Alþýðublaðið - 09.11.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.11.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐOBLAÐIÐ A J6h&nns hornl er ódýrast að kaupa nauðsynjar sín- ar, kg. melís o,6o st. sykur 0,55, kaffi 1,30, smjörlíki 1,25, hrísgrjón 0,45 Pr- V* kg. ísl. sonjör 3,00 V2 kg. ódýrara í smáurn stykkj- um. Kartöflur, lauk og ýmiskonar kryddvörur. Kex og kökur, marg- ar teg. Rjól, rulla, sigarettur, vindlar ódýrastir í bænurn, hænsa- mais, bankabygg, baunir, búaá- höld ýmiskonar með niðursettu verði. Gerið kaup við Jóh. Ögm. Oddsson Laugav. 63. Nýkomnar kvenpeysur og golf-treyjur, úrval, margir litir. Marteinn Einarssa & Co V. K. F. Framsókn heldur fund fimtudag 10. þ. tn. á venjulegum stað og tíma. — Munið að rnæta. — StjÓ¥RÍn. Nýkomin ullarnærföt (karlmanna), sérlega vönduð. Marteinn Einarsson & Oo. JEI.f, Yersl. „I3[líí« Hreríis^. 66 A Riðbletta meðalið fræga komið aftur, Taukiemmur, Fílabeinshöf- uðkambar, Hárgreiður, Fægilögur og Siuirs!, þa@ bezta er hingað liefir flust, Tréausur, Kolaausur og Bróderskæri. — Góð vara, gott verð Ritstjóri Gg ábyrgðarmaður i ólafer Friðrikssoa. FriBstsmiðlas Gtttenbecg. Verzlunin Gvund Gruadarstíg 12. Sími 247. setur i nokkta dfga steinbíitsrikl ing sfar ódýran, notið tækifærið °g byrgið ykkur upp tii vettar- ins með harðæti. Sjúkrasamlag Reykjavíknr. Skoðunarlæknir próf. Sæm. Bjarn- héðinsson, Laugaveg 11, kl. 2—3 e. h.; gjaldkeri ísleifur skóiastjóri Jónsson, Bergstaðastræti 3, sam- iagstími kl. 6—8 e. h. SvaB Turgeniaw: Æekumlnningar. XXXI. Sanin vaknaði mjög snemma næsta morgun. Honum fanst hann hafa náð hámarki þeirrar sælu er menn geta öðlast. En það var ekki það, sem gerði það að verkum að hann gat ekki sofið, heldur hitt: Á hvern hátt átti hann að selja jarðeign stna, þannig að salan gengi fljótt og hann hefði mikið upp úr henni? Honum datt ýmislegt 1 hug, en komst þó ekki að neinni nið- urstöðu. Hann fór út til þess að fá sér gott loft og hugsa um málið, því hann vildi ekki fara öðruvísi til Gemmu en staðráðinn í því, hvað gera skyldi. .... Hvaða maður var þetta, svona lár og klunna- legur en þó laglega klæddur, sem gekk þarna svona letilega? Hvar hafði hann séð þenna Ijóshærða hnakka áður, þetta höfuð, sem stóð svo lítið upp úrherðunum? Gat það verið? Gat það verið Polosof gamli skóla- bróðir hans, sem hann hafði ekki séð í fimm ár sam- fleytt? Sanin greikkaði sporið og gekk fram hjá honum til þess að geta séð framan í hann . . . þetta bteiða, gulleita andlit, litlu augun með hvít augnahár og augna- brýr, stutta flata néfið, breiðu samanklemdu varirnar, skegglausa hakan — og þessi skringilegi, tilfinningar- lausi en þó tortrygni svipur — jú, víst var það Ippolit Polosot! „Gæfan er með mér“ hugsaði Sanin. „Polosofl Ippolit Sidoravitsch! Ert það þú ?“ Maðurinn stansaði, leit á Sanin og sagði með hásri röddu: „Dmitri Sanin?" „Já,“ svaraði Sanin og tók í hendina á Polosof. „Hve engi hefir þú verið hér? Hvaðan kemur þú? Og hvar áttu heima?“ „Eg kom í gær frá Wiesbaden," svaraði Polosof ósköp rólega — „eg ætlaði að verzla svolítið fyrir konuna mína. . . . eg fer aftur í dag til Wiesbaden." „Já, það er sattl Þú ert giftur . . . og það er sagt að konan þín sé ljómandi falleg 1“ Polosof leit út undan sér. *. . . „Já. það er sagt svo. . . ." Sanin fór að hlægja. „Eg sé, að þú ert sjálfum þér líkur . . , jafn rólyndur eins og þú varst í skólanum forðum." „Hvers vegna ætti eg að hafa breyst?“ „Það er líka sagt,“ bætti Sanin við — „að konan þín sé mjög rík.“ „Já, það er líka sagt.“ „Þú máske veist það ekki einu sinni, Ippotit Sidoro- vitsch?" „Já, en góði Dmitri Pavlvitsch! Eg skifti mér aldrei ef málum konu minnar!" „Tæjal engum?“ Polosof leit aftur út undan sér. „Nei, engum! Hún . . . siglir sinn sjó . . . og eg minn!“ „Hvert ætlarðu þá nú?“ „Nú fer eg ekkert. Eg ætla bara að ganga um göt- ana og tala við þig. En þegar við erum búnir að tala saman fer eg inn á eitthvert matsöluhúsið til þess að borða morgunverð." „Þá verð eg með þér. Má eg það?“ „Borða morgunverð með mér?“ ,Já.“ „Já, gerðu svo vel. Það er skemtilegra að borða, þeg- ar, maður hefir einhvern félaga. Þú ert ekki svo mál- óður?“ „Nei ekkert sérstaklega." „Jæja, þá förum við.“ Þeir gengu af stað ... Polosof klemdi aftur saman varirnar og sagði ekki stakt orð. . . . Sanin hugsaði: Hvernig hefir þessi daufingi getað fengið fallega og ríka konu? Sjálfur var hann hvorki ríkur, stórættaður né skynsamur. í skólanum hafði hann verið stór og tornæmur — og latur og matgráðugnr. Það er einkennilegt!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.