Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 Vetrarsport r»ra21 Marjo Kristinsson, for- maður Listhlaupsdeild- ar Skautafélags Akur- eyrar, hefur um árabil leiðbeint Akureyrar- börnum á skautum. DV-myndir gk Hér er Marjo ásamt börnum sem hún er að þjálfa. Sterk hefð er fyrir skautaiþróttinni á Akureyri. Listhlaup vinsælt hjá stúlkum: Strákarnir endast stutt „Það eru um 30 stelpur sem stunda þetta og þrír strákar. Yngstu krakkarnir eru í kringum 6 ára aldurinn. Það hefur komið fyrir að við höfum fengið allt niður í þriggja ára börn. Það verður þó að segjast eins og er að strákarnir endast stutt og fara gjarnan frekar í íshokkíið," segir Marjo Kristinsson, formað- ur Listhlaupsdeildar Skautafé- lags Akureyrar. Marjo, sem er fædd í Finnlandi, byrjaði að æfa sem barn í sínu heimalandi. Hún flutti til (slands árið 1980 með manni sínum, Gísla Kristinssyni arkitekt, sem einnig er formaður innan Skautafélagsins en i Cur- lingdeildinni. „Það kunna allflestir Finnar á skauta. Þetta er mikið stundað þar og segja má að flestir þjálfarar hér hafi verið Finnar í gegnum tíðina. Það á bæði við um listhlaup og ís- hokkí. Ég hafði ekki ætlað að byrja að kenna en var gripin hérna þegar ég fór að skauta með krökkunum mínum en þau eru öll áhugafólk um þessa íþrótt," segir hún. Hún segir að alls hafi fjórir finnskir þjálfarar starfað á Akur- eyri. Nú sé starfandi þjálfari frá Finnlandi sem sé annan veturinn á Akureyri. Hún segir listhlaup á skautum vera geysilega þroskandi og styrkjandi íþrótt. „Allt tómstundagaman fyrir börn er reyndar af hinu góða. Við kennum börnum að beita líkam- anum. Krakkarnir fá gífurlega mikið út úr þessu. Að hreyfa sig með tónlist er gífurlega þrosk- andi. Hún segir mikinn áhuga hafa verið á þessari íþrótt á Akureyri fyrr á árum. Þetta hafi verið áður en flugvöllurinn kom en þá lagði Pollinn og skautaíþróttin var mjög almenn og vinsæl," segir hún. Marjo segir að eftir nokkra lægð hafi áhugi Akureyringa á skautaíþróttum vaknað að nýju. „Það kom lægð í þetta um tíma. Síðan vaknaði áhuginn að nýju þegar vélfrysta svellið kom. Nú er gífurlega vaxandi áhugi á skautaíþróttum, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Við bíðum nú bara spennt eftir að fá byggt yfir svellið okkar en það mun gerast á þessu ár. Fyrir því höfum við loforð bæj- arstjórans," segir Marjo. -rt 35.828,- útilíf Asetning innifalin. GLÆSIBÆ . S: 581 2922 Suðurlandsbraut 20 Sími 588 6868 hokkískautar bogahlífar línuskautar Kylfutape Griptape Hokkísokkar Reímar Æfingapeysur Félagspeysur Pekkir Skautahlífar Legur Dekk grindur peysur iálmar á kr. Legghlífar 1800.- I 4800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.