómas Garðarsson Viborg vann andstæðing sinn í einliða- leiknum, 15-9 og 15-3, en Elsa Niel- sen tapaði leik sínum í þremur lot- um, 11-4, 4-11 og 8-11. í tvíliðaleiknum höfðu Broddi Kristjánsson og Tryggvi Nielsen betur og sigruðu andstæðinga sína, 15-7,15-17 og 15-3, og þær Elsa Niel- sen og Brynja Péturdóttir unnu sinn leik, 15-3 og 15-6. Loks báru Árni Þór Hallgrímsson og Drífa Harðardóttir sigur úr býtum í leikj- um sínum í tvenndarleiknum, 15-4 og 15-1. íslendingar mega vera stoltir af badmintonlandsliðinu. Það lék ein- staklega vel á mótinu og þetta er án efa besta landslið sem íslendingar hafa teflt fram í þessari íþrótt. Breiddin var okkar styrkur „Við höfðum mjög góða breidd í liðinu og það var okkar styrkur í keppninni. Þessir krakkar hafa lagt mikið á sig og eru nú að uppskera árangur erfiðisins," sagði Broddi sem lék fjóra leiki með Áma Þór Hallgrímssyni i tviliðaleik á mótinu og vann þá alla. Árni vann alla 7 leikina Árni Þór lék alls 7 leiki og vann þá alla og þá stóð Tómas Garðars- son Viborg sig með sóma í einliða- leiknum þar sem hann tapaði að- eins einum leik. Konumar stóðu sig líka mjög vel og sigurinn á íram í tvíliðaleiknum var mjög óvæntur. íslenska sigurliðið var skipað eftirtöldum, aldur í sviga: Broddi Kristjánsson (38), Árni Þór Hallgrímsson (30), Tryggvi Nielsen (22), Tómas Garðarsson Viborg (22), Sveinn Sölvason (20), Elsa Nielsen (25), Vigdís Ásgeirsdóttir (21), Brynja Pétursdóttir (21) og Drífa Harðardóttir (21). -GH Elsa Nielsen vann góða sigra í Belfast eins og félagar hennar í badmintonlandsliðinu sem leikur f næstu A-keppni í Evrópu. Bland i noka Valur sigraði íslands- og bikarmeist- ara ÍBV, 3-2, í æfmgaleik á Ásvöllum á laugardaginn. Valur komst i 3-0 með tveimur mörkum frá Jóni Þ. Stefánssyni og einu frá Arnóri Guð- johnsen og var það mark af glæsi- legri gerðinni, a la Arnórsmark! Regine Cavgnoud frá Frakklandi sigraði í risasvigi kvenna á heimsbik- armóti í Cortina á Ítalíu á laugardag- inn. Syliviane Berthod frá Sviss varð önnur og Michaela Dorfmeist- er frá Austurríki þriðja. Alexandra Meissnitzer frá Austur- ríki sigraði síð- an í stórsvigi á sama stað í gær. Martina Ertl frá Þýska- landi varð önn- ur og Anita Wachter frá Austurríki þriðja. Meiss- nitzer jók þar með enn for- ystu sina í stigakeppni kvenna í heimsbikamum. Tvö heimsbikarmót í bruni fóru fram i Kitzbiihel í Austurríki um helgina. Á fyrra mótinu fagnaði Norðmaðurinn Lasse Kjus sigri, landi hans, Kjetil Andre Aamodt, varð annar og Austurríkismaðurinn Werner Franz þriðji. Á síðara mót- inu voru Austurríkismenn sigursælir en þeir urðu i þremur efstu sætun- um. Hans Knauss varð hlutskarpast- ur, Peter Rzehar varð annar og Werner Franz þriðji. Lasse Kjus hafnaði í tjórða sæti og Kjetil Andre varð sjöundi. Patrick Ortlieb frá Austurríki, fyrr- um heims- og Ólympíumeistari í bruni, lýsti því yfir um helgina að keppnisferli sínum væri lokið. Ort- lieb lærbrotnaði og fór úr mjaðmarlið þegar hann féll á æfmgu i Kitzbíihel á fimmtudag en hann ætlaði að hætta eftir þetta tímabil. Holland vann góðan útisigim á Sví- þjóð, 20-21, í undankeppni HM kvenna í handknattleik á laugardag- inn. Hollendingar hafa þar með unn- ið Svía i báðum leikjunum en báðar þjóðimar eiga eftir að mæta Litháen tvivegis. David Frost frá S-Afríku sigraði á opna suður-afríska meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. Frost lék á 279 höggum. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Jeev Singh frá Indlandi og Banda- ríkjamaðurinn Scott Dunlap en þeir léku báðir á 280 höggum. Aron Kristjánsson og félagar hans i Skjem skutust á topp dönsku A- deildarinnar í handknattleik i gær. Skjern sigraði Ajax á útivelli, 25-32, og er með 23 stig eins og meistaramir i GOG sem hafa leikið einum leik færra. 1 þriöja sæti er Helsinge meö 22 stig. -GH/VS Joe Kleine .......Phoenix/Chicago Christian Laettner . Detroit/Atlanta Luc Longley.......Phoenix/Chicago George Lynch . Philadelp/Vancouver Antonio McDyess . Denver/Phoenix Erik Murdock N.Jersey/Miami Martin Muursepp . Chicago/Phoenix Sam Perkins........Indiana/Seattle Chuck Person .. . Chicago/SA Spurs Scottie Pippen . . . Houston/Chicago Scot Pollard ......Atlanta/Detroit Olden Polynice . Seattle/Sacramento Terry Porter .....Miami/Portland Malik Sealy . . . Minneseota/Detroit Joe Smith . .. Minnesota/Philadelph Michael Stewart .. Toronto/Sacram Loy Vaught . . . Detroit/LA Clippers Bonzi Wells.......Portland/Detroit Bubba Wells.......Chicago/Phoenix Mark West..........Atlanta/Indiana Rod Williams ......Dallas/Phoenix Þá hafa margir leikmenn endumýjað samninga sína og þar má nefna Charles Barkley (Houston), Terry Davis (Washington), Joe Dumars (Detroit), Dale Ellis (Seattle), Eddie Johnson (Houston), Rik Smits (Indi- ana), Jerry Stackhouse (Detroit), Damon Stoudamire (Portland), Ant- oine Walker (Boston) og Bill Wenn- ington (Chicago). Glen Rice missir af hálfu tímabilinu með Charlotte. Hann var skorinn upp á fóstudag viö meiðslum á olnboga. Alonzo Mourning hjá Miami þarf ekki að taka út seinni leikinn af tveggja leikja banni sem hann fékk i fyrravor. -GH/VS Einar hættur hjá Bryne Einar Guðmundsson handknattleiksþjálfari hefur verið leystur undan Scunningi sínum við norska félagið Bryne en hann tók við kvennaliði þess síðasta haust og gerði tveggja ára samning. Bryne leikur i B-deildinni og á litla möguleika á að komast upp eins og stefnt var að. Stavanger Aftenblad segir að Einar hafi átt í deilum við félagið vegna þess að það hafi ekki stað- ið í skilum með laun en stjómun hans á liðinu hafi einnig ver- ið umdeild. Með Bryne leika tvær íslenskar landsliðskonur, þær Hrafn- hildur Skúladóttir og Helga Torfadóttir. -VS Landareign í Flórída? Dennis Rodman, körfuknattleiksmaðurinn skrautlegi, sagði í sjónvarpsþætti um helgina að hann vildi helst flytja í sólina í Flórída og spila með Orlando eða Miami. Eitt væri á hreinu, hann myndi halda áfram að spila körfubolta. Hinn 37 ára gamli Rodman, sem mætti í þáttinn „Tonight Show“ með hatt og sólgleraugu sem hann neitaði að taka af sér, sagðist vera betri en flestir strákEirnir sem væra að spila í NBA. Það þýddi ekkert að bjóða sér eina milijón dollara (70 milljónir króna) fyrir að spila. Hann væri þó til í að taka við þeirri upphæð ef viðkomandi félag keypti líka fyrir sig land- areign sem væri 10-12 milljón dollara virði. -VS Sjötta í röð - Kristinn féll eina ferðina enn í heimsbikarnum í svigi Kristinn Bjömsson féll í gær út úr sjötta heimshikarmótinu í svigi í röð. Hann datt í seinni ferðinni í Kitzbúhel eftir að hafa verið í 24. sætinu að lokinni þeirri fyrri. Juri Kosir frá Slóveníu sigraði, Didier Plaschy frá Frakklandi varð annar og Giorgio Rocca frá Ítalíu þriðji. Kristinn var með rásnúmer 21 i gær og fellur væntanlega enn við þessi úrslit, líklega um eitt sæti. Hann er áfram með þau 24 stig sem hann fékk fyrir 11. sætið í fyrsta móti vetrarins. Fyrir mótið í gær var hann í 36.-38. sæti í stiga- keppninni í sviginu. Þrír komust upp fyrir hann í gær og nú er Krist- inn kominn niður í 39.^41. sæti en hann endaði í 15. sætinu á síðasta tímabili með 160 stig. Arnór Gunnarsson, sem var með rásnúmer 74, féll í fyrri ferðinni í Kitzbúhel. Átfimda og næstsíðasta heimsbik- armótið í svigi verður í Ofter- schwang í Þýskalandi í lok febrúar. Það síðasta er svo i Sierra Nevada á Spáni um miðjan mars. Næsta verkefni Kristins er hins vegar heimsmeistaramótið í Vail í Colorado í byrjim febrúar. -VS 1. deild karla 1. deild karla KA-Stjaman .................3-1 (10-15, 15-10, 15-13, 15-7) . KA-Stjaman .................2-3 (11-15, 13-15, 15-13, 15-12, 16-18) Þróttur R.-ÍS...............3-1 (17-15, 15-6, 11-15, 15-11) 1. deild kvenna Þróttur R.-ÍS...............0-3 (12-15,10-15, 5-15) Bikarkeppni kvenna Víkingur-KA b...............3-1 25-20, 22-25, 25-13, 25-19 KA-Þróttur N................3-1 (22-25, 26-24, 25-23, 25-22)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.