Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Page 5
24 IAGUR 8. FEBRÚAR 1999 25 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 íþróttir Afmælisgjöf - KR-stúlkur bikarmeistarar eftir léttan sigur á ÍS Friörik Ragnarsson, fyrirliöi Njarövíkinga, hampar bik- arnum eftir sigurinn á Keflavík. Þetta var sjötti bikarmeistaratitill Njarðvík- inga og sá fyrsti í 7 ár. Teitur aftur yfir 20 Njarðvlkingurinn Teitur Örlygsson skoraði yfir 20 stig í fjórða bikarúi'slitaleik sinum í röð og hefur nú mest allra gert 181 stig í sín- um 9 bikarúrslitaleikjum. Teitur hefur unnið bikar- inn sex sinnum í þessum 9 leikjum. -ÓÓJ Hermann Hauksson var hetja Njarðvíkinga í leiknum en 3ja stiga karfa frá honum á lokasekúndunum tryggði Njarðvíkingum framleng- ingu. Það var því engin furða þó hann fagnaði bikarmeist- aratitlinum vel og innilega eins og berlega kemur fram á þessari mynd. DV-myndir Hilmar Þór TTS7 segja þeun til hróss að þær gáfust aldrei upp og börðust vel en vöm KR neyddi þær oft til að skjóta úr vonlaus- um færum og því fóru mörg skot forgörðum hjá j þeim. Alda Leif Jóns- M dóttir átti góðan leik í f fyrri hálfleik en M. hvíldi stóran hluta # seinni hálíleiks M vegna villuvand- nj ræðna. í síðari M' hálfleik léku Mlk Signý Harðar- dóttir og Lilya m : Sushko best. -HI B 5\ íþróttir Sagt eftir leikinn: Sa sætasti KR-stúlkur unnu öruggan sigur á Stúdín- um i úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Þar með færðu þær KR þá af- mælisgjöf sem stefnt var að en sem kunnugt er fagnar félagiö 100 ára afinæli sínu í ár. Fyrirfram bjuggust menn við jöfnum og spennandi leik því þrátt fyrir að KR hafi haft yfirburði í deildinni í vetur höfðu menn í huga sigur ÍS á Keflavík, bikar- meistunun sex undanfarinna ára, í undan- úrslitum. En strax í byrjun leiks fauk öll spenna út í loftið. KR-stúlkur komu ákveðn- ar og einbeittar til leiks, skomðu átta fyrstu stigin og komust síðan í 18-3 og 26-7. Það var fyrst og fremst hin gríðarlega aggressíva pressuvöm KR sem Stúdínur áttu í basli með og þær töpuðu mörgum boltum til andstæðinganna nánast við eigin körfu. Auk þess fór hin ísraelska Limor Mizrachi á kostum og átti fjölda stoösend- inga auk stiganna sem hún skoraði. Um miðjan fyrri háifleik rönkuðu stúdín- ur við sér og náðu að minnka muninni í tólf stig en þetta var nánast eina ljósið sem þær sáu í öllum leiknum. Munurinn var 18 stig í leikhléi. í síðari hálfleik hertu KR-stúlkur enn tak- ið og Stúdínur sáu aldrei til sólar. Munur- inn var 30 stig á liðunum í lokin og var það sanngjamt miðað við gang leiksins. Pressu- vömin hélt áfram að skila þeim stigum og Limor hélt uppteknum hætti. Hún kórónaði frábæran leik sinn með því að skora tvær þriggja stiga körfur undir lok leiksins. KR-stúlkur em vel að sigrinum komnar og hlýtur þungu fargi að vera létt af mörg- um þeirra enda hafa þær oft leikið til úr- slita án þess að ná að sigra. Auk Limor lék Hanna Kjartansdóttir mjög vel. Kristín, Sig- rún og Guðbjörg áttu einnig góða spretti. Stúdínur vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Þær áttu aldrei möguleika í leiknum og er ljóst aö þær geta mun betur en þær sýndu í þessum leik. Það má þó ,Af mörgum titlum sem ég hef unnið með Njarðvík er þetta sá sætasti. Við voram mjög nálægt því að vera bún- ir að tapa þessum leik en Keflvík- ingamir gerðu mistök á lokamínútunum sem við færð- um okkur í nyt. Ég var mjög ánægður þegar Birgir fór út af. Hann var búinn að hitta það vel í leiknum og þeg- ar Kristján kom inn á fyrir hann til að taka vítin sagði ég við hann: „ætlar þú að skipta við Bigga, mann leiksins, og taka vítin.“ Ég sá að Kristján skalf á linunni og þegar hann misnotaði bæðin vítin vissi ég að þetta var hægt. Það var svo l mikið I svekkelsi I fyrir þá I aðmissa I þetta niður en að sama skapi vorum við geggjaðir fyrir framlenginguna og ég vissi það að við myndum vinna. Við erum íslandsmeistarar, bik- armeistarar og höfúm unnið Keflavík í tveimur leikjum af þremur svo við hljótum að vera með besta hð lands- ins,“ sagði Teitur Örlygs- son. Hentum þessu frá okkur „Við bara hentum þessu frá okkur og héldum að sigurinn væri í höfn. Við vorum kærulausir í sókn- inni og flýttum okkur of mikið. Þeir fengu að skora auðveldar körfur og við gerðum mikil mistök að láta þá jafna. Við áttum að vera búnir að brjóta á þeim. Þetta var okkar klúður en auðvitað eiga Njarðvíkingar heiður skilinn fyrir að halda sér inni í leiknum og ná að stela þessu frá okkur í lokin,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga. Skipti í Njarövík til aö vinna titla „Ég hugsaði bara ekki neitt þegar ég fékk bolt- ann fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var ekki um neitt annað að ræða en að skjóta og það var yndislegt að sjá boltann detta ofan i körfuna. Ég get ekki neitað því að ég var orðinn mjög vonlít- ill í lok leiksins. Friðrik þjálfari tók leikhlé og sagði við okkur að stuðningsmenn okkar væm famir að labba út og hann spurði hvort við vær- um búnir að missa trú á þessu. Við vorum það ekki eins og kom í ljós í lokin. Ég vann bikarinn árið 1991 en þetta er samt eiginlega eini meist- arasigurinn sem ég hef unnið á ferlinum sem einhver lykilmaður í liði. Ég skipti yfir til Njarð- víkur til að vinna titla. Nú er einn kominn og við eigum annan stóran eftir," sagði Hermann Hauksson, hetja Njarðvíkinga í leiknum. Byrjum upp á nýtt „Við spiluðum leiknum algjörlega út úr hönd- unum á okkur þama í lokin. Við vorum komnir með bikarinn nánast í hendurnar en á óskiljan- legan hátt misstum við unna stöðu niður í jafn- tefli. í framlengingunni vora menn enn að svekkja sig og Njarðvíkingamir gengu á lagið. Nú er langri sigurgöngu lokið svo við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ sagði Falur Harðar- son, einn besti leikmaður Keflvíkinga í leiknum. Loksins fagnaöi Gunnar sigri Gunnar Þorvarðarson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkinga, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta var rosaleg dramatík. Þegar 16 sekúndur vora eftir sá maður að þetta var hægt. Maður er búinn að sjá svo oft að leikimir era ekki búnir fyrr en flautan gellur. Strákarnir sýndu einstakan karakter. Þeir spiluðu mjög góða vöm og þeim tókst að halda Damon niðri í fyrri hálfleiknum. En þrátt fyrir erfiða stöðu gáfust mínir menn aldrei upp. Þegar Hermann jafnaði var ég sannfærður um að við hefðum þetta. Þessi sigur gefur okkur byr undir báða vængi og þjálfarinn er greinilega með liðið á réttri leið. Það er búið að vera að tíunda það alls staðar að Keflavík sé með besta liðið en það kom í Ijós í þessum leik að við erum bestir í dag,“ sagði Gunnar Þorvarðarson," sem gat loks fagnað sigri í bikarnum en hann tapaði fjórum úrslitaleikjum sem leikmaður. -GH - Njarðvík bikarmeistari eftir 7 ára hlé eftir sigur á Keflavík í framlengdum úrslitaleik KR (41)88 ÍS (23) 58 KR stelpurnar taka sigurhringinn og fagna bikarmeistaratitlinum meö stæl. 8-0,18-3,26-7,27-15,39-19, (41-23), 52-25, 59-31, 67-35, 73-40, 76-50, 83-52, 88-58. Stig KR: Limor Mizrachi 23, Hanna Kjartansdóttir 16, Kristin Björk Jóns- dóttir 12, Sigrún Skarphéðinsdóttir 10, Linda Stefánsdóttir 9, Guöbjörg Norö- fjörð Eliasdóttir 8, Elísa Sigríður Vil- bergsdóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 3, Maria Guðmundsdóttir 2. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 13, Lilya Sushko 13, Signý Harðardóttir 8, Georgía Kristiansen 8, María B. Leifsdóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir 4, Hafdís Helgadóttir 2, Hallbera Gunnarsdóttir 2, Kristjana B. Magn- úsdóttir 2. Fráköst: KR 33, ÍS 24. Vítanýting: KR 28/20, fS 20/17 Þriggja stiga skot: KR 17/8, fS 7/2. Áhorfendur: Rúmlega 100. Dómarar: Kristján Möller og Jón H. Eðvaldsson. Ekki sannfærandi. Maður leiksins: Limor Mizrachi, KR. Eiginmaöur Limor Mizrachi sat á varamannabekknum hjá KR-ingum og var duglegur að mynda sína heittelskuðu. Hann kom einnig oft að máli við blaðamennina og spurði hvað hún væri komin meö mörg stig. Hann hefur ríka ástæðu til að gleðj- ast yfir frammistöðu hennar. Limor Mizrachi var aðeins einu frá- kasti frá því að ná þrefaldri tvennu. Hún skoraöi 23 stig, gaf 10 stoðsend- ingar, tók 9 fráköst og stal 6 boltum á 32 mínútum. Otrúlega auðvelt - sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR „Þetta var ótrúlega auðvelt fyrir okkur," sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR, kampakátur eftir leik- inn. „Það gekk allt upp sem ég lagði upp með fyrir leikinn. Vömin er búin að vera frábær í vetur og skil- aði sínu vel i dag. Ég held að það sem hafl drifið stelpumar áfram var að þær hafa oft veriö svo nálægt þvi að vinna þannig að það kom ekkert annað til greina en að sigra í dag.“ Töpuöum á fyrstu 10 mín- útunum „Við töpuðum þessu á fyrstu 10 mínútunum. Þær náðu þá forskoti sem þær létu aldrei af hendi og KR- liöið er það gott lið að þegar þær ná slíku forskoti þá tapa þær því ekki niður. Við gáfumst þó aldrei upp og héldum áfram að berjast en þær hittu mun betur en við úr skotum sínum og þá er fljótt að draga í sundur með liðunum. Sú ísraelska [Limor Mizrachi] var sérstaklega góð,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS. Auöveldara en ég átti von á „Þetta var mun auðveldara en við áttum von á,“ sagði Guðbjörg Norð- fjörð Elíasdóttir, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vera ákveðnar strax frá byrjun og þær komust aldrei inn í leikinn. Ég er búin að vera héma svo oft og ég er alveg búin að fá nóg af því að vera í hinu hlutverkinu. Viö ákváð- um að það þýddi ekkert að byrja aö spila á fullu seinna í leiknum heldur taka þetta frá byrjun. Það gekk eft- ir,“ sagði Guðbjörg, sem var aö leika sinn 7. bikarúrslitaleik. Fyrir þenn- an leik hafði hún aðeins unnið einu sinni í bikarkeppninni, með Hauk- um 1992. Aldrei hægt aö bóka sigur Limor Mizrachi, besti leikmaður KR í leiknum, var ánægð með árang- urinn en vildi þó ekki meina að þetta hefði verið auövelt. „í svona leik er aldrei hægt að bóka sigur fyrr en leikurinn hefur veriö flaut- aður af. Það getur allt gerst. Við vor- um yfir allan leikinn en þrátt fyrir það verður maður að vera með fulla einbeitingu allan tímann. Það var það sem við lögðum upp með, við pressuðum strax mjög vel, stálum boltum og skoruðum auðveldar körf- ur. Þetta gekk því mjög vel,“ sagði Mizrachi. -HI Það benti fátt til annars en að Kefl- víkingar yrðu bikarmeistarar í körfu- knattleik í úrslitaleiknum í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn. Þegar rúmlega ein og hálf mínútu var til leiksloka vora Keflvíkingar með níu stiga forskot og í raun famir að fagna sigri. Njarðvíkingar vora hins vegar langt í frá af baki dottnir og tókst með ótrúlegu harðfylgi og skynsömum leik að jafiia áður en yfir leik og knúðu leikinn í framlengingu þar sem úrslitin réöust. Hermann hetja Njarövíkinga Eins og vænta mátti ætlaði allt um koll að keyra í herbúðum liðsins sem og á meðal áhangenda þess. Njarðvík- ingar vora orönir langeygir eftir ein- um glæsilegasta bikar sem um er keppt hér á landi en sjö ár vora síðan liðið hampaði honum síðast. Her- mann Hauksson setti mark sitt held- ur betur á leikinn með þriggja stiga körfu sem jafnaði leikinn, 88-88, þeg- ar tvær sekúndur lifðu á leikklukk- unni. Hermann, sem fram að þessu var ekki mikið áberandi, var á sama augnabliki orðinn hetjan í liðinu. Þessi karfa virkaði sem vítamín- sprauta á Njarðvikinga en Keflvíking- ar vora hins vegar alveg slegnir út af laginu og fóra satt best að segja aldrei í gang í framlengingunni. Lokatölur leiksins urðu 96-102. Góöar varnir og mikil spenna Körfuboltalega séð var þessi leikur fyrir margra hluta sakir góður. Varn- ir beggja liða vora gríðarlega sterkar mestan hluta leiksins, hittnin var að sama skapi á köflum með ágætum og munurinn var aldrei mikill á milli liðanna þannig að spennan var aldrei langt undan. Njarövíkingar komu Keflvíkingum í opna skjöldu með grimmum leik í byrjun og Keflvíking- ar vissu vart sitt rjúkandi ráð. í stöð- unni 11-3 fyrir Njarðvík sá Sigurður Ingimundarson þann kostinn vænst- an að taka tíma. Hcmn virtist virka því Keflvíkingar skoraðu tíu stig í röð og voru komnir yfir. Munurinn var aldrei mikill eftir það í hálfleikn- um en í leikhléi höföu Njarðvíkingar forystu, 38-41. Dýr víti í súginn Um miðjan síðari hálfleik ná Kefl- víkingar ágætu taki á leiknum og má rekja það að mörgu leyti til brott- hvarfs Friðriks Stefánssonar en Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, varð að taka hann af velli enda kappinn kominn með 4 villur. Þetta veikti vömina hjá Njarðvík og Kefl- víkingar gengu á lagið. Níu stiga for- skot Keflvíkinga hvarf samt eins og dögg fyrir sólu á lokasprettinum. Þeir hjálpuðu upp á það sjálfir því vítanýt- ingin var þeim dýrkeypt. Eitt skot Damons geigaði og tvö frá Kristjáni. Teitur og Birmingham Njarðvíkingar voru hrokknir í gang í framlengingunni og í þeim ham stöðvar þá fátt eins og koma reyndar berlega á daginn. Þá fóra kappar á borð við Teit Örlygsson og Brenton Birmingham á kostum og þáttur þeirra félaga lagði granninn að sigri Njarðvíkinga. Falur Harðarson tók ekki þátt í framlengingunni því að hann fékk sína fimmtu villu í lok venjulegs leiktíma. Þetta var Keflvík- ingum áfall því Falur var búinn að eiga góðan leik og hitti vel. Eins og áður sagði vora Teitur og Birmingham bestir Njarðvikinga en Friðrik Ragnarsson átti einnig góðan leik. Friðrik Stefánsson var drjúgur í fráköstunum meðan hans naut við. Hann er sterkur undir körfunni en mýktin og tæknin mættu vera betri. Ekki má gleyma þætti Hermanns en einungis jöfnunarkarfa hans kemur honum á spjöld sögunnar. Ekki fullt hús Damon Johnson, Falur Harðarson og Birgir Örn Birgisson vora bestir hjá Keflvíkingum. Damon og Falur skoruðu drjúgt og Birgir var öflugur í vöminni. Það vakti athygli að ekki skildi vera fullt hús í Höllinni í þess- um leik. Á úrslitaleiknum í fyrra á milli Grindvíkinga og ísfirðinga vora fleiri áhorfendur þótt stór hluti áhangenda annars liðsins þyrfti um langan veg að fara. Stemning á leikj- um sem þessum hefur oft verið meiri en áhorfendur fóra heldur betur í gang í framlengingunni. Umgjörðin var frábær og eiga þeir sem að henni komu þakkir skildar. -JKS Hafnfirðingarnir í liði KR, Hanna Kjartansdóttir og Guðbjörg Norðfjörð, hlaupa sigurhring með bikarinn. Friðrik I. Rúnarsson tekur við hamingjuóskum frá stuðnings- manni Njarðvíkinga. Álengdar fagnar Kristinn Einarsson. Stuðningsmenn Njarðvíkinga tóku virkan þátt í leiknum af áhorfendapöll- unum þar sem þeir kvöttu sína menn til dáða. í fýlu. - Sigurður Ingimundarson faðmaður af Friðriki Inga Rún- arssyni, þjálfara Njarðvfkur, eftir leikinn. Sigurður tók tapinu illa Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, tók tapi sinna manna mjög illa ef marka má viðbrögð hans þegar undir- ritaður gerði tilraun til að taka hann tali eftir leikinn. Eftir að Keflvíkingar höfðu veitt silfurverðlaunum sínum viðtöku var hann beðinn að veita DV viðtal. Sigurður gekk hins vegar fram hjá blaðamanni án þess að virða hann viðlits og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná við hann viötali svaraði hann engu. Þessi framkoma Sigurðar er vonandi einsdæmi en þess ber að geta að tveir leikmenn liðsins veittu góðfúslega leyfi fyrir við- tölum strax í leikslok. -GH Keflavík (38)96 Njarövík (41) 102 3-2, 3-11, 13-11, 15-18, 25-22, 34-34, 36-39 (38-41) 42-45, 47-53, 58-58, 67-62, 74-71,80-77, 88-79, (88-88) 88-91, 92-95, 96-97, 96-100, 96-102. Stig Keflvíkur: Damon Johnson 37, Falur Harðarson 25, Birgir öm Birgisson 15, Guðjón Skúlason 9, Gunnar Einarsson 4, Hjörtur Harðar- son 4, Fannar Ólafsson 2. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 26, Teitur örlygsson 24, Friðrik Ragnarsson 18, Friðrik Stef- ánsson 14, Hermann Hauksson 14, Páll Kristinsson 6. Fráköst: Keflavík 38, Njarövík 35. Vítahittni: Keflavík 27/22, Njarð- VÍk 26/23 3ja stiga körfur: Keflavík 30/10, Njarðvík 26/11. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson, mjög góðir. Áhorfendur: Um 1500. Maður leiksins: Teitur Örlygs- son, Njarðvík. Keflavík tapaói ifyrsta sinn í 25 leikj- um. Njarðvikingar mörkuðu bæði upp- haf og endi þessarar sigurgöngu. Kefla- vík hefur tapað aðeins 5 af síðustu 33 leikjum, öllum fyrir nýkrýndum meist- urum Njarðvíkur. DV gaf hinn glœsilega bikar sem keppt er um 1988 og siðan hefur Njarð- vík lyft honum á loft í 5 af 12 skiptum, oftast ailra félaga. Friórik I. Rúnarsson hefur stjómað sigurliði í bikarúrslitum í þrjú skipti af þremur mögulegum, meö Njarðvík 1992, Grindavík 1995 og Njarðvik 1999. Þetta var fyrsta framlenging í bik- arúrslitaleik i 10 ár eða frá 1989. Þá jafnaði ÍR leikinn í 71-71 en Njarövík tryggði sér sigur, 78-77, í framleng- ingu líkt og á laugardag. -h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.