Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Martin O’Neill um Arnar: „Bestur ef hann heföi leikið á tvo“ Amar Gunnlaugsson lék sinn fyrsta leik með Leicester í ensku A-deildinni í knattspymu á laugardaginn en hann gekk frá samningi við félagið til hálfs flórða árs fyrir hádegið á fostudag. Leicester tapaði heima, 0-2, fyrir Sheffield Wednesday og Arnar kom inn á sem varamaður á 56. mínútu. Martin O’NeilI sagði þetta um frammistöðu Arnars á blaðamannafundi eft- ir leikinn: „Amar sýndi að hann kann ýmislegt fyrir sér en hann var að koma beint i nýtt umhverfi hjá okkur. Hann var í lagi en í svona lélegum leik hefði hann verið bestur ef hann hefði náð að leika á tvo mótherja.“ Sjá nánar á bls. 26. -VS Fjórfaldur sigur Austurríkismanna Austurríkismenn unnú 1 gærkvöldi flör- faldan sigur í bruni kvenna á heimsmeist- aramótinu á skíðum sem nú stendur yfir í Colorado. Hin 23 ára gamla Renata Götschi varð hlutskörpust, Michaela Dorfmeister hafiiaði í öðm sæti, Stefanie Schuster lenti í þriðja sæt- inu og Alexandra Meissnitzer varð fjórða. Þetta voru þriðju verðlaun Götschl á mótinu og hún fékk silfur bæði í risasviginu og tví- keppninni. -GH Teitur Örlygsson fagnar langþráðum sigri Njarðvíkinga í bikarkeppninni í körfuknattleik en þeir lögðu Keflvíkinga í ótrúlega spennandi úrslitaleik á laugardaginn. DV-mynd Hilmar Þór Bls. 24—25 Þórey enn á uppleið Þórey Edda Elísdóttir sigraði í stangar- stökki á frjálsíþróttamóti í Gautaborg á laugardagskvöldið. Hún bætti enn árangur sinn innanhúss, stökk 4,20 metra, en á dög- unum fór hún yfir 4,14 metra í fyrsta skipti inni. Vala Flosadóttir tók einnig þátt í mótinu en náði sér ekki á strik. Hún fór yfir byrj- unarhæðina, 3,84 metra, en síðan ekki sög- una meir. Birna Bjömsdóttir úr FH náði sínum besta tíma innanhúss í 800 metra hlaupi á sama móti. Hún hljóp á 2:10,11 mínútum en met Lilju Guðmundsdóttur er 2:09,7 mínútur. -VS Júgóslavi í Grindavík Að sögn Jónasar Þórhallssonar, stjórn- armanns hjá knattspymudeild Grindvík- inga, era nú miklar líkur á að Dragan Stojanovic, 26 ára vinnsluhestur á miðj- unni, komi til liðs við Grindavík í sum- ar, auk þess sem vörnin verður styrkt með erlendum leikmanni. „Við erum bjartsýnir fyrir sumarið og ætlum okkur ekki að vera í neinni fallbaráttu, þvert á móti stefnum við hátt og teljum okkur verða með gott lið í sumar,“ sagði Jónas Þórhallsson við DV. -bb Freyr tólfti Freyr Bragason hafnaði í 12. sæti í einstak- lingskeppni karla á Norðurlandamótinu í keilu sem lauk í Kaupmannahöfii á laugardag. Hann var sá eini íslensku keppand- anna sem komst í 16-manna úrslit og var skammt frá því að komast í úr- slit átta bestu. Tomas Leandersson frá Svíþjóð varð Norðurlandameist- ari í karlaflokki og Kamilla Kjeldsen frá Danmörku í kvennaflokki. Danir vora sigursælastir, fengu þrenn gull- verðlaun á mótinu. -VS Lottó: 7 30 32 34 35 B: 19 Enski boltinn: 111 222 2x2 2x21 Gu&björg Noröfjörö, fyrirliði KR, og Hanna Kjartans- dóttir fagna stórsigri á ÍS í bikarkeppni kvenna f körfubolta á laugardaginn. Sjá bls. 24. DV-mynd Hilmar Þór Jón fjóröi í Tallinn Jón Arnar Magnússon varð fjórði á boðsmóti Erki Nool í sjöþraut sem fram fór í Tallinn um helg- ina. Jón fékk 5.986 stig og var nokkuð frá íslands- meti sínu sem er 6.170 stig. Erki Nool vann sjálfur mótið og fékk 6.309 stig. Næstur kom Roman Sebrle frá Tékklandi með 6.209 stig og þriðji varð Rússinn Lev Lobodin með 6.182 stig. Jón hljóp 60 metra á 6,95 sekúndum, stökk 7,30 metra í langstökki, kastaði kúlu 15,90 metra, stökk 1,98 metra í hástökki, hljóp 60 metra grindahlaup á 8,21 sekúndum, stökk 4,75 metra í stangarstökki og hljóp 1.000 metra á 2:46,17 mínútum. -VS Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari bikarmeistara Njarðvíkur: Stolt u r „Eg get ekki verið annað en stoltur af mínum mönnum. Við vissum að við ættum mikið inni og það var ekki um annað að ræða en að mæta topp- stemmdir i þennan leik enda Keflavík með mjög gott lið og frábæran útlending," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari nýkrýndra bikarmeistara Njarðvíkinga, viö DV eftir leik- inn. „Við undirbjuggum okkur mjög vel og fóram í naflaskoð- un eftir tapleikinn gegn KR. Það er stundum hollt að tapa og tapið gegn KR gerði okkur bara gott. Við byrjuðum leik- inn mjög vel en misstum þá svo fram úr okkur þegar 6 mínútur voru eftir. Staðan var orðin ansi svört en maður verður samt alltaf að lifa í voninni. Ég merkti það á Keflvíkingunum að þeir vora orðnir mjög væra- kærir á lokakaflanum og auð- vitað nýttum við okkur það. Þegar þeir svo brenndu af vít- unum áttum við bullandi möguleika á að jafna. Það var auðvitað eðlilegt að Teitur reyndi skotið en það var fer- lega sætt þegar Hermann tók það siðara og setti boltann nið- ur. Fyrst við náðum aö knýja fram framlenginguna kom ekki til greina annað en að vinna leikinn og við gáfum allt okkar þessar síöustu 5 mínútur. Við náðum höggi á þá strax og ég var í raun aldrei efins um hvernig færi enda höfðum við pínulítið meira vilja en þeir. Keflvíkingar era með mjög gott liö. Þeir hafa spilað langbest í deildinni en í dag vorum við betra liðið,“ sagði Fi'iðrik. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.